20. maí 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera breyting á drögum að dagskrá sem fylgdi fundarboði og fella út dagskrárlið nr. 1 - grassláttur og hirða í Mosfellsbæ 2020 (EES útboð).
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. SSH - Greiðslur til samgöngusáttmála.202005089
Greiðslur til samgöngusáttmála - til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2. Frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um samgönguinnviði á höfuðborgarsvæðinu - beiðni um umsögn.202005127
Frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguviða á höfuðborgarsvæðinu - beiðni um umsögn fyrir 22. maí.
Lagt fram.
3. Rekstur Skálatúns 2019 og aðkoma sáttasemjara.201902055
Aðkoma sáttasemjara að rekstri Skálatúns og viðbrögð Skálatúns við niðurstöðum úttekar.
Bæjarráð upplýst um stöðu viðræðna um rekstur Skálatúns. Bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs falið að halda áfram viðræðum við málsaðila um lausn málsins.
Gestir
- Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
4. Umgengni á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelum.202002126
Minnisblað umhverfisstjóra vegna umgengi á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelum.
Samþykkt með þremur atkvæðum eftirfarandi bókun:
Mosfellsbær hefur verið í samskiptum við fulltrúa Vöku vegna brota þeirra á umgengni og nýtingu á landi í þeirra eigu á Leirvogstungumelum.
Þrátt fyrir loforð frá Vöku um hreinsun á svæðinu hefur ekki verið brugðist við athugasemdum Mosfellsbæjar og er úrbóta krafist tafarlaust.
Málið hefur verið unnið í samráði og samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, en án árangurs hingað til.Bæjarráð Mosfellsbæjar fer fram á að heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis bregðist hart við í málinu og beiti tiltækum heimildum sem eftirlitið hefur til þess að sjá til þess að fyrirtækið bregðist við athugasemdum og hætti brotum sínum um umgengi og óleyfilega nýtingu landsins tafarlaust.
Bæjarráð skorar einnig á heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis að fylgja málinu eftir af fullum þunga.5. Æfingarsvæði golfvallar í Mosfellsdal.201906038
Æfingarsvæði golfvallar í Mosfellsdal og möguleg kaup Laufskála fasteignafélags á landi í eigu Mosfellsbæjar.
Frestað sökum tímaskorts.
6. Átaksverkefni - sumarstörf námsmanna.202005080
Átaksverkefni - sumarstörf námsmanna.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir athugasemdir Mosfellsbæjar til Vinnumálastofnunar um endurskoðun á úhlutun starfa til námsmanna á höfuðborgarsvæðinu.
Jafnræði um úthlutun milli sveitarfélaga var ekki gætt, þó svo að atvinnuleysi ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu sé sambærilegt og var störfum úthlutað með mismunandi hætti og er um mikla mismunun að ræða Mosfellsbæ í óhag.
Bæjarráð skorar á Vinnumálastofnun að úhlutun starfa til Mosfellsbæjar verði endurskoðuð þannig að jafnræði ríki milli námsmanna á höfuðborgarsvæðinu enda telst höfuðborgarsvæðið eitt atvinnusvæði.
7. Strætó - ný gjaldskrárstefna.202005142
Strætó - ný gjaldskrárstefna.
Frestað sökum tímaskorts.
8. Leiksvæði í Mosfellsbæ - Framkvæmd.202005062
Heimild til útboðs á framkvæmdum tveggja nýrra leiksvæða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að framkvæmdir á leiksvæði í Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi verði boðið út sem ein heild til samræmis við fyrirliggjandi minnisblað.
9. Súluhöfði, samgöngutígar og jarðvegsmanir-Gatnagerð.201912121
Lögð fyrir bæjarráð niðurstaða útboðs í stígagerð neðan Súluhöfða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafna öllum tilboðum í verkið. Samþykkt að verkið verði einfaldað og boðið út að nýju.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna - beiðni um umsögn.202005135
Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna - beiðni um umsögn fyrir 19. maí.
Frestað sökum tímaskorts.
11. Frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga - beiðni um umsögn.202005183
Frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga - beiðni um umsögn fyrir 29. maí
Frestað sökum tímaskorts.
12. Tillaga Viðreisnar - styrkir til skóla Mosfellsbæjar til að kynna nemendum náttúru Íslands.202005227
Viðreisn Mosfellsbæjar leggur til að settar verði 1,3 milljónir til skóla Mosfellsbæjar til þess að kynna nemendum náttúru Íslands.
Frestað sökum tímaskorts.
13. Tillaga frá Viðreisn - opnunartími Lágafellslaugar.202005229
Tillaga frá Viðreisn um að opnunartími Lágafellslaugar verði lengdur þannig að opið verði til kl. 22 alla daga nema sunnudaga, til reynslu út ágúst.
Frestað sökum tímaskorts.