20. október 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varabæjarfulltrúi
- Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
. Samþykkt var að Haraldur Sverrisson yrði fundarstjóri í forföllum formanns og varaformanns bæjarráðs.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks.201109112
Áður á dagskrá 1043. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar fjölskyldunefndar. Hjálögð er bókun nefndarinnar (umsögn væntanlega).
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera umsögn fjölskyldunefndar að svari bæjarráðs og senda til SSH.
2. Beiðni um skil á lóðinni Litlikriki 37201109369
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HSv, SÓJ, KT, HBA, RBG og ÞBS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.
3. Erindi Skólar ehf. varðandi samstarf um mótun heilsustefnu grunnskóla201110008
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögnin er hjálögð.
Til máls tóku: HSv, BÞÞ, ÞBS og RBG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samstarfs við Skólar ehf. í samræmi við framlagt erindi og fyrirliggjandi umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
4. Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 2 um félagslegt húsnæði201110021
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HSv, ÞBS, HBA, KT og RBG.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að gera umsögn fjölskyldunefndar að svari bæjarráðs og senda til SSH.
Bókun.
Fullltrúi Íbúahreyfingarinnar er hlynntur aukinni samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Umsögn fjölskyldunefndar ber þess merki að samvinnugrundvöllurinn í þessu máli sé tiltölulega þröngur. Því mætti endurskoða málið frá grunni, á vettvangi SSH, og leita leiða til að skapa breiðari samstarfsgrundvöll.
6. Erindi SSH varðandi stjórnsýsluúttektir á byggðasamlögunum og framhald máls201110030
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem ákveðið var að vísa erindinu til næsta fundar bæjarráðs.
Til máls tóku: HSv, RBG, HBA og KT.
Bæjarráð Mosfellsbæjar þakkar vinnuhópi um stjórnsýsluúttekt á byggðasamlögunum fyrir góða úttekt.
Bæjarráð er jákvætt fyrir hugmyndum um endurskoðun á samþykktum SSH og það verði eigendavettvangur byggðasamlaganna og móti eigendastefnu í samráði við fulltrúarráð, enda verði áhrif minni sveitarfélaga á svæðinu tryggð. Samþykkt með þremur atkvæðum.
7. Hljóðritunarbúnaður og drög að reglum vegna hljóðritunar201009054
Erindið er sett á dagskrá að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða notagildi og aðgendi að hljóðritunum. Engin gögn fylgja.
Til máls tóku: ÞBS, HSv, KT, RBG, HBA og SÓJ.
Umræður fóru fram um hljóðritunarbúnað á fundum bæjarstjórnar. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2012.
8. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201109233
Erindið er sett á dagskrá að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða stöðu erindisins til upplýsingar fyrir íbúa og bæjarstjórn. Engin gögn fylgja.
Frestað.
9. Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2012200809341
Lagðar fram starfsáætlanir sviða og stofnana. Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið. Starfsáætlanirnar verða eingöngu á fundagáttinni en ekki prentaðar á pappír vegna umfangs þeirra.
Starfsáætlanir lagðar fram og umræðum frestað.
10. Erindi FaMos varðandi umsókn um starfsstyrk201110057
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2012.
11. Uppgræðsla í beitarhólfinu á Mosfellsheiði - beiðni um styrk201110092
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisstjóra til umsagnar.
12. Fundur með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011201110136
Frestað.
13. Styrkumsókn vegna Heilsuvinjar í Mosfellsbæ fyrir árið 2012201110150
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til þróunar- og ferðamálanefndar til umsagnar.