Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. janúar 2016 kl. 10:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Í Lax­neslandi, Dala­kofi, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502380

    Páll Ammendrup Geitlandi 29 Reykjavík sækir um leyfi til að endurbyggja sumarbústað úr timbri í Laxneslandi lnr. 125593 í samræmi við framlögð gögn. Stærð bústaðs 94,6m2, 331,0 m3. Á 391. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi fyrir endur-byggingu og stækkun frístundahússins í samræmi við grenndarkynnt gögn. Vegna athugasemdar ÞJ tekur nefndin fram að það er ekki á valdi hennar að úrskurða um eignarhald á landsspildu þeirri sem hann telur að tilheyri ekki með réttu lóð Dalakofans. Nefndin óskar hinsvegar eftir því að á teikningum sem teknar verða til samþykktar hjá byggingarfulltrúa verði tekið fram að eignarhald á þessari spildu sé umdeilt".

    Sam­þykkt.

    • 2. Laxa­tunga 179-185/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201512235

      Kolfinna S. Guðmundsdóttir Gerðhömrum 14 Reykjavík sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum og breytingum á burðarvirki húsanna nr. 179-185 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húsanna breytast ekki.

      Sam­þykkt.

      • 3. Stórikriki 37/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201601447

        GSKG fasteignir Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 37 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn. Stærð: íbúðarrými 186,2 m2, bílgeymsla 37,5 m2, 800,9 m3.

        Sam­þykkt.

        • 4. Kvísl­artunga 78-80/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201601444

          Kubbahús ehf. Hörpulundi 1 Garðabæ sækja um leyfi fyrir smávægilegum útlits og fyrirkomulagsbreytingum á húsunum nr. 78 og 80 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húsanna breytast ekki.

          Sam­þykkt.

          • 5. Reykja­hvoll 11 vinnu­skúr /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201601175

            Vinnuafl Norðurtúni 7 Garðabæ sækir um 4 ára stöðuleyfi fyrir 36,05 m2 geymslu og vinnuaðstöðu á lóðinni nr. 11 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn.

            Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið.

            • 6. Þor­móðs­dal­ur/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201601510

              Nikulás Hall Neðstabergi 11 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 93 m2 sumarbústað úr timbri á lóð nr. 125606 í landi Þormóðsdals í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða endurbyggingu bústaðs sem brann fyrir nokkrum árum og landið er ódeiliskipulagt utan skilgreinds frístundasvæðis.

              Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið.

              • 7. Ála­foss­veg­ur 23/um­sókn um bygg­inga­leyfi201601124

                Sundlaugin hljóðver ehf. Álafossvegi 22 og Sigurjón Axelsson Álafossvegi 23 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta innréttingu 4. hæðar að Álafossvegi 23, innrétta tvær nýjar íbúðir, byggja kvist og svalir í samræmi við framlögð gögn.

                Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið.

                • 8. Ála­foss­veg­ur 23/um­sókn um bygg­inga­leyfi201601125

                  Húsfélagið Álafossvegi 23 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 27,2 m2 anddyri úr timbri og steinsteypu við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg í samræmi við framlögð gögn.

                  Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið þar sem fyr­ir­hug­uð bygg­ing nær út­fyr­ir bygg­ing­ar­reit.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00