Mál númer 200611156
- 20. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #457
Til máls tóku: RR, JS, KT, MM, HBA, HSv og HP.%0D%0DGreinargerð bæjarfulltrúa D og VG með fjárhagsáætlun 2007.%0D%0DFjárhagsáætlun er eitt mikilvægasta stjórntæki í rekstri bæjarfélagsins og markar meginreglu um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjármálastjórn bæjarsjóðs og stofnana bæjarfélagsins. %0DÍ fjárhagsáætlun ársins 2007 sem hér er lögð fram, er gert ráð fyrir óbreyttu útsvari 12,94% þrátt fyrir að þessi gjaldstofn sé ekki fullnýttur samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Á undanförnum misserum hefur verð á fasteignum í Mosfellsbæ hækkað sem þýðir að eignamyndun íbúa bæjarins hefur aukist mikið. Til að koma til móts við þessa hækkun er í áætluninni gert ráð fyrir að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki úr 0,265% af fasteignamati í 0,225%, lóðaleiga lækki úr 0,400% í 0,340 %, vatnsskattur lækki úr 0,120% í 0,100, holræsagjald verði 0,150 %.%0DFjárhagsáætlun 2007 ber þess merki að þjónusta verður efld við bæjarbúa og þá einkum börn og ungmenni. Í Mosfellsbæ eru almenn þjónustugjöld með því lægsta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu og í fjárhagsáætlun 2007 eru leikskólagjöld 5 ára deilda felld niður af 8 stunda vistun, styrkur til foreldra sem eru með börn innan tveggja ára hjá dagforeldrum verður hækkaður um 55%, systkinaafsláttur helst óbreyttur og veittar eru 15 mkr. til að mæta þátttökugjöldum í íþrótta– og tómstundastarfs barna og ungmenna. Þetta eru staðreyndir sem tala sínu máli fyrir barnafjölskyldur í Mosfellsbæ.%0DMeð markvissri fjármálastjórn undanfarinna ára hefur tekist að skapa svigrúm fyrir aukna þjónustu og uppbygginu og framkvæmdaráætlun ársins 2007 gerir ráð fyrir að fjárfest verði í leik– og grunnskólum fyrir 407 mkr. í íþróttamannvirkjum fyrir 48 mkr. og í veitum verði fjárfest fyrir 191 mkr. %0DÞrátt fyrir geysimikla uppbyggingu, aukna þjónustu og lækkun skatta, lækka skuldir við lánastofnanir og ekki er gert ráð fyrir lántöku á árinu 2007. %0DFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2007 er metnaðarfull áætlun þar sem áhersla er lögð á að fara vel með fjármuni en samhliða að lækka skatta, auka þjónustu við bæjarbúa og efla enn frekar góðar stofnanir bæjarfélagins. %0D%0D%0DBæjarfulltrúi VG vill benda á rangfærslur í öðrum lið í framlögðum tillögum Samfylkingarinngar frá fyrri umræðu fjárhagsáætlunar, það var á stefnuskrá VG að fella niður leikskólagjöld í áföngum.%0DKarl Tómasson.%0D%0D%0DBæjarfulltrúar S-lista vilja taka fram að bókun fulltrúa VG er byggð á misskilningi í orðanna hljóðan á tillögu okkar.%0DJónas Sigurðsson%0DHanna Bjartmars Arnardóttir%0D%0D%0DEftirtaldar gjaldskrár taka gildi 1. janúar 2007.%0D%0Dgjaldskrá vegna niðurgreiðslu til foreldra barna í daggæslu dagforeldra%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá vegna rekstrarstyrkja til einkarekinna leikskóla%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá leikskóla (hvað varðar gjaldfría 5 ára deild)%0DSamþykkt með sex atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá námskeiðisgjalda í félagsstarfi aldraðra%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá fæðis í íbúða- og þjónustuhúsi%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá vatnsveitu Mosfellsbæjar%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ%0DSamþykkt með sex atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá vegna úttekta-, vottorða- og íbúðaskoðunargjalda í Mosfelsbæ%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0DEftirtaldar gjaldskrár taka gildi 1. ágúst 2007.%0D%0Dgjaldskrá leikskóla (hvað varðar gjöldin sjálf)%0DSamþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur%0D%0Dgjaldskrá í frístundaseljum og lengdri viðveru%0DSamþykkt með sex atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá skólahljómsveitar%0DSamþykkt með sex atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá Listaskóla, tónlistardeild%0DSamþykkt með sex atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá%0DSamþykkt með sex atkvæðum%0D%0D%0DBæjarfulltrúar D og VG leggja fram þá tillögu að allar niðurgreiðslur á vegum bæjarfélagsins verði endurskoðaðar á árinu 2007.%0DSamþykkt samhljóða.%0D%0D%0DÞví næst voru bornar upp í einu lagi breytingartillögur B-lista sem lagðar voru fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar og voru þær felldar með fjórum atkvæðum gegn þremur.%0D%0DÞá voru bornar upp í einu lagi breytingartillögur S-lista sem lagðar voru fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar og voru þær felldar með fjórum atkvæðum gegn þremur.%0D%0D%0DFyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007 inniheldur:%0D- samantekt A og B hluta bæjarsjóðs og stofnana hans%0D sem skiptist í rekstrarreikning, efnahagsreikning og %0D sjóðsstreymisyfirlit.%0D%0DHelstu niðurstöður eru eftirfarandi í þús. kr.%0D%0DTekjur: 3.274.758 %0DGjöld: 3.045.803%0DFjármagnsgjöld: 150.370%0DRekstrarniðurstaða: 78.585%0DEignir í árslok: 5.993.859%0DEigið fé í árslok: 1.980.449 %0D%0DFramlögð rekstrar- og fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2007, ásamt með gjaldskrám og reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts borin upp.%0D%0DFjárhagsáætlun 2007 þannig samþykkt með fjórum atkvæðum.%0D%0D%0DBókun B- og S-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2007.%0D%0DFjárhagsáætlun bæjarins hverju sinni er stefnumörkun meirihlutans um rekstur og framkvæmdir og þjónustustig gagnvart bæjarbúum. Megin einkenni fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar eru einkum eftirfarandi.%0DÁ undanförnum árum hefur rekstur bæjarfélagsins notið góðs af því hagvaxtarskeiði og þenslu sem ríkt hefur almennt í samfélaginu í formi aukinna tekna. Jafnframt hafa hækkandi gjaldskrár bæjarfélagsins lagt bæjarfélaginu til auknar tekjur. Í því ástandi er ljóst að auðveldara er að ná hagstæðari rekstrarniðurstöðu en þegar kreppir að. Afkoma bæjarfélagsins mun verða lakari á þessu ári en árin á undan og sama má segja um næsta ár miðað við fjárhagsáætlunina fyrir árið 2007. Nú leggur meirihluti D og V lista fram sína fyrstu fjárhagsáætlun og vekur hún nokkra athygli. Í fjárhagsáætlun má sjá fyrirheit um að hrinda í framkvæmd tillögum sem minnihlutinn lagði til á síðasta ári. Rifja má upp að þá felldi meirihlutinn þær tillögur og bókaði að þær væru óábyrgar. Ekki er þó tekið mark á varnaðarorðum minnihlutans hvað varðar starfsumhverfi grunnskólanna þar sem langvarandi aðhald er farið að koma niður á möguleikum grunnskólanna til sjálfstæðis og þróunar á skólastarfi. Nú er enn lengra gengið í þessum efnum en oft áður með því að kvótasetningin sem átti að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði grunnskólanna er að hluta til skorin niður.%0DTölur úr árbók sveitafélaga 2006 sýna með óyggjandi hætti að framlög á nemanda eru mun lægri hér í Mosfellsbæ en í nágrannasveitarfélögunum.%0DSem dæmi má nefna að væri sömu upphæð á hvern nemanda varið til grunnskóla í Mosfellsbæ og gert er í Garðabæ þá þyrfti að hækka framlag til rekstrar grunnskóla um það bil 200 milljónir króna en rétt er að fara í saumana á þessu. %0DFullt svigrúm ætti því að vera til að auka enn við gæði þjónustunnar.%0DÞað er mat minnihlutans að langvarandi aðhald sé farið að koma niður á möguleikum grunnskólanna til þróunar á skólastarfi.%0DMinnihlutaflokkarnir lögðu fram fjölmargar tillögur við fyrri umræðu fjárhagsáætlunarinnar nú og er meirihlutanum velkomið að nýta sér þær hugmyndir við næstu fjárhagsáætlanagerð.%0D%0D%0DBókun bæjafulltrúa D og V%0D%0DVið fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2007 lögðu bæjarfulltrúar B - og S lista fram 13 tillögur og var ánægjulegt að sjá að ýmsar þeirra voru í takt við framlagðar tillögur í fjárhagsáætlun. %0D%0DEmbættismenn greindu kostnað vegna þessara tillagna og í ljós kom eftirfarandi: %0D%0DTillögur bæjarfulltrúa B listans auka útgjöld sveitarfélagsins á árinu 2007 sem nemur 77,2 mkr., á árinu 2008 93,4 mkr. og á árinu 2009 109,6 mkr. en þá er ótalinn 150 mkr. kostnaður vegna tillögu að breytingum við leikskólann Reykjakot. %0DTillögur bæjarfulltrúa S listans auka útgjöld sveitarfélagsins á árinu 2007 sem nemur a.m.k. 54.4 mkr. en þá er ótalinn kostnaður vegna tillögu um fjölgun félagslegra leiguíbúða en reikna má með að minnsta kosti 25 mkr. fyrir hverja slíka íbúð. %0D%0DBæjarfulltrúar B og S- lista leggja fram 13 tillögur án þess að benda á hvernig kostnaðaraukningu þeirra skuli mætt, hvort hækka eigi skatta eða draga úr þjónustu. %0D%0DBæjarfulltrúar D og V – lista lýsa sérstakri undrun sinni á síendurteknum bókunum minnihlutans sem fela í sér aðför að hinu frábæra skólastarfi sem fram fer í grunnskólunum í Mosfellsbæ. %0DGróskumikið og metnaðarfullt starf fer fram í grunnskólum Mosfellsbæjar eins og fram hefur komið í bókunum í fræðslunefnd bæði frá meiri- og minnihluta. Þar hafa verið kynnt m.a. á þriðja tug þróunarverkefna sem er einsdæmi á höfuðborgar-svæðinu. 174.fundi fræðslunefndar kom skýrt fram frá forstöðumönnum að það væri ekki vandi fyrir grunnskólana að halda fjárhagsáætlun 2006 og 2007 enda er vel séð fyrir skólunum í búnaðarkaupum og komið til móts við óskir þeirra. %0DBæjarfulltrúar D – og V – lista lýsa fullum stuðningi við forstöðumann Fræðslusviðs, skólastjóra grunnskólans og starfsmenn alla og óska þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.%0D%0DKarl Tómasson forseti þakkaði bæjarstjórnarmönnum samstarfið á árinu sem er að líða og óskaði þeim og starfsmönnum Mosfellsbæjar öllum gleðilegra jóla árs og friðar.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Áður á dagskrá 802. fundar bæjarráðs þar sem drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 var vísað til kynningar í nefndum bæjarins. %0DHér er fjárhagsáætlunin fyrir árið 2007 lögð fram í heild sinni með greinargerðum, áætlun um rekstur- og efnahag ásamt eignfærðri fjárfestingu.%0D
Afgreiðsla fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar og stofnana fyrir árið 2007 er sérstakur og síðasti dagskrárliður á dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar og vísast til hans hvað varðar fyrri umræðu í bæjarstjórn.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 116. fundi íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 174. fundi fræðslunefndar lögð fram.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 84. fundi umhverfisnefndar lögð fram.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun á starfssviði nefndarinnar fyrir árið 2007.
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 185. fundi skipulags- og byggingarnefndar lögð fram.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 73. fundi fjölskyldunefndar lögð fram.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Fjármálastjóri leggur fram minnisblaðið, forsendur áætlaðra skatttekna vegna ársins 2007.%0DEinnig gerir bæjarverkfræðingur munnlega grein fyrir helstu atriðum áætlaðrar eignfærðrar fjárfestingar vegna ársins 2007.%0D
Lagt fram.%0DDrög að forsendum vegna skatttekna og vegna eignfærðrar fjárfestingar sem lögð voru fram á 803. fundi bæjarráðs.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Bæjarráð sendir drög að fjárhagsáætlun vegna atvinnu- og ferðamálanefndar fyrir árið 2007 til nefndarinnar til kynningar.
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 64. fundi atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 84. fundi umhverfisnefndar lögð fram.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun á starfssviði nefndarinnar fyrir árið 2007.
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 185. fundi skipulags- og byggingarnefndar lögð fram.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 116. fundi íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 174. fundi fræðslunefndar lögð fram.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 73. fundi fjölskyldunefndar lögð fram.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Áður á dagskrá 802. fundar bæjarráðs þar sem drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 var vísað til kynningar í nefndum bæjarins. %0DHér er fjárhagsáætlunin fyrir árið 2007 lögð fram í heild sinni með greinargerðum, áætlun um rekstur- og efnahag ásamt eignfærðri fjárfestingu.%0D
Afgreiðsla fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar og stofnana fyrir árið 2007 er sérstakur og síðasti dagskrárliður á dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar og vísast til hans hvað varðar fyrri umræðu í bæjarstjórn.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Fjármálastjóri leggur fram minnisblaðið, forsendur áætlaðra skatttekna vegna ársins 2007.%0DEinnig gerir bæjarverkfræðingur munnlega grein fyrir helstu atriðum áætlaðrar eignfærðrar fjárfestingar vegna ársins 2007.%0D
Lagt fram.%0DDrög að forsendum vegna skatttekna og vegna eignfærðrar fjárfestingar sem lögð voru fram á 803. fundi bæjarráðs.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Bæjarráð sendir drög að fjárhagsáætlun vegna atvinnu- og ferðamálanefndar fyrir árið 2007 til nefndarinnar til kynningar.
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 64. fundi atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana fyrir árið 2007. Bæjarráð vísaði á 804. fundi sínum áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri fór all ítarlega yfir fyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2007 og gerði grein fyrir helstu atriðum s.s. rekstri, eignabreytingum, þróun sjóðsstreymis o.fl. %0DBæjarstjóri þakkaði að lokum öllum forstöðumönnum sem komu að vinnu við undribúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007 fyrir framlag þeirra.%0D%0DForseti og þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku þökkuðu bæjarstjóra og forstöðumönnum bæjarins fyrir framlag þeirra til þeirrar fjárhagsáætlunar sem nú liggur fyrir.%0D%0DTil máls tóku: RR, JS, HBA, MM, KT og HSv.%0D%0D%0DFulltrúi B- lista Framsóknarflokks gerir eftirfarandi tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2007.%0D%0D1.Tillaga %0DLagt er til að fjármunum verði varið til að hanna varanlega framtíðarlausn í húsnæðismálum fyrir Reykjakot og kappkostað að hraða uppbyggingu framtíðar húsnæðis skólans. Lóð leikskólans verði lagfærð á árinu 2007.%0D%0DGreinargerð%0DÍ fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir 12.000.000.kr útgjöldum vegna eldhúss, viðhalds og lóðar leikskólans Reykjakots. Fulltrúi B-listans telur að þessum fjármunum hvað varðar smíði eldhúss í gamalt húsnæði sé illa varið og nær sé að leggja fjármagn í framtíðarlausn á húsnæðisvanda skólans. %0DLausum kennslustofum var komið fyrir á lóð skólans til bráðabirgða fyrir u.þ.b. tíu árum síðan og því löngu orðið tímabært að finna framtíðarlausn á húsnæðisvanda skólans og því ekki skynsamlegt að verja 12.000.000 kr. til viðhalds á gömlum úr sér gengnu bráðbirgðarhúsnæði. %0D%0D2.Tillaga%0DMeð vísan til skólaskyldu grunnskólabarna leggur fulltrúi B-listans til að skólamáltíðir grunnskólabarna verði fríar.%0D%0DGreinagerð%0DTillaga þessi stuðlar að jöfnuði á milli grunnskólaskólabarna innan sveitarfélagsins og tryggir hún nemendum bæjarins næringaríka og holla fæðu. %0D%0D3.Tillaga%0DMikilvægt er að auka fjárhagslegt sjálfstæði og svigrúm grunnskóla bæjarins. Í því skyni er lagt til að aukið verði við fjármagn til grunnskóla bæjarins til að auka sjálfstæði þeirra og svigrúm t.d. til að þeir geti komið á móts við ófyrirsjáanleg útgjöld skólanna. Lagt er til að skólaskrifstofa geri tillögu að upphæð þessari.%0D%0DGreinargerð%0DMikilvægt er að í fjárhagsáætlun til grunnskóla bæjarins sé gert ráð fyrir ófyrirsjáanlegum útgjöldum skólanna. Útgjöld grunnskóla bæjarins taka mið af fjölda nemenda og þurfi skólinn að standa straum af ófyrirsjáanlegum útgjöldum t.d vegna veikinda kennara eru þau útgjöld tekin af áætluðum útgjöldum til almennrar kennslu nemenda. %0D%0D4.Tillaga%0DLagt er til að teknar verði upp eftirfarandi frístundagreiðslur:%0DForeldrar barna á aldrinum 6-18 ára fái stuðning allt að 20.000 kr. á fjárhagsárinu 2007 30.000 kr. á fjárhagsárinu 2008 og 40.000 kr. á fjárhagsárinu 2009 sem renna skulu til niðurgreiðslu félagsgjalda þar sem það á við. Skilyrði fyrir frístundagreiðslum verða m.a. eftirfarandi:%0D1. Að barn eigi lögheimili í Mosfellsbæ%0D2. Að barnið iðki /taki þátt í íþróttum og eða /- tómstundum hjá viðurkenndu félagi á ársgrundvelli.%0D3. Við greiðslu æfingagjalda komi styrkurinn til frádráttar þátttökugjaldi. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en æfingagjöld viðkomandi íþróttagreinar/tómstunda.%0D%0DNánari tillögur að útfærslu á reglum verið í höndum Íþrótta- og tómstundanefndar bæjarins.%0D%0DGreinargerð%0DB-listinn hefur um árabil ítrekað gildi íþrótta- og tómstundastarfs sem forvörn. Mikilvægt er að öll börn hafi sama möguleika á að stunda og taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi án tillits til stöðu og efnahags foreldra. Tillaga þessa efnis var fyrst flutt af fulltrúum B-listans á 414. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem haldinn var miðvikudaginn 2. mars 2005. %0D%0D5.Tillaga%0DFulltrúi B-lista gerir tillögu um að aukið verði við fjármagn til ferðaþjónustu fatlaðra til að ná fram jöfnuði milli fatlaðra einstaklinga sem búa í Mosfellsbæ og þeirra sem búa í nágranna sveitarfélögunum. %0D%0DGreinagerð%0DLjóst er samkvæmt athugunum að fatlaðir einstaklingar í Mosfellsbæ njóta lakari ferðaþjónustu en er veitt í nágrannasveitarfélögunum og því nauðsynlegt að bæta þar um strax á árinu 2007 og að fullum jöfnuði eða betri þjónustu verði náð á árinu 2008. %0D%0D6.Tillaga%0DFulltrúi B-lista gerir að tillögu sinni að gerð verði þjónustukönnun /úttekt af óháðum sérfróðum aðila á þjónustu Mosfellsbæjar við skjólstæðinga félagsþjónustu Mosfellsbæjar. Lagt er til að til þessa verkefnis verði varið kr 2.000.000 á fjárhagsáætlun ársins 2007.%0D%0DGreinagerð%0DFélagsþjónusta Mosfellsbæjar hefur legið undir ámælum fyrir að veita lakari þjónustu en gert er í nágranna sveitarfélögunum. Óviðundandi er fyrir félagsþjónustu Mosfellsbæjar að liggja undir þessum ámælum og þess vegna er mikilvægt að gerð verði úttekt á stöðu og þjónustu málaflokksins af óháðum aðilla. Einnig að gerður verði samanburður á þeim reglum sem gilda hjá öðrum félagsþjónustum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar kannana verði síðan hafðar til hliðsjónar við endurskoðun á reglum Mosfellsbæjar hvað málaflokkinn varðar og tekið verði tillit til niðurstaðna þeirra við fjárhagsáætlanagerð 2008. %0D%0DMarteinn Magnússon%0DBæjarfulltrúi B-listans%0D%0D%0DTillögur bæjarfulltrúa Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007 við fyrri umræðu.%0D%0D1. Fasteignaskattur A lækki um 5% frá fyrirliggjandi tillögu þannig að álagningaprósentan verði 0,214%.%0DMeð vísan í tillögu okkar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006 um að fasteignaskattur í krónutölu verði ekki hærri en á árinu 2005 af íbúðarhúsnæði,teljum við að því marki verði náð með þessari tillögu. Ástæða þessa er hin gífurlega hækkun á fasteignamati sem átt hefur sér stað á undanförnum árum.%0D%0D2. Að 9. tíminn í leikskólavistun á 5 ára deildum verði einnig gjaldfrjáls.%0DVið fögnum tillögu meirihlutans um niðurfellingu leikskólagjalda á 5 ára deildum leikskólanna enda er þarna tekin upp tillaga Samfylkingar við fjárhagsáætlanagerð ársins 2006 sem og að Samfylkingin var eini flokkurinn sem var með þessa stefnu á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í vor.%0DHins vegar sjáum við ekki ástæðu til þess að tekið skuli gjald af níunda tímanum.%0D%0D3. Að leikskólagjöld lækki um 10% miðað við fyrirliggjandi tillögu í fjárhagsáætlun og taki ekki hækkunum á árinu 2007 eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætluninni. Jafnframt verði á árinu unnin áætlun um gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum sem að fullu verði komið til framkvæmda á árinu 2010.%0D%0D4. Að gjaldskrár skólamáltíða í grunn- og leikskólum verðið ekki hærri en svo að gjaldið standi undir hráefniskostaði.%0D%0D5. Félagslegum leiguíbúðum verði fjölgað á árinu 2007 og gert verði ráð fyrir fjármunum til þessa í fjárhagsáætluninni.%0DSamkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja hefur umsækjendum á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði fjölgað verulega á þessu ári. Einnig má benda á að fjöldi félagslegra leiguíbúða í eigu bæjarins er sá sami og hann var á árinu 2002.%0DÁ milli umræðna um fjárhagsáætlunina verði embættismönnum falið að gera áætlun um hvernig þessum biðlistum verði mætt og þar með fjölda íbúða sem fjárfest verði í á árinu 2007 og gera tillögu að breytingu á fjárhagsáætluninni í samræmi við það.%0D%0D6. Reglur um niðurgreiðslur leikskólagjalda verði endurskoðaðar einkum með tilliti til ákvæða um að báðir foreldrar skuli vera í námi til að eiga rétt á niðurgreiðslum þ.e. að nægjanlegt sé að annað foreldrið sé í námi til að eiga þann rétt. Gert verði ráð fyrir fjármunum til þessa í fjárhagsáætluninni. Áætlað verði fyrir þessum kostnaði á milli umræðna um áætlunina.%0D%0D7. Félagsleg heimaþjónusta vegna aldraðra, fatlaðra og sjúkra verði gjaldfrjáls.%0D%0DJónas Sigurðsson %0DHanna Bjartmars Arnardóttir %0Dbæjarfulltrúar S-listans%0D%0D%0DSamþykkt með sjö atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 20. desember nk.
- 7. desember 2006
Bæjarráð Mosfellsbæjar #804
Áður á dagskrá 802. fundar bæjarráðs þar sem drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 var vísað til kynningar í nefndum bæjarins. %0DHér er fjárhagsáætlunin fyrir árið 2007 lögð fram í heild sinni með greinargerðum, áætlun um rekstur- og efnahag ásamt eignfærðri fjárfestingu.%0D
Til máls tóku: RR, HSv, HBA og MM.%0DBæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlunina og útskýrði í meginatriðum einstaka liði hennar.%0D%0DFjárhagsáætlunin lögð fram og samþykkt með þremur atkvæðum að vísa henni til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
- 5. desember 2006
Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar #185
Kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun á starfssviði nefndarinnar fyrir árið 2007.
Bæjarverkfræðingur kynnti tillögu að fjárhagsáætlun á starfssviði nefndarinnar fyrir árið 2007.%0D%0DLagt fram.
- 30. nóvember 2006
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #84
Fjárhagsáætlun þeirra málaflokka er heyra undir nefndina lögð fram til kynningar.%0DTil máls tóku: EK, AEH, GP, HMB, OÞÁ og JBH. %0D%0D%0D
- 30. nóvember 2006
Bæjarráð Mosfellsbæjar #803
Fjármálastjóri leggur fram minnisblaðið, forsendur áætlaðra skatttekna vegna ársins 2007.%0DEinnig gerir bæjarverkfræðingur munnlega grein fyrir helstu atriðum áætlaðrar eignfærðrar fjárfestingar vegna ársins 2007.%0D
Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur sat fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tóku: RR, MM, HSv, JS og JBH.%0DBæjarstjóri lagði fram og fór yfir drög að forsendum skatttekna fyrir árið 2007.%0DBæjarverkfræðingur lagði fram og fór yfir drög að eignfærðri fjárfestingu fyrir árið 2007.
- 29. nóvember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #455
Bæjarstjóri leggur fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
Til máls tók: RR.%0DAfgreiðsla 802. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
- 29. nóvember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #455
Bæjarstjóri leggur fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
Til máls tók: RR.%0DAfgreiðsla 802. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
- 29. nóvember 2006
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #116
Kynnt voru drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs vegna ársins 2007 eins og hún var lögð fram í bæjarráði 23. nóvember 2006.
- 28. nóvember 2006
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #174
Kynnt voru drög að fjárhagsáætlun fræðslusviðs vegna ársins 2007 eins og hún var lögð fram í bæjarráði 23. nóvember 2006.%0D%0DTil máls tóku: HS,BÞÞ,AG,DÞG,HJ,ASG,EHÓ,GDA,GMS,SD,GV,ÁJ,ÞS,%0DVAG,GA,AKG,SJo.%0D%0DFjárhagsáætlun fyrir árið 2007 felur í sér að fest er í sessi lækkun leikskólagjalda um 20 % frá 1. maí sl. Felld verða niður gjöld fyrir börn í 5 ára deildum leikskóla upp að 8 tímum frá og með 1. janúar. Haldið verður áfram á þeirri braut að leikskólaþjónusta verði veitt allan ársins hring og forráðamenn hafi aukið val um tímasetningu sumarleyfis fyrir börn sín líkt og var síðasta sumar og því er ekki gert ráð fyrir sérstökum gæsluvelli við leikskólana. %0D%0DFjölgun kennslustunda fyrir börn í yngri deildum grunnskóla er viðhaldið í áætlun næsta árs. Fæðiskostnaður grunnskólabarna mun ekki hækka á árinu í takt við 5 % hækkun gjaldskrá sem tekur gildi næsta haust eins og gengið er út frá í forsendum fjárhagsáætlunar. %0DGert er ráð fyrir hækkun styrks til forráðamanna barna sem dvelja hjá dagforeldrum úr 16. 800 - 25.000 kr.%0D%0DFulltrúar B og S lista gagnrýna framsetningu fjárhagsáætlunar á fundi nefndarinnar 28/11 2006. Einungis eru lagðar fram hráar tölur á bókhaldslyklum en forsendur þær sem forstöðumenn stofnana notuðu við áætlunargerðina eru ekki lagðar skriflega fyrir nefndarmenn. Þetta gerir það að verkum að nefndarmenn hafa ekki forsendur til að leggja raunhæft mat á áætlunina eða að koma með rökstuddar breytingartillögur.%0D%0DFjárhagur grunnskólanna ræðst af svokallaðri kvótasetningu. Samkvæmt henni fá skólarnir ákveðið fjármagn á nemanda. Fulltrúar B og S lista furða sig á því að samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun á að skera þá fjárhæð niður. Það þýðir í raun að kvótasetningin eins og hún er sett fram virkar ekki.%0D%0DÍ ljósi umræðna á fundi fræðslunefndar 28/11 2006 um útgjöld til uppbyggingar og viðhalds tölvu og upplýsingatæknibúnaðar stofnana á fræðslu- og menningarsviði vilja fulltrúar S og B lista koma þeim ábendingum á framfæri að tölvumál þessara stofnana verði tekin til gagngerrar endurskoðunar m.t.t. aldurs vélbúnaðar, uppfærslu eða kaupa hugbúnaðar og þjónustustigs við notendur.%0D%0DFulltrúar D og V lista furða sig á bókun B og S lista um framsetningu fjárhagsáætlunar. Forstöðumenn stofnana á fræðslusviði kynntu áætlanir í einstökum liðum sem þeir hafa unnið í samvinnu við sviðsstjóra, fjármálastjóra og bæjarstjóra.%0D%0DForstöðumenn svöruðu öllum þeim spurningum sem fram komu á fundinum, bæði þeim sem sneru að einstökum bókhaldslyklum sem og málum tengdum rekstri stofnana. Öllum fyrirspurnum var svarað á fundinum og nægur tími gefinn til andsvara, fyrirspurna og tillögugerðar.%0D%0DÞá ber þess að geta að hlutverk fræðslunefndar er að fara yfir tillögur forstöðumanna að fjárhagsáætlun hvers árs eins og gert var á þessum fundi. %0D%0DFulltrúar D og V lista mótmæla framkominni fullyrðingu um að kvótasetningin virki ekki þar sem hún hefur sýnt sig að vera grunnur að fjárhagslegu og þar með faglegu sjálfstæði grunnskólanna undanfarin ár. Á fundinum kom einnig skýrt fram frá forstöðumönnum að það væri ekki vandi fyrir grunnskólana að halda þessa áætlun, enda er vel séð fyrir skólunum í búnaðarkaupum og komið til móts við óskir þeirra. Þar með munu þessi fjárhagsáætlun tryggja frábært skólastarf í Mosfellsbæ nú sem fyrr.%0D%0DHins vegar taka fulltrúar D og V lista undir hugmyndir S og B lista um að gagnlegt sé að taka til skoðunar tölvumál og tölvuuppbyggingu stofnana.%0D
- 28. nóvember 2006
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #73
Kynnt voru drög að fjárhagsáætlun Fjölskyldunefndar vegna Félagsþjónusta 02, félagslegar leiguíbúðir 61 og þjónustumiðstöð Hlaðhömrum 63 vegna ársins 2007 eins og hún var lögð fram í bæjarráði 23. nóvember 2006.
- 23. nóvember 2006
Bæjarráð Mosfellsbæjar #802
Bæjarstjóri leggur fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
Til máls tóku: RR, JS, HSv og MM.%0DLögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007. Samþykkt að senda drögin til kynningar í nefndum bæjarins.