Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. ágúst 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Desja­mýri 8 /Um­sókn um lóð2015081432

    RK Holding ehf. sækir um lóð við Desjamýri 8.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við um­sækj­anda.

  • 2. Fyr­ir­spurn til bæj­ar­ráðs um fyr­ir­komulag gatna og fram­kvæmd­ir að Ásum 42015081539

    Fyrirspurn um fyrirkomulag gatna og framkvæmdir að Ásum 4.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs.

  • 3. Gerplustræti 1-5, ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201506052

    Á 392. fundi skipulagsnefndar vísaði nefndin ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinga á deiliskipulagi og viðbótaríbúða til bæjarráðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gjald vegna fjölg­un­ar íbúða við Gerplustræti 1-5 með deili­skipu­lags­breyt­ingu verði 1 millj­ón króna á hverja við­bóta­r­í­búð.

  • 4. Gerplustræti 2-4, ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201506053

    Á 392. fundi skipulagsnefndar vísaði nefndin ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinga á deiliskipulagi og viðbótaríbúða til bæjarráðs. (Ath: Um er að ræða fjölgun um 5 íbúðir, stækkun lóðar um 47 fermetra vegna tveggja viðbótarbílastæða, breytingar sem gera þarf á miðeyju götunnar vegna breyttrar staðsetningar innkeyrslu í bílageymslu og loks breytingar á mæliblöðum og skráningum lóðar vegna stækkunarinnar.)

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gjald vegna fjölg­un­ar íbúða við Gerplustræti 2-4 með deili­skipu­lags­breyt­ingu verði 1 millj­ón króna á hverja við­bóta­r­í­búð. Jafn­framt að lóð­ar­hafi greiði all­an kostn­að sem til fell­ur vegna þess­ara breyt­inga.

  • 5. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

    Framvinduskýrsla um fjölnota innkaupapoka og tengt málþing á Degi íslenskrar náttúru kynnt.

    Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda fyr­ir­liggj­andi fram­vindu­skýrslu til kynn­ing­ar í Um­hverf­is­nefnd.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.