8. desember 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Álfsnesvík201710282
Á 449.fundi skipulagsnefndar 24.nóvember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd telur að umrædd starfsemi falli ekki undir þann landnýtingarflokk sem fram kemur í erindinu og óskar því eftir umsögn Skipulagsstofnunar um það." Skipulagfulltrúi óskaði eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar til Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 24. nóvember 2017.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar er sammála því áliti sem fram kemur í umsögn Skipulagsstofnunar til skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 24. nóvember sl. um að eðli og umfang starfseminnar sem um er að ræða geti ekki fallið undir landnotkunina "efnistaka- og efnislosun". Í umsögninni kemur jafnframt fram að umrædd skipulagsáform séu ekki í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og kalli því á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar sem á sæti í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðins að koma því á framfæri hjá svæðisskipulagsnefndinni að skipulagsnefnd Mosfellsbæjar telji nauðsynlegt að svæðisskipulagsnefnd ráðist í heildar skoðun á fjölda og umfangi þeirra athafna- og iðnaðarsvæða sem eru innan svæðisskipulagsins og eins hvort þörf sé á fjölgun og eða stækkun slíkra svæða að teknu tilliti til umhverfis og samfélagslegra þátta. Mosfellsbæ hefur borist fjöldi fyrirspurna á síðustu misserum um svæði fyrir ýmiskonar iðnað og því ljóst að eftirspurn eftir slíkum svæðum er töluverð um þessar mundir.
2. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024,endurskoðun. Brú yfir Fossvog. Lýsing á skipulagsverkefni.201611189
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 23. nóv. varðandi auglýsingu um breytingu á Fossvogsbrú í Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024
Umræður um aðalskipulag Kópavogs. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
3. Breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 - Dalvegur201711277
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 24. nóvember 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024,Kópavogsgöng og Dalvegur.
Lagt fram, ekki er gerð athugasemd við erindið.
4. Aðalskipulag Kjósarhrepps 2016-2028 ? tillaga201711276
Borist hefur erindi frá Kjóshreppi dags. 23. nóvember 2017 varðandi endurskoðun á Aðalskipulagi Kjósahrepps 2005-2017.
Lagt fram, ekki er gerð athugasemd við erindið.
5. Knatthús að Varmá - breyting á deiliskipulagi.201711041
Á 448. fundi skipulagsnefndar 10. nóvember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð breytingar á deiliskipulagi íþróttasvæðis við Varmá." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar endanlegir uppdrættir liggja fyrir.
6. Hlíðartún 2a - bygging parhúss á lóðinni að Hlíðartúni 2a201609159
Á 420. fundi skipulagsnefndar 20. september 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi." Lagður fram grenndarkynningaruppdráttur.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda.
7. Sveitarfélagið Ölfus - virkjun á Hellisheiði, breyting á deiliskipulagi.201712014
Borist hefur erindi frá Sveitarfélaginu Ölfuss dags. 24. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi virkjunar á Hellisheiði.
Skipulagsnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um eðli og uppbyggingu jarðhitagarðs.
8. Ástu-Sólliljugata 9 - ósk um breytingu á deiliskipulagi2017081519
Borist hefur erindi frá Gísla G. Gunnarssyni dags. 26. ágúst 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ástu-Sólliljugötu 9.
Skipulagsnefnd synjar erindinu.
9. Vefarastræti 8-14 - ósk um breytingu á deiliskipulagi201710283
Borist hefur erindi frá Skjanna ehf. dags. 24. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Vefarastræti 8-14. Frestað á 449.fundi.
Skipulagsnefnd fellst ekki á umbeðna breytingu á deiliskipulagi.
10. Við Lynghólsveg lnr. 125351 - ósk um byggingu á húsi með fjórum lítlum íbúðum.2017081520
Borist hefur erindi frá Gísla G. Gunnarssyni dags. 8. september 2017 varðandi heimild til gerðar deiliskipulags.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Nefndin ítrekar að um frístundahúsalóð sé að ræða og að tillagan þurfi að vera í samræmi við ákvæði aðalskipulags um frístundahúsabyggð á svæðinu.
11. Snæfríðargata 30 - breyting á deiliskipulagi201711235
Borist hefur erindi frá Úti og inni arkitektum dags. 20. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Snæfríðargötu 30.
Skipulagnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. og 44. gr. skipulagslaga.
12. Kvíslatunga 44 - ósk um heimild til byggingar bílskúrs á lóðinni að Kvístatungu 44201711271
Borist hefur erindi frá Eybjörgu Hauksdóttir dags. 23. nóvember 2017 varðandi heimild til byggingar bílskúrs á lóðinni að Kvíslatungu 44.
Skipulagnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. og 44. gr. skipulagslaga.
- FylgiskjalErindi til Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalFskj. 1_Aðaluppdráttur afstöðumynd 1992.pdfFylgiskjalFskj. 2_Aðstöðumynd lóðar í maí 1992.pdfFylgiskjalFskj. 3_Samþykkt afstaða bílskúrs inni á nýjum lóðarmörkum.pdfFylgiskjalFskj. 4_núgildandi byggingarreitur, grunnmynd.pdfFylgiskjalFskj. 5_Teikning með breyttri byggingarlínu.pdf
13. Úlfarsfell - uppsetning fjarskiptastöðvar201711278
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 22. nóvember 2017 varðandi nýtt deiliskipulag á kolli Úlfarsfells.
Frestað.
14. Miðdalur II - ósk um lagningu vegar201711202
Borist hefur erindi frá Margréti Guðjónsdóttur dags. 16. nóvember 2017 varðandi framkvæmdaleyfi vegna lagningu vegar í landi Miðdals II.Frestað á 449. fundi.
Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á að óska eftir heimild skipulagsnefndar um að deiliskipuleggja svæðið. Framkvæmdaleyfisumsóknin verður tekin til afgreiðslu þegar deiliskipulag liggur fyrir enda er deiliskipulag forsenda þess að hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi.
15. Miðdalur - skipting lands.201710233
Borist hefur erindi frá Einar V. Tryggvasyni dags. 20.október 2017 varðandi skiptingu lands í jörðinni Miðdalur. Frestað á 449. fundi. Theodór Kristjánsson vék af fundi.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leiti ekki athugasemd við erindið en íterekað er að um er að ræða opið óbyggt svæði í aðalskipulagi og að ekki áform um að auka uppbyggingu á svæðinu.
16. Bjarkarholt 1a-9a, Umsókn um byggingarleyfi201710129
NMM Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 36 íbúða fjöleignahús og bílakjallara á lóðinni nr. 1A-9A við Bjarkarholtí samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða 1. áfanga á lóðinni, hús nr. 7A, 9A og 9B.Ennfremur er sótt um leyfi til að byggja 2. áfanga hússins sem er 15 íbúða hús sem verður nr. 5A-5B við Bjarkarholt. Stærðhúss nr. 5A-5B. Kjallari 299,4 m2, 1. hæð 553,4 m2, 2. hæð 564,8 m2, 3. hæð 564,8 m2, 5848,1 m3. Stærð húss nr. 7A-9B. Kjallari 683,9 m2, 1. hæð 831,8 m2, 2. hæð 892,1 m2, 3. hæð 892,1 m2. 4.hæð 892,1 m2, 5. hæð 702,9 m2, 13966,1 m3. Bílakjallari 1019,4 m2.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
17. Desjamýri 9, Umsókn um byggingarleyfi201712044
HK verktakar Dalsgarði Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr stáli og steinsteypu geymsluhúsnæði matshluta 2 á lóðinni nr. 9 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 568,8 m2, 3060,0 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem umrædd bygging er utan byggingarreits í gildandi deiliskipulagi.
Frestað.
18. Vefarastræti 24-30, Umsókn um byggingarleyfi201711319
Heimavellir ehf. Lágmúla 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta geymslum og innrétta þar tvær íbúðir í samræmi við framlögð gögn.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
19. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 322201712002F
Lagt fram.
19.1. Ásland 13/Umsókn um byggingarleyfi 201712021
Sigurtak ehf. Markarfljóti 3 Garðabæ sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á áður samþykktu einbýlishúsi úr steinsteypu á lóðinni nr. 13 við Ásland í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.19.2. Ástu-Sólliljugata 6-8, Umsókn um byggingarleyfi 201711320
Gerplustræti 1-5 slhf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi fyrir hækkun á gólfkóta um 35 cm á áður samþykktu fjöleignahúsi við Ástu-Sólliljugötu 6-8 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.19.3. Bjarkarholt 1a-9a, Umsókn um byggingarleyfi 201710129
NMM Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu fjöleignahús og bílakjallara á lóðinni nr. 1A-9A við Bjarkarholtí samræmi við framlögð gögn.
Um er að ræða 1. áfanga á lóðinni, 36 íbúða hús nr. 7A, 9A og 9B.
Ennfremur er sótt um leyfi til að byggja 2. áfanga hússins sem er 15 íbúða hús sem verður nr. 5A-5B við Bjarkarholt.
Stærðhúss nr. 5A-5B. Kjallari 299,4 m2, 1. hæð 553,4 m2, 2. hæð 564,8 m2, 3. hæð 564,8 m2, 5848,1 m3.
Stærð húss nr. 7A-9B. Kjallari 683,9 m2, 1. hæð 831,8 m2, 2. hæð 892,1 m2, 3. hæð 892,1 m2. 4.hæð 892,1 m2, 5. hæð 702,9 m2, 13966,1 m3.
Bílakjallari 1019,4 m2.19.4. Desjamýri 9, Umsókn um byggingarleyfi 201712044
HK verktakar Dalsgarði Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr stáli og steinsteypu geymsluhúsnæði, matshluta 2 á lóðinni nr. 9 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 568,8 m2, 3060,0 m3.19.5. Engjavegur 17, Umsókn um byggingarleyfi 201710227
Ívar Þór Jóhannesson Brekkutanga 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbureiningum einbýlishús og bílskýli á lóðinni nr. 17 við Engjaveg í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarhús 162,9 m2, 501,2 m3.
Á fundi skipulagsnefndar þ.24.11.2017 var gerð eftirfarandi bókun. "Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga".19.6. Reykjahvoll 23A, Umsókn um byggingarleyfi 201711327
Már Svavarsson Melgerði 11 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta staðsetningu og innanhúss fyrirkomulagi áður samþykkts einbýlishúss úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 23A við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.19.7. Suðurá - Ósk um byggingu bílskúrs/vinnustofu. 201710081
Júlíana R Einarsdóttir Suðurá Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja vinnustofu úr timbri á landi Suðurár í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 39,2 m2, 122,0 m3.
Á fundi skipulagsnefndar þ. 10.11.2017 var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.19.8. Urðarholt 4, Umsókn um byggingarleyfi 201703177
Fasteignafélagið Orka ehf. Stórhöfða 37 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innréttingu skrifstofurýmis 0301 í íbúðarrými að Urðarholti 4 í samræmi við framlögð gögn.
19.9. Vefarastræti 24-30, Umsókn um byggingarleyfi 201711319
Heimavellir ehf. Lágmúla 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta geymslum á 1. hæð Vefarastrætis 24-30 og innrétta þar tvær íbúðir í samræmi við framlögð gögn.
19.10. Völuteigur 29A, Umsókn um byggingarleyfi 201712023
Deilir Tækniþjónusta ehf Urðarhvarfi 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomilagi í iðnaðarhúsnæði 0102 og 0105 við Völuteig 29A.
Stærðir hússins breytast ekki.