Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. janúar 2020 kl. 07:35,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skýrsla innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borg­ar202001379

    Kynning innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar á skýrslu sinni.

    Full­trú­ar innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borg­ar kynntu skýrslu innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borg­ar og svör­uðu spurn­ing­um bæj­ar­ráðs um efni henn­ar.

    Bók­un C- lista:
    Skýrsla Innri end­ur­skoð­un­ar Reykja­vík­ur leið­ir í ljós ágalla á stjórn­un Sorpu. Tek­ið er und­ir með henni að lög um skip­an op­in­berra fram­kvæmda eigi ætíð að vera höfð til hlið­sjón­ar við stór­ar fram­kvæmd­ir á veg­um byggða­sam­lags í eigu sveit­ar­fé­laga.

    Þrátt fyr­ir að skip­að­ir væru rýni­hóp­ur Sorpu, stýri­hóp­ur eig­anda og rýni­hóp­ur fjár­mála­stjóra gáf­ust all­ir þess­ir hóp­ar upp á eft­ir­lits­hlut­verk­inu sem þeir áttu að sinna fyr­ir stjórn­end­ur Sorpu, stjórn og eig­enda­vett­vang sem skip­að­ur er borg­ar­stjóra og bæj­ar­stjór­um.

    Sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þurfa að bregð­ast við þess­ari skýrslu með nýj­um og bætt­um vinnu­brögð­um fyr­ir­tækja í þeirra eigu sem byggja á gagn­sæi og tryggja al­manna­hags­muni íbú­anna.

    Bæj­ar­full­trúi Við­reisn­ar kall­ar eft­ir því að hafin verði vinna við end­ur­skoð­un á stjórn­un byggð­ar­sam­laga inn­an SSH sem miði að því að gera hana skil­virk­ari og fag­legri.

    Bók­un D- og V- lista:
    Það var und­ir for­ustu stjórn­ar Sorpu að út­tekt var gerð á fram­kvæmd­um við gas- og jarð­gerð­ar­stöð og starf­semi fé­lags­ins þeg­ar í ljós kom veru­leg framúr­keyrsla við bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar­inn­ar í júní 2018. Stjórn Sorpu fékk Innri end­ur­skoð­un Reykja­vík­ur­borg­ar til þess að gera út­tekt á verk­inu og fé­lag­inu sem hef­ur leitt í ljós að upp­lýs­inga­gjöf til stjórn­ar var veru­lega ábóta­vant.

    Stjórn Sorpu fékk reglu­lega fram­vindu­skýrsl­ur sem áttu að sýna heild­ar­stöðu verks­ins þ.m.t. kostn­að sem til er fall­inn á hverj­um tíma. Skýrsl­urn­ar gáfu hins veg­ar ekki rétta mynd af heild­ar­kostn­aði verks­ins og eins og seg­ir í skýrslu Innri end­ur­skoð­un­ar: Að mati Innri end­ur­skoð­un­ar verð­ur al­var­leg­ur mis­brest­ur í upp­lýs­inga­gjöf fram­kvæmda­stjóra til stjórn­ar þeg­ar Mann­vit legg­ur fram nýja áætlun að­eins mán­uði eft­ir að fimm ára áætlun SORPU 2019- 2023 er sam­þykkt af stjórn í októ­ber 2018 sem er 500 m.kr. hærri en stjórn hafði ráð­gert. Stjórn var aldrei upp­lýst um hina nýju áætlun né kom hún til um­fjöll­un­ar á vett­vangi henn­ar.

    Við telj­um að að stjórn Sorpu hafi brugð­ist rétt við þeirri stöðu sem upp kom varð­andi fram­kvæmd­ir við gas- og jarð­gerð­ar­stöð og þann skort á upp­lýs­ing­um sem stjórn­in stóð frammi fyr­ir frá stjórn­end­um fé­lags­ins og lýs­um við full­um stuðn­ingi við stjórn­ina í þessu máli.

    Gestir
    • Birkir Jón Jónsson formaður stjórnar Sorpu
    • Líf Magneudóttir varaformaður stjórnar Sorpu
    • Anna Margrét Jóhannesdóttir, staðgengill innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
    • Jenný Stefanía Jensdóttir, verkefnastjóri
    • Sigrún Jóhannesdóttir, lögfræðingur
    • Þórunn Þórðardóttir, verkefnastjóri
    • 2. Beiðni um leyfi til að reisa og starf­rækja aug­lýs­inga­skjá202001263

      Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá á gatnamótum Skarhólabrautar og Vesturlandsvegar, nánar tiltekið sunnan við Vesturlandsveg, öðru hvoru megin við Skarhólabrautina.

      Frestað sök­um tíma­skorts

    • 3. Fjöl­miðla­verk­efni - Hvað get­um við gert?201912336

      Fjölmiðlaverkefni - Hvað getum við gert?

      Frestað sök­um tíma­skorts

    • 4. Hús­næð­isáætlan­ir sveit­ar­fé­laga202001358

      Hvatning frá HMS um þætti til að horfa til í uppfærslum sínum á húsnæðisáætlunum.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

    • 5. Samn­ing­ar vegna tvö­föld­un­ar Vest­ur­lands­veg­ar 2019-2020201910241

      Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina

      Frestað sök­um tíma­skorts.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00