Mál númer 201108052
- 15. febrúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #574
UMFA óskaði með bréfi 12. júlí 2011 eftir stuðningi bæjarins til að gera félaginu kleift að leysa húsnæðismál fimleikadeildar félagsins og fleiri deilda. Bæjarráð samþykkti á 1060. fundi sínum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar með tilliti til skipulagslegra forsendna þess að byggja við núverandi íþróttahús að Varmá.
<DIV><DIV>Afgreiðsla 314. fundar skipulagsnefndar á umbeðinni umsögn til bæjarráðs lögð fram á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 15. febrúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #574
Áður á dagskrá 1060. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir afstöðu UMFA og umsögn skipulagsnefndar. Hjálagðar eru umsagnir UMFA og skipulagsnefndar ásamt minnisblöðum framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fjármálastjóra.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HSv, JJB, JS, BH, KGÞ, HP og KT.</DIV></DIV><DIV> </DIV><DIV>Íbúahreyfingin leggur til að skipuð verði byggingarnefnd um fyrirhugað frjálsíþrótta- og bardagaíþróttahús með þátttöku Aftureldingar og viðkomandi deilda Aftureldingar og starfsmanna bæjarins.</DIV><DIV>Að mati sérfræðinga virðist áætlað verð nýbyggingarinnar óeðlilega lágt, jafnvel óraunhæft og mundi bygginganefndin m.a. kanna þau mál betur.</DIV><DIV>Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.</DIV><DIV> </DIV><DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að ráðast í framkvæmdir við 1200 fm byggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá skv. fyrirliggjandi uppdrætti og kostnaðaráætlun sem hýsa mun starfsemi fimleikadeildar og bardagaíþróttadeildir Aftureldingar sem og að skapa möguleika á aukinni félagsaðstöðu félagsins. Framkvæmdstjóra umhverfissviðs er falinn undirbúningur málsins.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarstjórn lýsir jafnframt yfir ánægju sinni að með þessum hætti verði öll aðstaða Aftureldingar bætt svo um munar með hagkvæmum hætti fyrir bæjarsjóð.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Að auki samþykkir bæjarstjórn að fela skipulagsnefnd að skoða heilstætt skipulag íþróttasvæðisins að Varmá í samráði við Aftureldingu og íþrótta- og tómstundanefnd.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 9. febrúar 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1062
Áður á dagskrá 1060. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir afstöðu UMFA og umsögn skipulagsnefndar. Hjálagðar eru umsagnir UMFA og skipulagsnefndar ásamt minnisblöðum framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fjármálastjóra.
Til máls tóku: HS, HSv, BH, KT, JJB og JS.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að fara í byggingu stálgrindahús við Íþróttamiðstöðina að Varmá og staðsetning þess verið teiknuð upp af skipulagsfulltrúa og lögð fram í skipulagsnefnd. Jafnframt verði tillaga fjármálastjóra um viðauka við fjárhagsáætlun 2012 vísað til bæjarstjórnar.
- 7. febrúar 2012
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #314
UMFA óskaði með bréfi 12. júlí 2011 eftir stuðningi bæjarins til að gera félaginu kleift að leysa húsnæðismál fimleikadeildar félagsins og fleiri deilda. Bæjarráð samþykkti á 1060. fundi sínum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar með tilliti til skipulagslegra forsendna þess að byggja við núverandi íþróttahús að Varmá.
UMFA óskaði með bréfi 12. júlí 2011 eftir stuðningi bæjarins til að gera félaginu kleift að leysa húsnæðismál fimleikadeildar félagsins og fleiri deilda. Bæjarráð samþykkti á 1060. fundi sínum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar með tilliti til skipulagslegra forsendna þess að byggja við núverandi íþróttahús að Varmá.
Skipulagsnefnd samþykkir famlagða tillögu að umsögn.
- 1. febrúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #573
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 157. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 573. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 1. febrúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #573
Síðast á dagskrá 1059. fundar bæjarráðs þar sem kynntir voru valkostirnir Reykjalundur og nýbygging. Þar var erindinu jafnframt vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar. Erindið er aftur á dagskrá þessa fundar ásamt fylgigögnum.
<DIV><DIV>Til máls tóku: JJB og HS.</DIV><DIV>Afgreiðsla 1060. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar svo og að óska eftir afstöðu UMFA til fyrirliggjandi valkosta, samþykkt á 573. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
- 1. febrúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #573
Á fundinum verða kynntir valkostir í stöðunni.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HSv, HS, BH, HP, KT og HBA. </DIV><DIV> </DIV><DIV>Íbúahreyfingin ítrekar ámælisverð og ólýðræðisleg vinnubrögð bæjarstjóra og formanns bæjarráðs í þessu máli.</DIV><DIV>Skýrsla sem bæjarstjóri pantaði hjá Capacent og kostaði hálfa milljón króna var með öllu ónauðsynleg og það hefði komið strax fram ef málið hefði verið borið undir bæjarráð. Það er mat Íbúahreyfingarinnar að skýrslan hafi verið pöntuð í pólitískum tilgangi, enda hefur hún engin áhrif á ákvörðun í málinu.</DIV><DIV>Íbúahreyfingin krefst þess að farið sé eftir lýðræðislegum leikreglum. Íbúahreyfingin krefst þess að fá að kynna sér efni bæjarráðsfunda fyrir bæjarráðsfundi líkt og kverðið er á um í samþykktum Mosfellsbæjar.</DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.</DIV><DIV>Líkt og bæjarráðsfulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefur verið upplýstur um komu fram hugmyndir um byggingu nýs húss við Varmá í lok árs 2011. Strax var hafist handa við að skoða þennan nýja kost og bera saman við þann sem hafði verið til skoðunar. Um er að ræða fjárfestingu upp á annað hundrað milljónir króna og því nauðsynlegt að gera fjárhagslega greiningu á þessum valkostum. Að gera það ekki hefði verið óábyrg meðferð almannafjár. <BR>Eðlileg vinnubrögð embættismanna hafa verið viðhöfð í málinu og fyrir vikið liggja fyrir ítarleg og góð gögn fyrir lýðræðislega kjörna fulltrúa til að taka afstöðu í málinu, sem er enn í vinnslu.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 1059. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar, samþykkt á 573. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 26. janúar 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1060
Síðast á dagskrá 1059. fundar bæjarráðs þar sem kynntir voru valkostirnir Reykjalundur og nýbygging. Þar var erindinu jafnframt vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar. Erindið er aftur á dagskrá þessa fundar ásamt fylgigögnum.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mætt á fundinn Þröstur Sigurðsson (ÞS) ráðgjafi, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri menningarsviðs.
Til máls tóku: HS, JJB, ÞS, BH, HSv, JBH, BÞÞ, KT og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa til skipulagsnefndar til umsagnar að hún skoði skipulagslegar forsendur þess að byggt verði við núverandi íþróttahús að Varmá. Jafnframt verði óskað eftir afstöðu Aftureldingar til þeirra valkosta sem fyrir liggja í málinu.
Bókun bæjarráðsmanns Íbúahreyfingarinnar.
Við fögnum nýjum hugmyndum fyrir Íþróttaaðstöðu en mótmælum harðlega framgöngu bæjarstjóra í málinu. Við minnum á að bæjarsjóður er ekki persónulegur sjóður hans og Mosfellsbæ á að reka með lýðræðislegum hætti. Bæjarráð hafði ekki áður tekið málið fyrir og einhliða ákvörðun bæjarstjóra að panta skýrslu frá Capasent óskiljanleg. Skýrslan fylgdi ekki fundarboði og því farið á svig við samþykktir Mosfellsbæjar. Það er peningasóun af hálfu bæjarstjóra að boða skýrsluhöfund á fundinn án þess að bæjarráðsmenn höfðu haft tækifæri til þess að kynna sér hana áður.
Jón Jósef Bjarnason.
Bókun bæjarráðsmanna D og V-lista.
Aðstöðumál Aftureldingar hafa verið til umfjöllunar í nokkurn tíma. Þann 11. ágúst 2011 á fundi bæjarráðs nr. 1039 var erindi Aftureldingar um bætta aðstöðu tekið fyrir og málið falið bæjarstjóra, framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefnd til skoðunar. Það er því rangt að bæjarráð hafi ekki fjallað um málið.
Líkt og bæjarráðsfulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefur verið upplýstur um á fyrri fundi komu hugmyndir að byggingu nýs húss við Varmá fram í lok árs 2011. Strax var hafist handa við að skoða þennan nýja kost og bera saman við þann sem hafði verið til skoðunar. Fólst sú skoðun m.a. í því að fá fjárhagslega greiningu á þessum tveimur valkostum. Á síðasta fundi bæjarráðs fór fram kynning á niðurstöðum greiningarinnar og málinu jafnframt vísað til umsagnar hjá íþrótta- og tómstundanefnd.
Eðlileg vinnubrögð embættismanna hafa verið viðhöfð í málinu sem er enn í vinnslu og fyrir vikið liggja fyrir ítarleg og góð til gögn fyrir bæjarráðsmenn til að taka afstöðu í málinu.
- 25. janúar 2012
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #157
Lögð var fram greinargerð um samanburð á tveimur valkostum í húsnæðismálum fyrir fimleika og bardagaíþróttir að Varmá og að Reykjalundi. Nefndin hefur áður tekið til umfjöllunar um þörf Aftureldingar fyrir slíka aðstöðu. Nefndin telur miðað við framlögð gögn að húsnæði að Varmá sé vænlegri kostur, enda ódýrari og samræmist betur stefnu bæjarins um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ.
Nefndin fagnar því að nú sé í augsýn að húsnæðismál fimleika og bardagaíþrótta verði leyst á þessu fjárhagsári.
- 19. janúar 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1059
Á fundinum verða kynntir valkostir í stöðunni.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt: Þröstur Sigurðsson (ÞS) ráðgjafi hjá Capacent, Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri menningarsviðs og Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.</DIV><DIV>Farið var yfir valkosti þess að annars vegar að leigja aðstöðu að Reykjalundi og hins vegar að byggja nýtt hús að Varmá.</DIV></DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: HS, HSv, JJB, ÞS, BÞÞ, BH, KT og HBA.</DIV><DIV>Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 28. september 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #565
Lagt fram til skoðunar / umsagnar
<DIV>Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um að leggja til að erindinu verði vísað til fjárhagsáætlunar 2012 o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 13. september 2011
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #154
Lagt fram til skoðunar / umsagnar
<DIV><DIV>Á fundinn mætti Brynjar Jóhannesson framkvæmdastjóri UMFA og kynnti rök Aftureldingar fyrir aukinni þörf félagsins vegna aðstöðu.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Nefndarmönnum lýst vel á tillögu Aftureldingar um leigu á húsnæði undir íþróttaiðkun og telur að með henni sé lögð fram ágæt lausn til næstu 10 ára sem mæti óskum félagsins um bætta aðstöðu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012.</DIV></DIV>
- 11. ágúst 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1039
Til máls tóku: HS, HSv, JS, BH og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum vísa erindinu til skoðunar bæjarstjóra, framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar.