Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. janúar 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi UMFA varð­andi að­stöðu­mál Aft­ur­eld­ing­ar201108052

    Síðast á dagskrá 1059. fundar bæjarráðs þar sem kynntir voru valkostirnir Reykjalundur og nýbygging. Þar var erindinu jafnframt vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar. Erindið er aftur á dagskrá þessa fundar ásamt fylgigögnum.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið voru mætt á fund­inn Þröst­ur Sig­urðs­son (ÞS) ráð­gjafi, Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og Björn Þrá­inn Þórð­ar­son (BÞÞ) fram­kvæmda­stjóri menn­ing­ar­sviðs. 

     

    Til máls tóku: HS, JJB, ÞS, BH, HSv, JBH, BÞÞ, KT og HBA.  

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til skipu­lags­nefnd­ar til um­sagn­ar að hún skoði skipu­lags­leg­ar for­send­ur þess að byggt verði við nú­ver­andi íþrótta­hús að Varmá. Jafn­framt verði óskað eft­ir af­stöðu Aft­ur­eld­ing­ar til þeirra val­kosta sem fyr­ir liggja í mál­inu. 

     

    Bók­un bæj­ar­ráðs­manns Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

    Við fögn­um nýj­um hug­mynd­um fyr­ir Íþrótta­að­stöðu en mót­mæl­um harð­lega fram­göngu bæj­ar­stjóra í mál­inu. Við minn­um á að bæj­ar­sjóð­ur er ekki per­sónu­leg­ur sjóð­ur hans og Mos­fells­bæ á að reka með lýð­ræð­is­leg­um hætti. Bæj­ar­ráð hafði ekki áður tek­ið mál­ið fyr­ir og ein­hliða ákvörð­un bæj­ar­stjóra að panta skýrslu frá Capa­sent óskilj­an­leg. Skýrsl­an fylgdi ekki fund­ar­boði og því far­ið á svig við sam­þykkt­ir Mos­fells­bæj­ar. Það er pen­inga­sóun af hálfu bæj­ar­stjóra að boða skýrslu­höf­und á fund­inn án þess að bæj­ar­ráðs­menn höfðu haft tæki­færi til þess að kynna sér hana áður.

    Jón Jósef Bjarna­son.

     

     

    Bók­un bæj­ar­ráðs­manna D og V-lista.

    Að­stöðu­mál Aft­ur­eld­ing­ar hafa ver­ið til um­fjöll­un­ar í nokk­urn tíma. Þann 11. ág­úst 2011 á fundi bæj­ar­ráðs nr. 1039 var er­indi Aft­ur­eld­ing­ar um bætta að­stöðu tek­ið fyr­ir og mál­ið fal­ið bæj­ar­stjóra, fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd til skoð­un­ar. Það er því rangt að bæj­ar­ráð hafi ekki fjallað um mál­ið.

    Líkt og bæj­ar­ráðs­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar hef­ur ver­ið upp­lýst­ur um á fyrri fundi komu hug­mynd­ir að bygg­ingu nýs húss við Varmá fram í lok árs 2011. Strax var haf­ist handa við að skoða þenn­an nýja kost og bera sam­an við þann sem hafði ver­ið til skoð­un­ar. Fólst sú skoð­un m.a. í því að fá fjár­hags­lega grein­ingu á þess­um tveim­ur val­kost­um. Á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs fór fram kynn­ing á nið­ur­stöð­um grein­ing­ar­inn­ar og mál­inu jafn­framt vísað til um­sagn­ar hjá íþrótta- og tóm­stunda­nefnd.

    Eðli­leg vinnu­brögð emb­ætt­is­manna hafa ver­ið við­höfð í mál­inu sem er enn í vinnslu og fyr­ir vik­ið liggja fyr­ir ít­ar­leg og góð til gögn fyr­ir bæj­ar­ráðs­menn til að taka af­stöðu í mál­inu.

    • 2. Reið­nám­skeið fyr­ir börn og ung­menni með ein­hvers­kon­ar fötlun201110300

      Áður á dagskrá 1050. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Hjálögð er umsögnin.

      Til máls tók: HS.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að svara bréf­rit­ara Hesta­manna­fé­lag­inu Herði í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sögn hans.

      • 3. Er­indi Al­þing­is, um­sagn­ar­beiðni um til­lögu til þings­álykt­un­ar201111200

        Áður á dagskrá 1054. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar. Hjálögð er umsögnin.

        Til máls tóku: HS og JJB.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda Al­þingi fyr­ir­liggj­andi um­sögn fjöl­skyldu­nefnd­ar.  

        • 4. Styrk­umsókn Icef­it­n­ess varð­andi Skóla­hreysti 2012201201428

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs til um­sagn­ar og af­greiðslu.

          • 5. Beiðni FMOS til Strætó Bs. um bið­stöð stræt­is­vegna við nýja stað­setn­ingu fram­halds­skól­ans201201456

            Til máls tóku: HS, KT, HBA og HSv.Lagt fram afrit af bréfi FMOS til Strætó bs. varð­andi bið­stöð stræt­is­vagna við nýja stað­setn­ingu fram­halds­skól­ans. 

            • 6. Mál­þing um efl­ingu sveit­ar­stjórn­arstigs­ins201201491

              Til máls tóku: HS, HSv og BH.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að formað­ur bæj­ar­ráðs sæki mál­þing um efl­ingu sveit­ar­stjórn­arstigs­ins sem hald­ið verð­ur á Ak­ur­eyri í næsta mán­uði. 

              • 7. Er­indi stjórn­ar skíða­svæða höf­uð­bog­ar­svæð­is­ins varð­andi opn­un skíða­svæð­is í Skála­felli201201511

                Til máls tóku: HS, HSv, JJB og BH.

                Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir fyr­ir sitt leyti við­bótar­fram­lag til að opna megi skíða­svæð­ið í Skála­felli til að auka þjón­ustu við skíða­ið­k­end­ur. Mos­fells­bær hvet­ur önn­ur að­ild­ar­sveit­ar­fé­lög til hins sama.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30