9. febrúar 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi UMFA varðandi aðstöðumál Aftureldingar201108052
Áður á dagskrá 1060. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir afstöðu UMFA og umsögn skipulagsnefndar. Hjálagðar eru umsagnir UMFA og skipulagsnefndar ásamt minnisblöðum framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fjármálastjóra.
Til máls tóku: HS, HSv, BH, KT, JJB og JS.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að fara í byggingu stálgrindahús við Íþróttamiðstöðina að Varmá og staðsetning þess verið teiknuð upp af skipulagsfulltrúa og lögð fram í skipulagsnefnd. Jafnframt verði tillaga fjármálastjóra um viðauka við fjárhagsáætlun 2012 vísað til bæjarstjórnar.
2. Fjárhagsáætlun 2012201109236
Tillaga sem samþykkt var í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar þann 21.12.2011. Umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fjármálastjóra fylgir hjálagt.
Til máls tóku: HS, JJB, JS og BH.
Fyrir lá umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fjármálastjóra sem um var beðið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í desember sl. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa umsögninni til vinnuhóps um endurskoðun á stefnumörkun um málefni barna með sérþarfir í leik- og grunnskóla sem starfar á vegum fræðslunefndar.
3. Erindi Quorum sf varðandi Fellsás 2201202007
Til máls tóku: HS, SÓJ og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til skoðunar.
4. Erindi Alþingis, umsögn vegna málefna fatlaðs fólks.201202037
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar.
5. Erindi Alþingis,umsagnarbeiðni vegna samgönguáætlunar 392. mál201202038
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar til umsagnar.
6. Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni vegna samgöngumála 393. mál201202039
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar til umsagnar.