20. nóvember 2020 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulag202003016
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir Helgadalsveg 60. Um er að ræða skipulag fyrir íbúðarhús, gróðurhús og áhaldageymslu á landbúnaðarlandi.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Sunnukriki 3 - ósk um viðbyggingu202010344
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni arkitekt, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 3, dags. 17.11.2020, með ósk um aukið byggingarmagn vegna anddyris í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags, um aukna fermetra byggingar eins og gögn sýna, í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Lóðarhafi skal greiða gjöld í samræmi við aukna nýtingu.
3. Reykjadalur 2 - niðurfelling lögbýlis202011205
Borist hefur erindi frá Finn Inga Hermannsyni, landeiganda L123745, dags. 17.11.2020, með ósk um umsögn vegna niðurfellingar lögbýlis á landinu.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir við ósk landeiganda um niðurfellingu lögbýlis.
4. Kæra vegna Kvíslartungu 5202008427
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 74/2020 vegna deiliskipulagsbreytingar að Kvíslartungu 5. Kröfum kæranda um ógildingu skipulagsins var hafnað.
Lagt fram og kynnt.
5. Lyklafellslína 1 og Ísallína 3 - Beiðni um umsögn202011155
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 12.11.2020, með ósk um umsögn um tillögu að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Athugasemdafrestur er til og með 02.12.2020.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir við áætlun Landsnets að meta kosti L (loftlínukost) og J (jarðstrengskost). Skipulagsnefnd bendir á að kostur L er í samræmi við gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar líkt og Búrfellslína 3b. Nefndin bendir á mikilvægi þess að huga að vatnsverndarsvæðum eins og fram kemur í tillögu, óhjákvæmilegt virðist þó að þvera vatnsverndina. Mosfellsbær gerir efnislega ekki athugasemdir við auglýsta tillögu að matsáætlun. Bæjarstjórn mun annast útgáfu framkvæmdaleyfis á seinni stigum í samræmi við 13.-15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
6. Landsskipulagsstefna 2015-2026 - Viðauki202011180
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 13.11.2020, með ósk um umsögnum tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Athugasemdafrestur er til og með 08.01.2021.
Lagt fram og kynnt. Umsögn og afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar til að fulltrúar Skipulagsnefndar fái rýmri tíma til þess að kynna sér viðauka Landsskipulagsstefnunnar.
Fundargerðir til staðfestingar
7. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 46202011018F
Fundargerð lög fram til kynningar.
Lagt fram
7.1. Bjartahlíð 25 - umsókn um stækkun lóðar 201805176
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 523. fundi nefndarinnar að deilskipulagsbreyting fyrir Björtuhlíð 25 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér stækkun lóðar til austurs að göngustíg. Tillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til íbúa og eða lóðarhafa að Björtuhlíð 15, 17, 19-21, 25 og Hamratanga 12. Athugasemdafrestur var frá 01.10.2020 til og með 02.11.2020.
Engar athugasemdir bárust.
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 416202011013F
Fundargerð lög fram til kynningar.
Lagt fram
8.1. Ástu-Sólliljugata 19-21, Umsókn um byggingarleyfi. 201806287
Framkvæmdir og ráðgjöf ehf sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Ásu-Sólliljugata nr. 19-21, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
8.2. Uglugata 9 og 9a, Umsókn um byggingarleyfi. 201911125
Sóltún ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Uglugata nr. 9-9a, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
8.3. Fossatunga 2-6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010395
Byggbræður ehf. Ólafsgeisla 97 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4 raðhús á lóðunum Fossatungu nr.2-6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Hús nr. 2, íbúð 112,0 m², bílgeymsla 23,0 m², 454,32 m³. Hús nr. 4, íbúð 111,0 m², 378,88 m³. Hús nr. 4a, íbúð 127,2 m², bílgeymsla 31,8 m², 554,38 m³. Hús nr. 6, íbúð 112,0 m², bílgeymsla 23,0 m², 454,32 m³.