11. júlí 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Jörgens Bendt Pedersen varðandi Norrænt þjóðdansamót 2014201304341
Erindi Jörgens Bendt Pedersen varðandi Norrænt þjóðdansamót 2014 sem fram fer á vegum Þjóðdansafélagsins en félagið leitar að samstarfssveitarfélagi vegna mótsins.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu og framkvæmdar íþróttafulltrúa.
2. Erindi Icefitness-Kraftasmiðurinn ehf. varðandi styrk vegna Skólahreysti 2013201304370
Erindi Icefitness-Kraftasmiðurinn ehf. þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 100 þúsund krónur vegna verkefnisins Skólahreysti 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að styrkja Skólahreysti með 100 þús. krónum.
3. Erindi Jóns Jósefs Bjarnasonar varðandi áskorun til bæjaráðs um að sendur verði fulltrúi Mosfellsbæjar á öll nauðungaruppboð í bæjarfélaginu201304271
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar. Svar Innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Mosfellsbæjar.
Fyrir fundinum lá svar Innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn bæjarráðs frá fyrr í sumar. Erindið lagt fram.
Tillaga kom fram um að boða Hagsmunasamtök heimilanna (HH) á fund bæjarráðs til að gefa þeim kost á að útskýra afstöðu samtakanna til málsins.
Fram kom málsmeðferðartillaga þess efnis að bæjarráðsmenn fái snda afstöðu HH til nauðungaruppboða senda þannig að þeir megi kynnar sér hana áður en samtökin verði boðuð á fund bæjarráðs.
Málsmeðferðartillagan samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Bókun bæjarráðsfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin leggur til að Hagsmunasamtök heimilanna verði fengið á næsta bæjarráðsfund til þess að útskýra fyrir bæjarráði svar þeirra við umsögn Samanbs Ísl. Sveitarfélaga við aðgerðum Rangárþings um að stöðva uppboð eins og óskað var eftir fyrir nokkrum vikum síðan en hefur í engu verið sinnt. Íbúahreyfingin lýsir furðu sinni á vilja- ábyrgðar og áhugaleysi fulltrúa D, V og S lista á þessu málii. Það er engin ástæða til þess að draga málið enn á langinn eins og formaður gerir með tillögu sinni, enda eru umræddar upplýsingarnar aðgengilegar öllum á vef Hagsmunasamtakanna og hafa komið fram í fjölmiðlum.
Bókun bæjarráðsfulltrúa D- og áheyrnarfulltrúa V lista.
Bæjarráð var fyrst að fá upplýsingar um tillögu fulltrúa Íbúahreyfingarinnar nú á fundinum. Rétt þykir að gefa fulltrúum í bæjarráði kost á að kynna sér málið áður en ákvörðun er tekin um framhald þess. Annað er ábyrgðarleysi.
Bókun áheyrnarfulltrúa S lista.
Vísa algjörlega á bug ásökun Íbúahreyfingarinnar um ábyrgðar- og áhugaleysi S- lista í þessu máli. Í því sambandi bendi ég á tillögu sem lögð var fram af S- lista í tengslum við þetta mál um Umboðsmann bæjarbúa sem hefði m.a. þetta hlutverk. Þessi tillaga S-lista er frekar til þess fallin að gæta þess að lagalegum réttindum bæjarbúa gagnvart opinberri stjórnsýslu.
Bókun bæjarráðsfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Samkvæmt 7. gr. sveitarstjórnarlaga er sveitarfélögum skylt að sinna þeim verkefnum sem þeim eru falin með lögum og vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna. Þar á meðal eru lög um félagsþjónustu sveitarfélaga en í 8. tl. 2. gr. þeirra er félagsþjónusta skilgreind þannig að hún nái m.a. yfir húsnæðismál og hefur skv. 1. gr. það markmið að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa, sem skal m.a. gert með því að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi, og að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál ásamt því að tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum. Samkvæmt 12 gr. skal slík aðstoð og þjónusta vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf, og er jafnframt áréttað í 46. gr. laganna að félagsmálanefndir skuli sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn. Slíkar lausnir gætu sveitarfélögin til dæmis fjármagnað með því að fullnýta heimildir laga um tekjustofna sveitarfélaga til álagningar svo hárra fasteignagjalda sem nauðsynleg væru, á hendur fjármálafyrirtækjum sem orðið hafa eigendur íbúðarhúsnæðis í kjölfar nauðungarsölu án undangengins dómsúrskurðar eða sölu á veðhafafundi eftir gjaldþrot af völdum ólögmætra lána, eða á grundvelli óréttmætra skilmála.
Bókun bæjarráðsfulltrúa D- og áheyrnarfulltrúa V lista.
Fulltrúar D- og V lista eru ósammála þeirri túlkun sem fram kemur í bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar varðandi lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem og að unnt sé að mismuna eigendum fasteigna með geðþóttaákvörðun um álagningu fasteignagjalda.4. Erindi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, fjárhagsáætlun vegna svæðisskipulags 2014201307058
Erindi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, þar sem gerð er grein fyrir nauðsynlegum fjárframlögum á fjárhagsáætlun vegna vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins á árinu 2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2014.
5. Erindi Þórðar Ásmundssonar varðandi byggingaskilmála í Leirvogstungu201307085
Erindi Þórðar Ásmundssonar varðandi að byggingaskilmálum í Leirvogstungu verði framfylgt hvað varðar byggingarhraða o.fl.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusvið og byggingarfulltrúa til umsagnar.
Fundargerðir til staðfestingar
6. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 207201306018F
Fundargerð 207. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Meint brot bílstjóra gegn farþega 201305082
Staða máls vegna meints brots bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðs fólks gegn farþega kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
6.2. Samningur um akstur fatlaðs fólks í Mosfellsbæ 200503199
Akstur fatlaðs fólks í Mosfellsbæ, beiðni rekstraraðila um endurskoðun á gjaldi fyrir þjónustu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
6.3. Skýrsla 2012 til Barnaverndarstofu 201211050
Skýrsla til Barnaverndarstofu um barnaverndarmál í Mosfellsbæ 2012, ásamt samantekt um þróun barnaverndarmála í Mosfellsbæ árin 2008-2012.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1129. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
6.4. Verklagsreglur vegna umsókna um styrkt fóstur 201306055
Verklagsreglur Barnaverndarstofu vegna umsókna um styrkt fóstur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
6.5. Landsfundur jafnréttisnefnda 2013 201306170
Landsfundur jafnréttisnefnda verður haldinn á Hvolsvelli 27. september 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1129. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
6.6. Framkvæmdaáætlun jafnréttismála 2013 201304310
Umfjöllun um jafnréttisdag skv. starfsáætlun fjölskyldunefndar 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1129. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
6.7. Trúnaðarmálafundur - 784 201306017F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 784. trúnaðarmálafundar lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
6.8. Barnaverndarmálafundur - 240 201306015F
Barnaverndarmálafundur afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 240. barnaverndarmálafundar lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
6.9. Barnaverndarmálafundur - 238 201306007F
Barnavernarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 238. barnaverndarmálafundar lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
6.10. Barnaverndarmálafundur - 239 201306008F
Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 239. barnaverndarmálafundar lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
6.11. Trúnaðarmálafundur - 781 201306003F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 781. trúnaðarmálafundar lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
6.12. Trúnaðarmálafundur - 782 201306009F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 781. trúnaðarmálafundar lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
6.13. Trúnaðarmálafundur - 783 201306016F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 781. trúnaðarmálafundar lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 346201306020F
.
Fundargerð 346. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun 201001142
Lögð fram umferðaröryggisskýrsla fyrir Mosfellsbæ dags. í júní 2013. Skýrslan er unnin á Umhverfissviði samkvæmt samstarfssamningi við Umferðarstofu frá 17.8.2010. Frestað á 345. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 346. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1129. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.2. Breytingar á deiliskipulagi 2.-4. áfanga Helgafellshverfis 201110295
Málið tekið til umræðu samkvæmt ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns. Frestað á 345. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 346. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1129. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.3. Laxnes 1, deiliskipulag reiðleiðar og akvegar 201206187
Málið tekið til umræðu samkvæmt ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns. Frestað á 345. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 346. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1129. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.4. Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana 201204069
Lögð fram hljóðkort fyrir Mosfellsbæ og drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða, sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Skv. tilskipuninni ber að kynna aðgerðaráætlunina fyrir bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Frestað á 345. fundi.
Á fundinn mættu fulltrúar verkfræðistofunnar Eflu, þau Bergþóra Kristjánsdóttir og Ólafur Daníelsson og gerðu grein fyrir aðgerðaráætluninni.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 346. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1129. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.5. Strætó bs., leiðakerfi 2014 201302039
Vegna vinnu að leiðakerfi 2014 óskaði Strætó bs. 4. febrúar 2013 eftir tillögum um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi í Mosfellsbæ ef einhverjar væru. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfis- og fræðslusviða um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 346. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1129. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.6. Svöluhöfði 9, Umsókn um breytingu 201306096
Jón Kalman Stefánsson sækir 12.6.2013 um leyfi til að breyta úliti og notkun bílskúrs. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Skipulagsnefndar um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 346. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1129. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 230201307001F
.
Fundargerð 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Arnartangi 55B, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslur. 201306097
Jón Ólafur Þórðarson Arnartanga 60 Mosfellsbæ og Jóhannes Berg Arnartanga 61 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja bílgeymslur úr timbri á lóðinni nr. 55B við Leirutanga samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð einingar 01, 28,2 m2, 82,6 m3.
Eining 02, 27,7 m2, 81,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.2. Bræðratunga, umsókn um niðurrif húss vegna fyrirhugaðrar endurbyggingar 201306238
Torfi Magnússon Bræðratungu Mosfellsbæ sækir um leyfi til að rífa vegna fyrirhugaðrar endurbyggingar sumarbústað úr timbri sem stendur á landi Bræðratungu.
Bústaðurinn er 139,8 m2,455,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.3. Dalland, umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun húss 201305047
B. Pálsson Austurstræti 18 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka íbúðarhúsið að Dallandi samkvæmt framlögðum gögnum. Um er að ræða stækkun eldhúss og búrs en byggingarefni er steinsteypa.
Skipulagsnefnd hefur fallið frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og gerir ekki athugasemdir við erindið.
Stærð viðbyggingar er 64,1 m2, 334,0 m3Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs..
8.4. Hlíðavöllur, umsókn um byggingarleyfi / stöðuleyfi. 201306301
Golfklúbburinn Kjölur við Súluhöfða Mosfellsbæ sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús úr timbri fyrir ungliða og afrekshópa samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð húss, 25,6 m2 og 85 m5,0 m3Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.5. Langitangi 2a - umsókn um byggingarleyfi 201305188
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi fyrir smávægilegum útlits og fyrirkomulagsbreytingum og reyndarteikningum fyrir hjúkrunarheimili að Langatanga 2A í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.6. Laxatunga 29, umsókn um byggingarleyfi 201304174
Kristín R Sigurðardóttir Laxatungu 29 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hússins nr. 29 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.7. Laxatunga 163, umsókn um byggingarleyfi 201306287
Guðbrandur Einarsson Álafossvegi 27 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útveggjagerð í forsteyptar einingar og innra fyrirkomulagi áður samþykkts einbýlishúss og bílgeymslu að Laxatungu 163 samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildar stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.8. Litlikriki 76, umsókn um byggingarleyfi 201304228
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum útlits og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 76 við Litlakrika í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir húss eru 3805,5 m2, 9156,9 m3Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.9. Reykjahlíð, gróðurstöð, umsókn um byggingarleyfi. 201305278
Þröstur Sigurðsson Reykjahlíð Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri og gleri gróðurhús og skrá sem matshluta 03 að Reykjahlíð samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss 222,0 m3.
Stærð húsa eftir breytingu 407,3 m2, 1130,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.10. Rituhöfði 2 Umsókn um byggingarleyfi 201306189
Stiven P Rogers Rituhöfða 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta glugga í hurð úr eldhúsi út á verönd hússins nr. 2 við Rituhöfða í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.11. Rituhöfði 4, umsókn um byggingarleyfi 201306173
Erlendur Ö Fjeldsted Rituhöfða 4 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta glugga í hurð úr eldhúsi út á verönd hússins nr. 4 við Rituhöfða í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.12. Stórikriki 29, umsókn um byggingarleyfi 201306113
Óðinn fasteignafélag Sigtúni 3 Selfossi sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og innbyggða bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr 29 við Stórakrika samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð , íbúð 165,4 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 728,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.13. Stórikriki 31, umsókn um byggingarleyfi 201306112
Óðinn fasteignafélag Sigtúni 3 Selfossi sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og innbyggða bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr 31 við Stórakrika samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð , íbúð 165,4 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 728,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.14. Stórikriki 33, umsókn um byggingarleyfi 201306111
Óðinn fasteignafélag Sigtúni 3 Selfossi sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og innbyggða bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr 33 við Stórakrika samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð , íbúð 165,4 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 728,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.15. Stórikriki 35, umsókn um byggingarleyfi 201306106
Óðinn fasteignafélag Sigtúni 3 Selfossi sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og innbyggða bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr 35 við Stórakrika samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð , íbúð 165,4 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 728,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
8.16. Svöluhöfði 9, Umsókn um breytingu 201306096
Jón Kalman Stefánsson sækir um leyfi til að breyta úliti og notkun bílskúrs hússins nr. 9 við Svöluhöfða í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um erindið og gerir ekki athugasemdir við það.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 230. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
9. Fundargerð 123. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201306288
.
Fundargerð 123. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 21. júní 2013 lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
10. Fundargerð 320. fundar Sorpu bs.201306289
.
Fundargerð 320. fundar Sorpu bs. frá 3. júní 2013 lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
11. Fundargerð 321. fundar Sorpu bs.201306290
.
Fundargerð 321. fundar Sorpu bs. frá 24. júní 2013 lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
12. Fundargerð 332. fundar stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201307059
.
Fundargerð 332. fundar stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1. júlí 2013 lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.
13. Fundargerð 807. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201307055
.
Fundargerð 807. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. júní 2013 lögð fram á 1129. fundi bæjarráðs.