Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. mars 2020 kl. 07:33,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Við­bragðs­áætlun vegna heims­far­ald­urs veiru­sýk­inga202003022

    Uppfærsla viðbragðsáætlunar m.t.t. Covid-19. Framhaldsmál úr máli 200906109- viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins mætir á fundinn og kynnir stöðu mála.

    Upp­færsla við­bragðs­áætl­un­ar m.t.t. Covid-19 kynnt. Jón Við­ar Matth­íasson, slökkvi­liðs­stjóri og fram­kvæmda­stjóri al­manna­varna höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins mætti á fund­inn. Stað­an rædd.

    Gestir
    • Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins
  • 2. Boð­að­ar vinnu­stöðv­an­ir 2020202002254

    Frestað frá síðasta fundi. Yfirferð yfir boðaðar vinnustöðvanir.

    Far­ið yfir boð­að­ar vinnu­stöðv­an­ir og vænt áhrif þeirra.

  • 3. Ósk um stöðu­leyfi tjalds fyr­ir hjóla­leigu og nám­skeið202002173

    Frestað frá síðasta fundi. Ósk um stöðuleyfi samkomutjalds fyrir hjólaleigu og hjólanámskeið.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

    • 4. Al­mennt eft­ir­lit með fjár­mál­um og fjár­mála­stjórn sveit­ar­fé­laga202002201

      Frestað frá síðasta fundi. Almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fjár­mála­stjóra.

      • 5. Eign­ar­vatn úr bor­holu við Helga­dal202002122

        Frestað frá síðasta fundi. Erindi frá veitum þar sem óskað er eftir samþykki Mosfellsbæjar á kaupum Veitna á eignavantni í Helgadal.

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

      • 6. Fé­lags­hest­hús Varmár­bökk­um202002165

        Frestað frá síðasta fundi. Félagshesthús Varmárbökkum - ósk kum aðkomu bæjaryfirvalda.

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs.

        • 7. Beiðni um leyfi til að reisa og starf­rækja aug­lýs­inga­skjá202001263

          Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdasjtóra umhverfissviðs um erindi Sökkólfs.

          Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skoð­un­ar og um­sagn­ar hjá for­stöðu­manni þjón­ustu og sam­skipta­deild sem leiti m.a. eft­ir af­stöðu Vega­gerð­ar­inn­ar, kanni hver stefna ná­granna­sveit­ar­fé­lag­anna sé í sam­bæri­leg­um mál­um og kanni hvort nauð­syn­legt sé að Mos­fells­bær móti sér al­menna stefnu í mál­um sem þess­um og þá til hvers þurfi að taka af­stöðu í slíkri stefnu.

          • 8. Upp­setn­ing á LED aug­lýs­inga­skilti við Vest­ur­landsveg, við hringtorg sem stað­sett er á gatna­mót­um við Skar­hóla­braut­ar.202002020

            Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

            Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skoð­un­ar og um­sagn­ar hjá for­stöðu­manni þjón­ustu og sam­skipta­deild sem leiti m.a. eft­ir af­stöðu Vega­gerð­ar­inn­ar, kanni hver stefna ná­granna­sveit­ar­fé­lag­anna sé í sam­bæri­leg­um mál­um og kanni hvort nauð­syn­legt sé að Mos­fells­bær móti sér al­menna stefnu í mál­um sem þess­um og þá til hvers þurfi að taka af­stöðu í slíkri stefnu.

            • 9. Frum­varp frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um mál­efni inn­flytj­enda - beiðni um um­sögn202001386

              Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

              Lagt fram.

              • 10. Þak yfir sal 1-2, Íþróttamið­stöð Varmá, nið­ur­staða út­boðs - Ný­fram­kvæmd202001167

                Lagt er til að umhverfissviði Mosfellsbæjar verði gefin heimild til að ganga til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, HK verktaka ehf og til þess að undirrita samning á grundvelli tilboðs hans að því gefnu að öllum skilyrðum og gæðakröfum útboðsgagna sé uppfyllt.

                Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­end­ur HK og EN­ORMA og und­ir­rita samn­inga á grund­velli til­boðs þeirra, að því gefnu að öll­um skil­yrð­um og gæða­kröf­um út­boðs­gagna séu upp­fyllt.

              • 11. Helga­fells­skóli, fram­vindu­skýrsla 17 lögð fram til kynn­ing­ar.201503558

                Helgafellsskóli, framvinduskýrsla 17 lögð fram til kynningar. Um er að ræða lokaskýrslu 1.áfanga og leikskóla(4.áfangi).

                Frestað sök­um tíma­skorts.

              • 12. Frum­varp til laga um heil­brigð­is­þjón­ustu og mál­efni aldr­aðra - beiðni um um­sögn202002282

                Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra - beiðni um umsögn fyrir 10. mars

                Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

              • 13. Barn­væn sveit­ar­fé­lög - til­boð um þátt­töku í verk­efn­inu202002284

                Barnvæn sveitarfélög - tilboð um þátttöku í verkefninu.

                Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs í tengsl­um við fyrri ákvörð­un bæj­ar­stjórn­ar um inn­leið­ingu Barna­sátt­mála sam­ein­uðu þjóð­anna.

              • 14. Sam­eig­in­leg vatns­vernd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202002266

                Sameiginleg vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu

                Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um fyr­ir sitt leyti kostn­að­ar­áætlun vegna rann­sókna í Bláfjöll­um. Kostn­að­ar­þátttaka Mos­fells­bæj­ar verði í réttu hlut­falli við höfða­tölu.

              • 15. Til­laga til þings­álykt­un­ar um stöðu barna tíu árum eft­ir hrun- beiðni um um­sögn202002283

                Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun- beiðni um umsögn fyrir 17. apríl.

                Frestað sök­um tíma­skorts.

              • 16. Þings­álykt­un um um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar202002323

                Þingsályktun um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - beiðni um umsögn fyrir 19. mars.

                Frestað sök­um tíma­skorts.

              • 17. Íþróttamið­stöð að Æð­ar­höfða 36, Ný­fram­kvæmd­ir Golf­skála202003001

                Uppbygging íþróttamiðstöðvar að Æðarhöfða og tillaga að viðauka við Fjárhagsáætlun 2020.

                Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 2 at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka 1 við fjár­hags­áætlun 2020 vegna ný­fram­kvæmda við golf­skála sem felst í því að fjár­fest­ing­ar eigna­sjóðs hækka um kr. 35.000.000 sem fjár­magn­að er með lækk­un hand­bærs fjár. Full­trúi C- lista sit­ur hjá.

              • 18. Helga­dals­veg­ur 2-10, gatna­gerð201912116

                Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmdir við veitur sem tengjast nýju deiliskipulagi við Helgadalsveg 2-10 og samkomulagi við landeigendur. Lagt er til að verkið verði boðið út í heild samkvæmt meðfylgjandi áætlun, að gengið verði frá veitutengingum vegna deiliskipulags við Helgadalsveg 2-10, að málinu verði vísað til skipulagsnefndar til útgáfu framkvæmdaleyfis og bæjarstjórnar því til staðfestingar.

                Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að heim­ila að boðn­ar verði út fram­kvæmd­ir við veit­ur sem tengjast nýju deili­skipu­lagi við Helga­dals­veg 2-10 sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi áætlun, að geng­ið verði frá veitu­teng­ing­um vegna deili­skipu­lags við Helga­dals­veg 2-10 og að mál­inu verði vísað til skipu­lags­nefnd­ar til út­gáfu fram­kvæmda­leyf­is og bæj­ar­stjórn­ar því til stað­fest­ing­ar.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 9:54