Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. júlí 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari

    Sam­þykkt að Har­ald­ur Sverris­son tæki að sér fund­ar­stjórn í fjar­veru formanns og vara­formanns bæj­ar­ráðs.


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Er­indi Gunn­ars Dung­al varð­andi verð á heitu vatni201004244

      Áður á dagskrá 980. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.

      Til máls tók: HSv.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að svara er­ind­inu í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað

      • 2. Er­indi Starfs­manna Varmár­skóla varð­andi við­hald skól­ans201005073

        Áður á dagskrá 980. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.

        Til máls tóku: HSv, HBA, KGÞ, KT og BJó.

        Minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs varð­andi við­hald Varmár­skóla lagt fram og fram­kvæmda­stjóra jafn­framt fal­ið að svara bréf­rit­ur­um í sam­ræmi við minn­is­blað­ið.

        • 3. Er­indi Jó­hann­es­ar B. Ed­varðs­son­ar varð­andi Smiðj­una, hand­verk­stæði á Ála­fossi201005085

          Áður á dagskrá 980. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.

          Til máls tóku: HSv, HBA, KÞG og KT.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ræða við bréf­rit­ara um mál­ið.

          • 4. Er­indi SSH varð­andi vatns­vernd í landi Kópa­vogs201005114

            Áður á dagskrá 981. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.

            Til máls tóku: HSv, HBA og BJó.

            Lagt fram minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs varð­andi mál­ið og sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda minn­is­blað­ið til stjórn­ar SSH til með­ferð­ar.

            • 5. Varð­andi frétta­til­kynn­ingu frá Mos­fells­bæ201006171

              Dagskrárbeiðni frá bæjarráðsmanni Þórði Birni Sigurðssyni.

              Til máls tóku: HSv, HBA, BJó, KT og KGÞ.

              Um­ræð­ur fóru fram um er­ind­ið sem var á dagskrá bæj­ar­stjórn­ar­fund­ar í gær­dag.

               

              Bók­un bæj­ar­ráðs­full­trúa Sam­fylk­ing­ar.

              Dæmin sýna að full þörf er á vinnu­regl­um um heima­síðu bæj­ar­fé­lags­ins með til­liti til frétta­flutn­ings. Skýr mörk þurfa að vera á milli stjórn­sýslu ann­ars veg­ar og flokk­spóli­tík­ur hins veg­ar. Hugs­an­lega mætti búa til svæði inn á heima­síðu bæj­ar­ins fyr­ir póli­tísk öfl í bæn­um þar sem þau geta ver­ið með sín­ar póli­tísku skýr­ing­ar og túlk­an­ir.

               

              Full­trú­ar V og D lista benda á að þeg­ar hafa ver­ið tekin ákvörð­un um í tengsl­um við vinnu við lýð­ræð­is­stefnu bæj­ar­ins verði mót­uð skýr­ari stefna um vef­svæði Mos­fells­bæj­ar.

              • 6. Er­indi Lög­reglu­stór­ans,um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is Nýja Eld­húss­ins201006186

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu leyf­is hvað varð­ar opn­un­ar­tíma eða önn­ur at­riði eins og þau eru til­greind í fyr­ir­liggj­andi um­sókn, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

                • 7. Er­indi Mann­rétt­inda­skrif­stofu Ís­lands varð­andi fram­lag201006199

                  Til máls tók: HSv.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fjöl­skyldu­nefnd­ar.

                  • 8. Er­indi íbúa við Hlíðarás varð­andi hraða­hindr­un, botn­langa­skilti og leik­völl201006276

                    Til máls tóku: HSv, KT og KGÞ.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar.

                    • 9. Er­indi Sveins Frí­manns­son­ar varð­andi notk­un minka­húss á Sól­heima­koti201006277

                      Til máls tóku: HSv, HBA, BJó, SÓJ og KT.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra til skoð­un­ar.

                      • 10. Skóla­stjórn Lága­fells­skóla201006288

                        Til máls tók: HSv.

                        Er­ind­ið lagt fram.

                        • 11. Er­indi Al­þing­is v um­sögn um frum­varp til laga um vernd­ar- og nýt­ingaráætlun vegna virkj­un­ar fall­vatna og há­hita­svæða201006300

                          Til máls tók: HSv.

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30