6. júlí 2010 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fræðslunefnd - kynning á stjórnsýslu bæjarins201007027
Á fundinn mætir Stefán Ómar Jónsson framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs og fer yfir samþykktir bæjarstjórna og nefnda og önnur stjórnsýsluatriði sem mikilvæg eru fyrir nefndarmenn.
Stefán Ómar Jónsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs kynnti stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
2. Breyting á skóladagatali Huldubergs 2010-11201007026
Hulduberg hefur óskað eftir breytingum á skóladagatali
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar breytingar á skóladagatali Huldubergs.
3. Handbók fræðslunefndar 2010-2014201007019
Handbók fræðslunefndar er útbúin í rafrænu formi á þessu kjörtímabili og verður aðgengileg á heimasíðu bæjarins. Kynning á handbókinni og fyrirkomulagi hennar fer fram á fundinum.
Handbók fræðslunefndar hefur nú verið gerð með rafrænum hætti og er staðsett á heimasíðu Mosfellsbæjar.
Aðgengi að handbókinni kynnt.
5. Skólastjórn Lágafellsskóla201006288
Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra fræðslusviðs þar sem fram kemur að Efemía Hrönn Gísladóttir, annar tveggja skólastjóra Lágafellsskóla, hefur sagt starfi sínu lausu.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Fjölskyldustefna Mosfellsbæjar200509178
Hjálagt fylgja drög að fjölskyldustefnu og framkvæmdaáætlun stefnunnar sem eru samkvæmt samþykkt fjölskyldunefndar send til umsagnar nefnda.
Fjölskyldustefna Mosfellsbæjar lögð fram til umsagnar. Fræðslunefndin leggur til að fjölskyldustefnan verði send stofnunum sviðsins til umsagnar.