Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. nóvember 2020 kl. 07:00,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Helga­dals­veg­ur 60 - deili­skipu­lag202003016

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir Helgadalsveg 60. Um er að ræða skipulag fyrir íbúðarhús, gróðurhús og áhaldageymslu á landbúnaðarlandi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 2. Sunnukriki 3 - ósk um við­bygg­ingu202010344

    Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni arkitekt, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 3, dags. 17.11.2020, með ósk um aukið byggingarmagn vegna anddyris í samræmi við gögn.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir óveru­leg frá­vik deili­skipu­lags, um aukna fer­metra bygg­ing­ar eins og gögn sýna, í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012. Lóð­ar­hafi skal greiða gjöld í sam­ræmi við aukna nýt­ingu.

  • 3. Reykja­dal­ur 2 - nið­ur­fell­ing lög­býl­is202011205

    Borist hefur erindi frá Finn Inga Hermannsyni, landeiganda L123745, dags. 17.11.2020, með ósk um umsögn vegna niðurfellingar lögbýlis á landinu.

    Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki at­huga­semd­ir við ósk land­eig­anda um nið­ur­fell­ingu lög­býl­is.

  • 4. Kæra vegna Kvísl­artungu 5202008427

    Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 74/2020 vegna deiliskipulagsbreytingar að Kvíslartungu 5. Kröfum kæranda um ógildingu skipulagsins var hafnað.

    Lagt fram og kynnt.

    • 5. Lykla­fells­lína 1 og Ísallína 3 - Beiðni um um­sögn202011155

      Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 12.11.2020, með ósk um umsögn um tillögu að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Athugasemdafrestur er til og með 02.12.2020.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki at­huga­semd­ir við áætlun Landsnets að meta kosti L (loftlínu­kost) og J (jarð­strengs­kost). Skipu­lags­nefnd bend­ir á að kost­ur L er í sam­ræmi við gild­andi að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar líkt og Búr­fells­lína 3b. Nefnd­in bend­ir á mik­il­vægi þess að huga að vatns­vernd­ar­svæð­um eins og fram kem­ur í til­lögu, óhjá­kvæmi­legt virð­ist þó að þvera vatns­vernd­ina. Mos­fells­bær ger­ir efn­is­lega ekki at­huga­semd­ir við aug­lýsta til­lögu að matsáætlun. Bæj­ar­stjórn mun ann­ast út­gáfu fram­kvæmda­leyf­is á seinni stig­um í sam­ræmi við 13.-15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og reglu­gerð­ar um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.

    • 6. Lands­skipu­lags­stefna 2015-2026 - Við­auki202011180

      Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 13.11.2020, með ósk um umsögnum tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Athugasemdafrestur er til og með 08.01.2021.

      Lagt fram og kynnt. Um­sögn og af­greiðslu máls­ins er frestað til næsta fund­ar til að full­trú­ar Skipu­lags­nefnd­ar fái rýmri tíma til þess að kynna sér við­auka Lands­skipu­lags­stefn­unn­ar.

    Fundargerðir til staðfestingar

    • 7. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 46202011018F

      Fundargerð lög fram til kynningar.

      Lagt fram

      • 7.1. Bjarta­hlíð 25 - um­sókn um stækk­un lóð­ar 201805176

        Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 523. fundi nefnd­ar­inn­ar að deil­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir Björtu­hlíð 25 yrði aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Breyt­ing­in fel­ur í sér stækk­un lóð­ar til aust­urs að göngustíg. Til­lag­an var kynnt með dreifi­bréfi grennd­arkynn­ing­ar í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga sem bor­ið var út til íbúa og eða lóð­ar­hafa að Björtu­hlíð 15, 17, 19-21, 25 og Hamra­tanga 12. At­huga­semda­frest­ur var frá 01.10.2020 til og með 02.11.2020.
        Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

      • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 416202011013F

        Fundargerð lög fram til kynningar.

        Lagt fram

        • 8.1. Ástu-Sólliljugata 19-21, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201806287

          Fram­kvæmd­ir og ráð­gjöf ehf sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Ásu-Sólliljugata nr. 19-21, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        • 8.2. Uglugata 9 og 9a, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201911125

          Sóltún ehf. sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Uglugata nr. 9-9a, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        • 8.3. Fossa­tunga 2-6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202010395

          Bygg­bræð­ur ehf. Ól­afs­geisla 97 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu 4 rað­hús á lóð­un­um Fossa­tungu nr.2-6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Hús nr. 2, íbúð 112,0 m², bíl­geymsla 23,0 m², 454,32 m³. Hús nr. 4, íbúð 111,0 m², 378,88 m³. Hús nr. 4a, íbúð 127,2 m², bíl­geymsla 31,8 m², 554,38 m³. Hús nr. 6, íbúð 112,0 m², bíl­geymsla 23,0 m², 454,32 m³.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:08