Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. janúar 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Vega­gerð­ar­inn­ar varð­andi hér­aðs­vegi í Mos­fells­bæ201002199

    Áður á dagskrá 1022. fundar bæjarráðs. Kynnt er bréf Vegagerðarinnar dags. 13.1.2012 þar sem fallist er á skilning og kröfur Mosfellsbæjar varðandi héraðsvegi í Mosfellsbæ.

    Til máls tóku: HS, HSv, BH og JJB.

    Lagt fram bréf Vega­gerð­ar­inn­ar frá 13. janú­ar 2012 þar sem fall­ist er á rök Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar fyr­ir­komulag hér­aðs­vega.

    • 2. Beiðni um skil á lóð­inni Litlikriki 37201109369

      Áður á dagskrá 1048. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að ræða við bréfritara. Greint verður frá viðræðum við bréfritara. Engin ný gögn lögð fram.

      Til máls tóku: HS, SÓJ, HBA, JJB, BH og HSv.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila stjórn­sýslu­sviði, vegna sér­stakra að­stæðna lóð­ar­hafa, að semja um að taka lóð­ina til baka.

      • 3. Er­indi íbúa í Að­al­túni 6 og 8 varð­andi breyt­ingu á lóða­mörk­um201102225

        Áður á dagskrá 1031. fundar bæjarráðs, þá vísað til skipulagsnefndar til meðferðar. Deiliskipulagsbreyting sem gerir ráð fyrir stækkun lóðanna nr. 6 og 8 við Aðaltún var samþykkt í bæjarstjórn 23. nóvember s.l. Ganga þarf formlega frá stækkun lóðanna til samræmis við skipulagið. Engin ný gögn lögð fram.

        Til máls tóku: HS, SÓJ, JJB og HBA.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að ganga frá sam­komu­lagi um stækk­un lóð­anna við Að­altún 6 og 8 í sam­ræmi við sam­þykkt deili­skipu­lag.

        • 4. Um­sagn­ar­beiðni um drög að skipu­lags­reglu­gerð201111068

          Áður á dagskrá 1051. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar skipulagsnefndar. Hjálögð er umsögn nefndarinnar sem unnin var af skipulagsfulltrúa.

          Til máls tóku: HS, BH og JJB.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að um­sögn skipu­lags­nefnd­ar varð­andi drög að nýrri skipu­lags­reglu­gerð verði send um­hverf­is­ráðu­neyt­inu sem um­sögn Mos­fells­bæj­ar.

          • 5. Sam­starfs­samn­ing­ur sveit­ar­fé­laga við Rann­Ung um rann­sókn­ar­verk­efni í leik­skól­um201112003

            Samstarfssamningur RannUng við Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnarness um rannsóknarverkefni í leikskólum.

            Til máls tóku: HS, JJB og HSv.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fræðslu­sviði að ganga frá sam­starfs­samn­ingn­um af hállfu Mos­fells­bæj­ar við Rann­Ung og önn­ur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. 

            • 6. Sam­þykkt 47. sam­bands­þings UMFÍ201201244

              Samþykkt 47. sambandsþings UMFÍ varðandi gistingu íþróttafólks í húsnæði á vegum sveitarfélaganna.

              Til máls tóku: HS, JJB, HSv og HBA.

              Sam­þykkt 47. sam­bands­þings UMFÍ varð­andi gist­ing­ar íþrótta­fólks í hús­næði á veg­um sveit­ar­fé­laga lagt fram. Fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs jafn­framt fal­ið að svara bréf­rit­ara.

              • 7. Er­indi Um­ferð­ar­stofu varð­andi hálku­varn­ir og snjó­hreins­un201201246

                Erindi Umferðarstofu varðandi hálkuvarnir og snjóhreinsun til þess að tryggja öryggi vegfarenda.

                Til máls tóku: HS, HSv, BH, JJB og KT.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar.

                • 8. Verk­fer­ill vegna deili­skipu­lags­gerð­ar201201249

                  Vísað er til minnisblaðs framkvæmdastjóra umhverfissviðs um málið.

                  Til máls tók: HS.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka upp verk­ferli vegna deili­skipu­lags­gerð­ar í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og er fram­kvæmda­stjóra fal­ið að inn­leiða verk­ferl­ið.

                  • 9. Er­indi Banda­lags ís­lenskra skáta varð­andi styrk.201201367

                    Til máls tóku: HS, JJB, HBA, BH og KT.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                    • 10. Er­indi lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi um­sögn um tíma­bund­ið áfeng­is­beit­inga­leyfi UMFA.201201368

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri ekki at­huga­semdi við tíma­bund­ið áfeng­isveit­inga­leyfi UMFA.

                      • 11. Fimm ára rekstaráætlun Sorpu bs. 2013-2017201201386

                        Rekstr­aráætl­un­in lögð fram.

                        • 12. Til­nefn­ing­ar til íþrót­ta­karls og íþrótta­konu Mos­fells­bæj­ar 2011201111242

                          Vísað er til minnisblaðs framkvæmdastjóra menningarsviðs um málið.

                          Til máls tóku: HS, HSv, BH, JJB og KT.

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að til­lögu íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar að veita íþrót­ta­karli og íþrótta­konu Mos­fells­bæj­ar pen­inga­verð­laun sam­hliða titl­in­um.

                          • 13. Er­indi UMFA varð­andi að­stöðu­mál Aft­ur­eld­ing­ar201108052

                            Á fundinum verða kynntir valkostir í stöðunni.

                            <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt: Þröst­ur Sig­urðs­son (ÞS) ráð­gjafi hjá Capacent, Björn Þrá­inn Þórð­ar­son (BÞÞ) fram­kvæmda­stjóri menn­ing­ar­sviðs og Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.</DIV><DIV>Far­ið var yfir val­kosti þess að ann­ars veg­ar að leigja að­stöðu að Reykjalundi og hins veg­ar að byggja nýtt hús að Varmá.</DIV></DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: HS, HSv, JJB, ÞS, BÞÞ, BH, KT og HBA.</DIV><DIV>Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til um­sagn­ar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30