29. október 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðstöðuleyfi fyrir rafrennur og rafhjól í Mosfellsbæ.202008897
Umbeðin umsögn um erindi OSS rafrennur ehf. lögð fyrir bæjarráð.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi OSS rafrenna um útleigu rafhlaupahjóla og rafmagnshjóla í Mosfellsbæ en verkefnið fellur vel að öllum megináherslum í umhverfisstefnu Mosfellsbæjar. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ræða við fyrirtækið um gerð samkomulags. Bæjarráð telur ekki unnt að verða við umsókn um að veita fyrirtækinu fjárhagslegan styrk.
2. Ljósleiðari í Mosfellsdal202009338
Erindi Víghóls varðandi lagningu ljósleiðara í Mosfellsdal. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanns.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara erindinu á grundvelli niðurstöðu minnisblaðsins.
3. Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá.202001263
Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingskjá. Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá lögð fram. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa að ljúka við gerð stefnu og verklagsreglna um að reisa og starfrækja auglýsingaskjái í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi umsögn sem lögð verði fyrir bæjarráð til samþykktar.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
4. Ósk Mosverja um að nýta auglýsingapláss á símstöðinni við Varmá.202010271
Beiðni skátafélagsins Mosverja um að nýta áfram auglýsingapláss á gömlu símstöðinni við Varmá.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um erindið.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
5. Matsbeiðni vegna Laxatungu 109-115202010269
Beiðni um dómkvaðningu matsmanna til að skoða og meta meinta ágalla á hönnun, byggingu og frágangi Laxatungu 109-115.
Framkomin matsbeiðni lögð fram. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
6. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2020.202010298
Ágóðahlutagreiðsla Mosfellsbæjar úr Sameignarsjóði EBÍ fyrir árið 2020.
Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu EBÍ 2020 lögð fram til kynningar.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis - beiðni um umsögn.202010243
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis - beiðni um umsögn 3. nóvember.
Lagt fram.
8. Frumvarp til laga um fjarskipti - beiðni um umsögn.202010312
Frumvarp til laga um fjarskipti - beiðni um umsögn fyrir 5. nóvember.
Lagt fram.
9. Frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris) - beiðni um umsögn.202010289
Frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris) - beiðni um umsögn fyrir 11. nóvember.
Lagt fram.
10. Frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu - beiðni um umsögn.202010295
Frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu - beiðni um umsögn fyrir 11. nóvember.
Lagt fram.
11. Þingsályktun um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál - beiðni um umsögn.202010274
Þingsályktun um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál - beiðni um umsögn fyrir 3. nóvember.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að gefa umsögn um málið.