Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. nóvember 2006 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Fjár­hags­áætlun 2007200611156

      Kynnt voru drög að fjár­hags­áætlun fræðslu­sviðs vegna árs­ins 2007 eins og hún var lögð fram í bæj­ar­ráði 23. nóv­em­ber 2006.%0D%0DTil máls tóku: HS,BÞÞ,AG,DÞG,HJ,ASG,EHÓ,GDA,GMS,SD,GV,ÁJ,ÞS,%0DVAG,GA,AKG,SJo.%0D%0DFjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2007 fel­ur í sér að fest er í sessi lækk­un leik­skóla­gjalda um 20 % frá 1. maí sl. Felld verða nið­ur gjöld fyr­ir börn í 5 ára deild­um leik­skóla upp að 8 tím­um frá og með 1. janú­ar. Hald­ið verð­ur áfram á þeirri braut að leik­skóla­þjón­usta verði veitt all­an árs­ins hring og for­ráða­menn hafi auk­ið val um tíma­setn­ingu sum­ar­leyf­is fyr­ir börn sín líkt og var síð­asta sum­ar og því er ekki gert ráð fyr­ir sér­stök­um gæslu­velli við leik­skól­ana. %0D%0DFjölg­un kennslu­stunda fyr­ir börn í yngri deild­um grunn­skóla er við­hald­ið í áætlun næsta árs. Fæð­is­kostn­að­ur grunn­skóla­barna mun ekki hækka á ár­inu í takt við 5 % hækk­un gjaldskrá sem tek­ur gildi næsta haust eins og geng­ið er út frá í for­send­um fjár­hags­áætl­un­ar. %0DGert er ráð fyr­ir hækk­un styrks til for­ráða­manna barna sem dvelja hjá dag­for­eldr­um úr 16. 800 - 25.000 kr.%0D%0DFull­trú­ar B og S lista gagn­rýna fram­setn­ingu fjár­hags­áætl­un­ar á fundi nefnd­ar­inn­ar 28/11 2006. Ein­ung­is eru lagð­ar fram hrá­ar töl­ur á bók­halds­lykl­um en for­send­ur þær sem for­stöðu­menn stofn­ana not­uðu við áætl­un­ar­gerð­ina eru ekki lagð­ar skrif­lega fyr­ir nefnd­ar­menn. Þetta ger­ir það að verk­um að nefnd­ar­menn hafa ekki for­send­ur til að leggja raun­hæft mat á áætl­un­ina eða að koma með rök­studd­ar breyt­ing­ar­til­lög­ur.%0D%0DFjár­hag­ur grunn­skól­anna ræðst af svo­kall­aðri kvóta­setn­ingu. Sam­kvæmt henni fá skól­arn­ir ákveð­ið fjár­magn á nem­anda. Full­trú­ar B og S lista furða sig á því að sam­kvæmt fram­lagðri fjár­hags­áætlun á að skera þá fjár­hæð nið­ur. Það þýð­ir í raun að kvóta­setn­ing­in eins og hún er sett fram virk­ar ekki.%0D%0DÍ ljósi um­ræðna á fundi fræðslu­nefnd­ar 28/11 2006 um út­gjöld til upp­bygg­ing­ar og við­halds tölvu og upp­lýs­inga­tækni­bún­að­ar stofn­ana á fræðslu- og menn­ing­ar­sviði vilja full­trú­ar S og B lista koma þeim ábend­ing­um á fram­færi að tölvu­mál þess­ara stofn­ana verði tekin til gagn­gerr­ar end­ur­skoð­un­ar m.t.t. ald­urs vél­bún­að­ar, upp­færslu eða kaupa hug­bún­að­ar og þjón­ustu­stigs við not­end­ur.%0D%0DFull­trú­ar D og V lista furða sig á bók­un B og S lista um fram­setn­ingu fjár­hags­áætl­un­ar. For­stöðu­menn stofn­ana á fræðslu­sviði kynntu áætlan­ir í ein­stök­um lið­um sem þeir hafa unn­ið í sam­vinnu við sviðs­stjóra, fjár­mála­stjóra og bæj­ar­stjóra.%0D%0DFor­stöðu­menn svör­uðu öll­um þeim spurn­ing­um sem fram komu á fund­in­um, bæði þeim sem sneru að ein­stök­um bók­halds­lykl­um sem og mál­um tengd­um rekstri stofn­ana. Öll­um fyr­ir­spurn­um var svarað á fund­in­um og næg­ur tími gef­inn til andsvara, fyr­ir­spurna og til­lögu­gerð­ar.%0D%0DÞá ber þess að geta að hlut­verk fræðslu­nefnd­ar er að fara yfir til­lög­ur for­stöðu­manna að fjár­hags­áætlun hvers árs eins og gert var á þess­um fundi. %0D%0DFull­trú­ar D og V lista mót­mæla fram­kom­inni full­yrð­ingu um að kvóta­setn­ing­in virki ekki þar sem hún hef­ur sýnt sig að vera grunn­ur að fjár­hags­legu og þar með fag­legu sjálf­stæði grunn­skól­anna und­an­farin ár. Á fund­in­um kom einn­ig skýrt fram frá for­stöðu­mönn­um að það væri ekki vandi fyr­ir grunn­skól­ana að halda þessa áætlun, enda er vel séð fyr­ir skól­un­um í bún­að­ar­kaup­um og kom­ið til móts við ósk­ir þeirra. Þar með munu þessi fjár­hags­áætlun tryggja frá­bært skólast­arf í Mos­fells­bæ nú sem fyrr.%0D%0DHins veg­ar taka full­trú­ar D og V lista und­ir hug­mynd­ir S og B lista um að gagn­legt sé að taka til skoð­un­ar tölvu­mál og tölvu­upp­bygg­ingu stofn­ana.%0D

      • 2. Árs­skýrsla grunn­skóla­sviðs.200611117

        Frestað.

        • 3. Bréf Mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins varð­andi fjölg­un nem­enda í raun­vís­ind­um og raun­grein­um.200611088

          Frestað

          • 4. Fyr­ir­spurn mennta­mála­ráðu­neyt­is varð­andi Vina­leið200611125

            Frestað.

            • 5. Er­indi Heim­ili og skóla varð­andi "Vina­leið"200611099

              Frestað

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 22:30