19. ágúst 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áskorun til sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á launum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna201008086
Lagt fram.
2. Beiðni um rútuakstur í Borgarholtsskóla201008504
Bæjarstjóri gerði grein fyrir beiðni um rútuakstur í Borgarholtsskóla. Bæjarráð samþykkir að haldið verði áfram með beinan akstur í Borgarholtsskóla gegn gjaldi og felur bæjarstjóra framkvæmd málsins.
3. Einkasjúkrahús og hótel PrimaCare í Mosfellsbæ200910037
Lagðir fram lóðarleigusamningur og kaupréttarsamningur fyrir PrimaCare
Guðmundur Ingvi Sigurðsson frá Lex mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti lóðarleigusamning og kaupréttarsamning fyrir PrimaCare. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá umræddum samningum við PrimaCare.
4. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, endurskoðun laga- og reglugerðarákvæða201008085
Frestað.
5. Ósk um setu í nefndum/ráðum201003378
Lagt fram bréf Strætó bs. dags. 24. mars 2010, þar sem óskað er eftir því að fulltrúi Strætó verði boðaður á fundi ... (Til stóð að leggja þetta fyrir s/b-nefnd, en við nánari skoðun var talið að e.t.v. ætti frekar að taka það fyrir í bæjarráði, þar sem nefndin ákveður ekki sjálf hverjir eigi þar seturétt)
Frestað
6. Skólastjórn Lágafellsskóla201006288
Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri Lágafellsskóla mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið. Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra fræðslusviðs að höfðu samráði vð skólastjóra Lágafellsskóla um að ekki verði ráðið í stöðu annars skólastjóra Lágafellsskóla skólaárið 2010-2011. Jafnframt verði sá tími nýttur til mats á stjórnunarformi Lágafellsskóla.
7. Staðgreiðsluskil 2010201005024
Frestað.