23. nóvember 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Háholt 7, umsókn um lóðarstækkun.200603130
Erindið var fyrst á dagskrá 766. fundar bæjarráðs, síðan vísað til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar á 788. fundi. Umsögn nefndarinnar liggur fyrir svo og bréf Arkform dags. 16.11.2006.%0D
Til máls tóku: HSv, JS, KT, RR og MM. %0DUmsögn skipulags- og byggingarnefndar lögð fram. Jafnframt samþykkt að fela bæjarverkfræðingi og skipulagsfulltrúa að ræða frekari útfærslu við hlutaðeigandi í samræmi við umsögn nefndarinnar.
2. Aðstaða fyrir MOTOMOS200605117
Erindi MotoMos er í vinnslu hjá bæjarverkfræðingi, en hér hefur borist nýtt bréf sem innlegg í málið.%0D
Til máls tóku: RR, HSv, KT, JS og MM.%0DLagt fram bréf MOTOMOS. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi að ræða áfram við MOTOMOS um möguleika á aðstöðu fyrir félagið.
3. Erindi Heilsugæslunnar v. aðgerðir til að bæta þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir200611027
Erindið var áður á dagskrá 800. fundi bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að fá framkvæmdastjóra heilsugæslunnar á fund bæjarráðs. Framkvæmdastjórinn mætir á fund bæjarráðs kl. 08:00.%0D
Á fundinn eru mætt forstjóri og hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að gera grein fyrir erindi heilsugæslunnar varðandi samstarf um aðgerðir til að bæta þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir.%0D%0DTil máls tóku: HSv, RR og JS.%0DErindi heilsugæslunnar lagt fram. Bæjarstjóra og forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs falið að vera í forsvari fyrir Mosfellsbæ varðandi umrætt málefni.
4. Erindi Pacta ehf. varðandi eignarland Þóris Þórarinssonar í Óskotslandi, landnr. 125388200611044
Áður á dagskrá 801. fundar bæjarráðs, þar vísað til umsagnar bæjarritara. Umsögn bæjarritara fylgir. Óskað er viðurkenningar á bótaskyldu sveitarfélagsins vegna breytingar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024 sem tók gildi á árinu 2003.%0D
Til máls tóku: HSv, SÓJ, RR, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara bréfritara í samræmi við umræðum á fundinum.
5. Erindi Gróður fyrir fólk, varðandi uppgræðslu í Bláfjöllum.200611049
Áður á dagskrá 801. fundar bæjarráðs og þar vísað til bæjarstjóra til skoðunar. Umsögn bæjarstjóra fylgir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að taka þátt í verkefni, Gróðurs fyrir fólk, í Bláfjöllum.
Almenn erindi
6. Erindi Kjósarhrepps varðandi uppbyggingu hjúkrunar- og dvalarrýmis eldri borgara200611149
Erindi Kjósarhrepps þar sem óskað er eftir viðræðum við Mosfellsbæ um samvinnu á sviði félagsmála, einkum á sviði uppbyggingar hjúkrunar- og dvalarrýma eldri borgara.
Til máls tóku: HSv, JS og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísar erindinu til umsagnar félagsmálastjóra
7. Erindi Rögnvalds Þorkelssonar varðandi deiliskipulag á landi Lundar í Mosfellsdal.200611112
Í erindinu er óskað eftir að samþykkt verði deiliskipulag á landi Lundar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og bygingarnefndar til umsagnar.
8. Erindi Hákonar Ísfeld v. Engjaveg 20200611115
Erindið varðar innlagða aðaluppdrætti vegna Engjavegar 20.
Til máls tóku: RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
9. Fjárhagsáæltun 2007200611156
Bæjarstjóri leggur fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
Til máls tóku: RR, JS, HSv og MM.%0DLögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007. Samþykkt að senda drögin til kynningar í nefndum bæjarins.
10. Minnisblað bæjarstjóra varðandi útsvarsprósentu 2007200611157
Bæjarstjóri leggur fram minnisblað varðandi tillögu að útsvarsprósentu fyrir árið 2007.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ákvarðanatöku um útsvarsprósentu í Mosfellsbæ, vegna álagningar á árinu 2007, til bæjarstjórnar.
11. Gatnagerð við Sunnukrika200610154
Bæjarverkfræðingur óskar afstöðu bæjarráðs til verðtilboða í gatnagerð við Sunnukrika.
Til máls tóku: JBH og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að taka tilboði lægstbjóðanda Jarðvéla ehf í verkið.
12. Lágafellsskóli 3. áfangi200606236
Bæjarverkfræðingur óskar afstöðu bæjarráðs til töku tilboðs lægstbjóðanda ÍAV í 3. áfanga Lágafellsskóla.
Til máls tóku: HSv, JBH, RR og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að taka tilboði lægstbjóðanda ÍAV hf. í uppbyggingu 3. áfanga. Jafnframt samþykkt að heimila bæjarverkfræðingi að semja við verkfærðistofuna Hnit hf. um eftirlit með framkvæmdinni.