23. október 2020 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gerplutorg - deiliskipulag202004232
Lögð er fram til afgreiðslu og auglýsingar deiliskipulagstillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Gerplutorg við Gerplustræti í Helgafellshverfi. Breytingin felur í sér breytta lögun torgs, fjölgun bílastæða ásamt útfærslu göngustíga og þverana.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Lækjarhlíð og Klapparhlíð - bílastæði og leikvöllur202001342
Lagðar eru fram til afgreiðslu og auglýsingar deiliskipulagstillögur að breyttu deiliskipulagi fyrir bílastæði og leikvöll í Lækjarhlíð og Klapparhlíð. Breytingin felur í sér fjölgun og tilfærslu bílastæða við Hulduberg og skilgreiningu leikvallar ásamt hliðrun á göngustíg við Klapparhlíð. Breytingin er lögð fram á tveimur uppdráttum, gögn eru unnin í samræmi við samþykktir 509. fundar skipulasnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Bergrúnargata 1-1a - deiliskipulag202010168
Borist hefur erindi frá Inga Birni Kárasyni, f.h. lóðarhafa Leirvogs ehf., dags. 12.10.2020, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bergrúnargötu 1-1a. Breytingin felur í sér að fjölga íbúðum parhúss úr tveimur í fjórar.
Skipulagsnefnd synjar erindi um ósk að deiliskipulagsbreytingu og fjölgun íbúða. Þegar hefur fjöldi íbúða á lóðinni verið tvöfaldaður frá upprunalegu deiliskipulagi.
4. Stórikriki 59-61, umsókn um byggingarleyfi.202006489
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi fyrir Stórakrika 59-61 ásamt erindi um skipulagsbreytingu, dags. 19.10.2020. Breytingin felur í sér óverulega tilfærslu á bílastæðum í götu í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags um tilfærslu bílastæða í götu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi á grunni skipulags þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Fulltrúar L og M lista sitja hjá.
5. Súluhöfði 45 - skipulagsskilmálar202010205
Borist hefur erindi frá Kristjáni Ásgeirssyni, f.h. lóðarhafa, dags. 14.10.2020, með ósk um breytingu á skipulagsskilmálum fyrir Súluhöfða 45.
Skipulagsnefnd synjar erindi umsækjanda þar sem mænisstefnur og hæðir suður langhliðar samræmast ekki skilmálum deiliskipulags.
6. Akurholt 21 - stækkun húss202010240
Borist hefur fyrirspurn frá Óskari Þór Óskarssyni, f.h. húseiganda, dags. 21.10.2020, þar sem lögð eru fram gögn um áætlun viðbyggingar að Akurholti 21.
Skipulagsnefnd heimilar að byggingaráformin verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
7. Leirutangi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202009193
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Ásgrími Hauk Helgasyni, fyrir stækkun á húsi við Leirutanga 10. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 413. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Skipulagsnefnd synjar erindi umsækjanda og heimild til útgáfu byggingarleyfis. Á grunni fyrirliggjandi gagna telur nefndin ekki kost á að grenndarkynna áætlun í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sökum nýtingarhlutfalls. Hlutfall fer yfir þau mörk, 0,3, er koma fram í skipulags- og byggingarskilmálum fyrir Leirutanga frá 19.05.1981, með frekari vísun í niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli nr. 14/2019. Hæð húss er þó í samræmi við téða skilmála. Fulltrúi M lista víkur af fundi undir þessum dagskrárlið.
8. Tilraunaborun innan L202915 við Selvatn202010239
Borist hefur erindi frá Hallgrími Ólafssyni, dags. 30.09.2020, með ósk um heimild til tilraunaborunar eftir vatni í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tilraunaborun eftir vatni í samræmi við deiliskipulag. Þörf er á skil á gögnum verði tilfærsla á áætlun. Ekki þarf að gefa út framkvæmdaleyfi þar sem borun telst ekki til meiri háttar framkvæmdar skv. reglugerð 772/2012. Umsækjandi er ábyrgur fyrir að afla tilskilinna leyfa vegna vatnsborunar á eigin landi.
9. Aðalskipulag Reykjavíkur - Endurskoðun um blandaða byggð til 2040202010203
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.10.2020, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við auglýst tillögudrög vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillögurnar fela m.a. í sér heildaruppfærslu á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdummálaflokkum. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040. Athugasemdafrestur er til 20.11.2020.
Frestað vegna tímskorts
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 413202010022F
Fundargerð lögð fram til kynningar
Fundargerð lögð fram til kynningar
10.1. Jónstótt 123665 v Göngubrú yfir Köldukvísl - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010044
Ríkiseignir Borgartúni 7a 105 Rvk. sækja um leyfi til endurbóta á göngubrú á lóð með landeignarnúmeri 215451 í samræmi við framlögð gögn.
10.2. Krókabyggð 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009234
Bjarni Róbert Blöndal Ólafsson sækir um leyfi til að byggja við raðhús sólstofu úr málmi og gleri á lóðinni Krókabyggð nr. 13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stækkun 6,8 m², 16,5 m³.
10.3. Laugaból 2 123693 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009406
Johann S D Christiansen Laugabóli 2 sækir um leyfi til niðurrifs og förgunar útihúss með matseiningarnúmeri 040101 á lóðinni Laugaból 2, landeignarnúmer 123693, í samræmi við framlögð gögn. Niðurrif 34,4 m².
10.4. Leirutangi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009193
Ásgrímur H Helgason Leirutanga 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að hækka rishæð húss á lóðinni Leirutangi nr. 10 og innrétta þar íbúðarrými í samræmi við framlögð gögn. Stærðir eftir breytingu: Íbúð 239,5 m², bílgeymsla 39,2 m², 699,852 m³.
10.5. Stórikriki 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202008633
Húsfélag Stórakrika 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Stórikriki nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.