7. maí 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reykjahlíð garðyrkja, ósk um breytingu nafns í Suðurá.201303340
Þröstur Sigurðsson og Júlíana R Einarsdóttir gróðrarstöðinni Reykjahlíð landnr. 123758 sækja um leyfi til að breyta nafni býlis síns úr "Reykjahlíð garðyrkja" í "Suðurá". Fyrir liggur jákvæð umsögn örnefnanefndar. Afgreiðslu var frestað á 341. fundi.
Samþykkt.
2. Breytingar á svæðisskipulagi 2013 vegna endurskoðunar aðalskipulags Rvíkur o.fl.201304385
Með bréfi dags. 23. apríl 2013 óskar Hrafnkell Á Proppé f.h. svæðisskipulagsnefndar eftir því að Mosfellsbær samþykki meðfylgjandi tillögur að breytingum á svæðisskipulagi í auglýsingu sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman drög að umsögn fyrir næsta fund.
3. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis200803137
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, unnin af Landslagi ehf., dagsett. 3.5.2013. Í tillögunni eru markaðir byggingarreitir fyrir stjórnunarbyggingu og tengibyggingar milli eldri og yngri deilda og fjallað um leiksvæði á lóð, gönguleiðir, aðkomugötur og bílastæði.
Nefndin óskar eftir því að samin verði verkefnislýsing fyrir deiliskipulagið í samræmi við skipulagslög og nýja skipulagsreglugerð.
4. Hulduhólasvæði, breytingar á deiliskipulagi 2013201302234
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis, unnin af Landslagi ehf., dagsett. 3.5.2013. Helstu breytingar eru þær að settur er inn göngu- og hjólreiðastígur milli Vesturlandsvegar og Skálahíðar, legu ýmissa stíga á svæðinu breytt, gert ráð fyrir útikennslustofum í trjálund úr lóð Hjallabrekku nyrst, og gerður byggingareitur fyrir viðbyggingu við Hjallabrekku.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar gengið hefur verið frá samkomulagi við eigendur Hjallabrekku um fyrirhugaðar breytingar sem varða lóðina. Jafnframt verði stígurinn færður inn á deiliskipulag við Langatanga og sú breyting auglýst samhliða.
5. Stórikriki 29-37, fyrirspurn um að breyta einbýlishúsum í parhús á deiliskipulagi201211054
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 15.3.2013 með athugasemdafresti til 26.4.2013. Meðfylgjandi athugasemd barst, dagsett 15.4.2013 og undirrituð af 24 íbúum/húseigendum við Stórakrika.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman drög að svörum fyrir næsta fund.
6. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Teknar fyrir að nýju athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi, framhald umfjöllunar á 339., 340. og 341. fundi. Lögð fram ný útgáfa af samantekt athugasemda og drögum að svörum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ljúka við frágang á svörum við athugasemdum og leggja fyrir næsta fund.