4. mars 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Lögð fram í formi glærukynningar "drög að tillögu stýrihóps að skipulagi vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins" eins og þau voru kynnt fyrir fulltrúaráði SSH 14.2.2014.
Umræður um málið, lagt fram.
2. Erindi Strætó bs. varðandi leiðakerfisbreytingar 2015201401608
Vegna vinnu að gerð leiðakerfis sem tekur gildi 2015 óskar Strætó bs. í bréfi dags. 23. janúar 2014 eftir tillögum eða óskum ef einhverjar eru um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi. Fjallað var um málið á 361. fundi. Lögð fram ályktun Ungmennaráðs frá 20. febrúar um málið.
Skipulagsnefnd samþykkir að haldinn verði opinn nefndarfundur um almenningssamgöngur eftir hálfan mánuð og felur formanni og skipulagsfulltrúa að undirbúa hann.
3. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2014201402142
Lögð fram drög að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2014. Framhald umfjöllunar á 361. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög að starfsáætlun ársins 2014 með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
4. Lyngbrekka við Krókatjörn, umsókn um breytingu á skipulagsskilmálum.201402193
Guðfinna A Hjálmarsdóttir óskar með bréfi dags. 19. febrúar 2014 eftir því að leyfileg stærð húsa í gildandi deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðina verði aukin.
Skipulagsnefnd heimilar að lögð verði fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem feli í sér að umrætt hús megi vera 170 m2. Þar sem sú stærð er um helmingur þess byggingarmagns sem aðalskipulag heimilar á lóð af þessari stærð, verði jafnframt gert ráð fyrir því að annaðhvort minnki húsin tvö, sem gert er ráð fyrir til viðbótar í deiliskipulaginu, að sama skapi, í 95 m2 að hámarki, eða að annað þeirra falli brott.
5. S-Reykir, spilda nr. 125407, fyrirspurn um skiptingu lands og deiliskipulag201402295
F.h. landeigenda spyrst Pétur Jónsson landslagsarkitekt þann 27.02.2014 fyrir um mögulega skiptingu landsins í tvær einbýlislóðir skv. meðf. tillöguuppdrætti.
Nefndin hafnar erindinu, þar sem hún telur ekki koma til greina að deiliskipuleggja staka skika á þessu svæði á undan öðrum, heldur þurfi þegar þar að kemur að að vinna deiliskipulag fyrir allt íbúðarhverfið í heild, eins og það er afmarkað á aðalskipulagi.
6. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010201004045
Í tengslum við umfjöllun um byggingarskilmála í Leirvogstungu beinir 1154. fundur bæjarráðs því til skipulagsnefndar að fara yfir ástand á nýbyggingarsvæðum. Lögð fram uppfærð skýrsla um stöðuna 2013.
Umræður um málið, lagt fram.
7. Umferðarmerkingar í Helgafellshverfi201311246
Um er að ræða tillögu að umferðarmerkingum í Helgafellshverfi.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða tillögu að umferðarmerkingum.
8. Laxatunga 62-68, fyrirspurn um breytingu á húsgerð201309225
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 29. janúar 2014 með athugasemdafresti til 27. febrúar 2014. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta sem óverulega breytingu á deiliskipulagi sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
9. Hagaland 11, fyrirspurn um byggingarleyfi201402296
Einar S Sigurðsson Hagalandi 11 sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Hagalandi 11 samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til nefndarinnar með vísan til 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Nefndin samþykkir að erindið verði grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
10. Lágholt 2b, umsókn um byggingarleyfi201402117
Hrönn Ólína Jörundsdóttir Lágholti 2B sækir um leyfi til að breyta útliti og innra fyrirkomulagi hússins nr. 2B við Lágholt í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða gluggabreytingar og að breyta bílgeymslu í geymslu, þvottahús og íbúðarherbergi. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort leyfa megi að innrétta núverandi bílgeymslu sem íbúðarrými, þvottahús og geymslu.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að erindið verði samþykkt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
11. Langitangi 3, umsókn um byggingarleyfi201402290
N1 hf. sækir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timburgrindverk ofan á núverandi steinvegg á lóðinni, jafnframt er sótt um stöðuleyfi á lóðinni samkvæmt framlögðum gögnum fyrir þrjá 40 feta lokaða geymslugáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorpgáma og dekkjarekka. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsótt atriði séu innan ramma deiliskipulags á svæðinu.
Frestað.
12. Ástand gatna í Helgafellshverfi201402312
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.
Frestað.
13. Efnissöfnun Ístaks á Tungumelum201402313
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.
Frestað.
14. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201109233
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.
Frestað.
15. Hljóðmanir við Leirvogstungu201402314
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.
Frestað.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
16. Erindi Elínar Rúnar Þorsteinsdóttur varðandi gönguljós201304308
Elín Rún Þorsteinsdóttur óskaði í bréfi 15.4.2013 eftir uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð með tilliti til blindra skólabarna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Lagt fram minnisblað Eflu dags. 26. febrúar.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 242201402027F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
17.1. Hagaland 11, fyrirspurn um byggingarleyfi 201402296
Einar S Sigurðsson Hagalandi 11 sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Hagalandi 11 samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.2. Lágholt 2b, umsókn um byggingarleyfi 201402117
Hrönn Ólína Jörundsdóttir Lágholti 2B sækir um leyfi til að breyta útliti og innra fyrirkomulagi hússins nr. 2B við Lágholt í samræmi við framlögð gögn.
Um er að ræða gluggabreytingar og að breyta bílgeymslu í geymslu, þvottahús og íbúðarherbergi.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.3. Langitangi 3, umsókn um byggingarleyfi 201402290
N1 hf. Dalvegi 10 - 14 Kópavogi sækir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timburgrindverk ofan á núverandi steinvegg á lóðinni í samræmi við framlögð gögn. Jafnframt er sótt um stöðuleyfi fyrir þrjá 40 feta lokaða geymslugaáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorpgáma og dekkjarekka á lóðinni samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.