Mál númer 201006288
- 12. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1083
Tillögur um skipan skólastjórnunar við Lágafellsskóla lagðar fram til staðfestingar.
Til máls tóku: HP, JS og ÓG.$line$Afgreiðsla 269. fundar fræðslunefndar, að einn skólastjóri verði við Lágafellsskóla o.fl., samþykkt á 1083. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 3. júlí 2012
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #269
Tillögur um skipan skólastjórnunar við Lágafellsskóla lagðar fram til staðfestingar.
Lögð fram greinargerð um skólastjórnun Lágafellsskóla, þar sem fram kemur sú tillaga að í Lágafellsskóla verði einn skólastjóri. Þá er lagt til að deildarstjórar verði fjórir og að auki að einn stjórnandi verði deildar- og verkefnisstjóri rekstrar og skipulags.
Fræðslunefnd leggur til að bæjarstjórn staðfesti framlagðar tillögur, en gert er ráð fyrir að kostnaðarauki vegna þeirra verði 2,1 milljón á árinu 2013.
- 13. apríl 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #556
<DIV>Afgreiðsla 252. fundar fræðslunefndar, að vísa erindinu til bæjarráðs, staðfest á 556. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 5. apríl 2011
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #252
Mat hefur farið fram á skólastjórnun Lágafellsskóla í samræmi við framlagt minnisblað. Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að framlengja fyrirkomulag stjórnunar í Lágafellsskóla um eitt ár.
- 8. september 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #541
Afgreiðsla 240. fundar fræðslunefndar samþykkt á 541. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 31. ágúst 2010
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #240
Lagðar fram upplýsingar um fyrirkomulag skólastjórnunar í Lágafellsskóla skólaárið 2010 - 2011, en gert er ráð fyrir að fyrirkomulagið sé til bráðabirgða til eins árs. Fyrirkomulagið gengur út á að skólastjóri Lágafellsskóla verði einn og með honum starfi deildarstjórar í 4,5 stöðugildum.
Gert er ráð fyrir að fyrirkomulagið verði metið í vetur og hugað að því hvort hverfa eigi til fyrra fyrirkomulags með 2 skólastjórum eða hið nýja form þjóni stjórnun Lágafellsskóla betur.
- 25. ágúst 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #540
<DIV>Afgreiðsla 990. fundar bæjarráðs samþykkt á 540. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 19. ágúst 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #990
Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri Lágafellsskóla mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið. Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra fræðslusviðs að höfðu samráði vð skólastjóra Lágafellsskóla um að ekki verði ráðið í stöðu annars skólastjóra Lágafellsskóla skólaárið 2010-2011. Jafnframt verði sá tími nýttur til mats á stjórnunarformi Lágafellsskóla.
- 15. júlí 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #987
<DIV><DIV>Lagt fram á 987. fundi bæjarráðs.</DIV>.</DIV>
- 6. júlí 2010
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #239
Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra fræðslusviðs þar sem fram kemur að Efemía Hrönn Gísladóttir, annar tveggja skólastjóra Lágafellsskóla, hefur sagt starfi sínu lausu.
- 1. júlí 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #985
Til máls tók: HSv.
Erindið lagt fram.