2. apríl 2020 kl. 07:45,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested Lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða - beiðni um umsögn202003345
Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða - beiðni um umsögn fyrir 20. apríl
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að rita umsögn um frumvarpið.
2. Gróðurstöðvar Skeggjastöðum202003407
Fyrirspurn Grænna skóga ehf um gróðurstöðvar Skeggjastöðum.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við erindisritara og skila bæjarráði tillögum um afgreiðslu erindisins að þeim loknum.
3. Ósk um breytingar og frágang á lóðamörkum Ástu-Sólliljugötu 17 og 19-212019081098
Árétting á óskir húseiganda varðandi lóðirnar að Ástu-Sóliljugötu 17 og 19-21
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu umhverfissviðs.
4. Nöfn íþróttamannvirkja að Varmá201906417
Erindi Aftureldingar varðandi heiti á Varmárvelli.
Bæjarráð samþykkir fyrirhugaða nafngift fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum
Bókun V-lista
Áheyrnarfulltrúi VG í bæjarráði telur það ekki góða þróun að styrktarsamningur milli UMFA og einkafyrirtækis leiði til nafnabreytingar á íþróttamannvirki sem er alfarið í eigu Mosfellsbæjar.5. Samningar vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar 2019-2020201910241
Bæjarstjóri víkur af fundi undir rekstri málsins.Samningur við Vegagerðina auk minnisblaðs um gerðar breytingar.
Afgreiðslu málsins frestað. Sé ástæða til verður boðað til aukafundar til afgreiðslu þess.
6. Skil á ársreikningum sveitarfélaga202003439
Ársreikningar- Heimild til tímabundinna frávika frá skilyrðum ákvæða sveitarstjórnarlaga.
Lagt fram.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
7. Fjárhagsleg áhrif Covid-19 á rekstur 2020202003482
Yfirferð fjármálastjóra yfir fjárhagsleg áhrif Covid-19 á rekstur 2020
Fjármálastjóri fer yfir fjárhagsleg áhrif Covid-19 á rekstur 2020 og svarar spurninum.
Gestir
- Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi L- lista
- Sveinn Óskar Sveinsson, bæjarfulltrúi M- lista
- Pétur J. Lockton, Fjármálastjóri
8. Mat á áhrifum af tímabundinni lækkun skatta og gjalda vegna COVID-19202003481
Erindi bæjarfulltrúa M-lista: Mat á áhrifum af tímabundinni lækkun skatta og gjalda vegna COVID-19.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa þessari tillögu til þeirra vinnu við fjárhagslegar sviðsmyndir sem þegar er í í gangi hjá fjármáladeild og bæjarstjóra, sbr. 7. fundarlið þessa fundar.