12. ágúst 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Í upphafi fundar var gerð breyting á dagskrá fundar og dagskrármál nr. 2 á útsendri dagskrá, framkvæmdir 2021, var fellt út af dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ákvarðanir um fjarfundi sem fela í sér tímabundin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga og leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna202003310
Til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og fastanefnda og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs COVID 19 er lagt til að samþykkt verði ný heimild til að halda fundi sveitarstjórna og fastanefnda með fjarfundabúnaði til 1. október 2021 í samræmi við heimild í auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 894/2021, sbr. tillögu í meðfylgjandi minnisblaði.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrðum ákvæða 3. og 4. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga, 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna nr. 22/2013 og 5. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013. Staðfesting fundargerða skal fara fram með rafrænni undirritun þegar um fjarfundi er að ræða. Samþykkt þessi gildir til 1. október 2021.
2. Kæra til ÚUA vegna höfnunar byggingarfulltrúa á að beita úrræðum skv. 1. mgr. 56 .gr. laga um mannvirki - mál nr. 130/2021202108209
Lögð er fram til kynningar kæra vegna höfnunar byggingarfulltrúans í Mosfellsbæ á að beita úrræðum skv. 1. mgr. 56. gr. laga um mannvirki, mál nr. 130/2021.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar í málinu.
3. Kæra til ÚUA vegna framkvæmda við leikvöll202108207
Lögð er fram til kynningar kæra íbúa við Merkjateig 4 vegna framkvæmda við leikvöll við Stórateig, mál nr. 131/2021.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar í málinu.
Fundargerðir til kynningar
4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 442202107024F
Fundargerð 442. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1498. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Álafoss 125136 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107286
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri göngubrú við Stekkjarflöt L125136 í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 442. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1498. fundi bæjarráðs.
4.2. Bergrúnargata 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105355
Planki ehf. Snæfríðargötu 8 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Bergrúnargata nr. 1 og 1a, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir Bergrúnargata 1: Íbúð 149,1 m², 32,7 m², 519,0 m³.
Stærðir Bergrúnargata 1a: Íbúð 149,1 m², 32,7 m², 519,0 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 442. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1498. fundi bæjarráðs.
4.3. Engjavegur 6 / Umsókn um byggingarleyfi 201906398
Hildur Dís Jónsdóttir Scheving Engjavegi 6 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Engjavegur nr. 6, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 63,0 m², bílgeymsla 63,0 m², 409,5 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 442. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1498. fundi bæjarráðs.
4.4. Engjavegur 11A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103714
Kristján Þór Jónsson Efstalandi 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Engjavegur nr. 11a, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 442. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1498. fundi bæjarráðs.
4.5. Kvíslartunga 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105298
Kristinn R Guðmundsson Gautavík 6 Reykjavík um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Kvíslartunga nr. 5 og 5a, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir Kvíslartunga 5 : Íbúð 186,6 m², bílgeymsla 50,8 m², 583,28 m³.
Stærðir Kvíslartunga 5a: Íbúð 186,6 m², bílgeymsla 50,8 m², 583,28 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 442. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1498. fundi bæjarráðs.
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 443202108004F
Fundargerð 443. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1498. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Brúarfljót 3, Umsókn um byggingarleyfi 202103580
Berg Verktakar ehf. Höfðabakka 9 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr límtré atvinnuhúsnæði í tveimur byggingum með samtals með 31 eignarhluta á lóðinni Brúarfljót nr. 3 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir mhl 01: 1.299,9 m², 6.369,15 m³.
Stærðir mhl 02: 1.081,2 m², 5.278,16 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 443. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1498. fundi bæjarráðs.
5.2. Skálahlíð 13, Umsókn um byggingarleyfi 202012186
Skálatúnsheimilið Mosfellsbæ sækir um leyfi til breytinga á innra skipulagi 1. og 2. hæðar íbúðarhúss við Skálatún nr. 13 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 443. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1498. fundi bæjarráðs.
6. Fundargerð 342. fundar Strætó bs202108023
Fundargerð 341. fundar Strætó bs lögð fram til kynningar.
Fundargerð 341. fundar Strætó bs lögð fram til kynningar á 1498. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.