Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. nóvember 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Nýtt eld­hús við Reykja­kot200610153

      Áður á dagskrá 798. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarverkfræðings og forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs. Umsögn meðfylgjandi.%0D

      Jó­hanna B. Han­sen bæj­ar­verk­fræð­ing­ur sat fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.%0D%0DTil máls tóku: HSv, JBH, JS og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að koma eld­húsi fyr­ir í fær­an­legri stofu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað bæj­ar­verk­fræð­ings og for­stöðu­manns fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs.

      • 2. Fjár­hags­áætlun 2007200611156

        Fjármálastjóri leggur fram minnisblaðið, forsendur áætlaðra skatttekna vegna ársins 2007.%0DEinnig gerir bæjarverkfræðingur munnlega grein fyrir helstu atriðum áætlaðrar eignfærðrar fjárfestingar vegna ársins 2007.%0D

        Jó­hanna B. Han­sen bæj­ar­verk­fræð­ing­ur sat fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.%0D%0DTil máls tóku: RR, MM, HSv, JS og JBH.%0DBæj­ar­stjóri lagði fram og fór yfir drög að for­send­um skatt­tekna fyr­ir árið 2007.%0DBæj­ar­verk­fræð­ing­ur lagði fram og fór yfir drög að eign­færðri fjár­fest­ingu fyr­ir árið 2007.

        • 3. Leir­vogstunga, fram­kvæmda­leyfi, svæði 3 og 1200611013

          Áður á dagskrá 454. fundar bæjarstjórnar. Hér er lagt fram minnisblað bæjarritara til kynningar á áorðinni breytingu á 8. grein samnings milli Leirvogstungu ehf og Mosfellsbæjar.%0D

          Til máls tók: SÓJ,%0DLagt fram og kynnt breyt­ing á fram­kvæmdaröð í gild­andi samn­ingi Mos­fells­bæj­ar og Leir­vogstungu ehf.

          • 4. Er­indi Lög­fræði­þjón­ust­unn­ar varð­andi land­núm­er lóð­ar úr landi Hrís­brú­ar.200611054

            Áður á dagskrá 801. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarritara. Umsögnin er hjálögð.%0D

            Til máls tóku: SÓJ og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­rit­ara að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

            Almenn erindi

            • 5. Rekstr­ar­yf­ir­lit janú­ar-sept­em­ber 2006200611202

              Fjármálastjóri leggur fram minnisblað varðandi rekstraryfirlit janúar til september 2006.

              Til máls tóku: RR, HSv og JS.%0DLagt fram rekstr­ar­yf­ir­lit bæj­ar­sjóðs og stofn­ana fyr­ir mán­uð­ina janú­ar til sept­em­ber 2006. Rekst­ur­inn stend­ur mjög vel og er í sam­ræmi við end­ur­skoð­aða fjár­hags­áætlun fyr­ir yf­ir­stand­andi ár.

              • 6. Golf­klúbbur­inn Kjöl­ur, umm­sókn um end­ur­nýj­un áfeng­isveit­inga­leyf­is200608146

                Bæjarritari leggur til að samþykkt verði endurnýjun áfengisveitingaleyfis til Golfklúbbsins Kjalar.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að end­ur­nýja áfeng­isveit­inga­leyfi Golf­klúbb­isns Kjal­ar til tveggja ára og bæj­ar­rit­ara fal­ið að gefa út leyf­ið.

                • 7. Er­indi Pálma­trés ehf varð­andi álögð gatna­gerð­ar­gjöld200611092

                  Erindi Pálmatré ehf þar sem óskað er skoðunar á samþykkt byggingarleyfisteikninga varðandi álagningu gatnagerðargjalda. Hjálagt er minnisblað bæjarritara.

                  Frestað.%0D

                  • 8. Er­indi Land­græðslu rík­is­ins varð­andi upp­græðslu á Mos­fells­heiði,Hengils­svæði og ná­grenni200611164

                    Erindi Landgræðslunnar þar sem óskað er samstarfs varðandi uppgræðslu á Mosfellsheiði.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                    • 9. Staða við­ræðna Fé­lags ísl. nátt­úru­fræð­inga við launa­nefnd sveit­ar­fé­laga200611167

                      Bæjarstjóri kynnir stöðu kjaraviðræðna Launanefndar sveitarfélaga og Félags ísl. náttúrufræðinga.

                      Til máls tóku: RR, SÓJ og HSv.%0DLagt fram.

                      • 10. Er­indi Sam­taka um betri byggð v. þjóð­vegi í ná­grenni höf­uð­borg­ar­svæðs­ins200611169

                        Erindi Samtaka um betri byggð varðandi öryggi stofnbrauta o.fl.

                        Til máls tóku: RR, MM og JS.%0DLagt fram. Jafn­framt sent skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd til kynn­ing­ar.

                        • 11. Sam­st­arf um upp­bygg­ingu og rekst­ur á bú­setu­úr­ræð­um og þjón­ustu fyr­ir eldri borg­ara200611173

                          Erindi Nýsis ehf. og Liðsinnis ehf varðandi samstarf um uppbyggingu og rekstur á búsetuúrræðum og þjónustu fyrir eldri borgara þar sem lýst er hugmyndafræðí fyrirtækjanna.

                          Til máls tók: HSv.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                          • 12. Um­sókn Kyndils um leyfi til flug­elda­sýn­ing­ar200611195

                            Árlegt erindi Kyndils varðandi leyfi til flugeldasýninga um áramót og á þrettánda.

                            Til máls tóku: MM, RR, HSv og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð geri ekki at­huga­semd­ir við fyr­ir­hug­að­ar flug­elda­sýn­ing­ar Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils. Bæj­ar­ráð bein­ir þeim til­mæl­um til björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar að hafa sam­ráð við hesta­manna­fé­lag­ið um til­hög­un flug­elda­sýn­ing­ar vegna álfa­brenn­un­ar.

                            • 13. Um­sókn Kyndils um stað­setn­ingu flug­elda­sölu­skúrs200611196

                              Árlegt erindi Kyndils varðandi bráðabirgðaleyfi til staðsetningar á flugeldasöluskúr.

                              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bygg­ing­ar­full­trúa til um­sagn­ar og af­greiðslu.%0D%0D

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00