29. nóvember 2006 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Strætó bs fundargerð 84. fundar200611144
Til máls tók: HSv.%0DFundargerð 84. fundar Strætó bs. frá 17.11.2006, lögð fram.
2. Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsv.fundargerð 264. fundar200611102
Til máls tók: RR.%0DFundargerð 264. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 8.11.2006, lögð fram.
3. Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsv. fundargerð 263. fundar200611101
Fundargerð 263. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 25.10.2006, lögð fram.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Minnisblað bæjarstjóra varðandi útsvarsprósentu 2007200611157
Til máls tóku:%0DSamþykkt með fjórum atkvæðum að útsvarsprósenta ársins 2007 verði 12,94%. Hér eru um ræða óbreytta útsvarsprósentu frá árinu 2006.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 801200611012F
801. fundargerð bæjarráðs Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
5.1. Strætó bs. fundargerð 83. fundar 200610143
Formaður bæjarráðs og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Strætó bs. fer yfir áður senda skýrlu um stjórnsýsluúttekt vegna Strætó bs. ásamt drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007. Einng farið yfir drög að kostnaðarskiptingu vegna Strætó bs.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
5.2. Erindi SHS, starfs- og fjárhagsáætlun 2007 og þriggja ára rammaáætlun 2008-2010 200611004
Frestað á 800. fundi bæjarráðs.%0D%0DSlökkviliðsstjóri Jón Viðar Matthíasson mætir á fundinn og fer yfir áætlanir SHS.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 801. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.3. Erindi Gróður fyrir fólk, varðandi uppgræðslu í Bláfjöllum. 200611049
Erindi frá Gróður fyrir fólk, bæði til upplýsingar og eins hugmynd um samvinnu í Bláfjöllum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 801. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.4. Erindi Pacta ehf. varðandi eignarland Þóris Þórarinssonar í Óskotslandi, landnr. 125388 200611044
Erindi Pacta ehf. fyrir hönd eigenda í Óskotslandi þar sem farið er fram á viðurkenningu á bótaskyldu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 801. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.5. Erindi Lögfræðiþjónustunnar varðandi landnúmer lóðar úr landi Hrísbrúar. 200611054
Erindi Lögfræðiþjónustunnar fyrir hönd eigenda á Hrísbrú og varðar ósk um útgáfu á stofnskjali vegna ákveðinnar lóðarspildu í landi Hrísbrúar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 801. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.6. Erindi Ísfugls ehf varðandi landnýtingu og breytingu á aðalskipulagi í Þormóðsdal. 200611083
Erindi Ísfugls ehf og varðar skipulagsmál í Þormóðsdal og hugmynd fyrirtækisins um starfssemi þar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 801. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.7. Erindi Löggarðs fh. leikskólakennara. Trúnaðarmál. 200608243
Erindi Löggarðs f.h. leikskólakennara, þar sem farið er fram á miskabætur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 801. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
6. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 802200611019F
802. fundargerð bæjarráðs Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
6.1. Háholt 7, umsókn um lóðarstækkun. 200603130
Erindið var fyrst á dagskrá 766. fundar bæjarráðs, síðan vísað til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar á 788. fundi. Umsögn nefndarinnar liggur fyrir svo og bréf Arkform dags. 16.11.2006.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 802. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
6.2. Aðstaða fyrir MOTOMOS 200605117
Erindi MotoMos er í vinnslu hjá bæjarverkfræðingi, en hér hefur borist nýtt bréf sem innlegg í málið.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 802. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
6.3. Erindi Heilsugæslunnar v. aðgerðir til að bæta þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir 200611027
Erindið var áður á dagskrá 800. fundi bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að fá framkvæmdastjóra heilsugæslunnar á fund bæjarráðs. Framkvæmdastjórinn mætir á fund bæjarráðs kl. 08:00.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
6.4. Erindi Pacta ehf. varðandi eignarland Þóris Þórarinssonar í Óskotslandi, landnr. 125388 200611044
Áður á dagskrá 801. fundar bæjarráðs, þar vísað til umsagnar bæjarritara. Umsögn bæjarritara fylgir. Óskað er viðurkenningar á bótaskyldu sveitarfélagsins vegna breytingar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024 sem tók gildi á árinu 2003.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 802. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
6.5. Erindi Gróður fyrir fólk, varðandi uppgræðslu í Bláfjöllum. 200611049
Áður á dagskrá 801. fundar bæjarráðs og þar vísað til bæjarstjóra til skoðunar. Umsögn bæjarstjóra fylgir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 802. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
6.6. Erindi Kjósarhrepps varðandi uppbyggingu hjúkrunar- og dvalarrýmis eldri borgara 200611149
Erindi Kjósarhrepps þar sem óskað er eftir viðræðum við Mosfellsbæ um samvinnu á sviði félagsmála, einkum á sviði uppbyggingar hjúkrunar- og dvalarrýma eldri borgara.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 802. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
6.7. Erindi Rögnvalds Þorkelssonar varðandi deiliskipulag á landi Lundar í Mosfellsdal. 200611112
Í erindinu er óskað eftir að samþykkt verði deiliskipulag á landi Lundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 802. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
6.8. Erindi Hákonar Ísfeld v. Engjaveg 20 200611115
Erindið varðar innlagða aðaluppdrætti vegna Engjavegar 20.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 802. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
6.9. Fjárhagsáæltun 2007 200611156
Bæjarstjóri leggur fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tók: RR.%0DAfgreiðsla 802. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
6.10. Minnisblað bæjarstjóra varðandi útsvarsprósentu 2007 200611157
Bæjarstjóri leggur fram minnisblað varðandi tillögu að útsvarsprósentu fyrir árið 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 802. fundar bæjarráðs, þess efnis að vísa ákvörðun um útsvarsprósentu fyrir árið 2007 til bæjarstjórnar, staðfest með sjö atkvæðum.%0D%0DÞessum lið er vísað til sérstakrar dagskrárafgreiðslu síðar á þessum fundi.
6.11. Gatnagerð við Sunnukrika 200610154
Bæjarverkfræðingur óskar afstöðu bæjarráðs til verðtilboða í gatnagerð við Sunnukrika.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: MM, RR, HSv, KT og JS.%0DAfgreiðsla 802. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.%0D%0DFulltrúi B-lista vill benda á að á 802. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð verðtilboð úr lokaðri verðkönnun í gatnagerð við Sunnukrika en framkvæmdir voru þá þegar hafnar. Þetta er virðingarleysi við störf bæjarráðs og vanvirðing við lýðræðið. Fulltrúi B-lista treystir því að meirihlutinn vandi betur til verka í framtíðinni.%0D%0DBókun fulltrúa D og V-lista.%0DSé það rétt að framkvæmdir hafi verið hafnar áður en bæjarráð tók tilboði lægstbjóðanda í gatnagerð í Sunnukrika þá er það án vitundar bæjarfulltrúa meirihlutans, bæjarstjóra og bæjarverkfræðings og mun bæjarstjóri fara yfir málið og upplýsa bæjarráð þar um.%0DLjóst er að engin skrifleg samþykkt lá fyrir við verktakann fyrir ákvörðun bæjarráðs og samkvæmt IST 30 þarf slík samþykkt að liggja fyrir áður en framkvæmdir mega hefjast. %0DÞað er hins vegar umhugsunarvert hvort bókun bæjarfulltrúa B listans er lögð fram til þess að efla stjórnsýslu sveitarfélagsins eða þyrla upp pólitísku moldviðri. Hafi bæjarfulltrúinn haft upplýsingar um óheimilar framkvæmdir eins og hann segist hafa haft þá vekur það furðu að bæjarfulltrúinn hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni að koma þeim upplýsingum strax á framfæri við bæjarstjóra.
6.12. Lágafellsskóli 3. áfangi 200606236
Bæjarverkfræðingur óskar afstöðu bæjarráðs til töku tilboðs lægstbjóðanda ÍAV í 3. áfanga Lágafellsskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 802. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
7. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 173200611015F
173. fundargerð fræðslunefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
7.1. Heimsókn í grunnskóla - Varmárskóli 200611132
Fundurinn hefst í Varmárskóla - eldri deild kl. 17:00.%0DFundi fram haldið í Kjarna að lokinni heimsókn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.2. Ársskýrsla sálfræðiþjónustu 2005-2006 200611124
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tók: RR.%0DLagt fram.
7.3. Ársskýrsla grunnskólasviðs. 200611117
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
7.4. Bréf Menntamálaráðuneytisins varðandi fjölgun nemenda í raunvísindum og raungreinum. 200611088
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
7.5. Fyrirspurn menntamálaráðuneytis varðandi Vinaleið 200611125
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
7.6. Erindi Heimili og skóla varðandi "Vinaleið" 200611099
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
8. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 114200611020F
114. fundargerð menningarmálanefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
8.1. Jólatréshátíð í Mosfellsbæ 2006 200611153
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 114. fundar menningarmálanefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
8.2. Fjárhagsáætlun 2007 - menningarsvið 200611154
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 184200611014F
184. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
9.1. Kvíslartunga 50, umsókn um byggingarleyfi, skýli yfir taðþró 200610186
Axel Blomsterberg sækir þann 26. október 2006 um leyfi til að byggja skýli yfir taðþró skv. meðf. teikningum. Frestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar, um grenndarkynningu, staðfest með sjö atkvæðum.
9.2. Bæjarás 1, umsókn um byggingarleyfi - bílskúr og viðbyggingu (anddyri) 200610189
Guðmundur B. Kristinsson og Kristín G. Jónsdóttir sækja þann 25. október 2006 um leyfi til að byggja bílskúr og viðbyggingu (anddyri). Frestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar, um grenndarkynningu, staðfest með sjö atkvæðum.
9.3. Kvennabrekka í Reykjalandi, breyting á deiliskipulagi, fyrirspurn. 200603213
Athugasemdafresti vegna tillögu að breytingum á deiliskipulagi lauk 10. nóvember 2006, engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
9.4. Móatún Mosfellsdal, ósk um deiliskipulag 200607134
Athugasemdafresti vegna tillögu að deiliskipulagi lauk 10. nóvember 2006, engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
9.5. Litlikriki 25, umsókn um byggingarleyfi og breytingu á deiliskipulagi 200610022
Grenndarkynningu á tillögu að óverulegum breytingum á byggingarreit lýkur 21. nóvember, engin athugasemd hefur borist enn sem komið er.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
9.6. Bjargartangi 14, fyrirspurn um byggingu vinnuskúrs og áhaldageymslu 200608082
Grenndarkynningu á umsókn um að að setja niður 20 m2 bráðabirgðahús við lóðarmörk milli Bjargartanga 12 og 14 lauk 8. nóvember 2006, engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
9.7. Markholt 9, umsókn um byggingarleyfi 200609123
Grenndarkynningu á umsókn um leyfi til að byggja viðbyggingar við húsið lauk 8. nóvember 2006, engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
9.8. Leirutangi 41B, umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu 200609024
Grenndarkynningu á umsókn um leyfi til að byggja sólstofu við húsið lauk 8. nóvember 2006, engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
9.9. Stórikriki 59, ósk um breytingu á deiliskipulagi. 200607115
Framhald umfjöllunar á síðasta fundi. Gerð verður grein fyrir viðræðum við lóðarhafa nr. 57 og 59.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
9.10. Litlikriki 15 - Umsókn um byggingarleyfi 200606111
Benedikt Arnar Víðisson sækir 13. júní 2006 um leyfi til að byggja einbýlishús skv. teikningum Björgvins Víglundssonar. Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir athugasemdum sem hann hefur gert við teikningarnar, meðal annars m.t.t. gr. 5.1 í skipulags- og byggingarskilmálum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
9.11. Litlikriki 39 - Umsókn um byggingarleyfi 200606113
Ari Hermann Oddsson sækir 13. júní 2006 um leyfi til að byggja einbýlishús skv. teikningum Björgvins Víglundssonar. Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir athugasemdum sem hann hefur gert við teikningarnar, meðal annars m.t.t. gr. 5.1 í skipulags- og byggingarskilmálum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
9.12. Háholt 7, umsókn um lóðarstækkun. 200603130
Framhald umræðu frá síðasta fundi. Gerð verður grein fyrir viðræðum við umsækjanda og höfund skipulagstillögu.
Niðurstaða þessa fundar:
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar til bæjarráðs lögð fram.%0DSjá afgreiðslu 802. fundar bæjarráðs á erindinu.
9.13. Fyrirspurn um gróðurhús og geymsluskúr á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365 200611042
Erindi dags. 3. nóvember 2006 frá Hans Kristjáni Guðmundssyni f.h. Bjálkahúsa ehf. þar sem spurst er fyrir um það hvort leyft yrði að byggja gróðurhús og geymsluskúr skv. meðf. tillögu á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar, um að hafna erindinu, staðfest með sjö atkvæðum.
9.14. Fyrirspurn um deiliskipulag í Æsustaðalandi, landnr. 176793 og 176795 200611030
Fyrirspurn dags. 1. nóvember frá Sigrúnu Helgu Jóhannsdóttur hdl. f.h. Helga Freys Sveinssonar og Hilmars Egils Jónssonar, kaupsamningshafa að tæplega 10 ha úr landi Æsustaða í Mosfellsdal, m.a. um það hvort möguleiki sé á að landeigendur fái samþykkt deiliskipulag á landinu. Bæjarráð vísaði erindinu þann 9. nóvember 2006 til nefndarinnar til umsagnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
9.15. Vindhóll - Beiðni um breytingu á skipulagi 200610207
Erindi Garðars Hreinssonar f.h. Fríðuhlíðar ehf., dags. 31. október 2006, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulagi landsins, sem er 5,6 ha, verði breytt úr lögbýli með einu íbúðarhúsi og hesthúsi í fjórar lóðir með íbúðarhúsi og hesthúsi á hverri. Bæjarráð vísaði erindinu þann 9. nóvember 2006 til nefndarinnar til umsagnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
9.16. Miðdalur, lnr. 192804, ósk um deiliskipulag frístundalóðar 200607135
Erindi dags. 6. nóvember 2006 frá Halldóri Sigurðssyni, sem leggur fram til yfirferðar og samþykkis nýja tillögu að deiliskipulagi landsins, dagsetta breytta 06.11.2006. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur frístundahúsum á lóðinni, að hámarki 130 m2 hvort. Fyrri erindum, sem gerðu ráð fyrir einu frístundahúsi, var hafnað á 175. og 180. fundi þar sem áformuð stærð húss var yfir viðmiðunarmörkum.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
9.17. Erindi frá Guðjóni Halldórssyni, Fitjum, um göngubrú á Leirvogsá. 200511006
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Guðjóns Halldórssonar, Fitjum, frá 30. október 2005 um heimild til að setja brú fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi umferð yfir Leirvogsá. Lögð fram umsögn Veiðifélags Leirvogsár, sem óskað var eftir með bókun á 155. fundi. Einnig lögð fram ný gögn frá umsækjanda.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
9.18. Erindi Guðjóns Jenssonar v. flugöryggi á Tungubökkum 200610052
Erindi Guðjóns Jenssonar dags. 10. október 2006, Þar sem bæjarstjórn er hvött til að taka til skoðunar hvort áframhaldandi flugstarfsemi á Tungubökkum geti samræmst reglum um flugöryggi og annarri landnýtingu í grenndinni. Bæjarráð samþykkti þann 10. nóvember 2006 að senda erindið til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar m.t.t. stefnumörkunar fyrir flugvöllinn til framtíðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.%0DSjá afgreiðslu 802. fundar bæjarráðs á erindinu.
9.19. Umsókn um lóð fyrir Sthapatya-ved byggingar 200611018
Guðrún Kristín Magnúsdóttir f.h. Global Country of World Peace sækir á ný með bréfi dags. 2. nóvember 2006 um 100 - 200 ha lands á Mosfellsheiði undir vísindaþorp. Fyrri umsókn um sama var hafnað á 180. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
10. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 83200611018F
83. fundargerð umhverfisnefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
10.1. Græni trefillinn - skýrsla 200611052
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: HS og KT.%0DFrestað.
10.2. Erindi Skógræktarfélags Ísl. v. vægi skógræktar í aðal- og deiliskipulagsáætlunum 200610201
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 83. fundar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar, um að ábendingu Skógræktarfélags Íslands þess efnis að vægi skógræktar verði gaumur gefinn í aðal- og deiliskipulagningu, staðfest með sjö atkvæðum.
10.3. Bréf frá Landbúnaðarráðuneyti, skýrsla Votlendisnefndar. 200609038
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 83. fundar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
10.4. Umhverfisáætlun 2006-2010 200602059
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.