Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. desember 2006 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Fundargerðir til kynningar

    • 1. Strætó bs fund­ar­gerð 86. fund­ar200612144

      Til máls tóku: JS og HSv.%0DFund­ar­gerð 86. fund­ar Strætó bs. lögð fram.

      • 2. Strætó bs -fram­halds­árs­fund­ur-200612143

        Fund­ar­gerð fram­halds­árs­fund­ar Strætó bs. lögð fram.

        • 3. SSH svæð­is­skipu­lags­ráð, fund­ar­gerð 12. fund­ar200612119

          Fund­ar­gerð 12. fund­ar skipu­lags­ráðs SSH lögð fram.

          • 4. SSH fund­ar­gerð 298. fund­ar200612118

            Fund­ar­gerð 298. fund­ar SSH lögð fram.

            Almenn erindi

            • 5. Fjár­hags­áætlun 2007 - Síð­ari um­ræða200611156

              Til máls tóku: RR, JS, KT, MM, HBA, HSv og HP.%0D%0DGrein­ar­gerð bæj­ar­full­trúa D og VG með fjár­hags­áætlun 2007.%0D%0DFjár­hags­áætlun er eitt mik­il­væg­asta stjórn­tæki í rekstri bæj­ar­fé­lags­ins og mark­ar meg­in­reglu um tekju­öflun, ráð­stöf­un fjár­muna og fjár­mála­stjórn bæj­ar­sjóðs og stofn­ana bæj­ar­fé­lags­ins. %0DÍ fjár­hags­áætlun árs­ins 2007 sem hér er lögð fram, er gert ráð fyr­ir óbreyttu út­svari 12,94% þrátt fyr­ir að þessi gjald­stofn sé ekki full­nýtt­ur sam­kvæmt lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga. Á und­an­förn­um miss­er­um hef­ur verð á fast­eign­um í Mos­fells­bæ hækkað sem þýð­ir að eigna­mynd­un íbúa bæj­ar­ins hef­ur auk­ist mik­ið. Til að koma til móts við þessa hækk­un er í áætl­un­inni gert ráð fyr­ir að fast­eigna­skatt­ur á íbúð­ar­hús­næði lækki úr 0,265% af fast­eigna­mati í 0,225%, lóða­leiga lækki úr 0,400% í 0,340 %, vatns­skatt­ur lækki úr 0,120% í 0,100, hol­ræ­sa­gjald verði 0,150 %.%0DFjár­hags­áætlun 2007 ber þess merki að þjón­usta verð­ur efld við bæj­ar­búa og þá einkum börn og ung­menni. Í Mos­fells­bæ eru al­menn þjón­ustu­gjöld með því lægsta sem þekk­ist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í fjár­hags­áætlun 2007 eru leik­skóla­gjöld 5 ára deilda felld nið­ur af 8 stunda vist­un, styrk­ur til for­eldra sem eru með börn inn­an tveggja ára hjá dag­for­eldr­um verð­ur hækk­að­ur um 55%, systkina­afslátt­ur helst óbreytt­ur og veitt­ar eru 15 mkr. til að mæta þátt­töku­gjöld­um í íþrótta– og tóm­stund­astarfs barna og ung­menna. Þetta eru stað­reynd­ir sem tala sínu máli fyr­ir barna­fjöl­skyld­ur í Mos­fells­bæ.%0DMeð mark­vissri fjár­mála­stjórn und­an­far­inna ára hef­ur tek­ist að skapa svigrúm fyr­ir aukna þjón­ustu og upp­bygg­inu og fram­kvæmdaráætlun árs­ins 2007 ger­ir ráð fyr­ir að fjár­fest verði í leik– og grunn­skól­um fyr­ir 407 mkr. í íþrótta­mann­virkj­um fyr­ir 48 mkr. og í veit­um verði fjár­fest fyr­ir 191 mkr. %0DÞrátt fyr­ir geysi­mikla upp­bygg­ingu, aukna þjón­ustu og lækk­un skatta, lækka skuld­ir við lána­stofn­an­ir og ekki er gert ráð fyr­ir lán­töku á ár­inu 2007. %0DFjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2007 er metn­að­ar­full áætlun þar sem áhersla er lögð á að fara vel með fjár­muni en sam­hliða að lækka skatta, auka þjón­ustu við bæj­ar­búa og efla enn frek­ar góð­ar stofn­an­ir bæj­ar­fé­lag­ins. %0D%0D%0DBæj­ar­full­trúi VG vill benda á rang­færsl­ur í öðr­um lið í fram­lögð­um til­lög­um Sam­fylk­ing­ar­inn­g­ar frá fyrri um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar, það var á stefnu­skrá VG að fella nið­ur leik­skóla­gjöld í áföng­um.%0DKarl Tóm­asson.%0D%0D%0DBæj­ar­full­trú­ar S-lista vilja taka fram að bók­un full­trúa VG er byggð á mis­skiln­ingi í orð­anna hljóð­an á til­lögu okk­ar.%0DJón­as Sig­urðs­son%0DHanna Bjart­mars Arn­ar­dótt­ir%0D%0D%0DEft­ir­tald­ar gjald­skrár taka gildi 1. janú­ar 2007.%0D%0Dgjaldskrá vegna nið­ur­greiðslu til for­eldra barna í dag­gæslu dag­for­eldra%0DSam­þykkt með sjö at­kvæð­um%0D%0Dgjaldskrá vegna rekstr­ar­styrkja til einka­rek­inna leik­skóla%0DSam­þykkt með sjö at­kvæð­um%0D%0Dgjaldskrá leik­skóla (hvað varð­ar gjald­fría 5 ára deild)%0DSam­þykkt með sex at­kvæð­um%0D%0Dgjaldskrá nám­skeið­is­gjalda í fé­lags­starfi aldr­aðra%0DSam­þykkt með sjö at­kvæð­um%0D%0Dgjaldskrá fæð­is í íbúða- og þjón­ustu­húsi%0DSam­þykkt með sjö at­kvæð­um%0D%0Dgjaldskrá vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar%0DSam­þykkt með sjö at­kvæð­um%0D%0Dgjaldskrá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar%0DSam­þykkt með sjö at­kvæð­um%0D%0Dgjaldskrá fyr­ir sorp­hirðu í Mos­fells­bæ%0DSam­þykkt með sex at­kvæð­um%0D%0Dgjaldskrá vegna út­tekta-, vott­orða- og íbúða­skoð­un­ar­gjalda í Mos­fels­bæ%0DSam­þykkt með sjö at­kvæð­um%0D%0DEft­ir­tald­ar gjald­skrár taka gildi 1. ág­úst 2007.%0D%0Dgjaldskrá leik­skóla (hvað varð­ar gjöld­in sjálf)%0DSam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um gegn tveim­ur%0D%0Dgjaldskrá í frí­stunda­selj­um og lengdri við­veru%0DSam­þykkt með sex at­kvæð­um%0D%0Dgjaldskrá skóla­hljóm­sveit­ar%0DSam­þykkt með sex at­kvæð­um%0D%0Dgjaldskrá Lista­skóla, tón­list­ar­deild%0DSam­þykkt með sex at­kvæð­um%0D%0Dgjaldskrá íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar að Varmá%0DSam­þykkt með sex at­kvæð­um%0D%0D%0DBæj­ar­full­trú­ar D og VG leggja fram þá til­lögu að all­ar nið­ur­greiðsl­ur á veg­um bæj­ar­fé­lags­ins verði end­ur­skoð­að­ar á ár­inu 2007.%0DSam­þykkt sam­hljóða.%0D%0D%0DÞví næst voru born­ar upp í einu lagi breyt­ing­ar­til­lög­ur B-lista sem lagð­ar voru fram við fyrri um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar og voru þær felld­ar með fjór­um at­kvæð­um gegn þrem­ur.%0D%0DÞá voru born­ar upp í einu lagi breyt­ing­ar­til­lög­ur S-lista sem lagð­ar voru fram við fyrri um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar og voru þær felld­ar með fjór­um at­kvæð­um gegn þrem­ur.%0D%0D%0DFyr­ir­liggj­andi rekstr­ar- og fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar og stofn­ana hans fyr­ir árið 2007 inni­held­ur:%0D- sam­an­tekt A og B hluta bæj­ar­sjóðs og stofn­ana hans%0D sem skipt­ist í rekstr­ar­reikn­ing, efna­hags­reikn­ing og %0D sjóðs­streym­is­yf­ir­lit.%0D%0DHelstu nið­ur­stöð­ur eru eft­ir­far­andi í þús. kr.%0D%0DTekj­ur: 3.274.758 %0DGjöld: 3.045.803%0DFjár­magns­gjöld: 150.370%0DRekstr­arnið­ur­staða: 78.585%0DEign­ir í árslok: 5.993.859%0DEig­ið fé í árslok: 1.980.449 %0D%0DFram­lögð rekstr­ar- og fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2007, ásamt með gjald­skrám og regl­um um lækk­un og nið­ur­fell­ingu fast­eigna­skatts borin upp.%0D%0DFjár­hags­áætlun 2007 þann­ig sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.%0D%0D%0DBók­un B- og S-lista við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar 2007.%0D%0DFjár­hags­áætlun bæj­ar­ins hverju sinni er stefnu­mörk­un meiri­hlut­ans um rekst­ur og fram­kvæmd­ir og þjón­ustust­ig gagn­vart bæj­ar­bú­um. Meg­in ein­kenni fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætl­un­ar eru einkum eft­ir­far­andi.%0DÁ und­an­förn­um árum hef­ur rekst­ur bæj­ar­fé­lags­ins not­ið góðs af því hag­vaxt­ar­skeiði og þenslu sem ríkt hef­ur al­mennt í sam­fé­lag­inu í formi auk­inna tekna. Jafn­framt hafa hækk­andi gjald­skrár bæj­ar­fé­lags­ins lagt bæj­ar­fé­lag­inu til aukn­ar tekj­ur. Í því ástandi er ljóst að auð­veld­ara er að ná hag­stæð­ari rekstr­arnið­ur­stöðu en þeg­ar krepp­ir að. Af­koma bæj­ar­fé­lags­ins mun verða lak­ari á þessu ári en árin á und­an og sama má segja um næsta ár mið­að við fjár­hags­áætl­un­ina fyr­ir árið 2007. Nú legg­ur meiri­hluti D og V lista fram sína fyrstu fjár­hags­áætlun og vek­ur hún nokkra at­hygli. Í fjár­hags­áætlun má sjá fyr­ir­heit um að hrinda í fram­kvæmd til­lög­um sem minni­hlut­inn lagði til á síð­asta ári. Rifja má upp að þá felldi meiri­hlut­inn þær til­lög­ur og bók­aði að þær væru óá­byrg­ar. Ekki er þó tek­ið mark á varn­að­ar­orð­um minni­hlut­ans hvað varð­ar starfs­um­hverfi grunn­skól­anna þar sem langvar­andi að­hald er far­ið að koma nið­ur á mögu­leik­um grunn­skól­anna til sjálf­stæð­is og þró­un­ar á skólastarfi. Nú er enn lengra geng­ið í þess­um efn­um en oft áður með því að kvóta­setn­ing­in sem átti að tryggja fjár­hags­legt sjálf­stæði grunn­skól­anna er að hluta til skorin nið­ur.%0DTöl­ur úr ár­bók sveita­fé­laga 2006 sýna með óyggj­andi hætti að fram­lög á nem­anda eru mun lægri hér í Mos­fells­bæ en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um.%0DSem dæmi má nefna að væri sömu upp­hæð á hvern nem­anda var­ið til grunn­skóla í Mos­fells­bæ og gert er í Garða­bæ þá þyrfti að hækka fram­lag til rekstr­ar grunn­skóla um það bil 200 millj­ón­ir króna en rétt er að fara í saum­ana á þessu. %0DFullt svigrúm ætti því að vera til að auka enn við gæði þjón­ust­unn­ar.%0DÞað er mat minni­hlut­ans að langvar­andi að­hald sé far­ið að koma nið­ur á mögu­leik­um grunn­skól­anna til þró­un­ar á skólastarfi.%0DM­inni­hluta­flokk­arn­ir lögðu fram fjöl­marg­ar til­lög­ur við fyrri um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar­inn­ar nú og er meiri­hlut­an­um vel­kom­ið að nýta sér þær hug­mynd­ir við næstu fjár­hags­áætlana­gerð.%0D%0D%0DBók­un bæj­a­full­trúa D og V%0D%0DVið fyrri um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar 2007 lögðu bæj­ar­full­trú­ar B - og S lista fram 13 til­lög­ur og var ánægju­legt að sjá að ýms­ar þeirra voru í takt við fram­lagð­ar til­lög­ur í fjár­hags­áætlun. %0D%0DEmb­ætt­is­menn greindu kostn­að vegna þess­ara til­lagna og í ljós kom eft­ir­far­andi: %0D%0DTil­lög­ur bæj­ar­full­trúa B list­ans auka út­gjöld sveit­ar­fé­lags­ins á ár­inu 2007 sem nem­ur 77,2 mkr., á ár­inu 2008 93,4 mkr. og á ár­inu 2009 109,6 mkr. en þá er ótal­inn 150 mkr. kostn­að­ur vegna til­lögu að breyt­ing­um við leik­skól­ann Reykja­kot. %0DTil­lög­ur bæj­ar­full­trúa S list­ans auka út­gjöld sveit­ar­fé­lags­ins á ár­inu 2007 sem nem­ur a.m.k. 54.4 mkr. en þá er ótal­inn kostn­að­ur vegna til­lögu um fjölg­un fé­lags­legra leigu­íbúða en reikna má með að minnsta kosti 25 mkr. fyr­ir hverja slíka íbúð. %0D%0DBæj­ar­full­trú­ar B og S- lista leggja fram 13 til­lög­ur án þess að benda á hvern­ig kostn­að­ar­aukn­ingu þeirra skuli mætt, hvort hækka eigi skatta eða draga úr þjón­ustu. %0D%0DBæj­ar­full­trú­ar D og V – lista lýsa sér­stakri undr­un sinni á sí­end­ur­tekn­um bók­un­um minni­hlut­ans sem fela í sér að­för að hinu frá­bæra skólastarfi sem fram fer í grunn­skól­un­um í Mos­fells­bæ. %0DGrósku­mik­ið og metn­að­ar­fullt starf fer fram í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar eins og fram hef­ur kom­ið í bók­un­um í fræðslu­nefnd bæði frá meiri- og minni­hluta. Þar hafa ver­ið kynnt m.a. á þriðja tug þró­un­ar­verk­efna sem er eins­dæmi á höf­uð­borg­ar-svæð­inu. 174.fundi fræðslu­nefnd­ar kom skýrt fram frá for­stöðu­mönn­um að það væri ekki vandi fyr­ir grunn­skól­ana að halda fjár­hags­áætlun 2006 og 2007 enda er vel séð fyr­ir skól­un­um í bún­að­ar­kaup­um og kom­ið til móts við ósk­ir þeirra. %0DBæj­ar­full­trú­ar D – og V – lista lýsa full­um stuðn­ingi við for­stöðu­mann Fræðslu­sviðs, skóla­stjóra grunn­skól­ans og starfs­menn alla og óska þeim velfarn­að­ar í þeim verk­efn­um sem framund­an eru.%0D%0DKarl Tóm­asson for­seti þakk­aði bæj­ar­stjórn­ar­mönn­um sam­starf­ið á ár­inu sem er að líða og ósk­aði þeim og starfs­mönn­um Mos­fells­bæj­ar öll­um gleði­legra jóla árs og frið­ar.

              Fundargerðir til staðfestingar

              • 6. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 125200611005F

                125. af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

                • 7. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 126200611017F

                  126. af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

                  • 8. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 75200612005F

                    75. fund­ar­gerð fjöl­skyldu­nefnd­ar tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

                    • 8.1. Fund­ir fjöl­skyldu­nefnd­ar árið 2007 200612017

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 8.2. Stefna og fram­kvæmda­áætlun Mos­fells­bæj­ar í barna­vernd­ar­mál­um 200611215

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 75. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                    • 9. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 175200612012F

                      175. fund­ar­gerð fræðslu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

                      • 9.1. Árs­skýrsla grunn­skóla­sviðs. 200611117

                        Gögn voru lögð fram á 172. og 173. fundi og eru nefnd­ar­menn beðn­ir um að hafa þau með­ferð­is.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram.

                      • 9.2. Fyr­ir­spurn mennta­mála­ráðu­neyt­is varð­andi Vina­leið 200611125

                        Gögn voru lögð fram á 172. og 173. fundi og eru nefnd­ar­menn beðn­ir um að hafa þau með­ferð­is.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram.

                      • 9.3. Er­indi Heim­ili og skóla varð­andi "Vina­leið" 200611099

                        Gögn voru lögð fram á 172. og 173. fundi og eru nefnd­ar­menn beðn­ir um að hafa þau með­ferð­is.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram.

                      • 9.4. Bréf Mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins varð­andi fjölg­un nem­enda í raun­vís­ind­um og raun­grein­um. 200611088

                        Gögn voru lögð fram á 172. og 173. fundi og eru nefnd­ar­menn beðn­ir um að hafa þau með­ferð­is.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram.

                      • 9.5. Ný­búa­kennsla 200612132

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram.

                      • 9.6. Skóla­da­gatal - Álykt­un frá starfs­mönn­um Varmár­skóla 200609170

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Af­greiðsla 175. fund­ar fræðslu­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                      • 9.7. Skýrsl­ur um skóla­hald á Ís­landi frá ráðu­neyti og Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga 200612147

                        Þar sem skýrsl­urn­ar eru lagð­ar fram til kynn­ing­ar eru þær ein­göngu send­ar í ra­f­rænu formi til fund­ar­manna.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram.

                      • 10. Skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 187200612013F

                        187. fund­ar­gerð skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

                        • 10.1. Breikk­un Suð­ur­lands­veg­ar frá Hvera­gerði að Hafra­vatns­vegi 200611136

                          Vega­gerð­in ósk­ar eft­ir at­huga­semd­um og ábend­ing­um vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breikk­un­ar Suð­ur­lands­veg­ar í 2+1 veg, frá gatna­mót­um við Þor­láks­hafn­ar­veg að Hafra­vatns­vegi. Frestað á 185. og 186. fundi.%0D(sjá aður út­send­an út­drátt úr skýrslu, skýrsl­an öll er á net­slóð­inni http://www.alta.is/pdf/sudur­lands­veg­ur.pdf)

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        • 10.2. Er­indi Sam­taka um betri byggð v. þjóð­vegi í ná­grenni höf­uð­borg­ar­svæðs­ins 200611169

                          Sam­tökin hvetja sveit­ar­stjórn­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að vinna að því að all­ir þjóð­veg­ir á svæð­inu verði full­gerð­ir fyr­ir 2012 sem 2+2 eða 2+1 stofn­braut­ir. Vísað til nefnd­ar­inn­ar af bæj­ar­ráði til kynn­ing­ar 30.11.2006. Frestað á 185. og 186. fundi.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        • 10.3. Er­indi Ís­fugls ehf varð­andi land­nýt­ingu og breyt­ingu á að­al­skipu­lagi í Þor­móðs­dal. 200611083

                          Helga Lára Hólm f.h. Ís­fugls ehf. og Útung­un­ar ehf. ósk­ar með bréfi dags. 14. nóv­em­ber 2006 eft­ir því að heim­ilað verði að setja á fót kjúk­linga­stof­neldi á 6 ha. svæði í Þor­móðs­dal, sem er utan land­bún­að­ar­svæð­is skv. að­al­skipu­lagi. Vísað til nefnd­ar­inn­ar til um­sagn­ar af bæj­ar­ráði 16.11.2006. Frestað á 185. og 186. fundi.%0D(Meðf. er hluti að­al­skipu­lags­upp­drátt­ar, til við­bót­ar við áður út­send gögn)

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        • 10.4. Stórikriki 58, um­sókn um breyt­ingu á skipu­lagi lóð­ar 200609042

                          Grennd­arkynn­ingu lauk 8. des­em­ber. Ein at­huga­semd barst, frá Þórði Ámunda­syni, dags. 22. októ­ber 2006.%0DFrestað á 186. fundi.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        • 10.5. Fyr­ir­spurn um gróð­ur­hús og geymslu­skúr á frí­stundalóð við Heytjörn, landnr. 125365 200611042

                          Er­indi dags. 30. nóv­em­ber 2006 frá Hans Kristjáni Guð­munds­syni f.h. Bjálka­húsa ehf. þar sem spurst er fyr­ir um það hvort leyft yrði að byggja minna gróð­ur­hús en 70 m2 á frí­stundalóð við Heytjörn, landnr. 125365 og þá hversu stórt, en um­sókn um 70 m2 gróð­ur­hús var hafn­að á 184. fundi. Frestað á 186. fundi.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        • 10.6. Leir­vogstunga, breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi des. 06 200612145

                          Teikni­stofa Arki­tekta ósk­ar með bréfi dags. 14. des­em­ber 2006 f.h. Leir­vogstungu ehf. eft­ir því að skipu­lags­nefnd taki til af­greiðslu meðf. til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi Leir­vogstungu.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        • 10.7. Reykja­mel­ur 19, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir garð­áhalda­hús 200609178

                          Grennd­arkynn­ingu lauk 11. des­em­ber, at­huga­semd­ir bár­ust ann­ar­s­veg­ar frá Jó­hann­esi Eyfjörð og Krist­ínu Maríu Ing­ólfs­dótt­ur, Reykja­mel 17 og hins­veg­ar frá 12 íbú­um húsa nr. 8, 9, 11, 13, 15 og 18 við Reykja­mel.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        • 10.8. Mót­mæli v. frá­gangs á lóð­ar­mörk­um Reykja­mels 17 og 19 200612115

                          Er­indi dags. 7. des­em­ber 2006 þar sem Jó­hann­es Eyfjörð og Kristín María Ing­ólfs­dótt­ir, Reykja­mel 17, gera at­huga­semd­ir við breyt­ing­ar á gróðri og frá­gangi á lóð­ar­mörk­um, sem eig­end­ur húss nr. 19 hafi gert ein­hliða og í and­stöðu við þau. Óskað er eft­ir því að bygg­ing­ar­yf­ir­völd að­haf­ist í mál­inu og sjái til þess að lim­gerði á lóð­ar­mörk­um verði kom­ið aft­ur í fyrra horf.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        • 10.9. Er­indi SSH v. er­indi Lands­sam­taka hjól­reiða­manna 200612055

                          Sam­tökin hvetja í bréfi dags. 7. des­em­ber 2006 til þess að gert verði ráð fyr­ir hjól­reiða­braut­um í end­ur­skoð­uð­um vega­lög­um.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        • 10.10. Litlikriki 15 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 200606111

                          Lagð­ar fram breytt­ar teikn­ing­ar í fram­haldi af bók­un nefnd­ar­inn­ar á 184. fundi.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        • 10.11. Stórikriki 56, beiðni um breyt­ingu á deili­skipu­lagi 200612146

                          Berg­þór Ingvar Björg­vins­son og Kristín Berg Berg­vins­dótt­ir sækja með bréfi dags. 12. des­em­ber um að mega gera 60 m2 auka­í­búð í kjall­ara húss­ins og að hækka gólf­kóta þess um 18 cm.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        • 10.12. Reykja­flöt, Mos­fells­dal, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir bíl­skúr 200612125

                          Samú­el Hreggviðs­son f.h. Harð­ar Bjarmars Ní­els­son­ar sæk­ir 4.12.2006 um leyfi til að byggja bíl­skúr við lóð­ar­mörk milli Reykja­flat­ar og Braut­ar, sam­byggð­an við áform­að­an bíl­skúr hand­an lóð­ar­mark­anna. Ekki er gert ráð fyr­ir bygg­ing­um á þess­um stað í deili­skipu­lagi.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        • 10.13. Braut, Mos­fells­dal, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir bíl­skúr 200612126

                          Samú­el Hreggviðs­son f.h. Her­dís­ar Þór­is­dótt­ur sæk­ir 4.12.2006 um leyfi til að byggja bíl­skúr við lóð­ar­mörk milli Reykja­flat­ar og Braut­ar, sam­byggð­an við áform­að­an bíl­skúr hand­an lóð­ar­mark­anna. Ekki er gert ráð fyr­ir bygg­ing­um á þess­um stað í deili­skipu­lagi.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 187. fund­ar skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10