18. apríl 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Hitaveitu Selbæja ehf. varðandi nýtingu borhola201206165
Um er að ræða erindi er varðar hitaveituborholur í Seljabrekku Mosfellsdal. Áður á dagskrá 1079. fundar bæjarráðs og þar vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til frekari skoðunar.
2. Erindi Eirar, drög að skipulagsskrá til kynningar201303319
Erindi Eirar, drög að nýrri skipulagsskrá fyrir Eir hjúkrunarheimili til kynningar. Áður á dagskrá 1115. fundar bæjarráðs og þar vísað til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjölskyldusviða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda inn fyrirliggjandi umsögn við skipulagsskrána með athugasemdum sem fram komu á fundinum.
3. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi eigendastefnu Sorpu bs.201304215
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi eigendastefnu Sorpu bs. þar sem óskað er eftir staðfestingu Mosfellsbæjar á stefnunni. Páll Guðjónsson framkv.stj. SSH verður gestur fundarins.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Páll Guðjónsson (PG) framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Páll Guðjónsson fór yfir fyrirliggjandi eigendastefnu Sorpu bs., útskýrði helstu atriði hennar og svaraði fyrirspurnum bæjarráðsmanna varðandi hana.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta fyrirliggjandi eigendastefnu Sorpu bs.
4. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi eigendastefnu Strætó bs.201304216
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi eigendastefnu Strætó bs. þar sem óskað er eftir staðfestingu Mosfellsbæjar á stefnunni. Páll Guðjónsson framkv.stj. SSH verður gestur fundarins.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Páll Guðjónsson (PG) framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Páll Guðjónsson fór yfir fyrirliggjandi eigendastefnu Strætó bs., útskýrði helstu atriði hennar og svaraði fyrirspurnum bæjarráðsmanna varðandi hana.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta fyrirliggjandi eigendastefnu Stætó bs.
5. Erindi SSH (verkefnahópur 20) vegna sóknaráætlunar201108261
Erindi SSH (verkefnahópur 20) varðandi sóknaráætlun 2013, lokaskjal ásamt samningi. Páll Guðjónsson framkv.stj. SSH verður gestur fundarins.
Frestað.
6. Erindi UMSK þar sem bæjarstjórn er þakkað samstarf vegna Landsmóts UMFÍ 50201304248
Erindi UMSK þar sem bæjarstjórn er þakkað samstarf vegna Landsmóts UMFÍ 50 sem haldið var í Mosfellsbæ síðast liðið sumar.
Erindið lagt fram og jafnframt vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.
7. Útboð á tímagjaldi í iðngreinum201212024
Um er að ræða útboð á tímavinnu verktaka í minni háttar og tilfallandi viðhaldsverkefnum á vegum Eignasjóðs Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga á grundvelli útboðsins.
8. Útboð á rekstri í Eirhömrum201212100
Rekstur fótaaðgerðarstofu og hárgreiðslustofu í þjónustumiðstöð Eirhamra.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjölskyldusviði að semja við hæstbjóðanda.
9. Erindi Jóns Jósefs Bjarnasonar201304271
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar sem fylgir erindinu úr hlaði á fundinum.
Frestað.