Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. maí 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar

Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera breyt­ing á drög­um að dagskrá sem fylgdi fund­ar­boði og fella út dag­skrárlið nr. 1 - grasslátt­ur og hirða í Mos­fells­bæ 2020 (EES út­boð).


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. SSH - Greiðsl­ur til sam­göngusátt­mála.202005089

  Greiðslur til samgöngusáttmála - til kynningar.

  Lagt fram til kynn­ing­ar.

 • 2. Frum­varp til laga um heim­ild til að stofna op­in­bert hluta­fé­lag um sam­göngu­inn­viði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu - beiðni um um­sögn.202005127

  Frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguviða á höfuðborgarsvæðinu - beiðni um umsögn fyrir 22. maí.

  Lagt fram.

 • 3. Rekst­ur Skála­túns 2019 og að­koma sátta­semj­ara.201902055

  Aðkoma sáttasemjara að rekstri Skálatúns og viðbrögð Skálatúns við niðurstöðum úttekar.

  Bæj­ar­ráð upp­lýst um stöðu við­ræðna um rekst­ur Skála­túns. Bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs fal­ið að halda áfram við­ræð­um við máls­að­ila um lausn máls­ins.

  Gestir
  • Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • 4. Um­gengni á lóð Vöku hf. á Leir­vogstungu­mel­um.202002126

   Minnisblað umhverfisstjóra vegna umgengi á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelum.

   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um eft­ir­far­andi bók­un:

   Mos­fells­bær hef­ur ver­ið í sam­skipt­um við full­trúa Vöku vegna brota þeirra á um­gengni og nýt­ingu á landi í þeirra eigu á Leir­vogstungu­mel­um.

   Þrátt fyr­ir lof­orð frá Vöku um hreins­un á svæð­inu hef­ur ekki ver­ið brugð­ist við at­huga­semd­um Mos­fells­bæj­ar og er úr­bóta kraf­ist taf­ar­laust.

   Mál­ið hef­ur ver­ið unn­ið í sam­ráði og sam­starfi við Heil­brigðis­eft­ir­lit Kjós­ar­svæð­is, en án ár­ang­urs hing­að til.

   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar fer fram á að heil­brigðis­eft­ir­lit Kjósa­svæð­is bregð­ist hart við í mál­inu og beiti til­tæk­um heim­ild­um sem eft­ir­lit­ið hef­ur til þess að sjá til þess að fyr­ir­tæk­ið bregð­ist við at­huga­semd­um og hætti brot­um sín­um um um­gengi og óleyfi­lega nýt­ingu lands­ins taf­ar­laust.

   Bæj­ar­ráð skor­ar einn­ig á heil­brigð­is­nefnd Kjósa­svæð­is að fylgja mál­inu eft­ir af full­um þunga.

   • 5. Æf­ing­ar­svæði golf­vall­ar í Mos­fells­dal.201906038

    Æfingarsvæði golfvallar í Mosfellsdal og möguleg kaup Laufskála fasteignafélags á landi í eigu Mosfellsbæjar.

    Frestað sök­um tíma­skorts.

    • 6. Átaks­verk­efni - sum­arstörf náms­manna.202005080

     Átaksverkefni - sumarstörf námsmanna.

     Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir at­huga­semd­ir Mos­fells­bæj­ar til Vinnu­mála­stofn­un­ar um end­ur­skoð­un á úhlut­un starfa til náms­manna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

     Jafn­ræði um út­hlut­un milli sveit­ar­fé­laga var ekki gætt, þó svo að at­vinnu­leysi ungs fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé sam­bæri­legt og var störf­um út­hlutað með mis­mun­andi hætti og er um mikla mis­mun­un að ræða Mos­fells­bæ í óhag.

     Bæj­ar­ráð skor­ar á Vinnu­mála­stofn­un að úhlut­un starfa til Mos­fells­bæj­ar verði end­ur­skoð­uð þann­ig að jafn­ræði ríki milli náms­manna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu enda telst höf­uð­borg­ar­svæð­ið eitt at­vinnusvæði.

     • 7. Strætó - ný gjald­skrár­stefna.202005142

      Strætó - ný gjaldskrárstefna.

      Frestað sök­um tíma­skorts.

     • 8. Leik­svæði í Mos­fells­bæ - Fram­kvæmd.202005062

      Heimild til útboðs á framkvæmdum tveggja nýrra leiksvæða.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fram­kvæmd­ir á leik­svæði í Leir­vogstungu­hverfi og Helga­fells­hverfi verði boð­ið út sem ein heild til sam­ræm­is við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

      • 9. Súlu­höfði, sam­göngu­tíg­ar og jarð­vegs­man­ir-Gatna­gerð.201912121

       Lögð fyrir bæjarráð niðurstaða útboðs í stígagerð neðan Súluhöfða.

       Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að hafna öll­um til­boð­um í verk­ið. Sam­þykkt að verk­ið verði ein­faldað og boð­ið út að nýju.

       • 10. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um upp­bygg­ingu og rekst­ur frá­veitna - beiðni um um­sögn.202005135

        Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna - beiðni um umsögn fyrir 19. maí.

        Frestað sök­um tíma­skorts.

       • 11. Frum­varp til laga um út­lend­inga og at­vinnu­rétt­indi út­lend­inga - beiðni um um­sögn.202005183

        Frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga - beiðni um umsögn fyrir 29. maí

        Frestað sök­um tíma­skorts.

       • 12. Til­laga Við­reisn­ar - styrk­ir til skóla Mos­fells­bæj­ar til að kynna nem­end­um nátt­úru Ís­lands.202005227

        Viðreisn Mosfellsbæjar leggur til að settar verði 1,3 milljónir til skóla Mosfellsbæjar til þess að kynna nemendum náttúru Íslands.

        Frestað sök­um tíma­skorts.

       • 13. Til­laga frá Við­reisn - opn­un­ar­tími Lága­fells­laug­ar.202005229

        Tillaga frá Viðreisn um að opnunartími Lágafellslaugar verði lengdur þannig að opið verði til kl. 22 alla daga nema sunnudaga, til reynslu út ágúst.

        Frestað sök­um tíma­skorts.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00