22. apríl 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Birta Jóhannesdóttir (BJó) 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fólkvangur í Bringum við Helgufoss201306072
Lögð fram lokadrög að friðlýsingaskilmálum, umsjónarsamningi og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum við Helgufoss í Mosfellsdal, til staðfestingar fyrir opið kynningarferli.
Fulltrúar M- og S-lista gera að tillögu sinni að fólkvangur í Bringum sem nú er í undirbúningi verði stækkaður, svæðið þrifið og ræktað upp, mörk fólkvangsins nái að mörkum Seljabrekku í norður og í vestur að mörkum Laxnesslands.
Tillaga um að vísa frá framangreindir tillögu um stækkun á friðlandi borin upp til atkvæða. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu að vísa tillögunni frá.
Umhverfisnefnd samþykkir lokadrög að skilmálum, afmörkun svæðis og umsjónarsamnings vegna stofnunar fólkvangs í Bringum efst í Mosfellsdal og leggur til að málið verði sett í opið kynningarferli. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einum.
2. Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi Græna stíginn201310041
Erindi Skógræktarfélags Íslands þar sem hvatt er til áframhaldandi framkvæmda við Græna stíginn og nýtingu á stígum sem liggja meðfram Vesturlandsvegi sem hluta af því stígakerfi.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við Græna stíginn meðfram Vesturlandsvegi en hvetur jafnframt til að áfram verði hugað að stíg í gegnum svonefndan Grænan trefil.
3. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040201306129
Lögð fram drög að tillögu svæðisskipulagsnefndar að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.
Tillaga að svæðisskipulagi kynnt stuttlega af hálfu framkvæmdastjóra umhverfissviðs en skipulagið var kynnt ítarlega af hálfu fulltrúa SSH í Listasal Mosfellsbæjar þann 10. apríl 2014.
Umhverfisnefnd gerir að tillögu sinni að þeim athugasemdum verði komið á framfæri við svæðisskipulagsnefnd að hugað verði að sameiginlegri kortlagningu á land- og náttúrugæðum á höfuðborgarsvæðinu svo sem á fuglalífi, votlendi, skógum, vistkerfum, jarðhitasvæðum, jarðmyndunum, landslag o.s.frv. Þannig verði til upplýsingar sem gætu orðið lyftistöng fyrir útivist og ferðaþjónustu á svæðinu til framtíðar. Það er stefna svæðisskipulags að vernda náttúru á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að framangreindar upplýsingar liggi fyrir.
4. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Lögð fram í formi glærukynningar drög að tillögu stýrihóps að skipulagi vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins eins og þau voru kynnt fyrir fulltrúaráði SSH 14.2.2014.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti málið og síðan tóku við umræður um það.
5. Kortlagning stíga og slóða í Mosfellsbæ 2010201012057
Upplýst um stöðu vinnu við kortlagningu slóða í landi Mosfellsbæjar
Formaður umhverfisnefndar og umhverfisstjóri lögðu fram stöðuskýrslu um stíga og slóða í Mosfellsbæ en þar komu fram allar upplýsingar um feril þess.
Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með þetta verkefni og telur að með því hafi verið lagður góður grunnur að áframhaldandi vinnu í þessum efnum.6. Skoðun á landfyllingu við hesthúsahverfi Mosfellsbæjar201403139
Samantekt Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis vegna vinnu við skoðun á mögulegri urðun í landfyllingu í hesthúsahverfi Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd fagnar þeirri vinnu sem hafin er hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis vegna urðunar við hesthúsahverfi Mosfellsbæjar.
Umhverfisnefnd óskar eftir því við heilbrigðisnefnd (þar sem umhverfisnefnd hefur ekki umboð til að óska eftir þessum upplýsingum) að tekin verði sýni við vatnsrásir á gamla urðunarsvæðinu. Börn eru að leik í og við hesthúsahverfið, þarna eru sömuleiðis dýr og svæðið mjög vinsælt til útivistar og því full ástæða til að kanna hvort þarna er mengun í jarðvegi og í vatni frá gamla urðunarstaðnum við Leiruvog.
7. Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010201109113
Erindi Sigrúnar Pálsdóttur og Hildar Margrétardóttur um stöðumat umhverfissviðs vegna saurgerlamengunar í og við Leiruvog
Minnisblað umhverfisstjóra um málið kynnt og tekið til umræðu.
Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem hafin er og fagnar því að gripið hefur verið til úrbóta.8. Fyrirspurn til umhverfisnefndar vegna náttúruverndarmála201404218
Fyrirspurn Úrsúlu Junemann til umhverfisnefndar vegna merkinga og eftirlits með náttúruverndarsvæðum í Mosfellsbæ
Umhverfisstjóra falið að svara bréfritara í samræmi við minnisblað sem lagt var fram á fundinum.
9. Áhrif framkvæmda á Reykjahvolsreit á lífríki og vatnabúskap Varmár201404173
Erindi Sigrúnar Pálsdóttur þar sem óskað er eftir umræðu um gatnaframkvæmdir sem hafnar eru við Reykjahvol og áhrif þeirra á Varmá
Umhverfisnefnd harmar að aurugt vatn hafi runnið í stórum stíl í Varmá vegna framkvæmda efst í Reykjahverfi. Jafnframt lýsir nefndin yfir ánægju sinni með þær mótvægisaðgerðir sem ráðist hefur verið í. Nefndin felur umhverfissviði að fylgjast náið með framkvæmdum á næstunni.
Umhverfisnefnd gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær setji skýrar og metnaðarfullar verklagsreglur um umgengni á viðkvæmum náttúrusvæðum sem framkvæmdaaðilum verði gert að vinna eftir. Nefndin telur mikilvægt að umhverfisnefnd fái til umfjöllunar framkvæmdir á náttúrusvæðum og óskar eftir að framvegis verði nefndin höfð með í ráðum sem ekki var gert í þessu tilviki.
Katrín Dögg Hilmarsdóttir vék af fundi.
10. Umræða um ritun fundargerða umhverfisnefndar201404143
Erindi Sigrúnar Pálsdóttur og Hildar Margrétardóttur þar sem óskað er eftir umræðu um ritun fundargerða umhverfisnefndar.
Tillaga um frávísun erindis borin upp til atkvæða. Samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu.
Bókun fulltrúa S- og M- lista
Fulltrúar M- og S- lista mótmæla harðlega þeirri staðhæfingu Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks að verklag við ritun fundargerða komi umhverfisnefnd ekki við.
Að gefnu tilefni gerum við að tillögu okkar að það verklag sem viðhaft er við ritun fundargerða í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar verði tekið til gagngerrar endurskoðunar með það að leiðarljósi að gera íbúum og kjörnum fulltrúum kleift að kynna sér þau mál í þaula sem eru til umræðu í nefndinni. Það sama á eflaust við um fleiri nefndir.
Það þarf vart að taka fram að vönduð ritun fundargerða eru forsenda þess að bæjarbúar geti tekið upplýsta afstöðu til mála sem varða hagsmuni þeirra og sveitarfélagsins, auk þess sem það gerir þeim betur kleift að taka virkan þátt í mótun samfélagsins.
Tillaga okkar felst í því að bæjarráði/bæjarstjórn verði falið að móta sem fyrst nýjar verklagsreglur um ritun fundargerða hjá Mosfellsbæ. Þau atriði sem mikilvægt er að gerð sé ítarlegri grein fyrir í fundargerð eru:
(1) umræðuefnið sjálft og með hvaða rökum mál er tekið á dagskrá,
(2) þau mismunandi sjónarmið sem uppi eru í nefndinni um málið (sé þess óskað),
(3) niðurstaða í hverju máli fyrir sig og með hvaða rökum hún er fengin, auk þess sem
(4) bæjarbúar fái rafrænan aðgang að þeim gögnum sem fylgja fundarboðum svo framarlega að ekki sé um trúnaðarupplýsingar að ræða, - eins og reyndar mælst er til í leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða.11. Fundur í umhverfisnefnd verði haldinn í maí201404142
Erindi Sigrúnar Pálsdóttur og Hildar Margrétardóttur þar sem óskað er eftir því að haldinn verði auka fundur umhverfisnefndar í maí til að fylgja eftir þeim málum sem eru í vinnslu hjá stjórnsýslunni og hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis.
Umhverfisnefnd leggur til að lagt verði mat á það í maímánuði hvort sérstök ástæða verði til að boða til fundar þá. Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
12. Meðferð ofanvatns af húsþökum og lóðum í Helgafellshverfi.201402133
Kynning á tillögum verkfræðistofunnar Verkís um ráðstafanir til að hreinsa ofanvatn af lóðum og þökum í Helgfellshverfi og veita því niður í jarðveg á staðnum. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umhverfisnefndar til kynningar á 365. fundi sínum þann 1. apríl 2014.
Umhverfisnefnd tekur undir ábendingar skipulagsnefndar um búnað vegna ofanvatnshreinsunar og hvetur lóðarhafa í Helgafellshverfi að nýta sér hann.
13. Drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar201404217
Erindi Umhverfisstofnunar þar sem óskað er umsagnar Mosfellsbæjar um drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar.
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir breyttri skipan refaveiða sem er kynnt í bréfi Umhverfisstofnunar frá 11. apríl 2014.