Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. ágúst 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Í upp­hafi fund­ar var gerð breyt­ing á dagskrá fund­ar og dag­skrár­mál nr. 2 á út­sendri dagskrá, fram­kvæmd­ir 2021, var fellt út af dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ákvarð­an­ir um fjar­fundi sem fela í sér tíma­bund­in frá­vik frá ákvæð­um sveit­ar­stjórn­ar­laga og leið­bein­inga inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um notk­un fjar­fund­ar­bún­að­ar á fund­um sveit­ar­stjórna202003310

    Til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og fastanefnda og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs COVID 19 er lagt til að samþykkt verði ný heimild til að halda fundi sveitarstjórna og fastanefnda með fjarfundabúnaði til 1. október 2021 í samræmi við heimild í auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 894/2021, sbr. tillögu í meðfylgjandi minnisblaði.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ilt verði að halda fundi bæj­ar­stjórn­ar og ann­arra fasta­nefnda sveit­ar­fé­lags­ins með fjar­fund­ar­bún­aði og víkja þann­ig frá skil­yrð­um ákvæða 3. og 4. mgr. 17. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga, 10. og 11. gr. aug­lýs­ing­ar um leið­bein­ing­ar um rit­un fund­ar­gerða sveit­ar­stjórna nr. 22/2013 og 5. gr. aug­lýs­ing­ar um leið­bein­ing­ar um notk­un fjar­fund­ar­bún­að­ar á fund­um sveit­ar­stjórna, nr. 1140/2013. Stað­fest­ing fund­ar­gerða skal fara fram með ra­f­rænni und­ir­rit­un þeg­ar um fjar­fundi er að ræða. Sam­þykkt þessi gild­ir til 1. októ­ber 2021.

  • 2. Kæra til ÚUA vegna höfn­un­ar bygg­ing­ar­full­trúa á að beita úr­ræð­um skv. 1. mgr. 56 .gr. laga um mann­virki - mál nr. 130/2021202108209

    Lögð er fram til kynningar kæra vegna höfnunar byggingarfulltrúans í Mosfellsbæ á að beita úrræðum skv. 1. mgr. 56. gr. laga um mannvirki, mál nr. 130/2021.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að gæta hags­muna Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

    • 3. Kæra til ÚUA vegna fram­kvæmda við leik­völl202108207

      Lögð er fram til kynningar kæra íbúa við Merkjateig 4 vegna framkvæmda við leikvöll við Stórateig, mál nr. 131/2021.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að gæta hags­muna Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

      Fundargerðir til kynningar

      • 4. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 442202107024F

        Fund­ar­gerð 442. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1498. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 4.1. Ála­foss 125136 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202107286

          Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri göngu­brú við Stekkj­ar­flöt L125136 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 442. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1498. fundi bæj­ar­ráðs.

        • 4.2. Bergrún­argata 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105355

          Planki ehf. Snæfríð­ar­götu 8 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Bergrún­argata nr. 1 og 1a, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir Bergrún­argata 1: Íbúð 149,1 m², 32,7 m², 519,0 m³.
          Stærð­ir Bergrún­argata 1a: Íbúð 149,1 m², 32,7 m², 519,0 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 442. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1498. fundi bæj­ar­ráðs.

        • 4.3. Engja­veg­ur 6 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201906398

          Hild­ur Dís Jóns­dótt­ir Scheving Engja­vegi 6 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri bíl­geymslu og auka íbúð á lóð­inni Engja­veg­ur nr. 6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir: Íbúð 63,0 m², bíl­geymsla 63,0 m², 409,5 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 442. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1498. fundi bæj­ar­ráðs.

        • 4.4. Engja­veg­ur 11A - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103714

          Kristján Þór Jóns­son Efstalandi 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Engja­veg­ur nr. 11a, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 442. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1498. fundi bæj­ar­ráðs.

        • 4.5. Kvísl­artunga 5 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105298

          Krist­inn R Guð­munds­son Gautavík 6 Reykja­vík um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um tveggja hæða par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Kvísl­artunga nr. 5 og 5a, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir Kvísl­artunga 5 : Íbúð 186,6 m², bíl­geymsla 50,8 m², 583,28 m³.
          Stærð­ir Kvísl­artunga 5a: Íbúð 186,6 m², bíl­geymsla 50,8 m², 583,28 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 442. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1498. fundi bæj­ar­ráðs.

        • 5. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 443202108004F

          Fund­ar­gerð 443. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1498. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 5.1. Brú­arfljót 3, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202103580

            Berg Verk­tak­ar ehf. Höfða­bakka 9 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr lím­tré at­vinnu­hús­næði í tveim­ur bygg­ing­um með sam­tals með 31 eign­ar­hluta á lóð­inni Brú­arfljót nr. 3 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir mhl 01: 1.299,9 m², 6.369,15 m³.
            Stærð­ir mhl 02: 1.081,2 m², 5.278,16 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 443. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1498. fundi bæj­ar­ráðs.

          • 5.2. Skála­hlíð 13, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202012186

            Skála­túns­heim­il­ið Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til breyt­inga á innra skipu­lagi 1. og 2. hæð­ar íbúð­ar­húss við Skála­tún nr. 13 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 443. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1498. fundi bæj­ar­ráðs.

          • 6. Fund­ar­gerð 342. fund­ar Strætó bs202108023

            Fundargerð 341. fundar Strætó bs lögð fram til kynningar.

            Fund­ar­gerð 341. fund­ar Strætó bs lögð fram til kynn­ing­ar á 1498. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:10