Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. nóvember 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Há­holt 7, um­sókn um lóð­ars­tækk­un.200603130

      Erindið var fyrst á dagskrá 766. fundar bæjarráðs, síðan vísað til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar á 788. fundi. Umsögn nefndarinnar liggur fyrir svo og bréf Arkform dags. 16.11.2006.%0D

      Til máls tóku: HSv, JS, KT, RR og MM. %0DUm­sögn skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar lögð fram. Jafn­framt sam­þykkt að fela bæj­ar­verk­fræð­ingi og skipu­lags­full­trúa að ræða frek­ari út­færslu við hlut­að­eig­andi í sam­ræmi við um­sögn nefnd­ar­inn­ar.

      • 2. Að­staða fyr­ir MOTOMOS200605117

        Erindi MotoMos er í vinnslu hjá bæjarverkfræðingi, en hér hefur borist nýtt bréf sem innlegg í málið.%0D

        Til máls tóku: RR, HSv, KT, JS og MM.%0DLagt fram bréf MOTOMOS. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og bæj­ar­verk­fræð­ingi að ræða áfram við MOTOMOS um mögu­leika á að­stöðu fyr­ir fé­lag­ið.

        • 3. Er­indi Heilsu­gæsl­unn­ar v. að­gerð­ir til að bæta þjón­ustu við börn og ung­menni með geðrask­an­ir200611027

          Erindið var áður á dagskrá 800. fundi bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að fá framkvæmdastjóra heilsugæslunnar á fund bæjarráðs. Framkvæmdastjórinn mætir á fund bæjarráðs kl. 08:00.%0D

          Á fund­inn eru mætt for­stjóri og hjúkr­un­ar­for­stjóri Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til að gera grein fyr­ir er­indi heilsu­gæsl­unn­ar varð­andi sam­st­arf um að­gerð­ir til að bæta þjón­ustu við börn og ung­menni með geðrask­an­ir.%0D%0DTil máls tóku: HSv, RR og JS.%0DEr­indi heilsu­gæsl­unn­ar lagt fram. Bæj­ar­stjóra og for­stöðu­manni fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs fal­ið að vera í for­svari fyr­ir Mos­fells­bæ varð­andi um­rætt mál­efni.

          • 4. Er­indi Pacta ehf. varð­andi eign­ar­land Þór­is Þór­ar­ins­son­ar í Óskotslandi, landnr. 125388200611044

            Áður á dagskrá 801. fundar bæjarráðs, þar vísað til umsagnar bæjarritara. Umsögn bæjarritara fylgir. Óskað er viðurkenningar á bótaskyldu sveitarfélagsins vegna breytingar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024 sem tók gildi á árinu 2003.%0D

            Til máls tóku: HSv, SÓJ, RR, JS og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við um­ræð­um á fund­in­um.

            • 5. Er­indi Gróð­ur fyr­ir fólk, varð­andi upp­græðslu í Bláfjöll­um.200611049

              Áður á dagskrá 801. fundar bæjarráðs og þar vísað til bæjarstjóra til skoðunar. Umsögn bæjarstjóra fylgir.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ekki sé hægt að taka þátt í verk­efni, Gróð­urs fyr­ir fólk, í Bláfjöll­um.

              Almenn erindi

              • 6. Er­indi Kjós­ar­hrepps varð­andi upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar- og dval­ar­rým­is eldri borg­ara200611149

                Erindi Kjósarhrepps þar sem óskað er eftir viðræðum við Mosfellsbæ um samvinnu á sviði félagsmála, einkum á sviði uppbyggingar hjúkrunar- og dvalarrýma eldri borgara.

                Til máls tóku: HSv, JS og RR.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar fé­lags­mála­stjóra

                • 7. Er­indi Rögn­valds Þorkels­son­ar varð­andi deili­skipu­lag á landi Lund­ar í Mos­fells­dal.200611112

                  Í erindinu er óskað eftir að samþykkt verði deiliskipulag á landi Lundar.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags- og byg­ing­ar­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                  • 8. Er­indi Há­kon­ar Ís­feld v. Engja­veg 20200611115

                    Erindið varðar innlagða aðaluppdrætti vegna Engjavegar 20.

                    Til máls tóku: RR og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­verk­fræð­ings til um­sagn­ar.

                    • 9. Fjár­hags­áælt­un 2007200611156

                      Bæjarstjóri leggur fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.

                      Til máls tóku: RR, JS, HSv og MM.%0DLögð fram fyrstu drög að fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2007. Sam­þykkt að senda drög­in til kynn­ing­ar í nefnd­um bæj­ar­ins.

                      • 10. Minn­is­blað bæj­ar­stjóra varð­andi út­svars­pró­sentu 2007200611157

                        Bæjarstjóri leggur fram minnisblað varðandi tillögu að útsvarsprósentu fyrir árið 2007.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa ákvarð­ana­töku um út­svars­pró­sentu í Mos­fells­bæ, vegna álagn­ing­ar á ár­inu 2007, til bæj­ar­stjórn­ar.

                        • 11. Gatna­gerð við Sunnukrika200610154

                          Bæjarverkfræðingur óskar afstöðu bæjarráðs til verðtilboða í gatnagerð við Sunnukrika.

                          Til máls tóku: JBH og RR.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka til­boði lægst­bjóð­anda Jarð­véla ehf í verk­ið.

                          • 12. Lága­fells­skóli 3. áfangi200606236

                            Bæjarverkfræðingur óskar afstöðu bæjarráðs til töku tilboðs lægstbjóðanda ÍAV í 3. áfanga Lágafellsskóla.

                            Til máls tóku: HSv, JBH, RR og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka til­boði lægst­bjóð­anda ÍAV hf. í upp­bygg­ingu 3. áfanga. Jafn­framt sam­þykkt að heim­ila bæj­ar­verk­fræð­ingi að semja við verk­færð­i­stof­una Hnit hf. um eft­ir­lit með fram­kvæmd­inni.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20