30. nóvember 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Nýtt eldhús við Reykjakot200610153
Áður á dagskrá 798. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarverkfræðings og forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs. Umsögn meðfylgjandi.%0D
Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur sat fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tóku: HSv, JBH, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að koma eldhúsi fyrir í færanlegri stofu í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað bæjarverkfræðings og forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs.
2. Fjárhagsáætlun 2007200611156
Fjármálastjóri leggur fram minnisblaðið, forsendur áætlaðra skatttekna vegna ársins 2007.%0DEinnig gerir bæjarverkfræðingur munnlega grein fyrir helstu atriðum áætlaðrar eignfærðrar fjárfestingar vegna ársins 2007.%0D
Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur sat fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tóku: RR, MM, HSv, JS og JBH.%0DBæjarstjóri lagði fram og fór yfir drög að forsendum skatttekna fyrir árið 2007.%0DBæjarverkfræðingur lagði fram og fór yfir drög að eignfærðri fjárfestingu fyrir árið 2007.
3. Leirvogstunga, framkvæmdaleyfi, svæði 3 og 1200611013
Áður á dagskrá 454. fundar bæjarstjórnar. Hér er lagt fram minnisblað bæjarritara til kynningar á áorðinni breytingu á 8. grein samnings milli Leirvogstungu ehf og Mosfellsbæjar.%0D
Til máls tók: SÓJ,%0DLagt fram og kynnt breyting á framkvæmdaröð í gildandi samningi Mosfellsbæjar og Leirvogstungu ehf.
4. Erindi Lögfræðiþjónustunnar varðandi landnúmer lóðar úr landi Hrísbrúar.200611054
Áður á dagskrá 801. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarritara. Umsögnin er hjálögð.%0D
Til máls tóku: SÓJ og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.
Almenn erindi
5. Rekstraryfirlit janúar-september 2006200611202
Fjármálastjóri leggur fram minnisblað varðandi rekstraryfirlit janúar til september 2006.
Til máls tóku: RR, HSv og JS.%0DLagt fram rekstraryfirlit bæjarsjóðs og stofnana fyrir mánuðina janúar til september 2006. Reksturinn stendur mjög vel og er í samræmi við endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár.
6. Golfklúbburinn Kjölur, ummsókn um endurnýjun áfengisveitingaleyfis200608146
Bæjarritari leggur til að samþykkt verði endurnýjun áfengisveitingaleyfis til Golfklúbbsins Kjalar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að endurnýja áfengisveitingaleyfi Golfklúbbisns Kjalar til tveggja ára og bæjarritara falið að gefa út leyfið.
7. Erindi Pálmatrés ehf varðandi álögð gatnagerðargjöld200611092
Erindi Pálmatré ehf þar sem óskað er skoðunar á samþykkt byggingarleyfisteikninga varðandi álagningu gatnagerðargjalda. Hjálagt er minnisblað bæjarritara.
Frestað.%0D
8. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu á Mosfellsheiði,Hengilssvæði og nágrenni200611164
Erindi Landgræðslunnar þar sem óskað er samstarfs varðandi uppgræðslu á Mosfellsheiði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.
9. Staða viðræðna Félags ísl. náttúrufræðinga við launanefnd sveitarfélaga200611167
Bæjarstjóri kynnir stöðu kjaraviðræðna Launanefndar sveitarfélaga og Félags ísl. náttúrufræðinga.
Til máls tóku: RR, SÓJ og HSv.%0DLagt fram.
10. Erindi Samtaka um betri byggð v. þjóðvegi í nágrenni höfuðborgarsvæðsins200611169
Erindi Samtaka um betri byggð varðandi öryggi stofnbrauta o.fl.
Til máls tóku: RR, MM og JS.%0DLagt fram. Jafnframt sent skipulags- og byggingarnefnd til kynningar.
11. Samstarf um uppbyggingu og rekstur á búsetuúrræðum og þjónustu fyrir eldri borgara200611173
Erindi Nýsis ehf. og Liðsinnis ehf varðandi samstarf um uppbyggingu og rekstur á búsetuúrræðum og þjónustu fyrir eldri borgara þar sem lýst er hugmyndafræðí fyrirtækjanna.
Til máls tók: HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
12. Umsókn Kyndils um leyfi til flugeldasýningar200611195
Árlegt erindi Kyndils varðandi leyfi til flugeldasýninga um áramót og á þrettánda.
Til máls tóku: MM, RR, HSv og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemdir við fyrirhugaðar flugeldasýningar Björgunarsveitarinnar Kyndils. Bæjarráð beinir þeim tilmælum til björgunarsveitarinnar að hafa samráð við hestamannafélagið um tilhögun flugeldasýningar vegna álfabrennunar.
13. Umsókn Kyndils um staðsetningu flugeldasöluskúrs200611196
Árlegt erindi Kyndils varðandi bráðabirgðaleyfi til staðsetningar á flugeldasöluskúr.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til umsagnar og afgreiðslu.%0D%0D