Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. nóvember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Minn­is­blað golf­klúbb­ana Kjal­ar og Bakka­kots varð­andi sam­eig­ingu klúbb­ana og að­komu Mos­fells­bæj­ar að sam­ein­ing­unni201310252

    Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni. Hjálögð umsögn íþrótta- og tómstundanefndar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra áfram­hald­andi vinnu máls­ins.

    • 2. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sagn­ar­beiðni um frum­varp til laga um húsa­leigu­bæt­ur201311094

      Erindi Alþingis varðandi umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um húsaleigubætur er varðar námsmenn, 72. mál. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda Al­þingi um­sögn bæj­ar­ráðs.

      • 3. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um þings­álykt­un um um­gengn­is­for­eldra201311098

        Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda Al­þingi um­sögn bæj­ar­ráðs.

        • 4. Skóla­lóð Leir­vogstungu­skóla201311042

          Umhverfissvið óskar heimildar til samningsgerðar.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda.

          • 5. Er­indi Ólafs Þór­ar­ins­son­ar varð­andi álagn­ingu gatna­gerð­ar­gjalds við Reykja­hvol201311107

            Erindi Ólafs Þórarinssonar varðandi álagningu gatnagerðargjalds við Reykjahvol þar sem m.a. er spurt um ástæðu álagningar o.fl. Hjálögð eru drög að svari til bréfritara.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara bréf­rit­ara til sam­ræm­is við um­ræðu á fund­in­um.

            • 6. Er­indi Torfa Magnús­son­ar varð­andi gatna­gerð­ar­gjöld201311140

              Erindi Torfa Magnússonar þar sem óskað er niðurfellingar á greiðslu gatnagerðargjalds af fyrirhugaðri byggingu.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að skoða mál­ið frek­ar.

              • 7. Er­indi UMSK vegna um­sókn­ar um styrk til stefnu­mót­un­ar201311162

                Erindi UMSK þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150 þúsund til að fara í stefnumótunarvinnu fyrir sambandið.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ekki sé hægt að verða við styrk­beiðn­inni.

                • 8. Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi samn­ing við Fjölsmiðj­una201311172

                  Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi þjónustusamning við Fjölsmiðjuna til eins árs.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa fram­lagð­an þjón­ustu­samn­ing Fjölsmiðj­unn­ar og SSH.

                  • 9. Er­indi UMFÍ varð­andi áskor­un til íþrótta- og sveit­ar­fé­laga201311176

                    Erindi UMFÍ varðandi þar sem skorað er á íþrótta- og sveitarfélög að hvetja iðkendur til þess að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

                    Er­ind­ið lagt fram og jafn­framt sent íþrótta- og tóm­stunda­nefnd til kynn­ing­ar.

                    • 10. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um sveita­stjórn­ar­lög201311183

                      Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á sveitastjórnarlögum varðandi reikningsskil vegna eignarhluta í veitu- og orkufyrirtækjum

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fjár­mála­stjóra og fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30