15. febrúar 2012 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varabæjarfulltrúi
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1061201201025F
Fundargerð 1061. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 574. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Framhaldsskóli - nýbygging 2010081418
Óskað er heimildar til að staðfesta þátttöku Mosfellsbæjar í útboði vegna framhaldsskóla í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tóku: BH og HP.</DIV><DIV>Afgreiðsla 1061. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að staðfesta þátttöku Mosfellsbæjar í útboði vegna byggingar framhaldsskóla, samþykkt á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarstjórn Mosfellsbæjar fagnar þeim merka áfanga að nú sé komið að framkvæmdum við nýbyggingu framhaldsskóla í miðbæ Mosfellsbæjar.</DIV></DIV>
1.2. Úttekt á ástandi eldri hverfa 201201381
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1061. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til frekari vinnslu á umhverfissviði o.fl., samþykkt á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.3. Snjómokstur 2011 201201459
Þegar erindi frá Umferðarstofu var til umræðu á 1059. fundi bæjarráðs, var óskað eftir umsögn/greinargerð vegna snjómoksturs og er þetta erindi sú greinargerð.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið var lagt fram á 1061. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
1.4. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi breytingu á gjaldskrá 201201571
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis óskar eftir samþykkt bæjarráðs á breyttri gjaldskrá, en breytingin er gerð til í samræmi við þegar samþykkta fjárhagsáætlun eftirlitsins.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1061. fundar bæjarráðs, að samþykkja breytingu á gjaldskrá heilbrigðiseftirlitsins, samþykkt á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1062201202005F
Fundargerð 1062. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 574. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi UMFA varðandi aðstöðumál Aftureldingar 201108052
Áður á dagskrá 1060. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir afstöðu UMFA og umsögn skipulagsnefndar. Hjálagðar eru umsagnir UMFA og skipulagsnefndar ásamt minnisblöðum framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fjármálastjóra.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HSv, JJB, JS, BH, KGÞ, HP og KT.</DIV></DIV><DIV> </DIV><DIV>Íbúahreyfingin leggur til að skipuð verði byggingarnefnd um fyrirhugað frjálsíþrótta- og bardagaíþróttahús með þátttöku Aftureldingar og viðkomandi deilda Aftureldingar og starfsmanna bæjarins.</DIV><DIV>Að mati sérfræðinga virðist áætlað verð nýbyggingarinnar óeðlilega lágt, jafnvel óraunhæft og mundi bygginganefndin m.a. kanna þau mál betur.</DIV><DIV>Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.</DIV><DIV> </DIV><DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að ráðast í framkvæmdir við 1200 fm byggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá skv. fyrirliggjandi uppdrætti og kostnaðaráætlun sem hýsa mun starfsemi fimleikadeildar og bardagaíþróttadeildir Aftureldingar sem og að skapa möguleika á aukinni félagsaðstöðu félagsins. Framkvæmdstjóra umhverfissviðs er falinn undirbúningur málsins.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarstjórn lýsir jafnframt yfir ánægju sinni að með þessum hætti verði öll aðstaða Aftureldingar bætt svo um munar með hagkvæmum hætti fyrir bæjarsjóð.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Að auki samþykkir bæjarstjórn að fela skipulagsnefnd að skoða heilstætt skipulag íþróttasvæðisins að Varmá í samráði við Aftureldingu og íþrótta- og tómstundanefnd.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
2.2. Fjárhagsáætlun 2012 201109236
Tillaga sem samþykkt var í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar þann 21.12.2011. Umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fjármálastjóra fylgir hjálagt.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1062. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til vinnuhóps o.fl., samþykkt á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.3. Erindi Quorum sf varðandi Fellsás 2 201202007
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1062. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til skoðunar, samþykkt á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.4. Erindi Alþingis, umsögn vegna málefna fatlaðs fólks. 201202037
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1062. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar, samþykkt á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.5. Erindi Alþingis,umsagnarbeiðni vegna samgönguáætlunar 392. mál 201202038
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1062. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar, samþykkt á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.6. Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni vegna samgöngumála 393. mál 201202039
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1062. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar, samþykkt á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 264201202004F
Fundargerð 264. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 574. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Erindi SSH varðandi tillögur verkefnahóps SSH ( verkefnahópur 4 ) málefni innflytjenda 201112338
Bæjarráð samþykkti að vísa erindi SSH - vinnuhóps um málefni innflytjenda - til fjölskyldunefndar og fræðslunefndar til umsagnar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 264. fundar fræðslunefndar, á umbeðinni umsögn sem send hefur verið til bæjarráðs, er lögð fram á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
3.2. Fréttabréf Lágafellsskóla 201201593
Lagt fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 264. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
3.3. Samræmd könnunarpróf 2011 201201222
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, BH, HP, HSv, KGÞ, KT og JS.</DIV><DIV>Erindið lagt fram á 264. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV></DIV>
3.4. Samstarfssamningur á milli Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Listaskóla Mosfellsbæjar 2012-2013 201112343
Samningur lagður fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 264. fundar fræðslunefndar, leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samstarfssamning milli Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Listaskóla Mosfellsbæjar. Samstarfssamningurinn samþykktur á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 314201202003F
Fundargerð 314. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 574. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Umferðaröryggi í miðbæ Mosfellsbæjar 201201455
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 314. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
4.2. Verkferill vegna deiliskipulagsgerðar 201201249
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs og tillaga um verkferil við upphaf deiliskipulagsgerðar í þeim tilvikum þegar landeigandi eða lóðarhafi óskar eftir gerð deiliskipulags eða breytingum á deiliskipulagi. Tillagan var samþykkt á 1059. fundi bæjarráðs og framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að innleiða verkferilinn.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 314. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
4.3. Lokun Áslands við Vesturlandsveg, athugasemdir íbúa 2011081227
Lögð fram greinargerð Almennu Verkfræðistofunar og Landmótunar um fyrirhugaða útfærslu hljóðvarna og áhrif þeirra til lækkunar á umferðarhávaða.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tóku: BH, JJB, HP og KGÞ.</DIV><DIV>Afgreiðsla 314. fundar skipulagsnefndar, um að kynningu o.fl., samþykkt á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
4.4. Erindi UMFA varðandi aðstöðumál Aftureldingar 201108052
UMFA óskaði með bréfi 12. júlí 2011 eftir stuðningi bæjarins til að gera félaginu kleift að leysa húsnæðismál fimleikadeildar félagsins og fleiri deilda. Bæjarráð samþykkti á 1060. fundi sínum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar með tilliti til skipulagslegra forsendna þess að byggja við núverandi íþróttahús að Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 314. fundar skipulagsnefndar á umbeðinni umsögn til bæjarráðs lögð fram á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
4.5. Bugðutangi 11, umsókn um byggingarleyfi 201201569
Októ Þorgrímsson Bugðutanga 11 Mosfellsbæ sækir 27.1.2012 um leyfi fyrir áður gerðum kjallara og fyrirkomulags- og gluggabreytingum á húsinu nr. 11 við Bugðutanga. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja garðskála úr timbri, gleri og steinsteypu við norðausturhlið hússins skv. meðf. tillöguteikningu Þorleifs Eggertssonar arkitekts. Garðskálinn yrði alfarið utan gildandi byggingarreits.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindinu var frestað á 314. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
4.6. Flugumýri 6, fyrirspurn um byggingarleyfi 201202017
Gísli Gíslason arkitekt f.h. Vélsmiðjunnar Sveins ehf. spyrst 2.2.2012 fyrir um hvort leyfi fáist til að reisa geymsluskýli úr stálgrind við lóðarmörk í norðvesturhorni lóðarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 314. fundar skipulagsnefndar, að fela embættismönnum að ræða við umsækjanda, samþykkt á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
4.7. Rituhöfði 5 - Umsókn um byggingarleyfi 201202027
Sigurgísli Jónasson Rituhöfða 5 sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu og gera innanhúss fyrirkomulagsbreytingar í húsinu nr. 5 við Rituhöfða í samræmi við framlögð gögn.
Byggingafulltrúi óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar til umsóknarinnar með tilliti til ákvæða gildandi deiliskipulags svæðisins.Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 314. fundar skipulagsnefndar, að grenndarkynna málið, samþykkt á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
4.8. Bekkir á almannafæri - átak til að fjölga bekkjum í bænum 201201575
Lagt fram bréf Steinunnar A. Ólafsdóttur dags. 20.01.2012, þar sem hún f.h. nokkurra sjúkraþjálfara og Félags eldri borgara í Mosfellsbæ leitar eftir samstarfi við Mosfellsbæ um átak til að fjölga bekkjum við valdar gönguleiðir, sem henta vel fyrir aldraða.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 314. fundar skipulagsnefndar, að fela formanni nefndarinnar og embættismönnum að ræða við bréfritara, samþykkt á 574. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
4.9. Könnun á ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu 2011 201202018
Lagðar fram skýrslur Capacents um niðurstöður könnunar á ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem gerð var á tímabilinu október - desember 2011. Um er að ræða annarsvegar heildarsamantekt og hinsvegar samantektir fyrir einstaka hluta höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindinu var frestað á 314. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
5. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 16201201021F
Fundargerð 16. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 574. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Snjómokstur 2011 201201459
Lagt fram til kynningar upplýsingar um snjómokstur í Mosfellsbæ, í kjölfar fyrirspurna nefndarmanna.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 16. fundar Ungmennaráðs, varðandi snjómokstur og söndun göngustíga, lögð fram á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.2. Erindi stjórnar skíðasvæða höfuðbogarsvæðisins varðandi opnun skíðasvæðis í Skálafelli 201201511
Lagt fram til kynningar erindi stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins varðandi skíðasvæðið í Skálafelli
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 16. fundar Ungmennaráðs, þar sem fagnað er viðbótarframlagi til opnunar í Skálafelli, lögð fram á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.3. Erindi Vinnuskóla Reykjavíkur varðandi umhverfismál 201107153
Lagt fram til kynningar erindi Vinnuskóla Reykjavíkur varðandi umhverfismál
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið var lagt fram á 16. fundi Ungmennaráðs. Lagt fram á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.4. Beiðni FMOS til Strætó Bs. um biðstöð strætisvegna við nýja staðsetningu framhaldsskólans 201201456
Lagt fram til kynningar erindi FMOS til Strætó bs. um staðsetningu biðstöðvar við nýjan framhaldsskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindinu var frestað á 16. fundi Ungmennaráðs. Frestað á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
5.5. Almenningssamgöngur milli Mosfellsbæjar og Grafarvogs 201201568
Rætt um almenningssamgöngur milli Mosfellsbæjar og Grafarvogs til að sækja skóla og tómstundir. Mál sett á dagskrá að beðini fundarmanns.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindinu var frestað á 16. fundi Ungmennaráðs. Frestað á 574. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
Fundargerðir til kynningar
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 206201201024F
Fundargerð 206. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 574. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 207201202002F
Fundargerð 207. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 574. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Bugðufljót 21 - Umsókn um byggingarleyfi 201202030
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 574. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Hamrabrekka 2, byggingarleyfi fyrir nýbyggingu frístundahúss 201202004
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 574. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Litlikriki 7 - Umsókn um byggingarleyfi 201202029
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 207. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 574. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 1. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis201202083
Til máls tóku: BH og HP.
Fundargerð 1. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram á 574. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 108. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201202023
Fundargerð 108. fundar stjórnar SHS lögð fram á 574. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 166. fundar Strætó bs.201202020
Til máls tóku: BH, HP og JJB.
Fundargerð 166. fundar Strætó bs. lögð fram á 574. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 294. fundar Sorpu bs.201202021
Til máls tóku: BH, HP, JJB, KGÞ, JS og HSv.
Fundargerð 294. fundar Sorpu bs. lögð fram á 574. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 373. fundar SSH201202084
Fundargerð 373. fundar SSH lögð fram á 574. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 39. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga201202088
Fundargerð 39. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots lögð fram á 574. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 793. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201202019
Fundargerð 793. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram á 574. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
15. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2012201202115
1062. fundur bæjarráðs, sem er jákvætt fyrir erindinu eins og það er lagt upp, vísar því ásamt tillögu fjármálastjóra um viðauka við gildandi fjárhagsáætlun til afgreiðslu 574. fundar bæjarstjórnar.
Til máls tók: HP.
Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar fyrr á þessum fundi, í erindi UMFA varðandi aðstöðumál Aftureldingar nr. 201108052, samþykkir bæjarstjórn með sjö atkvæðum framlagðan viðauka 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 að fjárhæð 136 millj. kr. og felur fjármálastjóra að tilkynna viðaukann til innanríkisráðuneytisins í samræmi við reglur þar um.