17. september 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sunnukriki 7.202009137
Sunnukriki 7 - ósk um úthlutun lóðar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara m.a. til að fá frekari upplýsingar um fyrirætlanir varðandi nýtingu lóðarinnar og ásýnd. Bæjarráð taki málið aftur til umfjöllunar að þeim upplýsingum fengnum.
2. Beiðni um breytingu á notkunarflokki fasteignar.202003185
Beiðni um breytingu á notkunarflokki lóðar og fasteignar að Lerkibyggð 10. Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu. Samþykkt með þremur atkvæðum að veita byggingarfulltrúa heimild til að ljúka málinu með þeim fyrirvara að málshefjandi skili inn byggingarleyfisumsókn, ásamt aðaluppdráttum, sem uppfylli byggingarreglugerð um íbúðarhæfi fasteigna.
3. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulag.202003016
Deiliskipulagsgerð við Helgadalsvegur 60. Samningur um kostnað við innviði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning um uppbyggingu Helgadalsvegar 60 og jafnframt að heimila að hönnun deiliskipulags Helgadalsvegar 60 verði framhaldið.
4. Fyrirspurn varðandi framsal á landi og eignarrétt tengt Laxnesi 1 og Lækjarnesi.202009127
Fyrirspurn Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista varðandi framsal á landi tengt Laxnesi 1 og Lækjarnesi.
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar bæjarfulltrúa M-lista lagt fram. Lögmanni Mosfellsbæjar falið að veita umsögn um málið.
Gestir
- Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi M-lista
5. Kynning á samningi um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.202009208
Samningur um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu lagður fram til kynningar.
Samningur Strætó bs. við Hópbíla ehf. um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu lagður fram til kynningar.