Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. mars 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi SSH vegna end­ur­skoð­un­ar á vatns­vernd fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið201112127

    Lögð fram í formi glærukynningar "drög að tillögu stýrihóps að skipulagi vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins" eins og þau voru kynnt fyrir fulltrúaráði SSH 14.2.2014.

    Um­ræð­ur um mál­ið, lagt fram.

    • 2. Er­indi Strætó bs. varð­andi leiða­kerf­is­breyt­ing­ar 2015201401608

      Vegna vinnu að gerð leiðakerfis sem tekur gildi 2015 óskar Strætó bs. í bréfi dags. 23. janúar 2014 eftir tillögum eða óskum ef einhverjar eru um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi. Fjallað var um málið á 361. fundi. Lögð fram ályktun Ungmennaráðs frá 20. febrúar um málið.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að hald­inn verði op­inn nefnd­ar­fund­ur um al­menn­ings­sam­göng­ur eft­ir hálf­an mán­uð og fel­ur formanni og skipu­lags­full­trúa að und­ir­búa hann.

      • 3. Starfs­áætlun Skipu­lags­nefnd­ar 2014201402142

        Lögð fram drög að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2014. Framhald umfjöllunar á 361. fundi.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir fram­lögð drög að starfs­áætlun árs­ins 2014 með þeim breyt­ing­um sem rædd­ar voru á fund­in­um.

        • 4. Lyng­brekka við Króka­tjörn, um­sókn um breyt­ingu á skipu­lags­skil­mál­um.201402193

          Guðfinna A Hjálmarsdóttir óskar með bréfi dags. 19. febrúar 2014 eftir því að leyfileg stærð húsa í gildandi deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðina verði aukin.

          Skipu­lags­nefnd heim­il­ar að lögð verði fram til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi, sem feli í sér að um­rætt hús megi vera 170 m2. Þar sem sú stærð er um helm­ing­ur þess bygg­ing­ar­magns sem að­al­skipu­lag heim­il­ar á lóð af þess­ari stærð, verði jafn­framt gert ráð fyr­ir því að ann­að­hvort minnki hús­in tvö, sem gert er ráð fyr­ir til við­bót­ar í deili­skipu­lag­inu, að sama skapi, í 95 m2 að há­marki, eða að ann­að þeirra falli brott.

          • 5. S-Reyk­ir, spilda nr. 125407, fyr­ir­spurn um skipt­ingu lands og deili­skipu­lag201402295

            F.h. landeigenda spyrst Pétur Jónsson landslagsarkitekt þann 27.02.2014 fyrir um mögulega skiptingu landsins í tvær einbýlislóðir skv. meðf. tillöguuppdrætti.

            Nefnd­in hafn­ar er­ind­inu, þar sem hún tel­ur ekki koma til greina að deili­skipu­leggja staka skika á þessu svæði á und­an öðr­um, held­ur þurfi þeg­ar þar að kem­ur að að vinna deili­skipu­lag fyr­ir allt íbúð­ar­hverf­ið í heild, eins og það er af­markað á að­al­skipu­lagi.

            • 6. Staða og ástand á ný­bygg­ing­ar­svæð­um 2010201004045

              Í tengslum við umfjöllun um byggingarskilmála í Leirvogstungu beinir 1154. fundur bæjarráðs því til skipulagsnefndar að fara yfir ástand á nýbyggingarsvæðum. Lögð fram uppfærð skýrsla um stöðuna 2013.

              Um­ræð­ur um mál­ið, lagt fram.

              • 7. Um­ferð­ar­merk­ing­ar í Helga­fells­hverfi201311246

                Um er að ræða tillögu að umferðarmerkingum í Helgafellshverfi.

                Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um fram­lagða til­lögu að um­ferð­ar­merk­ing­um.

                • 8. Laxa­tunga 62-68, fyr­ir­spurn um breyt­ingu á hús­gerð201309225

                  Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 29. janúar 2014 með athugasemdafresti til 27. febrúar 2014. Engin athugasemd barst.

                  Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una óbreytta sem óveru­lega breyt­ingu á deili­skipu­lagi sbr. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

                  • 9. Haga­land 11, fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201402296

                    Einar S Sigurðsson Hagalandi 11 sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Hagalandi 11 samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til nefndarinnar með vísan til 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

                    Nefnd­in sam­þykk­ir að er­ind­ið verði grennd­arkynnt þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

                    • 10. Lág­holt 2b, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201402117

                      Hrönn Ólína Jörundsdóttir Lágholti 2B sækir um leyfi til að breyta útliti og innra fyrirkomulagi hússins nr. 2B við Lágholt í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða gluggabreytingar og að breyta bílgeymslu í geymslu, þvottahús og íbúðarherbergi. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort leyfa megi að innrétta núverandi bílgeymslu sem íbúðarrými, þvottahús og geymslu.

                      Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að er­ind­ið verði sam­þykkt þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

                      • 11. Langi­tangi 3, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201402290

                        N1 hf. sækir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timburgrindverk ofan á núverandi steinvegg á lóðinni, jafnframt er sótt um stöðuleyfi á lóðinni samkvæmt framlögðum gögnum fyrir þrjá 40 feta lokaða geymslugáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorpgáma og dekkjarekka. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsótt atriði séu innan ramma deiliskipulags á svæðinu.

                        Frestað.

                        • 12. Ástand gatna í Helga­fells­hverfi201402312

                          Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.

                          Frestað.

                          • 13. Efn­is­söfn­un Ístaks á Tungu­mel­um201402313

                            Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.

                            Frestað.

                            • 14. Lög­reglu­sam­þykkt fyr­ir Mos­fells­bæ201109233

                              Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.

                              Frestað.

                              • 15. Hljóð­man­ir við Leir­vogstungu201402314

                                Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.

                                Frestað.

                                Almenn erindi - umsagnir og vísanir

                                • 16. Er­indi El­ín­ar Rún­ar Þor­steins­dótt­ur varð­andi gönguljós201304308

                                  Elín Rún Þorsteinsdóttur óskaði í bréfi 15.4.2013 eftir uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð með tilliti til blindra skólabarna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Lagt fram minnisblað Eflu dags. 26. febrúar.

                                  Frestað.

                                  Fundargerðir til kynningar

                                  • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 242201402027F

                                    Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

                                    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                                    • 17.1. Haga­land 11, fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi 201402296

                                      Ein­ar S Sig­urðs­son Hagalandi 11 sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri íbúð­ar­hús­ið að Hagalandi 11 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

                                      Niðurstaða þessa fundar:

                                      Lagt fram.

                                    • 17.2. Lág­holt 2b, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201402117

                                      Hrönn Ólína Jör­unds­dótt­ir Lág­holti 2B sæk­ir um leyfi til að breyta út­liti og innra fyr­ir­komu­lagi húss­ins nr. 2B við Lág­holt í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                      Um er að ræða glugga­breyt­ing­ar og að breyta bíl­geymslu í geymslu, þvotta­hús og íbúð­ar­her­bergi.

                                      Niðurstaða þessa fundar:

                                      Lagt fram.

                                    • 17.3. Langi­tangi 3, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201402290

                                      N1 hf. Dal­vegi 10 - 14 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timb­urgrind­verk ofan á nú­ver­andi stein­vegg á lóð­inni í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Jafn­framt er sótt um stöðu­leyfi fyr­ir þrjá 40 feta lok­aða geymslugaáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorp­gáma og dekkja­rekka á lóð­inni sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

                                      Niðurstaða þessa fundar:

                                      Lagt fram.

                                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00