17. nóvember 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Samþykkt að taka á dagskrá fundarins sem 5. dagskrárlið erindi nr. 201004045 staða og ásýnd á byggingarsvæðum.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
2. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201109233
Áður á dagskrá 1049. fundar bæjarráðs þar sem umræður fóru fram. Framkvæmdastjórar umhverfis- og stjórnsýslusviðs gera grein fyrir stöðu málsins. Engin gögn lögð fram.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Ásbjörn Þorvarðarson (ÁS) byggingarfulltrúi.
Til máls tóku: HS, ÁÞ, SÓJ, JJB, BH og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að skrifa stjórn SSH bréf þar sem því er beint til stjórnarinnar að hún beiti sér fyrir því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni saman í því, í samvinnu við lögreglustjóraembættið og eftir atvikum Mannvirkjastofnun, að sett verði samræmd ákvæði í lögreglusamþykktir fyrir höfuðborgarsvæðið og nauðsynlegar lagfæringar gerðar á lagagrunni til þess að styrkja setningu nýrrar lögreglusamþykktar m.a. hvað varðar stöðu vinnuvéla og tækja á lóðum og á götum í íbúðhverfum sem þykja geta valdið íbúum ónæði.
3. Rekstraryfirlit janúar til september 2011201111071
Áður á dagskrá 1051. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað til næsta fundar.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, PJL og HSv.
Fjármálastjóri fór yfir og útskýrði rekstraryfirlit Mosfellsbæjar fyrir janúar til september.
4. Styrkbeiðni vegna Snorraverkefnis árið 2012201111095
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar og afgreiðslu.
5. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010201004045
Áður á dagskrá 1047. fundar það sem álagning dagsekta var samþykkt. Tillaga er nú gerð um álagningu dagsekta vegna tveggja lóða.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Ásbjörn Þorvarðarson (ÁS) byggingarfulltrúi.
Til máls tóku: HS, ÁÞ og BH.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum, að tillögu byggingarfulltrúa, að leggja á dagsektir frá og með 5. desember 2011 vegna neðangreindra lóða í samræmi við verklagsreglur þar um og með heimild í lögum um mannvirki nr. 160/2010, en dagsektirnar eru álagðar þar sem ekki hefur verið orðið við tilmælum um úrbætur m.a. vegna öryggismála.<BR> <BR>Dagsektir samþykktar vegna Kvíslartungu 40, dagsekt alls kr. 1.000 og vegna Sölkugötu 12-14, dagsekt alls kr. 4.000.