Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. nóvember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hjól­reiða­stíg­ur í mið­bæ201304311

    Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út hjólreiðastíg í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 17. október 2013 en þá voru tekin fyrir drög að samningi við Vegagerðina.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út fram­kvæmd hjól­reiða­stígs í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar.

    • 2. Er­indi Þórð­ar Ásmunds­son­ar varð­andi bygg­ing­ar­skil­mála í Leir­vogstungu201307085

      Erindi Þórðar Ásmundssonar varðandi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu verði framfylgt hvað varðar byggingarhraða o.fl.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela stjórn­sýslu­sviði að svara er­ind­inu í sam­ræmi við umæð­ur á fund­in­um. Jafn­framt er lögð til sú máls­með­ferð að um­hverf­is­sviði og stjórn­sýslu­sviði verði fal­ið að fara yfir með­fylgj­andi yf­ir­lit um bygg­ing­ar­svæði í Mos­fells­bæ og leggja val­kosti fyr­ir bæj­ar­ráð þar sem eft­ir at­vik­um verði horft til þeirra úr­ræða sem bréf­rit­ari vís­ar til í er­indi sínu.

      • 3. Er­indi Jóna­s­ar Sig­urðs­son­ar bæj­ar­ráðs­manns varð­andi rétt sveit­ar­stjórn­ar­manna til að fá mál tekin á dagskrá201310253

        Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir erindiu á dagskrá bæjarráðsfundar með ósk um að bæjarráð fjalli um málið með það að markmiði skýra þennan rétt. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda það sem fram kem­ur í um­sögn fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs til allra nefnda Mos­fells­bæj­ar og starfs­manna nefnda.

        • 4. Er­indi Mann­virkja­stofn­un­ar vegna gæða­stjórn­un­ar­kerf­is bygg­ing­ar­full­trúa201311036

          Erindi Mannvirkjastofnunar þar sem vakin er athygli á skyldum byggingarfulltrúa, vilji þeir annast yfirferð hönnunargagna og úttektir.

          Er­ind­ið lagt fram og jafn­framt verði það sent til um­hverf­is­sviðs.

          • 5. Er­indi Guðnýj­ar Hall­dórs­dótt­ur og Guðnýj­ar Dóru Gests­dótt­ur varð­andi dreif­ingu á úr­gangi úr minka­búi201311038

            Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi í Helgadal sem þær segja að valdi lyktarmengun í nágrenni Melkots og Gljúfrasteins.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs.

            • 6. Skóla­lóð Leir­vogstungu­skóla201311042

              Umhverfissvið óskar heimildar til útboðs.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði opið út­boð um frá­g­ang op­ins svæð­is við leik­skól­ann í Leir­vogstungu.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30