29. nóvember 2006 kl. 17:15,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bréf frá Aftureldingu vegna afnota af tímum í íþróttamannvirkjum Mosfellsbæjar200611120
Lagt fram bréf frá Aftureldingu. Farið er fram á samtals 9412 tíma á ársgrundvelli í íþróttasölum, íþróttavöllum og sundlaugum bæjarins. Um er að ræða aukningu á tímamagni um 892 tíma frá fyrra ári, sem er um 10,5% aukning. Þess ber þó að geta að nú er verið að skrá notkun á Ullarnesvellinum í fyrsta skipti. Þar er um að ræða 480 tíma. Gert er ráð fyrir þessu tímamagni í fjárhagsáætlun 2007.%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þessa tímanotkun.%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir upplýsingum frá embættismönnum um nýtingu íþróttamannvirkja svo hægt sé að fá heildaryfirsýn um notkun þeirra.
2. Styrkur til skíðadeildar KR200611119
Lagður er fram samningur við Skíðadeild KR árið 2007 til eins árs.%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn, enda gert ráð fyrir útgjöldum vegna hans í fjárhagsáætlun 2007.
3. Fjárhagsáætlun 2007200611156
Kynnt voru drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs vegna ársins 2007 eins og hún var lögð fram í bæjarráði 23. nóvember 2006.
4. Ársskýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar 2006200611116
Ársskýrslan lögð fram.
5. Erindi Íþróttafélags fatlaðra og þroskaheftra varðandi styrk200611113
Íþróttafélagið Ösp óskar eftir styrk um 100.000,- fyrir árið 2006. %0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að verða við þessari styrkbeiðni, enda er gert ráð fyrir þessari styrkveitingu á fjárhagsáætlun 2006.