6. febrúar 2020 kl. 07:38,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson Lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samningar vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar 2019-2020201910241
Frestað frá síðasta fundi. Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina
Eftirfarandi bókun samþykkt með 3 atkvæðum: Mosfellsbær getur ekki undir nokkrum kringumstæðum samþykkt að hljóðkort VSÓ sé grundvöllur kostnaðarskiptingar við hljóðvarnir við tvöföldun Vesturlandsvegar enda byggir það á þeim röngu forsendum að bæði Borgarlína í Mosfellsbæ og Sundabraut verði komin í gagnið árið 2030 auk þess sem hljóðvarnir væru þá ekki fullnægjandi frá því að verkinu lyki og til þess tíma.
Mosfellsbær minnir á að tvöföldun Vesturlandsvegar er á bæði núgildandi samgönguáætlun sem og á þeirri sem nú er til umræðu á Alþingi. Til viðbótar þá er þetta verk fyrsti liður í nýundirrituðu samkomulagi ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum. Mosfellsbær krefst þess að staðið verði við samgönguáætlun og nýundirritaðan samgöngusáttmála.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að ná samkomulagi við Vegagerðina um afmörkun ágreinings til þess að unnt verði að hefja framkvæmdir óháð honum.
2. Fjölmiðlaverkefni - Hvað getum við gert?201912336
Frestað frá síðasta fundi. Fjölmiðlaverkefni - Hvað getum við gert?
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra fræðslusviðs í tengslum við innkaup kennsluefnis.
3. Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá202001263
Frestað frá síðasta fundi. Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að rita umsögn um erindið.
4. Uppsetning á LED auglýsingaskilti við Vesturlandsveg, við hringtorg sem staðsett er á gatnamótum við Skarhólabrautar.202002020
Erindi frá Ungmennafélaginu Aftureldingu vegna uppsetningar á Auglýsingaskilti við Vesturlandsveg, við hringtorg sem staðsett er á gatnamótum Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar. Félagið hefur unnið að málinu undanfarnar vikur og fengið heimild frá landeigenda og hagsmunaðila til að setja upp skilti á þessum stað með tveimur LED auglýsingaskjám sem vísa eftir akstursstefnum Vesturlandsvegar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að rita umsögn um erindið.
5. Frumvarp frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda - beiðni um umsögn202001386
Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. febrúar n.k. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að rita umsögn um frumvarpið.
6. Frumvarp um breytingu á lögum um Kristnisjóð - beiðni um umsögn202001418
Frumvarp um breytingu á lögum um Kristnisjóð - beiðni um umsögn fyrir 20. febrúar
Beiðni um umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um Kristnisjóð lögð fram og rædd.
7. Þingsályktun um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld - beiðni um umsögn202001416
Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld - beiðni um umsögn fyrir 13. febrúar
Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld lögð fram og rædd.
8. Lynghólsveita201912237
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um Lynghólsveitu lögð fyrir bæjarráð.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að standa að gerð viljayfirlýsingar í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
9. Minna-Mosfell 2 - nýtt rekstrarleyfi veitingar fl. II201911065
Leiðrétt umsókn - Sýslumaður óskar flýtimeðferðar
Samþykkt með 3 atkvæðum að gera ekki athugasemdir við umsókn um nýtt rekstrarleyfi veitingar fl. II.
10. Tímabundið tækifærisleyfi - Fmos202002012
Tímabundið tækifærisleyfi 13. febrúar vegan árshátíðar Famos
Samþykkt með 3 atkvæðum að gera ekki athugasemdir við umsókn um tímabundið tækisfærisleyfi 13. febrúar 2020.
11. Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum201611188
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmdir við 3.áfanga framkvæmda við vatnstank í Úlfarsfellshlíðum. Í þriðja áfanga er nýr vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum steyptur upp og honum skilað fullbúnum með tilheyrandi tæknikerfum og lóðarfrágangi.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að bjóða út framkvæmdir við 3.áfanga framkvæmda við vatnstank í Úlfarsfellshlíðum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.