Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. maí 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Eir hjúkr­un­ar­heim­ili201211098

    Á fundinn mættu forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins Eirar og kynntu þeir stöðu og næstu skref í málefnum hjúkrunarheimilisins.

    Á fund­inn mættu und­ir þess­um dag­skrárlið Jón Sig­urðs­son (JSi) stjórn­ar­formað­ur Eir­ar, Helgi Jó­hann­esson (HJó) lög­mað­ur Eir­ar og Sig­urð­ur Rún­ar Sig­ur­jóns­son fram­kvæmda­stjóri Eir­ar (SRS).

    Einn­ig mætt­ur á fund­inn Ás­geir Sig­ur­gests­son (ÁS) verk­efna­full­trúi á fjöl­skyldu­sviði Mos­fells­bæj­ar.


    Full­trú­ar Eir­ar kynntu og svör­uðu spurn­ing­um um stöðu og fram­tíð Eir­ar.

    • 2. Er­indi Andrés­ar Ólafs­son­ar vegna óska um nytja á tún­um í landi Reykja­hlíð­ar201304298

      Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra vegna erindis Andrésar Ólafssonar um leigu á túnum í eigu Mosfellsbæjar úr landi Reykjahlíðar. Málinu var vísað til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar á 1119. fundi bæjarráðs.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela stjórn­sýslu­sviði að stilla upp samn­ingi um út­leigu á um­rædd­um tún­um.

      • 3. Skála­hlíð og Bratta­hlíð, breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi 2013201302234

        Vegna deiliskipulagsbreytinga varðandi Hjallabrekku(lóð minnkar um hluta sem verður útikennslusvæði, inn kemur nýr byggingarreitur). Ganga þarf frá samkomulagi við eigendur svo að auglýsa megi tillöguna.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela stjórn­sýslu­sviði að stilla upp sam­komu­lags­drög­um um minnk­un leigu­lóð­ar við Hjalla­brekku gegn stærri bygg­ing­ar­reit við nú­ver­andi íbúð­ar­hús á lóð­inni.

        • 4. Rekst­ur deilda janú­ar til mars 2013201305103

          Fjármálastjóri leggur fram yfirlit yfir rekstur deilda vegna janúar til mars 2013.

          Er­ind­ið lagt fram.

          • 5. Iðn­að­ar­rekst­ur að Bratt­holti 1201305119

            Iðnaðarrekstur að Brattholti 1, Jón Jósef Bjarnarson áheyrnarfulltrúi í bæjarráði óskar eftir að lóðin verði rýmd nú þegar og lögheimili Afltækni vélaleigu verði þegar í stað flutt úr íbúðarhverfinu.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is- og stjórn­sýslu­sviðs.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30