Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. febrúar 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2012-2030201301589

    Umræður í framhaldi af kynningarfundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar 19. febrúar.

    Nefnd­in fel­ur full­trú­um í svæð­is­skipu­lags­nefnd að koma á fram­færi at­huga­semd­um og sjón­ar­mið­um Mos­fells­bæj­ar varð­andi fram­tíð­ar upp­bygg­ingu Sorpu á Álfs­nesi.

    • 2. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

      Ákvörðun um stað og stund fyrir almennan kynningarfund á auglýsingartíma tillögu að aðalskipulagi 2011-2030.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa og formanni nefnd­ar­inn­ar að und­ir­búa kynn­ing­ar­f­und og við­tals­tíma vegna kynn­ing­ar á að­al­skipu­lag­inu.

      • 3. Stórikriki 29-37, fyr­ir­spurn um að breyta ein­býl­is­hús­um í par­hús á deili­skipu­lagi201211054

        Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 31. janúar 2013, sbr. bókun á 333. fundi. Frestað á 336. fundi.

        Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og jafn­framt kynnt sér­stak­lega fyr­ir ná­grönn­um, þ.e. eig­end­um húsa nr. 12-22 og 25, 27 og 39 við Stórakrika.
        Bók­un Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
        Bent er á að hverf­ið er að mest­um hluta full­byggt og því ekki boð­legt að breyta þeim for­send­um sem gefn­ar voru við út­hlut­un lóð­ana og deili­skipu­lags á svæð­inu. Bæj­ar­yf­ir­völd­um ber fyrst og fremst að hafa hags­muni þeirra íbúa sem fyr­ir eru í hverf­inu að leið­ar­ljósi.
        Meiri­hluti V og D lista bend­ir á að stjórn­sýslu­legt ferli er þeg­ar haf­ið í kjöl­far um­sókn­ar lóð­ar­hafa og því eðli­legt að það verði klárað með lög­bundn­um hætti og all­ir að­il­ar máls fái að koma sín­um sjón­ar­mið­um á fram­færi. Meiri­hlut­inn bend­ir einn­ig á að geng­ið er lengra í kynn­ingu en lög gera ráð fyr­ir, með því að senda öll­um hags­muna­að­il­um kynn­ing­ar­bréf til að tryggja mögu­leika þeirra á að­komu að mál­inu.

        • 4. Starfs­áætlun Skipu­lags­nefnd­ar 2013201302069

          Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulagsnefndar árið 2013, sbr. bókun 594. bæjarstjórnarfundar þann 21.11.2012. Frestað á 336. fundi.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir fram­lagða starfs­áætlun.

          • 5. Fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi vegna Desja­mýri 1201301425

            Karl Emilsson f.h. Oddsmýrar ehf. óskar með bréfi 17. janúar 2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmyndar um breytingar á deiliskipulagi skv. meðf. skýringarmyndum. Í hugmyndinni felst að á lóðina komi geymsluhúsnæði í samtals 108 einingum, 26 m2 hver. Frestað á 336. fundi.

            Nefnd­in tel­ur lóð nr 7 hent­ugri und­ir bygg­ing­ar af því tagi sem fyr­ir­spurn­in ger­ir ráð fyr­ir, þar sem hún er ekki í út­jaðri hverf­is­ins og hæð­armun­ur er þar einna minnst­ur. Nefnd­in ósk­ar eft­ir nán­ar út­færð­um hug­mynd­um um hugs­an­legt fyr­ir­komulag bygg­inga á þeirri lóð, áður en hún tek­ur end­an­lega af­stöðu til þess hvort hún heim­il­ar gerð til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu.

            • 6. Völu­teig­ur 23, fyr­ir­spurn um leyfi fyr­ir fjar­skipta­m­astri201302070

              Ari Hermann Oddsson f.h. Björgunarsveitarinnar Kyndils óskar 28. janúar 2013 eftir því að leyfi verði veitt fyrir fjarskiptamastri, sem þegar hefur verið komið fyrir á lóðinni. Frestað á 336. fundi.

              Nefnd­in sam­þykk­ir að er­ind­ið verði grennd­arkynnt þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

              • 7. Strætó bs., leiða­kerfi 2014201302039

                Vegna vinnu að leiðakerfi 2014 óskar Strætó bs. 4. febrúar 2013 eftir tillögum fyrir 10. júní 2013 um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi í Mosfellsbæ ef einhverjar eru. Frestað á 337. fundi.

                Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir um­sögn­um frá fram­kvæmda­stjór­um fræðslu- og um­hverf­is­sviða

                • 8. Deili­skipu­lag Varmár­skóla­svæð­is200803137

                  Gerð verður grein fyrir fundum með ungmennaráði, skólaráði og foreldrafélagi Varmárskóla, þar sem fyrirliggjandi tillögur að deiliskipulagi voru kynntar.

                  Frestað.

                  • 9. Huldu­hóla­svæði, breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi 2013201302234

                    Vegna áforma um gerð göngu- og hjólreiðastígs með Vesturlandsvegi að norðan, er lagt til að deiliskipulagi Hulduhólasvæðis verði breytt og stígurinn færður þar inn, auk nokkurra annarra breytinga.

                    Frestað.

                    • 10. Leir­vogstunga, um­sókn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi200801206

                      Vegna áforma um hönnun og lagningu Tunguvegar er nauðsynlegt að auglýsa að nýju breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu að því er varðar veginn og reiðleið vestan hans. Breytingin var áður auglýst í janúar 2009 ásamt nokkrum öðrum breytingum á deiliskipulagi hverfisins, sem ekki fengu endanlega afgreiðslu, en voru síðast á dagskrá nefndarinnar á 249. fundi.

                      Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að láta vinna til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi Leir­vogstungu­hverf­is í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00