Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. október 2020 kl. 07:00,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Gerplutorg - deili­skipu­lag202004232

    Lögð er fram til afgreiðslu og auglýsingar deiliskipulagstillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Gerplutorg við Gerplustræti í Helgafellshverfi. Breytingin felur í sér breytta lögun torgs, fjölgun bílastæða ásamt útfærslu göngustíga og þverana.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 2. Lækj­ar­hlíð og Klapp­ar­hlíð - bíla­stæði og leik­völl­ur202001342

    Lagðar eru fram til afgreiðslu og auglýsingar deiliskipulagstillögur að breyttu deiliskipulagi fyrir bílastæði og leikvöll í Lækjarhlíð og Klapparhlíð. Breytingin felur í sér fjölgun og tilfærslu bílastæða við Hulduberg og skilgreiningu leikvallar ásamt hliðrun á göngustíg við Klapparhlíð. Breytingin er lögð fram á tveimur uppdráttum, gögn eru unnin í samræmi við samþykktir 509. fundar skipulasnefndar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 3. Bergrún­argata 1-1a - deili­skipu­lag202010168

    Borist hefur erindi frá Inga Birni Kárasyni, f.h. lóðarhafa Leirvogs ehf., dags. 12.10.2020, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bergrúnargötu 1-1a. Breytingin felur í sér að fjölga íbúðum parhúss úr tveimur í fjórar.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar er­indi um ósk að deili­skipu­lags­breyt­ingu og fjölg­un íbúða. Þeg­ar hef­ur fjöldi íbúða á lóð­inni ver­ið tvö­fald­að­ur frá upp­runa­legu deili­skipu­lagi.

  • 4. Stórikriki 59-61, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.202006489

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi fyrir Stórakrika 59-61 ásamt erindi um skipulagsbreytingu, dags. 19.10.2020. Breytingin felur í sér óverulega tilfærslu á bílastæðum í götu í samræmi við gögn.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir óveru­leg frá­vik deili­skipu­lags um til­færslu bíla­stæða í götu í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi á grunni skipu­lags þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012. Full­trú­ar L og M lista sitja hjá.

  • 5. Súlu­höfði 45 - skipu­lags­skil­mál­ar202010205

    Borist hefur erindi frá Kristjáni Ásgeirssyni, f.h. lóðarhafa, dags. 14.10.2020, með ósk um breytingu á skipulagsskilmálum fyrir Súluhöfða 45.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar er­indi um­sækj­anda þar sem mæn­is­stefn­ur og hæð­ir suð­ur lang­hlið­ar sam­ræm­ast ekki skil­mál­um deili­skipu­lags.

  • 6. Ak­ur­holt 21 - stækk­un húss202010240

    Borist hefur fyrirspurn frá Óskari Þór Óskarssyni, f.h. húseiganda, dags. 21.10.2020, þar sem lögð eru fram gögn um áætlun viðbyggingar að Akurholti 21.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar að bygg­ingaráformin verði grennd­arkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 þar sem að ekki ligg­ur fyr­ir deili­skipu­lag á svæð­inu.

  • 7. Leiru­tangi 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202009193

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Ásgrími Hauk Helgasyni, fyrir stækkun á húsi við Leirutanga 10. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 413. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar er­indi um­sækj­anda og heim­ild til út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is. Á grunni fyr­ir­liggj­andi gagna tel­ur nefnd­in ekki kost á að grennd­arkynna áætlun í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 sök­um nýt­ing­ar­hlut­falls. Hlut­fall fer yfir þau mörk, 0,3, er koma fram í skipu­lags- og bygg­ing­ar­skil­mál­um fyr­ir Leiru­tanga frá 19.05.1981, með frek­ari vís­un í nið­ur­stöðu Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála í kæru­máli nr. 14/2019. Hæð húss er þó í sam­ræmi við téða skil­mála. Full­trúi M lista vík­ur af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið.

  • 8. Til­rauna­bor­un inn­an L202915 við Selvatn202010239

    Borist hefur erindi frá Hallgrími Ólafssyni, dags. 30.09.2020, með ósk um heimild til tilraunaborunar eftir vatni í samræmi við samþykkt deiliskipulag.

    Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við til­rauna­bor­un eft­ir vatni í sam­ræmi við deili­skipu­lag. Þörf er á skil á gögn­um verði til­færsla á áætlun. Ekki þarf að gefa út fram­kvæmda­leyfi þar sem bor­un telst ekki til meiri hátt­ar fram­kvæmd­ar skv. reglu­gerð 772/2012. Um­sækj­andi er ábyrg­ur fyr­ir að afla til­skil­inna leyfa vegna vatns­bor­un­ar á eig­in landi.

  • 9. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur - End­ur­skoð­un um bland­aða byggð til 2040202010203

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.10.2020, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við auglýst tillögudrög vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillögurnar fela m.a. í sér heildaruppfærslu á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdummálaflokkum. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040. Athugasemdafrestur er til 20.11.2020.

    Frestað vegna tímskorts

Fundargerðir til kynningar

  • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 413202010022F

    Fundargerð lögð fram til kynningar

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar

    • 10.1. Jón­st­ótt 123665 v Göngu­brú yfir Köldu­kvísl - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202010044

      Rík­is­eign­ir Borg­ar­túni 7a 105 Rvk. sækja um leyfi til end­ur­bóta á göngu­brú á lóð með land­eign­ar­núm­eri 215451 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

    • 10.2. Króka­byggð 13 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202009234

      Bjarni Ró­bert Blön­dal Ólafs­son sæk­ir um leyfi til að byggja við rað­hús sól­stofu úr málmi og gleri á lóð­inni Króka­byggð nr. 13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Stækk­un 6,8 m², 16,5 m³.

    • 10.3. Lauga­ból 2 123693 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202009406

      Johann S D Christian­sen Lauga­bóli 2 sæk­ir um leyfi til nið­urrifs og förg­un­ar úti­húss með mat­sein­ing­ar­núm­eri 040101 á lóð­inni Lauga­ból 2, land­eign­ar­núm­er 123693, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Nið­urrif 34,4 m².

    • 10.4. Leiru­tangi 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202009193

      Ás­grím­ur H Helga­son Leiru­tanga 10 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að hækka ris­hæð húss á lóð­inni Leiru­tangi nr. 10 og inn­rétta þar íbúð­ar­rými í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir eft­ir breyt­ingu: Íbúð 239,5 m², bíl­geymsla 39,2 m², 699,852 m³.

    • 10.5. Stórikriki 2 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202008633

      Hús­fé­lag Stórakrika 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Stórikriki nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00