Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. október 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varabæjarfulltrúi
  • Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari

. Sam­þykkt var að Har­ald­ur Sverris­son yrði fund­ar­stjóri í for­föll­um formanns og vara­formanns bæj­ar­ráðs.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Til­lög­ur verk­efna­hóps SSH (verk­efna­hóp­ur 21), ferða­þjón­usta fatl­aðs fólks.201109112

    Áður á dagskrá 1043. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar fjölskyldunefndar. Hjálögð er bókun nefndarinnar (umsögn væntanlega).

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera um­sögn fjöl­skyldu­nefnd­ar að svari bæj­ar­ráðs og senda til SSH. 

    • 2. Beiðni um skil á lóð­inni Litlikriki 37201109369

      Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögnin.

      Til máls tóku: HSv, SÓJ, KT, HBA, RBG og ÞBS.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að ræða við bréf­rit­ara í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

      • 3. Er­indi Skól­ar ehf. varð­andi sam­st­arf um mót­un heilsu­stefnu grunn­skóla201110008

        Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögnin er hjálögð.

        Til máls tóku: HSv, BÞÞ, ÞBS og RBG.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ganga til sam­starfs við Skól­ar ehf. í sam­ræmi við fram­lagt er­indi og fyr­ir­liggj­andi um­sögn fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs.

        • 4. Er­indi SSH varð­andi skýrslu verk­efna­hóps 2 um fé­lags­legt hús­næði201110021

          Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.

          Til máls tóku: HSv, ÞBS, HBA, KT og RBG.

          Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að gera um­sögn fjöl­skyldu­nefnd­ar að svari bæj­ar­ráðs og senda til SSH.

           

          Bók­un.

          Fulll­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar er hlynnt­ur auk­inni sam­vinnu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Um­sögn fjöl­skyldu­nefnd­ar ber þess merki að sam­vinnu­grund­völl­ur­inn í þessu máli sé til­tölu­lega þröng­ur. Því mætti end­ur­skoða mál­ið frá grunni, á vett­vangi SSH, og leita leiða til að skapa breið­ari sam­starfs­grund­völl.

          • 5. Er­indi SSH varð­andi skýrslu verk­efna­hóps 1 um barna­vernd201110022

            Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.

            Til máls tóku: HSv, HBA, KT og RBG.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera um­sögn fjöl­skyldu­nefnd­ar að svari bæj­ar­ráðs og senda til SSH. 

            • 6. Er­indi SSH varð­andi stjórn­sýslu­út­tekt­ir á byggða­sam­lög­un­um og fram­hald máls201110030

              Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem ákveðið var að vísa erindinu til næsta fundar bæjarráðs.

              Til máls tóku: HSv, RBG, HBA og KT.

              Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar þakk­ar vinnu­hópi um stjórn­sýslu­út­tekt á byggða­sam­lög­un­um fyr­ir góða út­tekt.

               

              Bæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir hug­mynd­um um end­ur­skoð­un á sam­þykkt­um SSH og það verði eig­enda­vett­vang­ur byggða­sam­lag­anna og móti eig­enda­stefnu í sam­ráði við full­trú­ar­ráð, enda verði áhrif minni sveit­ar­fé­laga á svæð­inu tryggð. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.  

              • 7. Hljóð­rit­un­ar­bún­að­ur og drög að regl­um vegna hljóð­rit­un­ar201009054

                Erindið er sett á dagskrá að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða notagildi og aðgendi að hljóðritunum. Engin gögn fylgja.

                Til máls tóku: ÞBS, HSv, KT, RBG, HBA og SÓJ.

                 

                Um­ræð­ur fóru fram um hljóð­rit­un­ar­bún­að á fund­um bæj­ar­stjórn­ar. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar 2012.

                • 8. Lög­reglu­sam­þykkt fyr­ir Mos­fells­bæ201109233

                  Erindið er sett á dagskrá að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða stöðu erindisins til upplýsingar fyrir íbúa og bæjarstjórn. Engin gögn fylgja.

                  Frestað.

                  • 9. Starfs­áætlan­ir Mos­fells­bæj­ar 2009-2012200809341

                    Lagðar fram starfsáætlanir sviða og stofnana. Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið. Starfsáætlanirnar verða eingöngu á fundagáttinni en ekki prentaðar á pappír vegna umfangs þeirra.

                    Starfs­áætlan­ir lagð­ar fram og um­ræð­um frestað.

                    • 10. Er­indi FaMos varð­andi um­sókn um starfs­styrk201110057

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar 2012.

                      • 11. Upp­græðsla í beit­ar­hólfinu á Mos­fells­heiði - beiðni um styrk201110092

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­stjóra til um­sagn­ar.

                        • 12. Fund­ur með fjár­laga­nefnd Al­þing­is haust­ið 2011201110136

                          Frestað.

                          • 13. Styrk­umsókn vegna Heilsu­vinj­ar í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2012201110150

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30