25. júní 2020 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Örn Jónasson (ÖJ) varamaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leiksvæði í Mosfellsbæ - Framkvæmd202005062
Lögð fram kynning fyrirhugaðra framkvæmda á nýju leiksvæði í Helgafellshverfi neðan við Uglugötu 66. Framkvæmdin er hluti af 3.áfanga Helgafellshverfis og í samræmi við skipulag, en staðsetning leikvallar er innan hverfisverndar Varmár.
Umhverfisstjóri kynnti fyrirhugaðan leikvöll við Helgafellshverfi sem staðsettur verður á hverfisverndarsvæði Varmár neðan Uglugötu.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við umrædda framkvæmd innan hverfisverndar.2. Framkvæmdir innan hverfisverndar í Helgafellshverfi202006320
Borist hefur erindi frá umhverfissviði um fræmkvæmdir á yfirborðsfrágangi á opnu grænu svæði annars vegar og framkvæmdir á stígalýsingu hinsvegar sem er innan hverfisverndarmarka Varmár.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framkvæmd innan hverfisverndarsvæðis Varmár neðan Uglugötu.
3. Framkvæmdir við göngustíg milli Stekkjarflatar og Álafosskvosar202006343
Erindi vegna framkvæmda við göngustíg milli Stekkjarflatar og Álafosskvosar, innan hverfisverndar Varmár, þar sem göngustígur verður lagfærður og lýsingu komið upp, í samræmi tillögu sem kosin var inn í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við umrædda framkvæmd innan hverfisverndar Varmár.
4. Framkvæmdir við friðlýst svæði - Álanesskógur202006341
Erindi vegna framkvæmda við Álanesskóg innan friðlýsts svæðis við Álafoss og innan hverfisverndar Varmár, þar sem göngustígur verður lagfærður og aðgengi að skóginum bætt.
Umhverfisstjóri og garðyrkjustjóri kynntu tillögur að endurbótum á Álanesskógi og leiktækjum sem fyrirhugað er að ráðast í framkvæmdir við innan friðlands við Varmá.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við kynntar tillögur um endurbætur innan friðlandsins. Umhverfisnefnd er jákvæð gagnvart umræddum tillögum.5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021, tillögur að verkefnum202006386
Erindi frá Michele Rebora vegna vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2021
Erindi um fjárhagsáætlun rætt og minnir nefndin á verkefni í samræmi við samþykkta umhverfisstefnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.