28. nóvember 2006 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2007200611156
Kynnt voru drög að fjárhagsáætlun fræðslusviðs vegna ársins 2007 eins og hún var lögð fram í bæjarráði 23. nóvember 2006.%0D%0DTil máls tóku: HS,BÞÞ,AG,DÞG,HJ,ASG,EHÓ,GDA,GMS,SD,GV,ÁJ,ÞS,%0DVAG,GA,AKG,SJo.%0D%0DFjárhagsáætlun fyrir árið 2007 felur í sér að fest er í sessi lækkun leikskólagjalda um 20 % frá 1. maí sl. Felld verða niður gjöld fyrir börn í 5 ára deildum leikskóla upp að 8 tímum frá og með 1. janúar. Haldið verður áfram á þeirri braut að leikskólaþjónusta verði veitt allan ársins hring og forráðamenn hafi aukið val um tímasetningu sumarleyfis fyrir börn sín líkt og var síðasta sumar og því er ekki gert ráð fyrir sérstökum gæsluvelli við leikskólana. %0D%0DFjölgun kennslustunda fyrir börn í yngri deildum grunnskóla er viðhaldið í áætlun næsta árs. Fæðiskostnaður grunnskólabarna mun ekki hækka á árinu í takt við 5 % hækkun gjaldskrá sem tekur gildi næsta haust eins og gengið er út frá í forsendum fjárhagsáætlunar. %0DGert er ráð fyrir hækkun styrks til forráðamanna barna sem dvelja hjá dagforeldrum úr 16. 800 - 25.000 kr.%0D%0DFulltrúar B og S lista gagnrýna framsetningu fjárhagsáætlunar á fundi nefndarinnar 28/11 2006. Einungis eru lagðar fram hráar tölur á bókhaldslyklum en forsendur þær sem forstöðumenn stofnana notuðu við áætlunargerðina eru ekki lagðar skriflega fyrir nefndarmenn. Þetta gerir það að verkum að nefndarmenn hafa ekki forsendur til að leggja raunhæft mat á áætlunina eða að koma með rökstuddar breytingartillögur.%0D%0DFjárhagur grunnskólanna ræðst af svokallaðri kvótasetningu. Samkvæmt henni fá skólarnir ákveðið fjármagn á nemanda. Fulltrúar B og S lista furða sig á því að samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun á að skera þá fjárhæð niður. Það þýðir í raun að kvótasetningin eins og hún er sett fram virkar ekki.%0D%0DÍ ljósi umræðna á fundi fræðslunefndar 28/11 2006 um útgjöld til uppbyggingar og viðhalds tölvu og upplýsingatæknibúnaðar stofnana á fræðslu- og menningarsviði vilja fulltrúar S og B lista koma þeim ábendingum á framfæri að tölvumál þessara stofnana verði tekin til gagngerrar endurskoðunar m.t.t. aldurs vélbúnaðar, uppfærslu eða kaupa hugbúnaðar og þjónustustigs við notendur.%0D%0DFulltrúar D og V lista furða sig á bókun B og S lista um framsetningu fjárhagsáætlunar. Forstöðumenn stofnana á fræðslusviði kynntu áætlanir í einstökum liðum sem þeir hafa unnið í samvinnu við sviðsstjóra, fjármálastjóra og bæjarstjóra.%0D%0DForstöðumenn svöruðu öllum þeim spurningum sem fram komu á fundinum, bæði þeim sem sneru að einstökum bókhaldslyklum sem og málum tengdum rekstri stofnana. Öllum fyrirspurnum var svarað á fundinum og nægur tími gefinn til andsvara, fyrirspurna og tillögugerðar.%0D%0DÞá ber þess að geta að hlutverk fræðslunefndar er að fara yfir tillögur forstöðumanna að fjárhagsáætlun hvers árs eins og gert var á þessum fundi. %0D%0DFulltrúar D og V lista mótmæla framkominni fullyrðingu um að kvótasetningin virki ekki þar sem hún hefur sýnt sig að vera grunnur að fjárhagslegu og þar með faglegu sjálfstæði grunnskólanna undanfarin ár. Á fundinum kom einnig skýrt fram frá forstöðumönnum að það væri ekki vandi fyrir grunnskólana að halda þessa áætlun, enda er vel séð fyrir skólunum í búnaðarkaupum og komið til móts við óskir þeirra. Þar með munu þessi fjárhagsáætlun tryggja frábært skólastarf í Mosfellsbæ nú sem fyrr.%0D%0DHins vegar taka fulltrúar D og V lista undir hugmyndir S og B lista um að gagnlegt sé að taka til skoðunar tölvumál og tölvuuppbyggingu stofnana.%0D
2. Ársskýrsla grunnskólasviðs.200611117
Frestað.
3. Bréf Menntamálaráðuneytisins varðandi fjölgun nemenda í raunvísindum og raungreinum.200611088
Frestað
4. Fyrirspurn menntamálaráðuneytis varðandi Vinaleið200611125
Frestað.
5. Erindi Heimili og skóla varðandi "Vinaleið"200611099
Frestað