Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. febrúar 2020 kl. 07:38,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) vara áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson Lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Samn­ing­ar vegna tvö­föld­un­ar Vest­ur­lands­veg­ar 2019-2020201910241

  Frestað frá síðasta fundi. Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina

  Eft­ir­far­andi bók­un sam­þykkt með 3 at­kvæð­um: Mos­fells­bær get­ur ekki und­ir nokkr­um kring­um­stæð­um sam­þykkt að hljóð­kort VSÓ sé grund­völl­ur kostn­að­ar­skipt­ing­ar við hljóð­varn­ir við tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar enda bygg­ir það á þeim röngu for­send­um að bæði Borg­ar­lína í Mos­fells­bæ og Sunda­braut verði komin í gagn­ið árið 2030 auk þess sem hljóð­varn­ir væru þá ekki full­nægj­andi frá því að verk­inu lyki og til þess tíma.

  Mos­fells­bær minn­ir á að tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar er á bæði nú­gild­andi sam­göngu­áætlun sem og á þeirri sem nú er til um­ræðu á Al­þingi. Til við­bót­ar þá er þetta verk fyrsti lið­ur í ný­und­ir­rit­uðu sam­komu­lagi rík­is og sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um skipu­lag og fjár­mögn­un upp­bygg­ing­ar á sam­göngu­inn­við­um. Mos­fells­bær krefst þess að stað­ið verði við sam­göngu­áætlun og ný­und­ir­rit­að­an sam­göngusátt­mála.

  Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ná sam­komu­lagi við Vega­gerð­ina um af­mörk­un ágrein­ings til þess að unnt verði að hefja fram­kvæmd­ir óháð hon­um.

  • 2. Fjöl­miðla­verk­efni - Hvað get­um við gert?201912336

   Frestað frá síðasta fundi. Fjölmiðlaverkefni - Hvað getum við gert?

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs í tengsl­um við inn­kaup kennslu­efn­is.

  • 3. Beiðni um leyfi til að reisa og starf­rækja aug­lýs­inga­skjá202001263

   Frestað frá síðasta fundi. Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að rita um­sögn um er­ind­ið.

  • 4. Upp­setn­ing á LED aug­lýs­inga­skilti við Vest­ur­landsveg, við hringtorg sem stað­sett er á gatna­mót­um við Skar­hóla­braut­ar.202002020

   Erindi frá Ungmennafélaginu Aftureldingu vegna uppsetningar á Auglýsingaskilti við Vesturlandsveg, við hringtorg sem staðsett er á gatnamótum Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar. Félagið hefur unnið að málinu undanfarnar vikur og fengið heimild frá landeigenda og hagsmunaðila til að setja upp skilti á þessum stað með tveimur LED auglýsingaskjám sem vísa eftir akstursstefnum Vesturlandsvegar.

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að rita um­sögn um er­ind­ið.

  • 5. Frum­varp frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um mál­efni inn­flytj­enda - beiðni um um­sögn202001386

   Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. febrúar n.k. á netfangið nefndasvid@althingi.is

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að rita um­sögn um frum­varp­ið.

  • 6. Frum­varp um breyt­ingu á lög­um um Kristni­sjóð - beiðni um um­sögn202001418

   Frumvarp um breytingu á lögum um Kristnisjóð - beiðni um umsögn fyrir 20. febrúar

   Beiðni um um­sögn um frum­varp um breyt­ingu á lög­um um Kristni­sjóð lögð fram og rædd.

  • 7. Þings­álykt­un um heim­ild sveit­ar­fé­laga til að inn­heimta um­hverf­is­gjöld - beiðni um um­sögn202001416

   Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld - beiðni um umsögn fyrir 13. febrúar

   Beiðni um um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um heim­ild sveit­ar­fé­laga til að inn­heimta um­hverf­is­gjöld lögð fram og rædd.

  • 8. Lyng­hólsveita201912237

   Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um Lynghólsveitu lögð fyrir bæjarráð.

   Bæj­ar­ráð fel­ur fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að standa að gerð vilja­yf­ir­lýs­ing­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

  • 9. Minna-Mos­fell 2 - nýtt rekstr­ar­leyfi veit­ing­ar fl. II201911065

   Leiðrétt umsókn - Sýslumaður óskar flýtimeðferðar

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd­ir við um­sókn um nýtt rekstr­ar­leyfi veit­ing­ar fl. II.

  • 10. Tíma­bund­ið tæki­færis­leyfi - Fmos202002012

   Tímabundið tækifærisleyfi 13. febrúar vegan árshátíðar Famos

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd­ir við um­sókn um tíma­bund­ið tæk­is­færis­leyfi 13. fe­brú­ar 2020.

   • 11. Vatnstank­ur í Úlfars­fells­hlíð­um201611188

    Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmdir við 3.áfanga framkvæmda við vatnstank í Úlfarsfellshlíðum. Í þriðja áfanga er nýr vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum steyptur upp og honum skilað fullbúnum með tilheyrandi tæknikerfum og lóðarfrágangi.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að bjóða út fram­kvæmd­ir við 3.áfanga fram­kvæmda við vatnst­ank í Úlfars­fells­hlíð­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:46