27. október 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
. Samþykkt að taka á dagskrá sem 8. dagskrárlið erindi nr. 200910037 Einkasjúkrahús og hótel PrimaCare í Mosfellsbæ.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fundur með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011201110136
Áður á dagskrá 1048. fundar bæjarráðs og þá frestað. Fjárlaganefnd hefur úthlutað Mosfellsbæ viðtalstíma þann 31. október nk. kl. 16:50
Til máls tóku: HS, HSv, JJB, HBA, BH og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fulltrúar Mosfellsbæjar kynni þau áhersluatriði fyrir fjárlaganefnd sem farið var yfir á fundinum.
2. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201109233
Áður á dagskrá 1048. fundar bæjarráðs og þá frestað. Erindið er sett á dagskrá að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða stöðu erindisins til upplýsingar fyrir íbúa og bæjarstjórn. Engin gögn lögð fram.
Til máls tóku: HS, JJB, SÓJ, BH og KT.
Umræða fór fram um stöðu og undirbúning að setningu sérstakrar lögreglusamþykktar fyrir Mosfellsbæ en ráðgert er að sú samþykkt leysi af hólmi reglugerð um lögreglusamþykktir 1127/2007.
3. Beiðni um umsögn v. rekstrarleyfis Tjaldanes201110258
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leiti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
4. Beiðni um umsögn rekstrarleyfis Minna-Mosfell201110259
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leiti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
5. Leiðakerfisbreytingar Strætó bs. 2012201110220
Til máls tóku: HS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
6. Samráðslýðræði, kynning á Íbúar ses201110263
Erindið er sett á dagskrá að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða málefnið. Gögn, sjá tengil í tölvupósti Jóns.
Til máls tólu: HS, JJB, BH og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir kynningu á þeirri þjónustu sem hér um ræðir.
8. Einkasjúkrahús og hótel PrimaCare í Mosfellsbæ200910037
Erindið er sett á dagskrá að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða málefnið. Gögn, sjá tengil í tölvupósti Jóns.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Gunnar Árnason (GÁ) framkvæmdastjóri Prima Care ehf.
Til máls tóku: HS, JJB, GÁ, BH og KT.
Gunnar Árnason fór yfir stöðu og undirbúning Prima Care ehf. að reisa í Mosfellsbæ einkasjúkrahús og hótel og svaraði fyrirspurnum fundarmanna um hið áformaða verkefni.