16. maí 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Eir hjúkrunarheimili201211098
Á fundinn mættu forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins Eirar og kynntu þeir stöðu og næstu skref í málefnum hjúkrunarheimilisins.
Á fundinn mættu undir þessum dagskrárlið Jón Sigurðsson (JSi) stjórnarformaður Eirar, Helgi Jóhannesson (HJó) lögmaður Eirar og Sigurður Rúnar Sigurjónsson framkvæmdastjóri Eirar (SRS).
Einnig mættur á fundinn Ásgeir Sigurgestsson (ÁS) verkefnafulltrúi á fjölskyldusviði Mosfellsbæjar.
Fulltrúar Eirar kynntu og svöruðu spurningum um stöðu og framtíð Eirar.2. Erindi Andrésar Ólafssonar vegna óska um nytja á túnum í landi Reykjahlíðar201304298
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra vegna erindis Andrésar Ólafssonar um leigu á túnum í eigu Mosfellsbæjar úr landi Reykjahlíðar. Málinu var vísað til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar á 1119. fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela stjórnsýslusviði að stilla upp samningi um útleigu á umræddum túnum.
3. Skálahlíð og Brattahlíð, breytingar á deiliskipulagi 2013201302234
Vegna deiliskipulagsbreytinga varðandi Hjallabrekku(lóð minnkar um hluta sem verður útikennslusvæði, inn kemur nýr byggingarreitur). Ganga þarf frá samkomulagi við eigendur svo að auglýsa megi tillöguna.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela stjórnsýslusviði að stilla upp samkomulagsdrögum um minnkun leigulóðar við Hjallabrekku gegn stærri byggingarreit við núverandi íbúðarhús á lóðinni.
4. Rekstur deilda janúar til mars 2013201305103
Fjármálastjóri leggur fram yfirlit yfir rekstur deilda vegna janúar til mars 2013.
Erindið lagt fram.
5. Iðnaðarrekstur að Brattholti 1201305119
Iðnaðarrekstur að Brattholti 1, Jón Jósef Bjarnarson áheyrnarfulltrúi í bæjarráði óskar eftir að lóðin verði rýmd nú þegar og lögheimili Afltækni vélaleigu verði þegar í stað flutt úr íbúðarhverfinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfis- og stjórnsýslusviðs.