16. febrúar 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Brattahlíð 25 /Fyrirspurn um byggingarleyfi201801169
Guðrún Alda Elísdóttir Arnarhöfða 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 25 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð íbúðar 197,5 m2, bílgeymsla 38,4 m2, 892,7 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna beiðni um leyfi til að breyta staðsetningu á bílastæðum og bílgeymslu. Frestað á 454. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
2. Efstaland 7, Umsókn um byggingarleyfi201801025
Óðinsauga Stórakrika 55 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á lóðinni nr. 7 við Efstaland í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 143,5 m2, 2. hæð íbúð 167,8 m2, 1244,5 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna aukaíbúðar og umfram nýtingarhlutfalls. Frestað á 454. fundi. Bjarki Bjarnason vék af fundi við umfjöllun þessa máls.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi gögn berast. Nefndin ítrekar að skv. deiliskipulagi svæðisins er aðeins heimilt að hafa eina aukaíbúð í hverju húsi sem ekki er skráð sér veðandlag. Nefndin gerir einnig athugsemd við þaksvalir og hringstiga upp á þær sem sýndar eru á framlögðum uppdráttum.
3. Skógar Engjavegur , Umsókn um byggingarleyfi201712213
Baldvin Már Frederiksen Njörvasundi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 22 við Engjaveg, Skógar. Stærð. Íbúð 138,4 m2, bílgeymsla 41,6 m2, 680,9 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 454. fundi.
Skipulagsnefnd felur byggingafulltrúa afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Mikilvægt er að huga að landfræðilegum aðstæðum við hönnun og byggingu hússins en tveggja hæða hús eða stallað mun falla betur að landinu. Umhverfi Varmár nýtur hverfisverndar og því er mikilvægt að gæta sérstaklega að því.
4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Álfsnesvík201710282
Á 451. fundi skipulagsnefndar 22. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að svara spurningum svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem fram koma í erindi hans." Skipulagsfulltrúi hefur svarað spurning svæðisskipulagsstjóra og sent svörin til svæðisskipulagsstjóra. Haldinn var kynningarfundur fyrir bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisnefnd um fyrirhugaða breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og Aðalskipulagi Reykjavíkur.
Töluverðar áhyggjur eru meðal nefndarmanna og íbúa í Mosfellsbæ vegna áhrifa iðnaðaruppbyggingar á Álfsnesi á íbúða- og útivistarsvæði í Mosfellsbæ. Einnig eru áhyggjur af því að uppbyggingin auki þungaflutninga um Vesturlandsveg þegar Sundabraut er ekki orðin að veruleika. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt fyrir lögbundnum umsagnaraðilum svo og almenningi, en leggur áherslu á að umhverfisáhrif breytingarinnar verði metin sérstaklega með tilliti til hagsmuna byggðar í Mosfellsbæ. Einnig leggur nefndin áherslu á að samhliða vinnu við breytinguna verði unnin úttekt á framboði atvinnu- og iðnaðarsvæða hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, sbr. bókun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á 80. fundi nefndarinnar 8. desember 2017. Nauðsynlegt er að horfa til þeirra greiningar og kanna til hlítar hvort önnur staðsetning geti komið til greina fyrir framtíðar uppbyggingu þess fyrirtækis sem hér um ræðir að teknu tilliti til samfélagslegrar hagkvæmni.
- FylgiskjalÚtskrift úr gerðabók - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-20130, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.pdfFylgiskjalframboð á iðnaðar- og athafnasvæði í Mos..pdfFylgiskjalA1234-042-U02-Lýsing-Svæðisskipulag-VaxtarmörkÁlfsnes-samþykktt.pdfFylgiskjalVaxtamörk á Álfsnesi - verkefnislýsing fyrir breytingu á svæðisskipulagi -MOS.pdf
5. Ósk um upplýsingar vegna skiptingu lóðar við Hafravatn201610148
Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni og Ingibjörgu Norðdahl dags. 10. janúar 2018 varðandi ósk um upplýsingar vegna skiptingu lóðar við Hafravatn.
Skipulagsnefnd felur lögmanni bæjarins að svara erindinu í samræmi við framlögð drög að svarbréfi.
6. Fundargerð 81. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201801344
Fundargerð 81. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
Lagt fram.
7. Leirvogstunga 45 - Breyting á deiliskipulagi Leirvogstungu 47-49 frá 2017.201802115
Borist hefur erindi Kristjáni Sigurðssyni dags. 1. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu 47-49 frá 2017.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað um málið.
8. Meltúnsreitur - ósk Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skipulagningu mannvirkis á reitnum.201710257
Á 447. fundi skipulagsnefndar 27. október 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með byggingarfulltrúa, formanni og varaformanni skipulagsnefndar og stjórn Skógræktarfélags Mosfellsbæjar." Fundur hefur verið haldinn með ofangreindum aðilum. Borist hafa erindi og uppdrættir.
Lagt fram og rætt.
Nefndin felur umhverfissviði nánari skoðun málsins og vísar því jafnframt til skoðunar umhverfisnefndar.9. Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála - Golfvöllur Blikastaðanesi.201802140
Borist hefur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. febrúar 2018 varðandi deiliskipulag fyrir Golfvöll í Blikastaðanesi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita eftir áliti Ívars Pálssonar lögmanns um málið og leggja fram minnisblað.
10. Reykjavegur 62 /Umsókn um byggingarleyfi201801244
Thule travvel Hléskógum 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús og geymslur á lóðinni nr. 62-62B við Reykjaveg í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Raðhús nr. 62 170,0 m2, nr. 62A 170,0 m2, nr. 62B 170,0 m2, geymsla 104 30,0 m2 geymsla 105 30,0 m2, geymsla 106 30,0 m2 alls 2601,0 m3. Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd samþykkir að erindið verði grenndarkynnt.
11. Í Suður Reykjalandi lnr. 125425 - Deiliskipulag201802083
Á fundinn mættu Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Björn Stefán Hallsson arkitektar.
Umræður um málið,lagt fram til kynningar.
12. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi201609420
Á fundinn mættu Mikael Jóhann Traustason og Haukur Einarsson frá Mannviti verkfræðistofu og gerðu grein fyrir fyrirhugaðri efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals.
Umræður um málið, lagt fram.
Fundargerðir til staðfestingar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 326201802016F
Lagt fram.
13.1. Reykjavegur 62 /Umsókn um byggingarleyfi 201801244
Thule travvel Hléskógum 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús og geymslur á lóðinni nr. 62-62B við Reykjaveg í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Raðhús nr. 62 170,0 m2, nr. 62A 170,0 m2, nr. 62B 170,0 m2, geymsla 104 30,0 m2 geymsla 105 30,0 m2, geymsla 106 30,0 m2 alls 2601,0 m3.13.2. Vogatunga 2-8, Umsókn um byggingarleyfi 201710249
Mótex ehf. Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 2, 4, 6 og 8 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 2: Íbúð 120,8 m2, bílgeymsla 25,8 m2, 602,1 m3.
Stærð nr. 4: Íbúð 120,8 m2, bílgeymsla 25,8 m2, 604,7 m3.
Stærð nr. 6: Íbúð 120,8 m2, bílgeymsla 25,8 m2, 604,7 m3.
Stærð nr. 8: Íbúð 120,6 m2, bílgeymsla 25,8 m2, 603,9 m3.13.3. Vogatunga 10-16, Umsókn um byggingarleyfi 201710243
Mótex ehf. Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 10, 12,14,og 16 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 10: Íbúð 120,6 m2, bílgeymsla 25,8 m2, 603,9 m3.
Stærð nr. 12: Íbúð 120,8 m2, bílgeymsla 25,8 m2, 604,7 m3.
Stærð nr. 14: Íbúð 120,8 m2, bílgeymsla 25,8 m2, 604,7 m3.
Stærð nr. 16: Íbúð 120,6 m2, bílgeymsla 25,8 m2, 603,9 m3.13.4. Vogatunga 18-24, Umsókn um byggingarleyfi 201705061
Mótex ehf. Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 18,20,22 og 24 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 18: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bílgeymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.
Stærð nr. 20: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bílgeymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.
Stærð nr. 22: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bílgeymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.
Stærð nr. 24: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bílgeymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.13.5. Vogatunga 23-29, Umsókn um byggingarleyfi 201710248
Mótex ehf. Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 23,25,27 og 29 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 23: Íbúð 120,6 m2, bílgeymsla 25,8 m2, 604,7 m3.
Stærð nr. 25: Íbúð 120,9 m2, bílgeymsla 25,8 m2, 605,6 m3.
Stærð nr. 27: Íbúð 120,9 m2, bílgeymsla 25,8 m2, 605,6 m3.
Stærð nr. 29: Íbúð 120,6 m2, bílgeymsla 25,8 m2, 604,7 m3.13.6. Vogatunga 35-41, Umsókn um byggingarleyfi 201705051
Mótex ehf. Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 35,37,39 og 41 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 35: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bílgeymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.
Stærð nr. 37: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bílgeymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.
Stærð nr. 39: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bílgeymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.
Stærð nr. 41: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bílgeymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.13.7. Vogatunga 109-113, Umsókn um byggingarleyfi 201802075
Mótex ehf. Hlíðarsmára sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum á áður samþykktum hönnunargögnum raðhúsa úr forsteyptum einingum á lóðunum nr. 109,111,113 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húsanna breytast ekki.