30. janúar 2020 kl. 07:35,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skýrsla innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar202001379
Kynning innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar á skýrslu sinni.
Fulltrúar innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar kynntu skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og svöruðu spurningum bæjarráðs um efni hennar.
Bókun C- lista:
Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur leiðir í ljós ágalla á stjórnun Sorpu. Tekið er undir með henni að lög um skipan opinberra framkvæmda eigi ætíð að vera höfð til hliðsjónar við stórar framkvæmdir á vegum byggðasamlags í eigu sveitarfélaga.Þrátt fyrir að skipaðir væru rýnihópur Sorpu, stýrihópur eiganda og rýnihópur fjármálastjóra gáfust allir þessir hópar upp á eftirlitshlutverkinu sem þeir áttu að sinna fyrir stjórnendur Sorpu, stjórn og eigendavettvang sem skipaður er borgarstjóra og bæjarstjórum.
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að bregðast við þessari skýrslu með nýjum og bættum vinnubrögðum fyrirtækja í þeirra eigu sem byggja á gagnsæi og tryggja almannahagsmuni íbúanna.
Bæjarfulltrúi Viðreisnar kallar eftir því að hafin verði vinna við endurskoðun á stjórnun byggðarsamlaga innan SSH sem miði að því að gera hana skilvirkari og faglegri.
Bókun D- og V- lista:
Það var undir forustu stjórnar Sorpu að úttekt var gerð á framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöð og starfsemi félagsins þegar í ljós kom veruleg framúrkeyrsla við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í júní 2018. Stjórn Sorpu fékk Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til þess að gera úttekt á verkinu og félaginu sem hefur leitt í ljós að upplýsingagjöf til stjórnar var verulega ábótavant.Stjórn Sorpu fékk reglulega framvinduskýrslur sem áttu að sýna heildarstöðu verksins þ.m.t. kostnað sem til er fallinn á hverjum tíma. Skýrslurnar gáfu hins vegar ekki rétta mynd af heildarkostnaði verksins og eins og segir í skýrslu Innri endurskoðunar: Að mati Innri endurskoðunar verður alvarlegur misbrestur í upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar þegar Mannvit leggur fram nýja áætlun aðeins mánuði eftir að fimm ára áætlun SORPU 2019- 2023 er samþykkt af stjórn í október 2018 sem er 500 m.kr. hærri en stjórn hafði ráðgert. Stjórn var aldrei upplýst um hina nýju áætlun né kom hún til umfjöllunar á vettvangi hennar.
Við teljum að að stjórn Sorpu hafi brugðist rétt við þeirri stöðu sem upp kom varðandi framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð og þann skort á upplýsingum sem stjórnin stóð frammi fyrir frá stjórnendum félagsins og lýsum við fullum stuðningi við stjórnina í þessu máli.
Gestir
- Birkir Jón Jónsson formaður stjórnar Sorpu
- Líf Magneudóttir varaformaður stjórnar Sorpu
- Anna Margrét Jóhannesdóttir, staðgengill innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
- Jenný Stefanía Jensdóttir, verkefnastjóri
- Sigrún Jóhannesdóttir, lögfræðingur
- Þórunn Þórðardóttir, verkefnastjóri
2. Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá202001263
Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá á gatnamótum Skarhólabrautar og Vesturlandsvegar, nánar tiltekið sunnan við Vesturlandsveg, öðru hvoru megin við Skarhólabrautina.
Frestað sökum tímaskorts
3. Fjölmiðlaverkefni - Hvað getum við gert?201912336
Fjölmiðlaverkefni - Hvað getum við gert?
Frestað sökum tímaskorts
4. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga202001358
Hvatning frá HMS um þætti til að horfa til í uppfærslum sínum á húsnæðisáætlunum.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
5. Samningar vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar 2019-2020201910241
Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina
Frestað sökum tímaskorts.