19. janúar 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Vegagerðarinnar varðandi héraðsvegi í Mosfellsbæ201002199
Áður á dagskrá 1022. fundar bæjarráðs. Kynnt er bréf Vegagerðarinnar dags. 13.1.2012 þar sem fallist er á skilning og kröfur Mosfellsbæjar varðandi héraðsvegi í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: HS, HSv, BH og JJB.
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar frá 13. janúar 2012 þar sem fallist er á rök Mosfellsbæjar hvað varðar fyrirkomulag héraðsvega.
2. Beiðni um skil á lóðinni Litlikriki 37201109369
Áður á dagskrá 1048. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að ræða við bréfritara. Greint verður frá viðræðum við bréfritara. Engin ný gögn lögð fram.
Til máls tóku: HS, SÓJ, HBA, JJB, BH og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stjórnsýslusviði, vegna sérstakra aðstæðna lóðarhafa, að semja um að taka lóðina til baka.
3. Erindi íbúa í Aðaltúni 6 og 8 varðandi breytingu á lóðamörkum201102225
Áður á dagskrá 1031. fundar bæjarráðs, þá vísað til skipulagsnefndar til meðferðar. Deiliskipulagsbreyting sem gerir ráð fyrir stækkun lóðanna nr. 6 og 8 við Aðaltún var samþykkt í bæjarstjórn 23. nóvember s.l. Ganga þarf formlega frá stækkun lóðanna til samræmis við skipulagið. Engin ný gögn lögð fram.
Til máls tóku: HS, SÓJ, JJB og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að ganga frá samkomulagi um stækkun lóðanna við Aðaltún 6 og 8 í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
4. Umsagnarbeiðni um drög að skipulagsreglugerð201111068
Áður á dagskrá 1051. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar skipulagsnefndar. Hjálögð er umsögn nefndarinnar sem unnin var af skipulagsfulltrúa.
Til máls tóku: HS, BH og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að umsögn skipulagsnefndar varðandi drög að nýrri skipulagsreglugerð verði send umhverfisráðuneytinu sem umsögn Mosfellsbæjar.
5. Samstarfssamningur sveitarfélaga við RannUng um rannsóknarverkefni í leikskólum201112003
Samstarfssamningur RannUng við Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnarness um rannsóknarverkefni í leikskólum.
Til máls tóku: HS, JJB og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fræðslusviði að ganga frá samstarfssamningnum af hállfu Mosfellsbæjar við RannUng og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
6. Samþykkt 47. sambandsþings UMFÍ201201244
Samþykkt 47. sambandsþings UMFÍ varðandi gistingu íþróttafólks í húsnæði á vegum sveitarfélaganna.
Til máls tóku: HS, JJB, HSv og HBA.
Samþykkt 47. sambandsþings UMFÍ varðandi gistingar íþróttafólks í húsnæði á vegum sveitarfélaga lagt fram. Framkvæmdastjóra fræðslusviðs jafnframt falið að svara bréfritara.
7. Erindi Umferðarstofu varðandi hálkuvarnir og snjóhreinsun201201246
Erindi Umferðarstofu varðandi hálkuvarnir og snjóhreinsun til þess að tryggja öryggi vegfarenda.
Til máls tóku: HS, HSv, BH, JJB og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.
8. Verkferill vegna deiliskipulagsgerðar201201249
Vísað er til minnisblaðs framkvæmdastjóra umhverfissviðs um málið.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka upp verkferli vegna deiliskipulagsgerðar í samræmi við framlagt minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs og er framkvæmdastjóra falið að innleiða verkferlið.
9. Erindi Bandalags íslenskra skáta varðandi styrk.201201367
Til máls tóku: HS, JJB, HBA, BH og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til umsagnar og afgreiðslu.
10. Erindi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi umsögn um tímabundið áfengisbeitingaleyfi UMFA.201201368
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki athugasemdi við tímabundið áfengisveitingaleyfi UMFA.
11. Fimm ára rekstaráætlun Sorpu bs. 2013-2017201201386
Rekstraráætlunin lögð fram.
12. Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2011201111242
Vísað er til minnisblaðs framkvæmdastjóra menningarsviðs um málið.
Til máls tóku: HS, HSv, BH, JJB og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar að veita íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar peningaverðlaun samhliða titlinum.
13. Erindi UMFA varðandi aðstöðumál Aftureldingar201108052
Á fundinum verða kynntir valkostir í stöðunni.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt: Þröstur Sigurðsson (ÞS) ráðgjafi hjá Capacent, Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri menningarsviðs og Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.</DIV><DIV>Farið var yfir valkosti þess að annars vegar að leigja aðstöðu að Reykjalundi og hins vegar að byggja nýtt hús að Varmá.</DIV></DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: HS, HSv, JJB, ÞS, BÞÞ, BH, KT og HBA.</DIV><DIV>Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>