Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. apríl 2020 kl. 16:42,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
  • Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested Lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Fundargerð

  • 1. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1437202003038F

    Fund­ar­gerð 1437. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 759. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1438202004004F

      Fund­ar­gerð 1438. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 759. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 2.1. Samn­ing­ar vegna tvö­föld­un­ar Vest­ur­lands­veg­ar 2019-2020 201910241

        Samn­ing­ur við Vega­gerð­ina (breyt­ing­ar á kostn­að­ar­skipt­ingu) og upp­færð kostn­að­arsáætlun.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Har­ald­ur Sverris­son vék sæti und­ir þess­um dag­skrárlið.

        Bók­un bæj­ar­stjórn­ar
        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar fagn­ar því að samn­ing­ar um tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar séu í höfn og að fram­kvæmd­ir muni hefjast von bráð­ar.

        Af­greiðsla 1438. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 759. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um.

      • 2.2. Íþrótta­hreyf­ing­in og Covid19 202004054

        Íþrótta­hreyf­ing­in og Covid19

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1438. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 759. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 4. Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd - 16202003040F

        Fund­ar­gerð 16. fund­ar menn­ing­ar-og ný­sköp­un­ar­nefnd lögð fram til af­greiðslu á 759. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 4.1. Fjár­fram­lög til lista- og menn­ing­ar­starf­semi 2020 202003498

          Um­sókn­ir um styrki til úr lista- og mennn­ing­ar­sjóði Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2020 tekn­ar til um­fjöll­un­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 16. fund­ar menn­ing­ar-og ný­sköp­un­ar­nefnd sam­þykkt á 759. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        Fundargerðir til staðfestingar

        • 3. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 236202003039F

          Fund­ar­gerð 236. fund­ar íþrótta-og tóm­stund­ar­nefnd lögð fram til af­greiðslu á 759. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 3.1. Um­sókn­ir um styrk til efni­legra ung­menna sum­ar­ið 2020 202003460

            Styrk­ir til efni­legra ung­menna sum­ar­ið 2020. Alls bár­ust um­sókn­ir frá 12 ung­menn­um. Með­fylgj­andi eru um­sókn­ir og fylgiskjöl.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Har­ald­ur Sverris­son vék sæti und­ir þess­um dag­skrárlið.

            Til­laga M-lista
            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að þeir sem hlutu hálf­an styrk, sbr. fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað frá íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar, fái full­an styrk. Þeir sem sóttu um styrk en ekki eru til­greind­ir á minn­is­blaði nefnd­ar­inn­ar skulu hljóta full­an styrk. Skal gerð­ur við­auki við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar vegna þessa ef þurfa þyk­ir.

            Til­laga M-lista var felld með sjö at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi M-lista kaus með til­lög­unni.

            Bók­un M-lista
            Full­trúi Mið­flokks­ins lagði fram eft­ir­far­andi til­lögu sem ekki var sam­þykkt: „Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að þeir sem hlutu hálf­an styrk, sbr. fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað frá íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar, fái full­an styrk. Þeir sem sóttu um styrk en ekki eru til­greind­ir á minn­is­blaði nefnd­ar­inn­ar skulu hljóta full­an styrk. Skal gerð­ur við­auki við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar vegna þessa ef þurfa þyk­ir“. Í ljósi for­dæma­lausra að­stæðna vegna COVID-19 og til­svar­andi sam­komu­banns hef­ur ungt af­reks­fólk ekki getað æft eins og ver­ið hef­ur. Það sem íþrótta- og tóm­stunda­nefnd ákvarð­aði mun hafa stað­ið eft­ir sem áður þó svo að til­lag­an hafi ver­ið sam­þykkt. Hér var að­eins kallað eft­ir því að bæta við fjár­mun­um til að styrkja fleiri en nú­gild­andi regl­ur segja til um. Bæj­ar­stjórn er heim­ilt að breyta frá regl­um þeg­ar um for­dæma­laus­ar að­stæð­ur er að ræða enda æðsta vald í mál­efn­um Mos­fells­bæj­ar.

            Bók­un C, S og L-lista
            Bæj­ar­full­trú­ar Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Vina Mos­fells­bæj­ar geta ekki sam­þykkt til­lögu bæj­ar­full­trúa Mið­flokks­ins um veit­ingu íþrótta­styrkja til allra er sækja um eins og hún ligg­ur fyr­ir. Ef breyta á út­hlut­un á íþrótta­styrkj­um í Mos­fells­bæ ætti að gera það þann­ig að jafn­ræð­is sé gætt og íþrótta­fólk í Mos­fells­bæ geti sótt um styrki með breyttu fyr­ir­komu­lagi. Gegn­sæi og jafn­ræði á að vera í öll­um styrkja­út­hlut­un­um í Mos­fells­bæ. Tek­ið er und­ir það sjón­ar­mið að áríð­andi er að styrkja ungt fólk sum­ar­ið 2020 þar sem lík­legt er að at­vinnu­leysi ungs fólks verði veru­legt.

            Bók­un D og V-lista
            Regl­ur um styrki til efni­legs ungs fólks voru end­ur­skoð­að­ar í mars 2019. Þar geta ung­menni á aldr­in­um 16-20 ára sótt um að upp­fyllt­um þeim skil­yrð­um sem sett eru fram í regl­un­um. Þar kem­ur fram að ár­lega veit­ir íþrótta- og tóm­stunda­nefnd styrki til 3-5 ein­stak­linga, breyti­legt milli ára þar sem kostn­að­ur fer eft­ir aldri styrk­þega og hvort er um hlut­falls­greiðsl­ur að ræða. Að þessu sinni fengu 6 styrk, 3 full­an styrk og 3 hálf­an styrk.

            Á hverju ári berast um­sókn­ir frá hæfi­leika­ríku ungu fólki, mis­marg­ar eft­ir árum. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd vel­ur á hverju ári efni­leg­ustu ung­menn­in úr hópi um­sækj­anda. Ef all­ir um­sækj­end­ur fengju styrk væru for­send­ur fyr­ir styrkj­um sem þess­um ekki leng­ur til stað­ar.

            Vert er að taka fram að Mos­fells­bær mæt­ir þeim ung­ling­um sem eru á aldr­in­um 13-15 ára (8.-10.b.) og taka þátt í til dæm­is í lands­liðs­verk­efn­um eða verk­efn­um fyr­ir fé­lög/fé­laga­sam­tök. Ef þau eru skráð í vinnu í Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar geta þau sótt form­legt um leyfi á laun­um þann tíma sem að verk­efn­ið var­ir en skil­yrði er að þau skili lág­marks vinnu­fram­lagi.

            Á þeim for­dæm­a­fáu tím­um sem nú eru og hvað varð­ar at­vinnu­mögu­leika ungs fólks (16-25 ára) þá er mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lag­ið horfi í heild sinni á at­vinnu­mögu­leika ungs fólks sum­ar­ið 2020. Það er mark­mið­ið að ung­menn­um á aldr­in­um 16-20 ára (með lög­heim­ili Mos­fells­bæ) verði tryggð sum­ar­vinna hafi þau ekki aðra at­vinnu­mögu­leika sum­ar­ið 2020 eins og kem­ur fram í að­gerðaráætlun vegna covid-19 sem bæj­ar­stjórn sam­þykkti á síð­asta fundi sín­um. Slík sum­ar­átaks­störf kæmu á móts við þau ung­menni sem ekki hlutu styrk eða hluta­styrk að þessu sinni


            Af­greiðsla 236. fund­ar íþrótta-og tóm­stund­ar­nefnd sam­þykkt á 759. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        Fundargerðir til kynningar

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:23