20. desember 2006 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Strætó bs fundargerð 86. fundar200612144
Til máls tóku: JS og HSv.%0DFundargerð 86. fundar Strætó bs. lögð fram.
2. Strætó bs -framhaldsársfundur-200612143
Fundargerð framhaldsársfundar Strætó bs. lögð fram.
3. SSH svæðisskipulagsráð, fundargerð 12. fundar200612119
Fundargerð 12. fundar skipulagsráðs SSH lögð fram.
4. SSH fundargerð 298. fundar200612118
Fundargerð 298. fundar SSH lögð fram.
Almenn erindi
5. Fjárhagsáætlun 2007 - Síðari umræða200611156
Til máls tóku: RR, JS, KT, MM, HBA, HSv og HP.%0D%0DGreinargerð bæjarfulltrúa D og VG með fjárhagsáætlun 2007.%0D%0DFjárhagsáætlun er eitt mikilvægasta stjórntæki í rekstri bæjarfélagsins og markar meginreglu um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjármálastjórn bæjarsjóðs og stofnana bæjarfélagsins. %0DÍ fjárhagsáætlun ársins 2007 sem hér er lögð fram, er gert ráð fyrir óbreyttu útsvari 12,94% þrátt fyrir að þessi gjaldstofn sé ekki fullnýttur samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Á undanförnum misserum hefur verð á fasteignum í Mosfellsbæ hækkað sem þýðir að eignamyndun íbúa bæjarins hefur aukist mikið. Til að koma til móts við þessa hækkun er í áætluninni gert ráð fyrir að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki úr 0,265% af fasteignamati í 0,225%, lóðaleiga lækki úr 0,400% í 0,340 %, vatnsskattur lækki úr 0,120% í 0,100, holræsagjald verði 0,150 %.%0DFjárhagsáætlun 2007 ber þess merki að þjónusta verður efld við bæjarbúa og þá einkum börn og ungmenni. Í Mosfellsbæ eru almenn þjónustugjöld með því lægsta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu og í fjárhagsáætlun 2007 eru leikskólagjöld 5 ára deilda felld niður af 8 stunda vistun, styrkur til foreldra sem eru með börn innan tveggja ára hjá dagforeldrum verður hækkaður um 55%, systkinaafsláttur helst óbreyttur og veittar eru 15 mkr. til að mæta þátttökugjöldum í íþrótta– og tómstundastarfs barna og ungmenna. Þetta eru staðreyndir sem tala sínu máli fyrir barnafjölskyldur í Mosfellsbæ.%0DMeð markvissri fjármálastjórn undanfarinna ára hefur tekist að skapa svigrúm fyrir aukna þjónustu og uppbygginu og framkvæmdaráætlun ársins 2007 gerir ráð fyrir að fjárfest verði í leik– og grunnskólum fyrir 407 mkr. í íþróttamannvirkjum fyrir 48 mkr. og í veitum verði fjárfest fyrir 191 mkr. %0DÞrátt fyrir geysimikla uppbyggingu, aukna þjónustu og lækkun skatta, lækka skuldir við lánastofnanir og ekki er gert ráð fyrir lántöku á árinu 2007. %0DFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2007 er metnaðarfull áætlun þar sem áhersla er lögð á að fara vel með fjármuni en samhliða að lækka skatta, auka þjónustu við bæjarbúa og efla enn frekar góðar stofnanir bæjarfélagins. %0D%0D%0DBæjarfulltrúi VG vill benda á rangfærslur í öðrum lið í framlögðum tillögum Samfylkingarinngar frá fyrri umræðu fjárhagsáætlunar, það var á stefnuskrá VG að fella niður leikskólagjöld í áföngum.%0DKarl Tómasson.%0D%0D%0DBæjarfulltrúar S-lista vilja taka fram að bókun fulltrúa VG er byggð á misskilningi í orðanna hljóðan á tillögu okkar.%0DJónas Sigurðsson%0DHanna Bjartmars Arnardóttir%0D%0D%0DEftirtaldar gjaldskrár taka gildi 1. janúar 2007.%0D%0Dgjaldskrá vegna niðurgreiðslu til foreldra barna í daggæslu dagforeldra%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá vegna rekstrarstyrkja til einkarekinna leikskóla%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá leikskóla (hvað varðar gjaldfría 5 ára deild)%0DSamþykkt með sex atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá námskeiðisgjalda í félagsstarfi aldraðra%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá fæðis í íbúða- og þjónustuhúsi%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá vatnsveitu Mosfellsbæjar%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ%0DSamþykkt með sex atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá vegna úttekta-, vottorða- og íbúðaskoðunargjalda í Mosfelsbæ%0DSamþykkt með sjö atkvæðum%0D%0DEftirtaldar gjaldskrár taka gildi 1. ágúst 2007.%0D%0Dgjaldskrá leikskóla (hvað varðar gjöldin sjálf)%0DSamþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur%0D%0Dgjaldskrá í frístundaseljum og lengdri viðveru%0DSamþykkt með sex atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá skólahljómsveitar%0DSamþykkt með sex atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá Listaskóla, tónlistardeild%0DSamþykkt með sex atkvæðum%0D%0Dgjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá%0DSamþykkt með sex atkvæðum%0D%0D%0DBæjarfulltrúar D og VG leggja fram þá tillögu að allar niðurgreiðslur á vegum bæjarfélagsins verði endurskoðaðar á árinu 2007.%0DSamþykkt samhljóða.%0D%0D%0DÞví næst voru bornar upp í einu lagi breytingartillögur B-lista sem lagðar voru fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar og voru þær felldar með fjórum atkvæðum gegn þremur.%0D%0DÞá voru bornar upp í einu lagi breytingartillögur S-lista sem lagðar voru fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar og voru þær felldar með fjórum atkvæðum gegn þremur.%0D%0D%0DFyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007 inniheldur:%0D- samantekt A og B hluta bæjarsjóðs og stofnana hans%0D sem skiptist í rekstrarreikning, efnahagsreikning og %0D sjóðsstreymisyfirlit.%0D%0DHelstu niðurstöður eru eftirfarandi í þús. kr.%0D%0DTekjur: 3.274.758 %0DGjöld: 3.045.803%0DFjármagnsgjöld: 150.370%0DRekstrarniðurstaða: 78.585%0DEignir í árslok: 5.993.859%0DEigið fé í árslok: 1.980.449 %0D%0DFramlögð rekstrar- og fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2007, ásamt með gjaldskrám og reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts borin upp.%0D%0DFjárhagsáætlun 2007 þannig samþykkt með fjórum atkvæðum.%0D%0D%0DBókun B- og S-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2007.%0D%0DFjárhagsáætlun bæjarins hverju sinni er stefnumörkun meirihlutans um rekstur og framkvæmdir og þjónustustig gagnvart bæjarbúum. Megin einkenni fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar eru einkum eftirfarandi.%0DÁ undanförnum árum hefur rekstur bæjarfélagsins notið góðs af því hagvaxtarskeiði og þenslu sem ríkt hefur almennt í samfélaginu í formi aukinna tekna. Jafnframt hafa hækkandi gjaldskrár bæjarfélagsins lagt bæjarfélaginu til auknar tekjur. Í því ástandi er ljóst að auðveldara er að ná hagstæðari rekstrarniðurstöðu en þegar kreppir að. Afkoma bæjarfélagsins mun verða lakari á þessu ári en árin á undan og sama má segja um næsta ár miðað við fjárhagsáætlunina fyrir árið 2007. Nú leggur meirihluti D og V lista fram sína fyrstu fjárhagsáætlun og vekur hún nokkra athygli. Í fjárhagsáætlun má sjá fyrirheit um að hrinda í framkvæmd tillögum sem minnihlutinn lagði til á síðasta ári. Rifja má upp að þá felldi meirihlutinn þær tillögur og bókaði að þær væru óábyrgar. Ekki er þó tekið mark á varnaðarorðum minnihlutans hvað varðar starfsumhverfi grunnskólanna þar sem langvarandi aðhald er farið að koma niður á möguleikum grunnskólanna til sjálfstæðis og þróunar á skólastarfi. Nú er enn lengra gengið í þessum efnum en oft áður með því að kvótasetningin sem átti að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði grunnskólanna er að hluta til skorin niður.%0DTölur úr árbók sveitafélaga 2006 sýna með óyggjandi hætti að framlög á nemanda eru mun lægri hér í Mosfellsbæ en í nágrannasveitarfélögunum.%0DSem dæmi má nefna að væri sömu upphæð á hvern nemanda varið til grunnskóla í Mosfellsbæ og gert er í Garðabæ þá þyrfti að hækka framlag til rekstrar grunnskóla um það bil 200 milljónir króna en rétt er að fara í saumana á þessu. %0DFullt svigrúm ætti því að vera til að auka enn við gæði þjónustunnar.%0DÞað er mat minnihlutans að langvarandi aðhald sé farið að koma niður á möguleikum grunnskólanna til þróunar á skólastarfi.%0DMinnihlutaflokkarnir lögðu fram fjölmargar tillögur við fyrri umræðu fjárhagsáætlunarinnar nú og er meirihlutanum velkomið að nýta sér þær hugmyndir við næstu fjárhagsáætlanagerð.%0D%0D%0DBókun bæjafulltrúa D og V%0D%0DVið fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2007 lögðu bæjarfulltrúar B - og S lista fram 13 tillögur og var ánægjulegt að sjá að ýmsar þeirra voru í takt við framlagðar tillögur í fjárhagsáætlun. %0D%0DEmbættismenn greindu kostnað vegna þessara tillagna og í ljós kom eftirfarandi: %0D%0DTillögur bæjarfulltrúa B listans auka útgjöld sveitarfélagsins á árinu 2007 sem nemur 77,2 mkr., á árinu 2008 93,4 mkr. og á árinu 2009 109,6 mkr. en þá er ótalinn 150 mkr. kostnaður vegna tillögu að breytingum við leikskólann Reykjakot. %0DTillögur bæjarfulltrúa S listans auka útgjöld sveitarfélagsins á árinu 2007 sem nemur a.m.k. 54.4 mkr. en þá er ótalinn kostnaður vegna tillögu um fjölgun félagslegra leiguíbúða en reikna má með að minnsta kosti 25 mkr. fyrir hverja slíka íbúð. %0D%0DBæjarfulltrúar B og S- lista leggja fram 13 tillögur án þess að benda á hvernig kostnaðaraukningu þeirra skuli mætt, hvort hækka eigi skatta eða draga úr þjónustu. %0D%0DBæjarfulltrúar D og V – lista lýsa sérstakri undrun sinni á síendurteknum bókunum minnihlutans sem fela í sér aðför að hinu frábæra skólastarfi sem fram fer í grunnskólunum í Mosfellsbæ. %0DGróskumikið og metnaðarfullt starf fer fram í grunnskólum Mosfellsbæjar eins og fram hefur komið í bókunum í fræðslunefnd bæði frá meiri- og minnihluta. Þar hafa verið kynnt m.a. á þriðja tug þróunarverkefna sem er einsdæmi á höfuðborgar-svæðinu. 174.fundi fræðslunefndar kom skýrt fram frá forstöðumönnum að það væri ekki vandi fyrir grunnskólana að halda fjárhagsáætlun 2006 og 2007 enda er vel séð fyrir skólunum í búnaðarkaupum og komið til móts við óskir þeirra. %0DBæjarfulltrúar D – og V – lista lýsa fullum stuðningi við forstöðumann Fræðslusviðs, skólastjóra grunnskólans og starfsmenn alla og óska þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.%0D%0DKarl Tómasson forseti þakkaði bæjarstjórnarmönnum samstarfið á árinu sem er að líða og óskaði þeim og starfsmönnum Mosfellsbæjar öllum gleðilegra jóla árs og friðar.
Fundargerðir til staðfestingar
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 125200611005F
125. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 126200611017F
126. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
8. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 75200612005F
75. fundargerð fjölskyldunefndar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
8.1. Fundir fjölskyldunefndar árið 2007 200612017
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.2. Stefna og framkvæmdaáætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 200611215
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 75. fundar fjölskyldunefndar staðfest með sjö atkvæðum.
9. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 175200612012F
175. fundargerð fræðslunefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
9.1. Ársskýrsla grunnskólasviðs. 200611117
Gögn voru lögð fram á 172. og 173. fundi og eru nefndarmenn beðnir um að hafa þau meðferðis.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.2. Fyrirspurn menntamálaráðuneytis varðandi Vinaleið 200611125
Gögn voru lögð fram á 172. og 173. fundi og eru nefndarmenn beðnir um að hafa þau meðferðis.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.3. Erindi Heimili og skóla varðandi "Vinaleið" 200611099
Gögn voru lögð fram á 172. og 173. fundi og eru nefndarmenn beðnir um að hafa þau meðferðis.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.4. Bréf Menntamálaráðuneytisins varðandi fjölgun nemenda í raunvísindum og raungreinum. 200611088
Gögn voru lögð fram á 172. og 173. fundi og eru nefndarmenn beðnir um að hafa þau meðferðis.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.5. Nýbúakennsla 200612132
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.6. Skóladagatal - Ályktun frá starfsmönnum Varmárskóla 200609170
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 175. fundar fræðslunefndar staðfest með sjö atkvæðum.
9.7. Skýrslur um skólahald á Íslandi frá ráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga 200612147
Þar sem skýrslurnar eru lagðar fram til kynningar eru þær eingöngu sendar í rafrænu formi til fundarmanna.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 187200612013F
187. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
10.1. Breikkun Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Hafravatnsvegi 200611136
Vegagerðin óskar eftir athugasemdum og ábendingum vegna fyrirhugaðrar breikkunar Suðurlandsvegar í 2+1 veg, frá gatnamótum við Þorlákshafnarveg að Hafravatnsvegi. Frestað á 185. og 186. fundi.%0D(sjá aður útsendan útdrátt úr skýrslu, skýrslan öll er á netslóðinni http://www.alta.is/pdf/sudurlandsvegur.pdf)
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.2. Erindi Samtaka um betri byggð v. þjóðvegi í nágrenni höfuðborgarsvæðsins 200611169
Samtökin hvetja sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu til að vinna að því að allir þjóðvegir á svæðinu verði fullgerðir fyrir 2012 sem 2+2 eða 2+1 stofnbrautir. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til kynningar 30.11.2006. Frestað á 185. og 186. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.3. Erindi Ísfugls ehf varðandi landnýtingu og breytingu á aðalskipulagi í Þormóðsdal. 200611083
Helga Lára Hólm f.h. Ísfugls ehf. og Útungunar ehf. óskar með bréfi dags. 14. nóvember 2006 eftir því að heimilað verði að setja á fót kjúklingastofneldi á 6 ha. svæði í Þormóðsdal, sem er utan landbúnaðarsvæðis skv. aðalskipulagi. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 16.11.2006. Frestað á 185. og 186. fundi.%0D(Meðf. er hluti aðalskipulagsuppdráttar, til viðbótar við áður útsend gögn)
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.4. Stórikriki 58, umsókn um breytingu á skipulagi lóðar 200609042
Grenndarkynningu lauk 8. desember. Ein athugasemd barst, frá Þórði Ámundasyni, dags. 22. október 2006.%0DFrestað á 186. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.5. Fyrirspurn um gróðurhús og geymsluskúr á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365 200611042
Erindi dags. 30. nóvember 2006 frá Hans Kristjáni Guðmundssyni f.h. Bjálkahúsa ehf. þar sem spurst er fyrir um það hvort leyft yrði að byggja minna gróðurhús en 70 m2 á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365 og þá hversu stórt, en umsókn um 70 m2 gróðurhús var hafnað á 184. fundi. Frestað á 186. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.6. Leirvogstunga, breytingar á deiliskipulagi des. 06 200612145
Teiknistofa Arkitekta óskar með bréfi dags. 14. desember 2006 f.h. Leirvogstungu ehf. eftir því að skipulagsnefnd taki til afgreiðslu meðf. tillögu að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.7. Reykjamelur 19, umsókn um byggingarleyfi fyrir garðáhaldahús 200609178
Grenndarkynningu lauk 11. desember, athugasemdir bárust annarsvegar frá Jóhannesi Eyfjörð og Kristínu Maríu Ingólfsdóttur, Reykjamel 17 og hinsvegar frá 12 íbúum húsa nr. 8, 9, 11, 13, 15 og 18 við Reykjamel.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.8. Mótmæli v. frágangs á lóðarmörkum Reykjamels 17 og 19 200612115
Erindi dags. 7. desember 2006 þar sem Jóhannes Eyfjörð og Kristín María Ingólfsdóttir, Reykjamel 17, gera athugasemdir við breytingar á gróðri og frágangi á lóðarmörkum, sem eigendur húss nr. 19 hafi gert einhliða og í andstöðu við þau. Óskað er eftir því að byggingaryfirvöld aðhafist í málinu og sjái til þess að limgerði á lóðarmörkum verði komið aftur í fyrra horf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.9. Erindi SSH v. erindi Landssamtaka hjólreiðamanna 200612055
Samtökin hvetja í bréfi dags. 7. desember 2006 til þess að gert verði ráð fyrir hjólreiðabrautum í endurskoðuðum vegalögum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.10. Litlikriki 15 - Umsókn um byggingarleyfi 200606111
Lagðar fram breyttar teikningar í framhaldi af bókun nefndarinnar á 184. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.11. Stórikriki 56, beiðni um breytingu á deiliskipulagi 200612146
Bergþór Ingvar Björgvinsson og Kristín Berg Bergvinsdóttir sækja með bréfi dags. 12. desember um að mega gera 60 m2 aukaíbúð í kjallara hússins og að hækka gólfkóta þess um 18 cm.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.12. Reykjaflöt, Mosfellsdal, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr 200612125
Samúel Hreggviðsson f.h. Harðar Bjarmars Níelssonar sækir 4.12.2006 um leyfi til að byggja bílskúr við lóðarmörk milli Reykjaflatar og Brautar, sambyggðan við áformaðan bílskúr handan lóðarmarkanna. Ekki er gert ráð fyrir byggingum á þessum stað í deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.13. Braut, Mosfellsdal, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr 200612126
Samúel Hreggviðsson f.h. Herdísar Þórisdóttur sækir 4.12.2006 um leyfi til að byggja bílskúr við lóðarmörk milli Reykjaflatar og Brautar, sambyggðan við áformaðan bílskúr handan lóðarmarkanna. Ekki er gert ráð fyrir byggingum á þessum stað í deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.