27. ágúst 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Desjamýri 8 /Umsókn um lóð2015081432
RK Holding ehf. sækir um lóð við Desjamýri 8.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við umsækjanda.
2. Fyrirspurn til bæjarráðs um fyrirkomulag gatna og framkvæmdir að Ásum 42015081539
Fyrirspurn um fyrirkomulag gatna og framkvæmdir að Ásum 4.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Umhverfissviðs.
3. Gerplustræti 1-5, ósk um breytingar á deiliskipulagi201506052
Á 392. fundi skipulagsnefndar vísaði nefndin ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinga á deiliskipulagi og viðbótaríbúða til bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Gerplustræti 1-5 með deiliskipulagsbreytingu verði 1 milljón króna á hverja viðbótaríbúð.
4. Gerplustræti 2-4, ósk um breytingar á deiliskipulagi201506053
Á 392. fundi skipulagsnefndar vísaði nefndin ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinga á deiliskipulagi og viðbótaríbúða til bæjarráðs. (Ath: Um er að ræða fjölgun um 5 íbúðir, stækkun lóðar um 47 fermetra vegna tveggja viðbótarbílastæða, breytingar sem gera þarf á miðeyju götunnar vegna breyttrar staðsetningar innkeyrslu í bílageymslu og loks breytingar á mæliblöðum og skráningum lóðar vegna stækkunarinnar.)
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Gerplustræti 2-4 með deiliskipulagsbreytingu verði 1 milljón króna á hverja viðbótaríbúð. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna þessara breytinga.
5. Heilsueflandi samfélag201208024
Framvinduskýrsla um fjölnota innkaupapoka og tengt málþing á Degi íslenskrar náttúru kynnt.
Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda fyrirliggjandi framvinduskýrslu til kynningar í Umhverfisnefnd.