Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. apríl 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Hita­veitu Sel­bæja ehf. varð­andi nýt­ingu bor­hola201206165

    Um er að ræða erindi er varðar hitaveituborholur í Seljabrekku Mosfellsdal. Áður á dagskrá 1079. fundar bæjarráðs og þar vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra til frek­ari skoð­un­ar.

    • 2. Er­indi Eir­ar, drög að skipu­lags­skrá til kynn­ing­ar201303319

      Erindi Eirar, drög að nýrri skipulagsskrá fyrir Eir hjúkrunarheimili til kynningar. Áður á dagskrá 1115. fundar bæjarráðs og þar vísað til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjölskyldusviða.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda inn fyr­ir­liggj­andi um­sögn við skipu­lags­skrána með at­huga­semd­um sem fram komu á fund­in­um.

      • 3. Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi eig­enda­stefnu Sorpu bs.201304215

        Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi eigendastefnu Sorpu bs. þar sem óskað er eftir staðfestingu Mosfellsbæjar á stefnunni. Páll Guðjónsson framkv.stj. SSH verður gestur fundarins.

        Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Páll Guð­jóns­son (PG) fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

        Páll Guð­jóns­son fór yfir fyr­ir­liggj­andi eig­enda­stefnu Sorpu bs., út­skýrði helstu at­riði henn­ar og svar­aði fyr­ir­spurn­um bæj­ar­ráðs­manna varð­andi hana.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa fyr­ir­liggj­andi eig­enda­stefnu Sorpu bs.

        • 4. Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi eig­enda­stefnu Strætó bs.201304216

          Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi eigendastefnu Strætó bs. þar sem óskað er eftir staðfestingu Mosfellsbæjar á stefnunni. Páll Guðjónsson framkv.stj. SSH verður gestur fundarins.

          Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Páll Guð­jóns­son (PG) fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

          Páll Guð­jóns­son fór yfir fyr­ir­liggj­andi eig­enda­stefnu Strætó bs., út­skýrði helstu at­riði henn­ar og svar­aði fyr­ir­spurn­um bæj­ar­ráðs­manna varð­andi hana.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa fyr­ir­liggj­andi eig­enda­stefnu Stætó bs.

          • 5. Er­indi SSH (verk­efna­hóp­ur 20) vegna sókn­aráætl­un­ar201108261

            Erindi SSH (verkefnahópur 20) varðandi sóknaráætlun 2013, lokaskjal ásamt samningi. Páll Guðjónsson framkv.stj. SSH verður gestur fundarins.

            Frestað.

            • 6. Er­indi UMSK þar sem bæj­ar­stjórn er þakkað sam­st­arf vegna Lands­móts UMFÍ 50201304248

              Erindi UMSK þar sem bæjarstjórn er þakkað samstarf vegna Landsmóts UMFÍ 50 sem haldið var í Mosfellsbæ síðast liðið sumar.

              Er­ind­ið lagt fram og jafn­framt vísað til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til kynn­ing­ar.

              • 7. Út­boð á tíma­gjaldi í iðn­grein­um201212024

                Um er að ræða útboð á tímavinnu verktaka í minni háttar og tilfallandi viðhaldsverkefnum á vegum Eignasjóðs Mosfellsbæjar.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga á grund­velli út­boðs­ins.

                • 8. Út­boð á rekstri í Eir­hömr­um201212100

                  Rekstur fótaaðgerðarstofu og hárgreiðslustofu í þjónustumiðstöð Eirhamra.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fjöl­skyldu­sviði að semja við hæst­bjóð­anda.

                  • 9. Er­indi Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar201304271

                    Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar sem fylgir erindinu úr hlaði á fundinum.

                    Frestað.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30