13. ágúst 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka á dagskrá fundargerð 19. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar sem verði mál nr. 9. Samþykkt með þremur atkvæðum að taka á dagskrá nýtt mál heimild til fjarfunda sem verði mál nr 4.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsleg áhrif Covid-19 á rekstur 2020202003482
Minnisblað um áætlun skatttekna á fyrri helming árs 2020.
Minnisblað um áætlun skatttekna á fyrri helming árs 2020 lagt fram
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
2. Litlikriki 37, sótt um fastanúmer á aukaíbúð.202003225
Húseigendafélagið óskar fyrir hönd eiganda Litlakrika 37 að ákvörðun skipulagsnefndar, þar sem hafnað var beiðni um fastanúmer á aukaíbúð hússins, verði endurupptekin.
SÓJ, ÁS og BBr viku sæti við afgreiðslu málsins.
Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.
3. Andmæli við auglýsingu vegna verkfallsheimildar202003008
Lagt til að starf byggingarfulltrúa verði fellt út af skrá yfir störf sem ekki njóta verkfallsheimildar vegna athugasemda FÍN.
Samþykkt með þremur atkvæðum að starf byggingarfulltrúa verði fellt út af skrá yfir störf sem ekki njóta verkfallsheimildar vegna athugasemda FÍN og lögmanni Mosfellsbæjar falið að birta nýja auglýsingu.
4. Ákvarðanir um fjarfundi sem fela í sér tímabundin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga og leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna202003310
Bæjarstjórn samþykkti á 757. fundi, sem endurnýjuð var á 761. fundi, að heimilt væri að halda fundi bæjarstjórnar og fastanefnda með rafrænum hætti til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og auðvelda ákvörðunar töku vegna heimsfaraldurs COVID 19. Gilti sú heimild til 18. júlí 2020. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur birt auglýsingu nr. 780/2020, þar sem heimild til fjarfunda er framlengd til 10. nóvember 2020. Lagt er til að bæjarráð samþykki tillögu um heimild til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga.
Bæjarráð Mosfellsbæjar gerir eftirfarandi samþykkt með vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitastjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020 og 1., 2. og 5. tölul. auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, dags. 11. ágúst 2020.
Bæjarráð samþykkir að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrði 3. mgr. 17. gr. sveitastjórnarlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins.
Notkun fjarfundarbúnaðar skal að jafnaði vera í samræmi við ákvæði í leiðbeiningum um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013, þó þannig að meirihluti nefndarmanna þarf ekki að vera á boðuðum fundarstað.
Þá skal staðfesting fundargerða, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með tölvupósti eða rafrænni undirritun og undirritaðar með hefðbundnum hætti þegar nefndir koma að nýju saman samkvæmt hefðbundnu fundarformi.
Samþykkt þessi gildir til 10. nóvember 2020 eða þar til önnur ákvörðun verður tekin.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 295. fundur202007017F
Afgreiðsla 295. fundar fjölskyldunefndar samþykkt með þremur atkvæðum á 1453. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Covid-19 stöðuskýrsla fjölskyldusviðs 202004005
Samantekt vegna áhrifa COVID-19 janúar - júní 2020 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 295. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1453. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
5.2. Ársskýrsla fjölskyldusviðs 2019 201909284
Ársskýrsla fjölskyldusviðs 2019 lögð fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 295. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1453. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
5.3. Lykiltölur fjölskyldusviðs 202006316
Lykiltölur fjölskyldusviðs janúar - júní 2020 lagðar fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 295. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1453. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
5.4. Rekstur Skálatúns 2019 og aðkoma sáttasemjara 201902055
Máli vísað til kynningar í fjölskyldunefnd af 1448. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 295. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1453. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
5.5. Ungt fólk 2020 202005117
Niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2020 lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 295. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1453. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
6. Fundargerð 430. fundar Sorpu Bs.202008062
Fundargerð nr. 430 vegna stjórnarfundar SORPU bs. þann 9. júlí 2020.
Fundargerð 430. fundar SORPU bs lögð fram til kynningar á 1453. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
7. Fundargerð 431. fundar Sorpu bs202008069
Fundargerð nr. 431 vegna stjórnarfundar SORPU bs. þann 31. júlí 2020.
Fundargerð 431. fundar SORPU bs lögð fram til kynningar á 1453. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
8. Fundargerð 325. fundar Strætó bs202008063
Fundargerð stjórnar Strætó nr. 325 ásamt fundargögnum
Fundargerð 325. fundar Strætó lögð fram til kynningar á 1453. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
Fundargerð
9. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 19202008004F
SÓJ vék sæti við umfjöllun um lið 9.3.
Fundargerð 19. fundar menningar-og nýsköpunarnefnd samþykkt með þremur atkvæðum á 1453. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Listasalur Mosfellsbæjar - sýningar 2021 202008129
Tillögur að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 lagðar fram. Steinunn Lilja Emilsdóttir umsjónarmaður Listasalar kemur á fundinn undir þessum lið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 19. fundar menningar-og nýskökunarnefndar samþykkt á 1453. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
9.2. Í túninu heima 2020 202008130
Farið yfir stöðu mála varðandi bæjarhátíðina Í túninu heima 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 19. fundar menningar-og nýskökunarnefndar samþykkt á 1453. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
9.3. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2020 202005185
Tilnefning bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2020
Fyrir fundinum liggur að velja bæjarlistamann 2020. Tillögur sem borist hafa frá íbúum lagðar fram.
Fyrri umferð á kjöri bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2020 fer fram.Niðurstaða þessa fundar:
SÓJ vék sæti við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Afgreiðsla 19. fundar menningar-og nýskökunarnefndar samþykkt á 1453. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.