26. janúar 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi UMFA varðandi aðstöðumál Aftureldingar201108052
Síðast á dagskrá 1059. fundar bæjarráðs þar sem kynntir voru valkostirnir Reykjalundur og nýbygging. Þar var erindinu jafnframt vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar. Erindið er aftur á dagskrá þessa fundar ásamt fylgigögnum.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mætt á fundinn Þröstur Sigurðsson (ÞS) ráðgjafi, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri menningarsviðs.
Til máls tóku: HS, JJB, ÞS, BH, HSv, JBH, BÞÞ, KT og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa til skipulagsnefndar til umsagnar að hún skoði skipulagslegar forsendur þess að byggt verði við núverandi íþróttahús að Varmá. Jafnframt verði óskað eftir afstöðu Aftureldingar til þeirra valkosta sem fyrir liggja í málinu.
Bókun bæjarráðsmanns Íbúahreyfingarinnar.
Við fögnum nýjum hugmyndum fyrir Íþróttaaðstöðu en mótmælum harðlega framgöngu bæjarstjóra í málinu. Við minnum á að bæjarsjóður er ekki persónulegur sjóður hans og Mosfellsbæ á að reka með lýðræðislegum hætti. Bæjarráð hafði ekki áður tekið málið fyrir og einhliða ákvörðun bæjarstjóra að panta skýrslu frá Capasent óskiljanleg. Skýrslan fylgdi ekki fundarboði og því farið á svig við samþykktir Mosfellsbæjar. Það er peningasóun af hálfu bæjarstjóra að boða skýrsluhöfund á fundinn án þess að bæjarráðsmenn höfðu haft tækifæri til þess að kynna sér hana áður.
Jón Jósef Bjarnason.
Bókun bæjarráðsmanna D og V-lista.
Aðstöðumál Aftureldingar hafa verið til umfjöllunar í nokkurn tíma. Þann 11. ágúst 2011 á fundi bæjarráðs nr. 1039 var erindi Aftureldingar um bætta aðstöðu tekið fyrir og málið falið bæjarstjóra, framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefnd til skoðunar. Það er því rangt að bæjarráð hafi ekki fjallað um málið.
Líkt og bæjarráðsfulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefur verið upplýstur um á fyrri fundi komu hugmyndir að byggingu nýs húss við Varmá fram í lok árs 2011. Strax var hafist handa við að skoða þennan nýja kost og bera saman við þann sem hafði verið til skoðunar. Fólst sú skoðun m.a. í því að fá fjárhagslega greiningu á þessum tveimur valkostum. Á síðasta fundi bæjarráðs fór fram kynning á niðurstöðum greiningarinnar og málinu jafnframt vísað til umsagnar hjá íþrótta- og tómstundanefnd.
Eðlileg vinnubrögð embættismanna hafa verið viðhöfð í málinu sem er enn í vinnslu og fyrir vikið liggja fyrir ítarleg og góð til gögn fyrir bæjarráðsmenn til að taka afstöðu í málinu.
2. Reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með einhverskonar fötlun201110300
Áður á dagskrá 1050. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að svara bréfritara Hestamannafélaginu Herði í samræmi við fyrirliggjandi umsögn hans.
3. Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar201111200
Áður á dagskrá 1054. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda Alþingi fyrirliggjandi umsögn fjölskyldunefndar.
4. Styrkumsókn Icefitness varðandi Skólahreysti 2012201201428
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar og afgreiðslu.
5. Beiðni FMOS til Strætó Bs. um biðstöð strætisvegna við nýja staðsetningu framhaldsskólans201201456
Til máls tóku: HS, KT, HBA og HSv.Lagt fram afrit af bréfi FMOS til Strætó bs. varðandi biðstöð strætisvagna við nýja staðsetningu framhaldsskólans.
6. Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins201201491
Til máls tóku: HS, HSv og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að formaður bæjarráðs sæki málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem haldið verður á Akureyri í næsta mánuði.
7. Erindi stjórnar skíðasvæða höfuðbogarsvæðisins varðandi opnun skíðasvæðis í Skálafelli201201511
Til máls tóku: HS, HSv, JJB og BH.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti viðbótarframlag til að opna megi skíðasvæðið í Skálafelli til að auka þjónustu við skíðaiðkendur. Mosfellsbær hvetur önnur aðildarsveitarfélög til hins sama.