Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. október 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Flugu­bakki 10 - Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi201109449

    Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flugubakka 8 og 10 sem gerir það mögulegt að stækka leigulóðina og í framhaldinu að heimila stækkun hesthúss. Óskað er afstöðu bæjarráðs til stækkunar á lóð og gjaldtöku.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila stækk­un lóð­ar­inn­ar til sam­ræm­is við breyt­ingu á deili­skipu­lag­inu. Um gatna­gerð­ar- og bygg­ing­ar­leyf­is­gjöld vegna vænt­an­legr­ar stækk­un­ar hest­húsa fer eft­ir gild­andi gjald­skrám Mos­fells­bæj­ar þar um svo og ann­an kostn­að­ur vegna stækk­un lóð­ar­inn­ar.

    • 2. Minn­is­blað golf­klúbb­ana Kjal­ar og Bakka­kots varð­andi sam­eig­ingu klúbb­ana og að­komu Mos­fells­bæj­ar að sam­ein­ing­unni201310252

      Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni m.a. með 133 milljóna fjárframlagi næstu sex árin.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til um­sagn­ar og bæj­ar­stjóra til skoð­un­ar.

      • 3. Er­indi Jóna­s­ar Sig­urðs­son­ar bæj­ar­ráðs­manns varð­andi rétt sveit­ar­stjórn­ar­manna til að fá mál tekin á dagskrá201310253

        Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir erindiu á dagskrá bæjarráðsfundar með ósk um að bæjarráð fjalli um málið með það að markmiði skýra þennan rétt.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að skoða verklag í þessu sam­bandi.

        • 4. Er­indi Jóna­s­ar Sig­urðs­son­ar bæj­ar­ráðs­manns varð­andi efl­ingu leigu­mark­að­ar íbúð­ar­hús­næð­is í Mos­fells­bæ201310254

          Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir erindiu á dagskrá bæjarráðsfundar með ósk um að bæjarráð skoði með hvaða hætti bærinn gæti stuðlað að eflingu leigumarkaðs fyrir íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fresta af­greiðslu.

          • 5. Er­indi Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi verklok þjón­ustu vegna sjúkra­flutn­inga201310270

            Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fresta af­greiðslu.

            • 6. Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi til­lögu að eig­enda­sam­komu­lagi um Sorpu bs.201310271

              Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu að eigendasamkomulagi um Sorpu bs. varðandi framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar úrgangs.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa fyr­ir­liggj­andi til­lögu að eig­enda­sam­komu­lagi um Sorpu bs. og heilmila bæj­ar­stjóra und­ir­rit­un þess.

              • 7. Við­auk­ar við fjár­hags­áætlun 2013201310277

                Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði leggur fjármálastjóri til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2013 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar.

                Und­ir þess­um dag­skrárlið er mætt­ur á fund­inn Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa við­auk­an­um til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar en um er að ræða við­auka við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2013, í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað fjár­mála­stjóra, ann­ars veg­ar færsla milli mála­flokka og deilda kr. 12.693.750 og hækk­un fjár­fest­ingaráætl­un­ar kr. 321.918.603 sem fjár­magn­að er með hand­bæru fé og aukn­ingu skamm­tíma­skulda.

                • 8. Fé­lags­leg­ar íbúð­ir, fram­leiga hús­næð­is201310258

                  Félagslegt leiguhúsnæði, óskað er heimildar til að taka á leigu íbúð og framleigja sem félagslegt leiguhúsnæði.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fjöl­skyldu­sviði að taka hús­næði á leigu í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

                  • 9. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um leik­skóla201310162

                    Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi.

                    Er­ind­ið lagt fram.

                    • 10. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um bráða­að­gerð­ir til að efla leigu­markað á Ís­landi201310199

                      Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi, 5 mál.

                      Er­ind­ið lagt fram.

                      • 11. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um sjúkra­skrár201310200

                        Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sjúkraskrár, aðgangsheimildir, 24. mál.

                        Er­ind­ið lagt fram.

                        • 12. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp um norð­ur­landa­samn­ing um al­manna­trygg­ing­ar201310225

                          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar, 22. mál.

                          Er­ind­ið lagt fram.

                          • 13. Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um veit­ingu launa­lausra leyfa201310264

                            Mannauðsstjóri leggur fram drög að reglum Mosfellsbæjar um veitingu launalausra leyfa til lengri og skemmri tíma.

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fresta af­greiðslu.

                            • 14. Er­indi Lands­sam­taka hjól­reiða­manna vegna skipt­ingu stíga í svæði gang­andi og hjólandi201310250

                              Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingu stíga í svæði gangandi og hjólandi þar sem hvatt er til þess að stígum sé ekki skipt heldur notast við hefðbundna hægrireglu á stígum.

                              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fresta af­greiðslu.

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30