15. apríl 2020 kl. 16:42,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
- Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested Lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1437202003038F
Fundargerð 1437. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 759. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða - beiðni um umsögn 202003345
Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða - beiðni um umsögn fyrir 20. apríl
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1437. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Gróðurstöðvar Skeggjastöðum 202003407
Fyrirspurn Grænna skóga ehf um gróðurstöðvar Skeggjastöðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1437. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Ósk um breytingar og frágang á lóðamörkum Ástu-Sólliljugötu 17 og 19-21 2019081098
Árétting á óskir húseiganda varðandi lóðirnar að Ástu-Sóliljugötu 17 og 19-21
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1437. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Nöfn íþróttamannvirkja að Varmá 201906417
Erindi Aftureldingar varðandi heiti á Varmárvelli.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1437. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Samningar vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar 2019-2020 201910241
Samningur við Vegagerðina auk minnisblaðs um gerðar breytingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1437. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Skil á ársreikningum sveitarfélaga 202003439
Ársreikningar- Heimild til tímabundinna frávika frá skilyrðum ákvæða sveitarstjórnarlaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1437. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Fjárhagsleg áhrif Covid-19 á rekstur 2020 202003482
Yfirferð fjármálastjóra yfir fjárhagsleg áhrif Covid-19 á rekstur 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1437. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. Mat á áhrifum af tímabundinni lækkun skatta og gjalda vegna COVID-19 202003481
Erindi bæjarfulltrúa M-lista: Mat á áhrifum af tímabundinni lækkun skatta og gjalda vegna COVID-19.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1437. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1438202004004F
Fundargerð 1438. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 759. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Samningar vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar 2019-2020 201910241
Samningur við Vegagerðina (breytingar á kostnaðarskiptingu) og uppfærð kostnaðarsáætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Haraldur Sverrisson vék sæti undir þessum dagskrárlið.
Bókun bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar fagnar því að samningar um tvöföldun Vesturlandsvegar séu í höfn og að framkvæmdir muni hefjast von bráðar.Afgreiðsla 1438. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
2.2. Íþróttahreyfingin og Covid19 202004054
Íþróttahreyfingin og Covid19
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1438. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 16202003040F
Fundargerð 16. fundar menningar-og nýsköpunarnefnd lögð fram til afgreiðslu á 759. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2020 202003498
Umsóknir um styrki til úr lista- og mennningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 teknar til umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 16. fundar menningar-og nýsköpunarnefnd samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
3. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 236202003039F
Fundargerð 236. fundar íþrótta-og tómstundarnefnd lögð fram til afgreiðslu á 759. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna sumarið 2020 202003460
Styrkir til efnilegra ungmenna sumarið 2020. Alls bárust umsóknir frá 12 ungmennum. Meðfylgjandi eru umsóknir og fylgiskjöl.
Niðurstaða þessa fundar:
Haraldur Sverrisson vék sæti undir þessum dagskrárlið.
Tillaga M-lista
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að þeir sem hlutu hálfan styrk, sbr. fyrirliggjandi minnisblað frá íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar, fái fullan styrk. Þeir sem sóttu um styrk en ekki eru tilgreindir á minnisblaði nefndarinnar skulu hljóta fullan styrk. Skal gerður viðauki við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar vegna þessa ef þurfa þykir.Tillaga M-lista var felld með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista kaus með tillögunni.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi tillögu sem ekki var samþykkt: „Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að þeir sem hlutu hálfan styrk, sbr. fyrirliggjandi minnisblað frá íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar, fái fullan styrk. Þeir sem sóttu um styrk en ekki eru tilgreindir á minnisblaði nefndarinnar skulu hljóta fullan styrk. Skal gerður viðauki við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar vegna þessa ef þurfa þykir“. Í ljósi fordæmalausra aðstæðna vegna COVID-19 og tilsvarandi samkomubanns hefur ungt afreksfólk ekki getað æft eins og verið hefur. Það sem íþrótta- og tómstundanefnd ákvarðaði mun hafa staðið eftir sem áður þó svo að tillagan hafi verið samþykkt. Hér var aðeins kallað eftir því að bæta við fjármunum til að styrkja fleiri en núgildandi reglur segja til um. Bæjarstjórn er heimilt að breyta frá reglum þegar um fordæmalausar aðstæður er að ræða enda æðsta vald í málefnum Mosfellsbæjar.Bókun C, S og L-lista
Bæjarfulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Vina Mosfellsbæjar geta ekki samþykkt tillögu bæjarfulltrúa Miðflokksins um veitingu íþróttastyrkja til allra er sækja um eins og hún liggur fyrir. Ef breyta á úthlutun á íþróttastyrkjum í Mosfellsbæ ætti að gera það þannig að jafnræðis sé gætt og íþróttafólk í Mosfellsbæ geti sótt um styrki með breyttu fyrirkomulagi. Gegnsæi og jafnræði á að vera í öllum styrkjaúthlutunum í Mosfellsbæ. Tekið er undir það sjónarmið að áríðandi er að styrkja ungt fólk sumarið 2020 þar sem líklegt er að atvinnuleysi ungs fólks verði verulegt.
Bókun D og V-lista
Reglur um styrki til efnilegs ungs fólks voru endurskoðaðar í mars 2019. Þar geta ungmenni á aldrinum 16-20 ára sótt um að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru fram í reglunum. Þar kemur fram að árlega veitir íþrótta- og tómstundanefnd styrki til 3-5 einstaklinga, breytilegt milli ára þar sem kostnaður fer eftir aldri styrkþega og hvort er um hlutfallsgreiðslur að ræða. Að þessu sinni fengu 6 styrk, 3 fullan styrk og 3 hálfan styrk.
Á hverju ári berast umsóknir frá hæfileikaríku ungu fólki, mismargar eftir árum. Íþrótta- og tómstundanefnd velur á hverju ári efnilegustu ungmennin úr hópi umsækjanda. Ef allir umsækjendur fengju styrk væru forsendur fyrir styrkjum sem þessum ekki lengur til staðar.
Vert er að taka fram að Mosfellsbær mætir þeim unglingum sem eru á aldrinum 13-15 ára (8.-10.b.) og taka þátt í til dæmis í landsliðsverkefnum eða verkefnum fyrir félög/félagasamtök. Ef þau eru skráð í vinnu í Vinnuskóla Mosfellsbæjar geta þau sótt formlegt um leyfi á launum þann tíma sem að verkefnið varir en skilyrði er að þau skili lágmarks vinnuframlagi.
Á þeim fordæmafáu tímum sem nú eru og hvað varðar atvinnumöguleika ungs fólks (16-25 ára) þá er mikilvægt að sveitarfélagið horfi í heild sinni á atvinnumöguleika ungs fólks sumarið 2020. Það er markmiðið að ungmennum á aldrinum 16-20 ára (með lögheimili Mosfellsbæ) verði tryggð sumarvinna hafi þau ekki aðra atvinnumöguleika sumarið 2020 eins og kemur fram í aðgerðaráætlun vegna covid-19 sem bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum. Slík sumarátaksstörf kæmu á móts við þau ungmenni sem ekki hlutu styrk eða hlutastyrk að þessu sinni
Afgreiðsla 236. fundar íþrótta-og tómstundarnefnd samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
5. Fundargerð 21. eigendafundar Strætó bs202003493
Fundargerð 21. eigendafundar Strætó bs
Fundargerð 21. eigendafundar Strætó bs lögð fram til kynningar á 759. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
6. Fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202003484
Fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 759. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
7. Fundargerð 22. eigendafundar Strætó bs202003485
Fundargerð 22. eigendafundar Strætó bs
Fundargerð 22. eigendafundar Strætó bs lögð fram til kynningar á 759. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
8. Fundargerð 382. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna202004067
Fundargerð 382. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna
Fundargerð 382. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 759. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
9. Fundargerð 425. fundar SORPU bs202004113
Fundargerð 425. fundar SORPU bs
Fundargerð 425. fundar SORPU bs lögð fram til kynningar á 759. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.