26. febrúar 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðalskipulag Reykjavíkur 2012-2030201301589
Umræður í framhaldi af kynningarfundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar 19. febrúar.
Nefndin felur fulltrúum í svæðisskipulagsnefnd að koma á framfæri athugasemdum og sjónarmiðum Mosfellsbæjar varðandi framtíðar uppbyggingu Sorpu á Álfsnesi.
2. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Ákvörðun um stað og stund fyrir almennan kynningarfund á auglýsingartíma tillögu að aðalskipulagi 2011-2030.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að undirbúa kynningarfund og viðtalstíma vegna kynningar á aðalskipulaginu.
3. Stórikriki 29-37, fyrirspurn um að breyta einbýlishúsum í parhús á deiliskipulagi201211054
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 31. janúar 2013, sbr. bókun á 333. fundi. Frestað á 336. fundi.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og jafnframt kynnt sérstaklega fyrir nágrönnum, þ.e. eigendum húsa nr. 12-22 og 25, 27 og 39 við Stórakrika.
Bókun Íbúahreyfingarinnar:
Bent er á að hverfið er að mestum hluta fullbyggt og því ekki boðlegt að breyta þeim forsendum sem gefnar voru við úthlutun lóðana og deiliskipulags á svæðinu. Bæjaryfirvöldum ber fyrst og fremst að hafa hagsmuni þeirra íbúa sem fyrir eru í hverfinu að leiðarljósi.
Meirihluti V og D lista bendir á að stjórnsýslulegt ferli er þegar hafið í kjölfar umsóknar lóðarhafa og því eðlilegt að það verði klárað með lögbundnum hætti og allir aðilar máls fái að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Meirihlutinn bendir einnig á að gengið er lengra í kynningu en lög gera ráð fyrir, með því að senda öllum hagsmunaaðilum kynningarbréf til að tryggja möguleika þeirra á aðkomu að málinu.4. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2013201302069
Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulagsnefndar árið 2013, sbr. bókun 594. bæjarstjórnarfundar þann 21.11.2012. Frestað á 336. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða starfsáætlun.
5. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi vegna Desjamýri 1201301425
Karl Emilsson f.h. Oddsmýrar ehf. óskar með bréfi 17. janúar 2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmyndar um breytingar á deiliskipulagi skv. meðf. skýringarmyndum. Í hugmyndinni felst að á lóðina komi geymsluhúsnæði í samtals 108 einingum, 26 m2 hver. Frestað á 336. fundi.
Nefndin telur lóð nr 7 hentugri undir byggingar af því tagi sem fyrirspurnin gerir ráð fyrir, þar sem hún er ekki í útjaðri hverfisins og hæðarmunur er þar einna minnstur. Nefndin óskar eftir nánar útfærðum hugmyndum um hugsanlegt fyrirkomulag bygginga á þeirri lóð, áður en hún tekur endanlega afstöðu til þess hvort hún heimilar gerð tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
6. Völuteigur 23, fyrirspurn um leyfi fyrir fjarskiptamastri201302070
Ari Hermann Oddsson f.h. Björgunarsveitarinnar Kyndils óskar 28. janúar 2013 eftir því að leyfi verði veitt fyrir fjarskiptamastri, sem þegar hefur verið komið fyrir á lóðinni. Frestað á 336. fundi.
Nefndin samþykkir að erindið verði grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
7. Strætó bs., leiðakerfi 2014201302039
Vegna vinnu að leiðakerfi 2014 óskar Strætó bs. 4. febrúar 2013 eftir tillögum fyrir 10. júní 2013 um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi í Mosfellsbæ ef einhverjar eru. Frestað á 337. fundi.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögnum frá framkvæmdastjórum fræðslu- og umhverfissviða
8. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis200803137
Gerð verður grein fyrir fundum með ungmennaráði, skólaráði og foreldrafélagi Varmárskóla, þar sem fyrirliggjandi tillögur að deiliskipulagi voru kynntar.
Frestað.
9. Hulduhólasvæði, breytingar á deiliskipulagi 2013201302234
Vegna áforma um gerð göngu- og hjólreiðastígs með Vesturlandsvegi að norðan, er lagt til að deiliskipulagi Hulduhólasvæðis verði breytt og stígurinn færður þar inn, auk nokkurra annarra breytinga.
Frestað.
10. Leirvogstunga, umsókn um breytingar á deiliskipulagi200801206
Vegna áforma um hönnun og lagningu Tunguvegar er nauðsynlegt að auglýsa að nýju breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu að því er varðar veginn og reiðleið vestan hans. Breytingin var áður auglýst í janúar 2009 ásamt nokkrum öðrum breytingum á deiliskipulagi hverfisins, sem ekki fengu endanlega afgreiðslu, en voru síðast á dagskrá nefndarinnar á 249. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstunguhverfis í samræmi við umræður á fundinum.