26. október 2011 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Herdís Sigurjónsdóttir 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varabæjarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1048201110014F
Fundargerð 1048. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 567. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks. 201109112
Áður á dagskrá 1043. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar fjölskyldunefndar. Hjálögð er bókun nefndarinnar (umsögn væntanlega).
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að gera umsögn fjölskyldunefndar að svari bæjarráðs, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.2. Beiðni um skil á lóðinni Litlikriki 37 201109369
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stórnsýslusviðs að ræða við bréfritara, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.3. Erindi Skólar ehf. varðandi samstarf um mótun heilsustefnu grunnskóla 201110008
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögnin er hjálögð.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að ganga til samninga við Skólar ehf. o.lf., samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.4. Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 2 um félagslegt húsnæði 201110021
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að gera umsögn fjölskyldunefndar að svari bæjarráðs, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.5. Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 1 um barnavernd 201110022
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að gera umsögn fjölskyldunefndar að svari bæjarráðs, stjórnar samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.6. Erindi SSH varðandi stjórnsýsluúttektir á byggðasamlögunum og framhald máls 201110030
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem ákveðið var að vísa erindinu til næsta fundar bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að bæjarráð sé jákvætt fyrir hugmyndum um endurskoðun á samþykktum SSH o.fl., samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.7. Hljóðritunarbúnaður og drög að reglum vegna hljóðritunar 201009054
Erindið er sett á dagskrá að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða notagildi og aðgendi að hljóðritunum. Engin gögn fylgja.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB og HSv.</DIV><DIV>Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
1.8. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ 201109233
Erindið er sett á dagskrá að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða stöðu erindisins til upplýsingar fyrir íbúa og bæjarstjórn. Engin gögn fylgja.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðslu erindisins frestað á 1048. fundi bæjarráðs. Frestað á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
1.9. Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2012 200809341
Lagðar fram starfsáætlanir sviða og stofnana. Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Starfsáætlanirnar verða eingöngu á fundagáttinni en ekki prentaðar á pappír vegna umfangs þeirra.Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Starfsáætlanir lagðar fram á 1048. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
1.10. Erindi FaMos varðandi umsókn um starfsstyrk 201110057
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.11. Uppgræðsla í beitarhólfinu á Mosfellsheiði - beiðni um styrk 201110092
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umhverfisstjóra til umsagnar, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.12. Fundur með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011 201110136
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðslu erindisins frestað á 1048. fundi bæjarráðs. Frestað á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
1.13. Styrkumsókn vegna Heilsuvinjar í Mosfellsbæ fyrir árið 2012 201110150
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til þróunar- og ferðamálanefndar til umsagnar, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
2. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 181201110008F
Fundargerð 181. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 567. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Hvatning vegna kvennafrídagsins 25.október 201110055
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 181. fundar fjölskyldunefndar, varðandi kvennafrídaginn 25. október o.fl., lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
2.2. Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 1 um barnavernd 201110022
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 181. fundar fjölskyldunefndar, varðandi umsögn til bæjarráðs, lögð fram á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
2.3. Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 2 um félagslegt húsnæði 201110021
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 181. fundar fjölskyldunefndar, varðandi umsögn til bæjarráðs, lögð fram á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
3. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 155201110007F
Fundargerð 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 567. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Íþróttaþing Mosfellsbæjar 201104020
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tók: BH.</DIV><DIV>Afgreiðsla 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi íþrótta- og tómstundaþing, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
3.2. Endurskoðun á reglum um kjör á íþróttamanni og konu ársins 201110099
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um óbreyttar reglur um kjör á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
3.3. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi leigusamning reiðhallar 201010230
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012 o.fl., samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
3.4. Fyrirspurn um erindi 201109249
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
3.5. Frístundabíll 201110100
Frístundaakstur hefur farið fram samhliða skólaakstri fyrir yngstu grunnskólabörn. Önnur sveitarfélög hafa rekið frístundabíl með öðrum hætti - í samvinnu við félög og fyrirtæki. Málið kynnt og rætt á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HBA, HSv og BH.</DIV><DIV>Erindið kynnt á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV>
3.6. Sumarnámskeið ÍTÓM 201110110
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
3.7. Ársskýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar 201110107
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
3.8. Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnhóps 11 um íþróttamannvirki o.fl. 201110028
Máli vísað frá bæjarráði sl. fimmtudag. Óskað eftir að bæta þessu máli við fundarboðið.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
Fundargerðir til kynningar
4. Fundargerð 290. fundar Sorpu bs.201110216
Til máls tóku: HS, HP, HBA og JJB.
Fundargerð 290. fundar Sorpu bs. lögð fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
5. Fundargerð 317. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201110205
Fundargerð 317. fundar stjórnar skóðasvæði höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
6. Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar201109385
Áður á dagskrá 556. fundar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þar sem samþykkt var að óska eftir því við lögmenn bæjarins að fram færi lögfræðileg skoðun á því hvort brotið hafi verið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga þegar Íbúahreyfingin birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í Mosfellsbæ í dreifibréfi til íbúa Mosfellsbæjar í september sl.
Til máls tóku: HP, JJB, HS, HSv, HBA, BH og KT.<BR> <BR>Bókun bæjarfulltrúa S- og V lista.<BR> <BR>Bæjarstjórn Mosfellsbæjar óskaði á síðasta fundi sínum eftir lögfræðilegri skoðun bæjarlögmanna á því hvort bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefði brotið lög þegar hann birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í dreifibréfi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ sem sent var til íbúa í september sl.<BR>Nú liggur álit lögmannanna fyrir. Þar kemur fram að upplýsingar um afskriftir lögaðila hjá sveitarfélögum heyra undir þagnarskyldu sveitarstjórnarmanna. Í álitinu kemur einnig fram að birting umræddra upplýsinga var ekki í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Óheimilt var því fyrir sveitarstjórnarmanninn að birta upplýsingarnar opinberlega samkvæmt álitinu. Að auki er lagt til í álitinu að rétt sé að tilkynna innanríkisráðherra umrætt mál.<BR> <BR>Því er það tillaga að innanríkisráðuneytið verði upplýst um málið og jafnframt óskað leiðsagnar ráðuneytisins um framhald þess.<BR>Tillagan samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
<BR>Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna minnisblaðs LEX.<BR> <BR>Hvergi kemur fram í lögum að afskriftir lögaðila hjá sveitarfélögum heyri undir þagnarskyldu sveitarstjórnarmanna. Birting upplýsinganna varða ekki persónuverndarlög 77/2000 enda um að ræða upplýsingar er varða almannahag Mosfellinga og eðlilega upplýsingagjöf til bæjarbúa sem Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Samfylkingin vilja koma í veg fyrir að birtist. <BR>Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar ver ekki sérhagsmuni, hann er í vinnu fyrir Mosfellinga.<BR>Sú staðhæfing Lögmannsstofunnar LEX að Mosfellsbæ sé ekki heimilt að birta upplýsingar um afskriftir lögaðila fæst ekki staðist.
<BR>Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.<BR>Íbúahreyfingin leggur til að kosið verði um hvort bæjarfulltrúar séu sammála lögfræðiálitinu.
Forseti lýsti þeirri skoðun sinni að framkomin tillaga væri ekki tæk til afgreiðslu vegna þess að þegar hefði verið afgreidd tilllaga um meðferð málsins, en óskaði eftir afstöðu annarra bæjarfulltrúa til þess.<BR>Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar að framkomin tillaga Íbúahreyfingarinnar væri ekki tæk til atkvæðagreiðslu.