1. júlí 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Samþykkt að Haraldur Sverrisson tæki að sér fundarstjórn í fjarveru formanns og varaformanns bæjarráðs.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Gunnars Dungal varðandi verð á heitu vatni201004244
Áður á dagskrá 980. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tók: HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað
2. Erindi Starfsmanna Varmárskóla varðandi viðhald skólans201005073
Áður á dagskrá 980. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HSv, HBA, KGÞ, KT og BJó.
Minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi viðhald Varmárskóla lagt fram og framkvæmdastjóra jafnframt falið að svara bréfriturum í samræmi við minnisblaðið.
3. Erindi Jóhannesar B. Edvarðssonar varðandi Smiðjuna, handverkstæði á Álafossi201005085
Áður á dagskrá 980. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HSv, HBA, KÞG og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ræða við bréfritara um málið.
4. Erindi SSH varðandi vatnsvernd í landi Kópavogs201005114
Áður á dagskrá 981. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HSv, HBA og BJó.
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi málið og samþykkt með þremur atkvæðum að senda minnisblaðið til stjórnar SSH til meðferðar.
5. Varðandi fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ201006171
Dagskrárbeiðni frá bæjarráðsmanni Þórði Birni Sigurðssyni.
Til máls tóku: HSv, HBA, BJó, KT og KGÞ.
Umræður fóru fram um erindið sem var á dagskrá bæjarstjórnarfundar í gærdag.
Bókun bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar.
Dæmin sýna að full þörf er á vinnureglum um heimasíðu bæjarfélagsins með tilliti til fréttaflutnings. Skýr mörk þurfa að vera á milli stjórnsýslu annars vegar og flokkspólitíkur hins vegar. Hugsanlega mætti búa til svæði inn á heimasíðu bæjarins fyrir pólitísk öfl í bænum þar sem þau geta verið með sínar pólitísku skýringar og túlkanir.
Fulltrúar V og D lista benda á að þegar hafa verið tekin ákvörðun um í tengslum við vinnu við lýðræðisstefnu bæjarins verði mótuð skýrari stefna um vefsvæði Mosfellsbæjar.
6. Erindi Lögreglustórans,umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Nýja Eldhússins201006186
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
7. Erindi Mannréttindaskrifstofu Íslands varðandi framlag201006199
Til máls tók: HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar.
8. Erindi íbúa við Hlíðarás varðandi hraðahindrun, botnlangaskilti og leikvöll201006276
Til máls tóku: HSv, KT og KGÞ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
9. Erindi Sveins Frímannssonar varðandi notkun minkahúss á Sólheimakoti201006277
Til máls tóku: HSv, HBA, BJó, SÓJ og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
10. Skólastjórn Lágafellsskóla201006288
Til máls tók: HSv.
Erindið lagt fram.
11. Erindi Alþingis v umsögn um frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða201006300
Til máls tók: HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og afgreiðslu.