Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. apríl 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
  • Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Birta Jóhannesdóttir (BJó) 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fólkvang­ur í Bring­um við Helgu­foss201306072

    Lögð fram lokadrög að friðlýsingaskilmálum, umsjónarsamningi og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum við Helgufoss í Mosfellsdal, til staðfestingar fyrir opið kynningarferli.

    Full­trú­ar M- og S-lista gera að til­lögu sinni að fólkvang­ur í Bring­um sem nú er í und­ir­bún­ingi verði stækk­að­ur, svæð­ið þrif­ið og ræktað upp, mörk fólkvangs­ins nái að mörk­um Selja­brekku í norð­ur og í vest­ur að mörk­um Lax­nesslands.

    Til­laga um að vísa frá fram­an­greind­ir til­lögu um stækk­un á friðlandi borin upp til at­kvæða. Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um gegn einu að vísa til­lög­unni frá.

    Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir loka­drög að skil­mál­um, af­mörk­un svæð­is og um­sjón­ar­samn­ings vegna stofn­un­ar fólkvangs í Bring­um efst í Mos­fells­dal og legg­ur til að mál­ið verði sett í opið kynn­ing­ar­ferli. Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um gegn ein­um.

    • 2. Er­indi Skóg­rækt­ar­fé­lags Ís­lands varð­andi Græna stíg­inn201310041

      Erindi Skógræktarfélags Íslands þar sem hvatt er til áframhaldandi framkvæmda við Græna stíginn og nýtingu á stígum sem liggja meðfram Vesturlandsvegi sem hluta af því stígakerfi.

      Um­hverf­is­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við Græna stíg­inn með­fram Vest­ur­lands­vegi en hvet­ur jafn­framt til að áfram verði hug­að að stíg í gegn­um svo­nefnd­an Græn­an tref­il.

      • 3. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

        Lögð fram drög að tillögu svæðisskipulagsnefndar að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

        Til­laga að svæð­is­skipu­lagi kynnt stutt­lega af hálfu fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs en skipu­lag­ið var kynnt ít­ar­lega af hálfu full­trúa SSH í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar þann 10. apríl 2014.

        Um­hverf­is­nefnd ger­ir að til­lögu sinni að þeim at­huga­semd­um verði kom­ið á fram­færi við svæð­is­skipu­lags­nefnd að hug­að verði að sam­eig­in­legri kort­lagn­ingu á land- og nátt­úru­gæð­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu svo sem á fugla­lífi, vot­lendi, skóg­um, vist­kerf­um, jarð­hita­svæð­um, jarð­mynd­un­um, lands­lag o.s.frv. Þann­ig verði til upp­lýs­ing­ar sem gætu orð­ið lyftistöng fyr­ir úti­vist og ferða­þjón­ustu á svæð­inu til fram­tíð­ar. Það er stefna svæð­is­skipu­lags að vernda nátt­úru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Til þess að svo megi verða er mik­il­vægt að fram­an­greind­ar upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir.

        • 4. Er­indi SSH vegna end­ur­skoð­un­ar á vatns­vernd fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið201112127

          Lögð fram í formi glærukynningar drög að tillögu stýrihóps að skipulagi vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins eins og þau voru kynnt fyrir fulltrúaráði SSH 14.2.2014.

          Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynnti mál­ið og síð­an tóku við um­ræð­ur um það.

          • 5. Kort­lagn­ing stíga og slóða í Mos­fells­bæ 2010201012057

            Upplýst um stöðu vinnu við kortlagningu slóða í landi Mosfellsbæjar

            Formað­ur um­hverf­is­nefnd­ar og um­hverf­is­stjóri lögðu fram stöðu­skýrslu um stíga og slóða í Mos­fells­bæ en þar komu fram all­ar upp­lýs­ing­ar um fer­il þess.


            Um­hverf­is­nefnd lýs­ir ánægju sinni með þetta verk­efni og tel­ur að með því hafi ver­ið lagð­ur góð­ur grunn­ur að áfram­hald­andi vinnu í þess­um efn­um.

            • 6. Skoð­un á land­fyll­ingu við hest­húsa­hverfi Mos­fells­bæj­ar201403139

              Samantekt Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis vegna vinnu við skoðun á mögulegri urðun í landfyllingu í hesthúsahverfi Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar.

              Um­hverf­is­nefnd fagn­ar þeirri vinnu sem hafin er hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is vegna urð­un­ar við hest­húsa­hverfi Mos­fells­bæj­ar.

              Um­hverf­is­nefnd ósk­ar eft­ir því við heil­brigð­is­nefnd (þar sem um­hverf­is­nefnd hef­ur ekki um­boð til að óska eft­ir þess­um upp­lýs­ing­um) að tekin verði sýni við vatns­rás­ir á gamla urð­un­ar­svæð­inu. Börn eru að leik í og við hest­húsa­hverf­ið, þarna eru sömu­leið­is dýr og svæð­ið mjög vin­sælt til úti­vist­ar og því full ástæða til að kanna hvort þarna er meng­un í jarð­vegi og í vatni frá gamla urð­un­ar­staðn­um við Leiru­vog.

              • 7. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna á saurkólíg­erl­um við Leiru­vog 2004-2010201109113

                Erindi Sigrúnar Pálsdóttur og Hildar Margrétardóttur um stöðumat umhverfissviðs vegna saurgerlamengunar í og við Leiruvog

                Minn­is­blað um­hverf­is­stjóra um mál­ið kynnt og tek­ið til um­ræðu.
                Um­hverf­is­nefnd lýs­ir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem hafin er og fagn­ar því að grip­ið hef­ur ver­ið til úr­bóta.

                • 8. Fyr­ir­spurn til um­hverf­is­nefnd­ar vegna nátt­úru­vernd­ar­mála201404218

                  Fyrirspurn Úrsúlu Junemann til umhverfisnefndar vegna merkinga og eftirlits með náttúruverndarsvæðum í Mosfellsbæ

                  Um­hverf­is­stjóra fal­ið að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við minn­is­blað sem lagt var fram á fund­in­um.

                  • 9. Áhrif fram­kvæmda á Reykja­hvols­reit á líf­ríki og vatna­búskap Var­már201404173

                    Erindi Sigrúnar Pálsdóttur þar sem óskað er eftir umræðu um gatnaframkvæmdir sem hafnar eru við Reykjahvol og áhrif þeirra á Varmá

                    Um­hverf­is­nefnd harm­ar að aurugt vatn hafi runn­ið í stór­um stíl í Varmá vegna fram­kvæmda efst í Reykja­hverfi. Jafn­framt lýs­ir nefnd­in yfir ánægju sinni með þær mót­vægisað­gerð­ir sem ráð­ist hef­ur ver­ið í. Nefnd­in fel­ur um­hverf­is­sviði að fylgjast náið með fram­kvæmd­um á næst­unni.

                    Um­hverf­is­nefnd ger­ir að til­lögu sinni að Mos­fells­bær setji skýr­ar og metn­að­ar­full­ar verklags­regl­ur um um­gengni á við­kvæm­um nátt­úru­svæð­um sem fram­kvæmda­að­il­um verði gert að vinna eft­ir. Nefnd­in tel­ur mik­il­vægt að um­hverf­is­nefnd fái til um­fjöll­un­ar fram­kvæmd­ir á nátt­úru­svæð­um og ósk­ar eft­ir að fram­veg­is verði nefnd­in höfð með í ráð­um sem ekki var gert í þessu til­viki.

                    Katrín Dögg Hilm­ars­dótt­ir vék af fundi.

                    • 10. Um­ræða um rit­un fund­ar­gerða um­hverf­is­nefnd­ar201404143

                      Erindi Sigrúnar Pálsdóttur og Hildar Margrétardóttur þar sem óskað er eftir umræðu um ritun fundargerða umhverfisnefndar.

                      Til­laga um frá­vís­un er­ind­is borin upp til at­kvæða. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um gegn einu.

                      Bók­un full­trúa S- og M- lista
                      Full­trú­ar M- og S- lista mót­mæla harð­lega þeirri stað­hæf­ingu Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks að verklag við rit­un fund­ar­gerða komi um­hverf­is­nefnd ekki við.
                      Að gefnu til­efni ger­um við að til­lögu okk­ar að það verklag sem við­haft er við rit­un fund­ar­gerða í um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar verði tek­ið til gagn­gerr­ar end­ur­skoð­un­ar með það að leið­ar­ljósi að gera íbú­um og kjörn­um full­trú­um kleift að kynna sér þau mál í þaula sem eru til um­ræðu í nefnd­inni. Það sama á ef­laust við um fleiri nefnd­ir.
                      Það þarf vart að taka fram að vönd­uð rit­un fund­ar­gerða eru for­senda þess að bæj­ar­bú­ar geti tek­ið upp­lýsta af­stöðu til mála sem varða hags­muni þeirra og sveit­ar­fé­lags­ins, auk þess sem það ger­ir þeim bet­ur kleift að taka virk­an þátt í mót­un sam­fé­lags­ins.
                      Til­laga okk­ar felst í því að bæj­ar­ráði/bæj­ar­stjórn verði fal­ið að móta sem fyrst nýj­ar verklags­regl­ur um rit­un fund­ar­gerða hjá Mos­fells­bæ. Þau at­riði sem mik­il­vægt er að gerð sé ít­ar­legri grein fyr­ir í fund­ar­gerð eru:
                      (1) um­ræðu­efn­ið sjálft og með hvaða rök­um mál er tek­ið á dagskrá,
                      (2) þau mis­mun­andi sjón­ar­mið sem uppi eru í nefnd­inni um mál­ið (sé þess óskað),
                      (3) nið­ur­staða í hverju máli fyr­ir sig og með hvaða rök­um hún er feng­in, auk þess sem
                      (4) bæj­ar­bú­ar fái ra­f­ræn­an að­g­ang að þeim gögn­um sem fylgja fund­ar­boð­um svo framar­lega að ekki sé um trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar að ræða, - eins og reynd­ar mælst er til í leið­bein­ing­um Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um rit­un fund­ar­gerða.

                      • 11. Fund­ur í um­hverf­is­nefnd verði hald­inn í maí201404142

                        Erindi Sigrúnar Pálsdóttur og Hildar Margrétardóttur þar sem óskað er eftir því að haldinn verði auka fundur umhverfisnefndar í maí til að fylgja eftir þeim málum sem eru í vinnslu hjá stjórnsýslunni og hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis.

                        Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að lagt verði mat á það í maí­mán­uði hvort sér­stök ástæða verði til að boða til fund­ar þá. Sam­þykkt sam­hljóða með tveim­ur at­kvæð­um.

                        Almenn erindi - umsagnir og vísanir

                        • 12. Með­ferð of­an­vatns af hús­þök­um og lóð­um í Helga­fells­hverfi.201402133

                          Kynning á tillögum verkfræðistofunnar Verkís um ráðstafanir til að hreinsa ofanvatn af lóðum og þökum í Helgfellshverfi og veita því niður í jarðveg á staðnum. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umhverfisnefndar til kynningar á 365. fundi sínum þann 1. apríl 2014.

                          Um­hverf­is­nefnd tek­ur und­ir ábend­ing­ar skipu­lags­nefnd­ar um bún­að vegna of­an­vatns­hreins­un­ar og hvet­ur lóð­ar­hafa í Helga­fells­hverfi að nýta sér hann.

                          • 13. Drög að áætlun til þriggja ára um refa­veið­ar201404217

                            Erindi Umhverfisstofnunar þar sem óskað er umsagnar Mosfellsbæjar um drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar.

                            Um­hverf­is­nefnd er já­kvæð fyr­ir breyttri skip­an refa­veiða sem er kynnt í bréfi Um­hverf­is­stofn­un­ar frá 11. apríl 2014.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00