1. október 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 234201309019F
Fundargerð 234. afgreiðslufundar lögð fram
Fundargerðin lögð fram til kynningar á 350. fundi skipulagsnefndar.
1.1. Braut 123743, umsókn um byggingarleyfi 201309227
Herdís Þórisdóttir Æsustaðavegi 4 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta gluggum og gera smávægilegar innri fyrirkomulagsbreytingar á áður samþykktum uppdráttum fyrir óbyggt íbúðarhús að Æsustaðavegi 4
(Braut) samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.2. Bræðratunga / Umsókn um byggingarleyfi 201309191
Torfi Magnússon Baughúsi 17 Reykjavík sækir um leyfi til að endurbyggja úr steinsteypu húsið að Bræðratungu sem íbúðarhús samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: 1. hæð 120,0 m2, 2. hæð 56,3 m2, samtals 532,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.3. Laxatunga 25, umsókn um byggingarleyfi 201309156
Haraldur Reynisson Laxatungu 25 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 25 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.4. Lyngbrekka, umsókn um byggingarleyfi 201309043
Guðfinna Hjálmarsdóttir Hlíðarhjalla 45 Kópavogi sækir um leyfi fyrir reyndarteikningum, innrétta svefnloft og skriðkjallara með 180 cm lofthæð í sumarbústað sínum að Lyngbrekku í Miðdalslandi samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss: Skriðkjallari 74,5 m2, svefnloft 45,8 m2 145,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.5. Lynghóll 2, umsókn um byggingarleyfi 201309299
Vigdís Magnúsdóttir Sóleyjarima 71 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað sinn í Lynghólslandi samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun bústaðs 44,2 m2, 155,0 m3.
Stærð bústaðs eftir breytingu 91,4 m2, 301,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.6. Lækjarhlíð 1, umsókn um byggingarleyfi 201309242
Mosfellsbær Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja tvær færanlegar kennslustofur úr timbri, matshluta 13 og 14, á skólalóðinni að Lækjarhlíð 1 samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Staðsetning kennslustofanna er innan ramma deiliskipulags lóðarinnar.
Stærð hvorrar stofu er 83,6 m2, 328,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.7. Reykjahvoll 33, Umsókn um byggingarleyfi 201306156
Guðmundur Borgarsson ehf. sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 33 við Reykjahvol samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: Bílgeymsla 54,3 m2, íbúð 1. hæð 88,2 m2, 2. hæð 177,7 m2, samtals 1096,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.8. Stórikriki 33, umsókn um byggingarleyfi 201309362
Óðinn fasteignafélag Sigtúni 3 Selfossi sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu áðursamþykkt einbýlishús að Stórakrika 33.
Stækkun 36,3 m2, 127,0 m3.
Stærð húss eftir breytingu, íbúð 201,7 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 856,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.9. Svöluhöfði 9, umsókn um byggingarleyfi 201309228
Jón Kalmann Stefánsson Svöluhöfða 9 Mosfellsbæ sækir um að breyta innra skipulagi vinnustofu, aðkomu að geymslu og staðsetningu á inntaki veitna samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.10. Tunguvegur, umsókn um byggingarleyfi 201309231
Mosfellsbær Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja steyptar brýr og undirgöng við Skeiðholt, Varmá og Köldukvísl samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.11. Úr landi Minna- Mosfells (Villan),umsókn um að rífa húsið 201309264
Anna Steinarsdóttir Brekkukoti Mosfellsbæ og Magnús Steinarsson Þverholti 30 Reykjavík sækja um leyfi til að rífa sumarhúsið Villuna sem stendur á Bakkakotsvelli.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.12. Völuteigur 8, umsókn um byggingarleyfi 201309295
Bílapartasalan ehf og Gunnlaugur Bjarnason Lækjartúni 13 Mos. sækja um leyfi til að reisa 2 metra háa netgirðingu á lóðarmörkum hluta lóðarinnar að Völuteigi 8 samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
Almenn erindi
2. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. september 2013, þar sem tilkynnt er að stofnunin hafi staðfest aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 og sent auglýsingu um staðfestinguna í B-deild Stjórnartíðinda. Bréfinu fylgja undirrituð skipulagsgögn.
Skipulagsnefnd fagnar þessum merka áfanga og þakkar þeim starfsmönnum sem komu að verkefninu.
3. Landnúmer 125620 Þormóðsdal, ósk um byggingu frístundahúss201309155
Kristín Karólína Harðardóttir spyrst 6. september 2013 fyrir um möguleika á því að byggja frístundahús, hæð og ris, í stað eldra húss sem brann. Frestað á 349. fundi.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem stærð hússins er umfram 90 m2 viðmiðun sem fram kemur í aðalskipulagi.
4. Lnr. 125626, fyrirspurn um viðbyggingu við frístundahús201309467
Margrét Pála Ólafsdóttir spyrst þann 25. september fyrir um afstöðu nefndarinnar til hugmynda um viðbyggingu við frístundahús skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem stærð hússins er umfram 90 m2 viðmiðu sem fram kemur í aðalskipulagi.
5. Hraðahindrun við Leirutanga, erindi íbúa201305199
Undirskriftalisti sem barst 23. maí 2013 með nöfnum 9 íbúa við Leirutanga, sem óska eftir hraðahindrunum á þremur stöðum í götunni.
Nefndin vísar málinu til umsagnar bæjarverkfræðings.
6. Hjólreiðastígur í miðbæ201304311
Lagður fram uppdráttur af legu göngu- og hjólreiðastígs frá Litlaskógi um Miðbæ að Brúarlandi og fyrirhugaðri áfangaskiptingu hans.
Nefndin lýsir ánægju sinni með tillöguna.
7. Samræming á deiliskipulagi "Frá Reykjalundarvegi að Húsadal"2013082018
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um breytingar á skilmálum, sbr. bókun á 348. fundi, sjá minnisblað "Drög 2 að tillögu um breytingar."
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa nánari úrvinnslu tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við umræður á fundinum.
8. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun201001142
Lögð fram tillaga að fimm ára framkvæmda- og aðgerðaráætlun í umferðaröryggismálum.
Lagt fram.
9. Völuteigur 8, umsókn um byggingarleyfi201309295
Byggingarfulltrúi óskar aftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsókn um að reisa 2 m girðingu utan um lóðina samræmist deiliskipulagi.
Frestað.
10. Svæði fyrir lausa hunda í Mosfellsbæ201005206
Lögð fram tillaga umhverfisstjóra að staðsetningu umgirts svæðis austan Álafosskvosar, þar sem leyft verði að láta hunda ganga lausa.
Frestað.