25. janúar 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Indriði Jósafatsson menningarsvið
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um styrk vegna þáttöku á Olympíuleikum unglinga201201113
Bréf hefur borist með ósk um styrk og verður á fundargátt á morgunn.
Málinu vísað til skrifstofu menningarsviðs.
2. Tillögur af 47. sambandsþingi UMFÍ til sveitarfélaga201112021
Bæjarráð sendir erindi UMFÍ til nefndarinnar til upplýsingar.
Tillögurnar lagðar fram.
3. Samsamstarf við ÍSÍ um afreksfólk úr Mosfellsbæ201201487
Lagt fram minnisblað um hugmyndir og forsendur fyrir samstarfi við ÍSÍ um afreksfólk.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að hefja viðræður við ÍSÍ þar sem leitast verður við að móta stefnu sem samrýmist markmiði 5 í stefnu ÍSÍ um að:<BR>a) þeir nemendur í skólum bæjarins og starfsmenn sveitarfélagsins sem teljast afreksíþróttamenn og þeir sem keppa fyrir hönd landsliða fái svigrúm til þess<BR>b) að skólar bæjarins setji sér stefnu þar sem horft er til þátta sem bæta möguleika afreksíþróttamanna til að stunda nám samhliða íþróttaiðkun<BR>c) að skólar bæjarins styðji við þróun afreksíþróttabrauta
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að hefja viðræður við ÍSÍ þar sem leitast verður við að móta stefnu sem samrýmist markmiði 8 um að:
a) þegar afreksíþróttamenn, sem eiga lögheimili í bænum, fá A, B eða C styrk afrekssjóðs ÍSÍ leggi Mosfellsbær 25% við þá fjárhæð og greiði til afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkþega.
1. Það er vilji bæjarins að þeim fjármunum verði að hluta eða öllu leiti varið í að stuðla að bættum réttindum afreksíþróttafólks innan hins opinbera kerfis, s.s. rétt til fæðingarorlofs.
b) Sama framlag, eða 25%, kæmi einnig frá bænum vegna ungmenna sem fengju úthlutun afrekssjóðs ÍSÍ og heitir ?Styrktarsjóður ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna?
4. Frístundafjör haust 2011201201037
Lagt fram.
5. Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2011201111242
Íþrótta- og tómstundanefnd gerði að tillögu sinni að veita íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar peningaverðlaun samhliða titlinum, sem bæjarráð hefur staðfest. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni að Mosfellsbær hafi stigið þetta skref.
6. Erindi UMFA varðandi aðstöðumál Aftureldingar201108052
Lögð var fram greinargerð um samanburð á tveimur valkostum í húsnæðismálum fyrir fimleika og bardagaíþróttir að Varmá og að Reykjalundi. Nefndin hefur áður tekið til umfjöllunar um þörf Aftureldingar fyrir slíka aðstöðu. Nefndin telur miðað við framlögð gögn að húsnæði að Varmá sé vænlegri kostur, enda ódýrari og samræmist betur stefnu bæjarins um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ.
Nefndin fagnar því að nú sé í augsýn að húsnæðismál fimleika og bardagaíþrótta verði leyst á þessu fjárhagsári.