Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. maí 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Reykja­hlíð garð­yrkja, ósk um breyt­ingu nafns í Suð­urá.201303340

    Þröstur Sigurðsson og Júlíana R Einarsdóttir gróðrarstöðinni Reykjahlíð landnr. 123758 sækja um leyfi til að breyta nafni býlis síns úr "Reykjahlíð garðyrkja" í "Suðurá". Fyrir liggur jákvæð umsögn örnefnanefndar. Afgreiðslu var frestað á 341. fundi.

    Sam­þykkt.

    • 2. Breyt­ing­ar á svæð­is­skipu­lagi 2013 vegna end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags Rvík­ur o.fl.201304385

      Með bréfi dags. 23. apríl 2013 óskar Hrafnkell Á Proppé f.h. svæðisskipulagsnefndar eftir því að Mosfellsbær samþykki meðfylgjandi tillögur að breytingum á svæðisskipulagi í auglýsingu sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að taka sam­an drög að um­sögn fyr­ir næsta fund.

      • 3. Deili­skipu­lag Varmár­skóla­svæð­is200803137

        Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, unnin af Landslagi ehf., dagsett. 3.5.2013. Í tillögunni eru markaðir byggingarreitir fyrir stjórnunarbyggingu og tengibyggingar milli eldri og yngri deilda og fjallað um leiksvæði á lóð, gönguleiðir, aðkomugötur og bílastæði.

        Nefnd­in ósk­ar eft­ir því að samin verði verk­efn­is­lýs­ing fyr­ir deili­skipu­lag­ið í sam­ræmi við skipu­lagslög og nýja skipu­lags­reglu­gerð.

        • 4. Huldu­hóla­svæði, breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi 2013201302234

          Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis, unnin af Landslagi ehf., dagsett. 3.5.2013. Helstu breytingar eru þær að settur er inn göngu- og hjólreiðastígur milli Vesturlandsvegar og Skálahíðar, legu ýmissa stíga á svæðinu breytt, gert ráð fyrir útikennslustofum í trjálund úr lóð Hjallabrekku nyrst, og gerður byggingareitur fyrir viðbyggingu við Hjallabrekku.

          Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga þeg­ar geng­ið hef­ur ver­ið frá sam­komu­lagi við eig­end­ur Hjalla­brekku um fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar sem varða lóð­ina. Jafn­framt verði stíg­ur­inn færð­ur inn á deili­skipu­lag við Langa­tanga og sú breyt­ing aug­lýst sam­hliða.

          • 5. Stórikriki 29-37, fyr­ir­spurn um að breyta ein­býl­is­hús­um í par­hús á deili­skipu­lagi201211054

            Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 15.3.2013 með athugasemdafresti til 26.4.2013. Meðfylgjandi athugasemd barst, dagsett 15.4.2013 og undirrituð af 24 íbúum/húseigendum við Stórakrika.

            Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að taka sam­an drög að svör­um fyr­ir næsta fund.

            • 6. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

              Teknar fyrir að nýju athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi, framhald umfjöllunar á 339., 340. og 341. fundi. Lögð fram ný útgáfa af samantekt athugasemda og drögum að svörum.

              Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að ljúka við frá­g­ang á svör­um við at­huga­semd­um og leggja fyr­ir næsta fund.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00