Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. febrúar 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bratta­hlíð 25 /Fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201801169

    Guðrún Alda Elísdóttir Arnarhöfða 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 25 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð íbúðar 197,5 m2, bílgeymsla 38,4 m2, 892,7 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna beiðni um leyfi til að breyta staðsetningu á bílastæðum og bílgeymslu. Frestað á 454. fundi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla mál­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

  • 2. Efsta­land 7, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201801025

    Óðinsauga Stórakrika 55 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á lóðinni nr. 7 við Efstaland í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 143,5 m2, 2. hæð íbúð 167,8 m2, 1244,5 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna aukaíbúðar og umfram nýtingarhlutfalls. Frestað á 454. fundi. Bjarki Bjarnason vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur bygg­ing­ar­full­trúa af­greiðslu máls­ins þeg­ar full­nægj­andi gögn berast. Nefnd­in ít­rek­ar að skv. deili­skipu­lagi svæð­is­ins er að­eins heim­ilt að hafa eina auka­í­búð í hverju húsi sem ekki er skráð sér veð­andlag. Nefnd­in ger­ir einn­ig at­hug­semd við þaksval­ir og hring­stiga upp á þær sem sýnd­ar eru á fram­lögð­um upp­drátt­um.

  • 3. Skóg­ar Engja­veg­ur , Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201712213

    Baldvin Már Frederiksen Njörvasundi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 22 við Engjaveg, Skógar. Stærð. Íbúð 138,4 m2, bílgeymsla 41,6 m2, 680,9 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 454. fundi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur bygg­inga­full­trúa af­greiðslu máls­ins þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir. Mik­il­vægt er að huga að land­fræði­leg­um að­stæð­um við hönn­un og bygg­ingu húss­ins en tveggja hæða hús eða stallað mun falla bet­ur að land­inu. Um­hverfi Var­már nýt­ur hverf­is­vernd­ar og því er mik­il­vægt að gæta sér­stak­lega að því.

  • 4. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030 - Álfs­nesvík201710282

    Á 451. fundi skipulagsnefndar 22. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að svara spurningum svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem fram koma í erindi hans." Skipulagsfulltrúi hefur svarað spurning svæðisskipulagsstjóra og sent svörin til svæðisskipulagsstjóra. Haldinn var kynningarfundur fyrir bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisnefnd um fyrirhugaða breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og Aðalskipulagi Reykjavíkur.

    Tölu­verð­ar áhyggj­ur eru með­al nefnd­ar­manna og íbúa í Mos­fells­bæ vegna áhrifa iðn­að­ar­upp­bygg­ing­ar á Álfs­nesi á íbúða- og úti­vist­ar­svæði í Mos­fells­bæ. Einn­ig eru áhyggj­ur af því að upp­bygg­ing­in auki þunga­flutn­inga um Vest­ur­landsveg þeg­ar Sunda­braut er ekki orð­in að veru­leika. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við að lýs­ing­in verði kynnt fyr­ir lög­bundn­um um­sagnar­að­il­um svo og al­menn­ingi, en legg­ur áherslu á að um­hverf­isáhrif breyt­ing­ar­inn­ar verði met­in sér­stak­lega með til­liti til hags­muna byggð­ar í Mos­fells­bæ. Einn­ig legg­ur nefnd­in áherslu á að sam­hliða vinnu við breyt­ing­una verði unn­in út­tekt á fram­boði at­vinnu- og iðn­að­ar­svæða hjá sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sbr. bók­un svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á 80. fundi nefnd­ar­inn­ar 8. des­em­ber 2017. Nauð­syn­legt er að horfa til þeirra grein­ing­ar og kanna til hlít­ar hvort önn­ur stað­setn­ing geti kom­ið til greina fyr­ir fram­tíð­ar upp­bygg­ingu þess fyr­ir­tæk­is sem hér um ræð­ir að teknu til­liti til sam­fé­lags­legr­ar hag­kvæmni.

  • 5. Ósk um upp­lýs­ing­ar vegna skipt­ingu lóð­ar við Hafra­vatn201610148

    Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni og Ingibjörgu Norðdahl dags. 10. janúar 2018 varðandi ósk um upplýsingar vegna skiptingu lóðar við Hafravatn.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur lög­manni bæj­ar­ins að svara er­ind­inu í sam­ræmi við fram­lögð drög að svar­bréfi.

  • 6. Fund­ar­gerð 81. fund­ar Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201801344

    Fundargerð 81. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram.

    Lagt fram.

  • 7. Leir­vogstunga 45 - Breyt­ing á deili­skipu­lagi Leir­vogstungu 47-49 frá 2017.201802115

    Borist hefur erindi Kristjáni Sigurðssyni dags. 1. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu 47-49 frá 2017.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að taka sam­an minn­is­blað um mál­ið.

  • 8. Mel­túns­reit­ur - ósk Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar um skipu­lagn­ingu mann­virk­is á reitn­um.201710257

    Á 447. fundi skipulagsnefndar 27. október 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með byggingarfulltrúa, formanni og varaformanni skipulagsnefndar og stjórn Skógræktarfélags Mosfellsbæjar." Fundur hefur verið haldinn með ofangreindum aðilum. Borist hafa erindi og uppdrættir.

    Lagt fram og rætt.
    Nefnd­in fel­ur um­hverf­is­sviði nán­ari skoð­un máls­ins og vís­ar því jafn­framt til skoð­un­ar um­hverf­is­nefnd­ar.

  • 9. Úr­skurð­ur Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála - Golf­völl­ur Blikastaðanesi.201802140

    Borist hefur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. febrúar 2018 varðandi deiliskipulag fyrir Golfvöll í Blikastaðanesi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að leita eft­ir áliti Ívars Páls­son­ar lög­manns um mál­ið og leggja fram minn­is­blað.

  • 10. Reykja­veg­ur 62 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201801244

    Thule travvel Hléskógum 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús og geymslur á lóðinni nr. 62-62B við Reykjaveg í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Raðhús nr. 62 170,0 m2, nr. 62A 170,0 m2, nr. 62B 170,0 m2, geymsla 104 30,0 m2 geymsla 105 30,0 m2, geymsla 106 30,0 m2 alls 2601,0 m3. Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að er­ind­ið verði grennd­arkynnt.

  • 11. Í Suð­ur Reykjalandi lnr. 125425 - Deili­skipu­lag201802083

    Á fundinn mættu Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Björn Stefán Hallsson arkitektar.

    Um­ræð­ur um mál­ið,lagt fram til kynn­ing­ar.

  • 12. Efn­istaka í Hrossa­dal í landi Mið­dals - breyt­ing á Að­al­skipu­lagi201609420

    Á fundinn mættu Mikael Jóhann Traustason og Haukur Einarsson frá Mannviti verkfræðistofu og gerðu grein fyrir fyrirhugaðri efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals.

    Um­ræð­ur um mál­ið, lagt fram.

Fundargerðir til staðfestingar

  • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 326201802016F

    Lagt fram.

    • 13.1. Reykja­veg­ur 62 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201801244

      Thule tra­vvel Hlé­skóg­um 6 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um rað­hús og geymsl­ur á lóð­inni nr. 62-62B við Reykja­veg í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð: Rað­hús nr. 62 170,0 m2, nr. 62A 170,0 m2, nr. 62B 170,0 m2, geymsla 104 30,0 m2 geymsla 105 30,0 m2, geymsla 106 30,0 m2 alls 2601,0 m3.

    • 13.2. Voga­tunga 2-8, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710249

      Mótex ehf. Hlíð­arsmára 19 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 2, 4, 6 og 8 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð nr. 2: Íbúð 120,8 m2, bíl­geymsla 25,8 m2, 602,1 m3.
      Stærð nr. 4: Íbúð 120,8 m2, bíl­geymsla 25,8 m2, 604,7 m3.
      Stærð nr. 6: Íbúð 120,8 m2, bíl­geymsla 25,8 m2, 604,7 m3.
      Stærð nr. 8: Íbúð 120,6 m2, bíl­geymsla 25,8 m2, 603,9 m3.

    • 13.3. Voga­tunga 10-16, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710243

      Mótex ehf. Hlíð­arsmára 19 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 10, 12,14,og 16 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð nr. 10: Íbúð 120,6 m2, bíl­geymsla 25,8 m2, 603,9 m3.
      Stærð nr. 12: Íbúð 120,8 m2, bíl­geymsla 25,8 m2, 604,7 m3.
      Stærð nr. 14: Íbúð 120,8 m2, bíl­geymsla 25,8 m2, 604,7 m3.
      Stærð nr. 16: Íbúð 120,6 m2, bíl­geymsla 25,8 m2, 603,9 m3.

    • 13.4. Voga­tunga 18-24, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201705061

      Mótex ehf. Hlíð­arsmára 19 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 18,20,22 og 24 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð nr. 18: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bíl­geymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.
      Stærð nr. 20: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bíl­geymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.
      Stærð nr. 22: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bíl­geymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.
      Stærð nr. 24: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bíl­geymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.

    • 13.5. Voga­tunga 23-29, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710248

      Mótex ehf. Hlíð­arsmára 19 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 23,25,27 og 29 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð nr. 23: Íbúð 120,6 m2, bíl­geymsla 25,8 m2, 604,7 m3.
      Stærð nr. 25: Íbúð 120,9 m2, bíl­geymsla 25,8 m2, 605,6 m3.
      Stærð nr. 27: Íbúð 120,9 m2, bíl­geymsla 25,8 m2, 605,6 m3.
      Stærð nr. 29: Íbúð 120,6 m2, bíl­geymsla 25,8 m2, 604,7 m3.

    • 13.6. Voga­tunga 35-41, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201705051

      Mótex ehf. Hlíð­arsmára 19 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 35,37,39 og 41 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð nr. 35: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bíl­geymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.
      Stærð nr. 37: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bíl­geymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.
      Stærð nr. 39: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bíl­geymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.
      Stærð nr. 41: Íbúð 1. hæð 83,8 m2, bíl­geymsla 37,8 m2, íbúð 2. hæð 121,6 m2, 855,2 m3.

    • 13.7. Voga­tunga 109-113, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201802075

      Mótex ehf. Hlíð­arsmára sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á áður sam­þykkt­um hönn­un­ar­gögn­um rað­húsa úr for­steypt­um ein­ing­um á lóð­un­um nr. 109,111,113 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir hús­anna breyt­ast ekki.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00