7. nóvember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hjólreiðastígur í miðbæ201304311
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út hjólreiðastíg í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 17. október 2013 en þá voru tekin fyrir drög að samningi við Vegagerðina.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út framkvæmd hjólreiðastígs í miðbæ Mosfellsbæjar.
2. Erindi Þórðar Ásmundssonar varðandi byggingarskilmála í Leirvogstungu201307085
Erindi Þórðar Ásmundssonar varðandi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu verði framfylgt hvað varðar byggingarhraða o.fl.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela stjórnsýslusviði að svara erindinu í samræmi við umæður á fundinum. Jafnframt er lögð til sú málsmeðferð að umhverfissviði og stjórnsýslusviði verði falið að fara yfir meðfylgjandi yfirlit um byggingarsvæði í Mosfellsbæ og leggja valkosti fyrir bæjarráð þar sem eftir atvikum verði horft til þeirra úrræða sem bréfritari vísar til í erindi sínu.
3. Erindi Jónasar Sigurðssonar bæjarráðsmanns varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá201310253
Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir erindiu á dagskrá bæjarráðsfundar með ósk um að bæjarráð fjalli um málið með það að markmiði skýra þennan rétt. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda það sem fram kemur í umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.
4. Erindi Mannvirkjastofnunar vegna gæðastjórnunarkerfis byggingarfulltrúa201311036
Erindi Mannvirkjastofnunar þar sem vakin er athygli á skyldum byggingarfulltrúa, vilji þeir annast yfirferð hönnunargagna og úttektir.
Erindið lagt fram og jafnframt verði það sent til umhverfissviðs.
5. Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi201311038
Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi í Helgadal sem þær segja að valdi lyktarmengun í nágrenni Melkots og Gljúfrasteins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
6. Skólalóð Leirvogstunguskóla201311042
Umhverfissvið óskar heimildar til útboðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði opið útboð um frágang opins svæðis við leikskólann í Leirvogstungu.