5. desember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Minnisblað golfklúbbanna Kjalar og Bakkakots varðandi sameiningu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni201310252
Minnisblað golfklúbbanna Kjalar og Bakkakots varðandi sameiningu klúbbanna og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni. Bæjarstjóri leggur fram drög að viljayfirlýsingu um málið.
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu að fela bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu um sameiningu golfklúbbanna Kjalar og Bakkakots fyrir hönd bæjarins.
2. Erindi Torfa Magnússonar varðandi gatnagerðargjöld201311140
Erindi Torfa Magnússonar dags. 3. desember varðandi gatnagerðargjald af fyrirhugaðri byggingu.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
3. Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar201312006
Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar um áramótin 2013-2014.
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti flugeldasýningu áramótin 2013-2014.
4. Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar á Þrettándanum201312007
Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar á Þrettándanum þann 4. janúar 2014.
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti flugeldasýningu þegar haldin verður þrettándagleði í Mosfellsbæ.
5. Erindi Fasteignamiðstöðvarinnar varðandi forkaupsrétt á hluta úr landi Laxnes 1201312016
Erindi Fasteignamiðstöðvarinnar þar sem boðinn er forkaupsréttur á 69% hluta úr óskiptu landi Laxnes 1.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.