21. nóvember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni201310252
Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni. Hjálögð umsögn íþrótta- og tómstundanefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnu málsins.
2. Erindi Alþingis varðandi umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um húsaleigubætur201311094
Erindi Alþingis varðandi umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um húsaleigubætur er varðar námsmenn, 72. mál. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda Alþingi umsögn bæjarráðs.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um umgengnisforeldra201311098
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda Alþingi umsögn bæjarráðs.
4. Skólalóð Leirvogstunguskóla201311042
Umhverfissvið óskar heimildar til samningsgerðar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
5. Erindi Ólafs Þórarinssonar varðandi álagningu gatnagerðargjalds við Reykjahvol201311107
Erindi Ólafs Þórarinssonar varðandi álagningu gatnagerðargjalds við Reykjahvol þar sem m.a. er spurt um ástæðu álagningar o.fl. Hjálögð eru drög að svari til bréfritara.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara til samræmis við umræðu á fundinum.
6. Erindi Torfa Magnússonar varðandi gatnagerðargjöld201311140
Erindi Torfa Magnússonar þar sem óskað er niðurfellingar á greiðslu gatnagerðargjalds af fyrirhugaðri byggingu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að skoða málið frekar.
7. Erindi UMSK vegna umsóknar um styrk til stefnumótunar201311162
Erindi UMSK þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150 þúsund til að fara í stefnumótunarvinnu fyrir sambandið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við styrkbeiðninni.
8. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi samning við Fjölsmiðjuna201311172
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi þjónustusamning við Fjölsmiðjuna til eins árs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta framlagðan þjónustusamning Fjölsmiðjunnar og SSH.
9. Erindi UMFÍ varðandi áskorun til íþrótta- og sveitarfélaga201311176
Erindi UMFÍ varðandi þar sem skorað er á íþrótta- og sveitarfélög að hvetja iðkendur til þess að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Erindið lagt fram og jafnframt sent íþrótta- og tómstundanefnd til kynningar.
10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sveitastjórnarlög201311183
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á sveitastjórnarlögum varðandi reikningsskil vegna eignarhluta í veitu- og orkufyrirtækjum
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fjármálastjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.