24. október 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi201109449
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flugubakka 8 og 10 sem gerir það mögulegt að stækka leigulóðina og í framhaldinu að heimila stækkun hesthúss. Óskað er afstöðu bæjarráðs til stækkunar á lóð og gjaldtöku.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stækkun lóðarinnar til samræmis við breytingu á deiliskipulaginu. Um gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld vegna væntanlegrar stækkunar hesthúsa fer eftir gildandi gjaldskrám Mosfellsbæjar þar um svo og annan kostnaður vegna stækkun lóðarinnar.
2. Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni201310252
Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni m.a. með 133 milljóna fjárframlagi næstu sex árin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar og bæjarstjóra til skoðunar.
3. Erindi Jónasar Sigurðssonar bæjarráðsmanns varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá201310253
Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir erindiu á dagskrá bæjarráðsfundar með ósk um að bæjarráð fjalli um málið með það að markmiði skýra þennan rétt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að skoða verklag í þessu sambandi.
4. Erindi Jónasar Sigurðssonar bæjarráðsmanns varðandi eflingu leigumarkaðar íbúðarhúsnæðis í Mosfellsbæ201310254
Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir erindiu á dagskrá bæjarráðsfundar með ósk um að bæjarráð skoði með hvaða hætti bærinn gæti stuðlað að eflingu leigumarkaðs fyrir íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu.
5. Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga201310270
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu.
6. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu að eigendasamkomulagi um Sorpu bs.201310271
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu að eigendasamkomulagi um Sorpu bs. varðandi framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar úrgangs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta fyrirliggjandi tillögu að eigendasamkomulagi um Sorpu bs. og heilmila bæjarstjóra undirritun þess.
7. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2013201310277
Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði leggur fjármálastjóri til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2013 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Undir þessum dagskrárlið er mættur á fundinn Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa viðaukanum til afgreiðslu bæjarstjórnar en um er að ræða viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2013, í samræmi við framlagt minnisblað fjármálastjóra, annars vegar færsla milli málaflokka og deilda kr. 12.693.750 og hækkun fjárfestingaráætlunar kr. 321.918.603 sem fjármagnað er með handbæru fé og aukningu skammtímaskulda.
8. Félagslegar íbúðir, framleiga húsnæðis201310258
Félagslegt leiguhúsnæði, óskað er heimildar til að taka á leigu íbúð og framleigja sem félagslegt leiguhúsnæði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjölskyldusviði að taka húsnæði á leigu í samræmi við framlagt minnisblað.
9. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um leikskóla201310162
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi.
Erindið lagt fram.
10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi201310199
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi, 5 mál.
Erindið lagt fram.
11. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sjúkraskrár201310200
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sjúkraskrár, aðgangsheimildir, 24. mál.
Erindið lagt fram.
12. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um norðurlandasamning um almannatryggingar201310225
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar, 22. mál.
Erindið lagt fram.
13. Reglur Mosfellsbæjar um veitingu launalausra leyfa201310264
Mannauðsstjóri leggur fram drög að reglum Mosfellsbæjar um veitingu launalausra leyfa til lengri og skemmri tíma.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu.
14. Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingu stíga í svæði gangandi og hjólandi201310250
Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingu stíga í svæði gangandi og hjólandi þar sem hvatt er til þess að stígum sé ekki skipt heldur notast við hefðbundna hægrireglu á stígum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu.