5. mars 2020 kl. 07:33,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs veirusýkinga202003022
Uppfærsla viðbragðsáætlunar m.t.t. Covid-19. Framhaldsmál úr máli 200906109- viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins mætir á fundinn og kynnir stöðu mála.
Uppfærsla viðbragðsáætlunar m.t.t. Covid-19 kynnt. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins mætti á fundinn. Staðan rædd.
Gestir
- Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins
2. Boðaðar vinnustöðvanir 2020202002254
Frestað frá síðasta fundi. Yfirferð yfir boðaðar vinnustöðvanir.
Farið yfir boðaðar vinnustöðvanir og vænt áhrif þeirra.
3. Ósk um stöðuleyfi tjalds fyrir hjólaleigu og námskeið202002173
Frestað frá síðasta fundi. Ósk um stöðuleyfi samkomutjalds fyrir hjólaleigu og hjólanámskeið.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
4. Almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga202002201
Frestað frá síðasta fundi. Almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjármálastjóra.
5. Eignarvatn úr borholu við Helgadal202002122
Frestað frá síðasta fundi. Erindi frá veitum þar sem óskað er eftir samþykki Mosfellsbæjar á kaupum Veitna á eignavantni í Helgadal.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
6. Félagshesthús Varmárbökkum202002165
Frestað frá síðasta fundi. Félagshesthús Varmárbökkum - ósk kum aðkomu bæjaryfirvalda.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
7. Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá202001263
Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdasjtóra umhverfissviðs um erindi Sökkólfs.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til skoðunar og umsagnar hjá forstöðumanni þjónustu og samskiptadeild sem leiti m.a. eftir afstöðu Vegagerðarinnar, kanni hver stefna nágrannasveitarfélaganna sé í sambærilegum málum og kanni hvort nauðsynlegt sé að Mosfellsbær móti sér almenna stefnu í málum sem þessum og þá til hvers þurfi að taka afstöðu í slíkri stefnu.
8. Uppsetning á LED auglýsingaskilti við Vesturlandsveg, við hringtorg sem staðsett er á gatnamótum við Skarhólabrautar.202002020
Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til skoðunar og umsagnar hjá forstöðumanni þjónustu og samskiptadeild sem leiti m.a. eftir afstöðu Vegagerðarinnar, kanni hver stefna nágrannasveitarfélaganna sé í sambærilegum málum og kanni hvort nauðsynlegt sé að Mosfellsbær móti sér almenna stefnu í málum sem þessum og þá til hvers þurfi að taka afstöðu í slíkri stefnu.
9. Frumvarp frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda - beiðni um umsögn202001386
Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Lagt fram.
10. Þak yfir sal 1-2, Íþróttamiðstöð Varmá, niðurstaða útboðs - Nýframkvæmd202001167
Lagt er til að umhverfissviði Mosfellsbæjar verði gefin heimild til að ganga til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, HK verktaka ehf og til þess að undirrita samning á grundvelli tilboðs hans að því gefnu að öllum skilyrðum og gæðakröfum útboðsgagna sé uppfyllt.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ganga til samninga við lægstbjóðendur HK og ENORMA og undirrita samninga á grundvelli tilboðs þeirra, að því gefnu að öllum skilyrðum og gæðakröfum útboðsgagna séu uppfyllt.
11. Helgafellsskóli, framvinduskýrsla 17 lögð fram til kynningar.201503558
Helgafellsskóli, framvinduskýrsla 17 lögð fram til kynningar. Um er að ræða lokaskýrslu 1.áfanga og leikskóla(4.áfangi).
Frestað sökum tímaskorts.
12. Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra - beiðni um umsögn202002282
Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra - beiðni um umsögn fyrir 10. mars
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
13. Barnvæn sveitarfélög - tilboð um þátttöku í verkefninu202002284
Barnvæn sveitarfélög - tilboð um þátttöku í verkefninu.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs í tengslum við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar um innleiðingu Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.
14. Sameiginleg vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu202002266
Sameiginleg vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með 3 atkvæðum fyrir sitt leyti kostnaðaráætlun vegna rannsókna í Bláfjöllum. Kostnaðarþátttaka Mosfellsbæjar verði í réttu hlutfalli við höfðatölu.
- FylgiskjalFundargerð samráðshóps um vatnsvernd 2. des. 2019.pdfFylgiskjalFW: Sameiginleg vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu /málsnr. 1505001.pdfFylgiskjalSSH_Blafjoll_kostnadaraaetlun.pdfFylgiskjalMannvit_Kostnadaraaetlun_borh_Blafjallasvaedi.pdfFylgiskjalVatnaskil_SSH_samningur.pdfFylgiskjalMB-19.16_Blafjoll_nyjar_rannsoknarholur.pdfFylgiskjalRennslislikan_Samkomulag_02_12_2019.pdf
15. Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun- beiðni um umsögn202002283
Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun- beiðni um umsögn fyrir 17. apríl.
Frestað sökum tímaskorts.
16. Þingsályktun um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar202002323
Þingsályktun um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - beiðni um umsögn fyrir 19. mars.
Frestað sökum tímaskorts.
17. Íþróttamiðstöð að Æðarhöfða 36, Nýframkvæmdir Golfskála202003001
Uppbygging íþróttamiðstöðvar að Æðarhöfða og tillaga að viðauka við Fjárhagsáætlun 2020.
Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrirliggjandi viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2020 vegna nýframkvæmda við golfskála sem felst í því að fjárfestingar eignasjóðs hækka um kr. 35.000.000 sem fjármagnað er með lækkun handbærs fjár. Fulltrúi C- lista situr hjá.
18. Helgadalsvegur 2-10, gatnagerð201912116
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmdir við veitur sem tengjast nýju deiliskipulagi við Helgadalsveg 2-10 og samkomulagi við landeigendur. Lagt er til að verkið verði boðið út í heild samkvæmt meðfylgjandi áætlun, að gengið verði frá veitutengingum vegna deiliskipulags við Helgadalsveg 2-10, að málinu verði vísað til skipulagsnefndar til útgáfu framkvæmdaleyfis og bæjarstjórnar því til staðfestingar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila að boðnar verði út framkvæmdir við veitur sem tengjast nýju deiliskipulagi við Helgadalsveg 2-10 samkvæmt fyrirliggjandi áætlun, að gengið verði frá veitutengingum vegna deiliskipulags við Helgadalsveg 2-10 og að málinu verði vísað til skipulagsnefndar til útgáfu framkvæmdaleyfis og bæjarstjórnar því til staðfestingar.