Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. desember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Minn­is­blað golf­klúbb­anna Kjal­ar og Bakka­kots varð­andi sam­ein­ingu klúbb­ana og að­komu Mos­fells­bæj­ar að sam­ein­ing­unni201310252

    Minnisblað golfklúbbanna Kjalar og Bakkakots varðandi sameiningu klúbbanna og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni. Bæjarstjóri leggur fram drög að viljayfirlýsingu um málið.

    Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­ein­ingu golf­klúbb­anna Kjal­ar og Bakka­kots fyr­ir hönd bæj­ar­ins.

    • 2. Er­indi Torfa Magnús­son­ar varð­andi gatna­gerð­ar­gjöld201311140

      Erindi Torfa Magnússonar dags. 3. desember varðandi gatnagerðargjald af fyrirhugaðri byggingu.

      Bæj­ar­ráð vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs.

      • 3. Er­indi lög­reglu­stjóra varð­andi um­sagn­ar­beiðni vegna flug­elda­sýn­ing­ar201312006

        Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar um áramótin 2013-2014.

        Bæj­ar­ráð heim­il­ar fyr­ir sitt leyti flug­elda­sýn­ingu ára­mót­in 2013-2014.

        • 4. Er­indi lög­reglu­stjóra varð­andi um­sagn­ar­beiðni vegna flug­elda­sýn­ing­ar á Þrett­ánd­an­um201312007

          Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar á Þrettándanum þann 4. janúar 2014.

          Bæj­ar­ráð heim­il­ar fyr­ir sitt leyti flug­elda­sýn­ingu þeg­ar hald­in verð­ur þrett­ándagleði í Mos­fells­bæ.

          • 5. Er­indi Fast­eignamið­stöðv­ar­inn­ar varð­andi for­kaups­rétt á hluta úr landi Lax­nes 1201312016

            Erindi Fasteignamiðstöðvarinnar þar sem boðinn er forkaupsréttur á 69% hluta úr óskiptu landi Laxnes 1.

            Bæj­ar­ráð fel­ur bæj­ar­stjóra að ræða við bréf­rit­ara.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30